Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 12
12 D FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JOLADAGSKRA STOÐVAR 3 Teiknimyndir og fótbolti á aðfangadag ^löRNIN ættu að finna eitthvað við sitt hæfi að morgni aðfangadags á Stöð 3. Klukkan 10.50 verður sýnd myndin Skrýmslajól, sem ger- ist á jólanótt. Jólasveinninn dettur óvart af sleðanum sín- um og lendir í arninum hjá Tomma. Hann er dálítið ruglaður eftir byltuna og Tommi og vinir hans, skrýmsl- in, ákveða að hjálpa honum við að koma út öllum jólagjöf- unum enda ekki seinna vænna ef allir eiga að fá gjafimar í tæka tíð. Klukkan 11.15 er teikni- myndin Hvít jól á dagskrá, jólasaga um litla stúiku sem á sér aðeins eina ósk. í jóla- gjöf vill hún fá hvít jól og jóla- sveinninn er afskaplega leiður yfir því að geta ekki fært henni þessa jólagjöf. Teikni- myndin er talsett. Enski boltinn Á aðfangadegi jóla er leikið í ensku knattspyrnunni eins og ekkert sé og auðvitað fá íslenskir sjónvarpsáhorfendur að fylgjast með heima í beinni útsendingu. Það eru stórliðin Leeds og Manchester Unitéd sem eigast við um hádegið. Þetta ætti að geta orðið hörkuviðureign, leikmenn beggja liða eru í fremstu röð og snillingar eins og Ryan Giggs, Eric Cantona, Tony Yeboah og Tomas Brolin koma örugglega til með að gleðja okkur með list sinni. Eftir hádegi klukkan 14.20 er myndin Saga jólasveinsins á dagskrá. Hún fjallar um Samúel gamla leikfangasmið, sem leiður er yfír því að þurfa að yfirgefa leikfangaverk- stæðið sitt en á ekki annarra kosta völ. Dagskránni lýkur klukkan 15.40. Bein útsending frá Vatikaninu Útsending hefst síðan aftur að morgni jóladags klukkan 10 með Kálgarðsbörnunum. Þegar Kálgarðsbörnin heyra um jólin ákveða þau að halda til borgarinnar. Börnin fínna peningaveski á leiðinni og eru ákveðin í að reyna að koma því til skila en það gæti orðið dálítið ævintýralegt. Teiknimyndin Jólin hennar Önnu litlu er á dagskrá klukk- an hálfellefu. Það er jóladags- kvöld í stórborginni en fyrir ríkasta manni heims er þetta bara venjulegur dagur, vinnu- dagur rétt eins og hver ann- ar. Hann er því ekkert sér- staklega ánægður þegar framkvæmdarstjórinn hans kemur heim með munaðar- lausu stelpuna Önnu. Klukkan ellefu verður síðan bein útsending frá Vatíkaninu í Róm þar sem páfinn blessar. Klukkan 20.35 að kvöldi jóladags sýnir Stöð 3 Óskars- verðlaunamyndina Dr. Zhivago sem gerð er eftir samnefndri sögu Borisar Past- emaks. Myndin var gerð árið 1965 og er löngu orðin sígild. Með aðalhlutverk fer Omar Shariff en auk hans fara Julie Christie, Geraldine Chaplin, Alec Guinness, Rod Steiger og Klaus Kinsky með stór hlutverk. O Helgarferð er gamanmynd með ekki ómerkari leikurum en Dudley Moore og Jack Lemmon. Myndin gerist á litlu hóteli þar sem gestimir eru af ólíku sauðahúsi. Einn er þunglyndur gamanleikari sem alltaf gerir ráð fyrir því versta, annar gesturinn á von á barni innan skamms, þriðji er þekkt- ur kvennaflagari og til að kóróna allt er eigandi hótels- SOIMGKONAIM IMatalie Cole kemur fram í þættinum Jólatónum á jóladag klukkan 18.00. OSKARSVERÐLAUIMAMYIMDIIM um Zhivagó lækni er sýnd á jóladags- kvöld. Omar Sharif leikur lækninn. MUIMAÐARLEYSHMGIIMIM Anna hleypst á brott með hundi sínum i teiknimynd sem sýnd verður kl. hálfell- efu á jóladagsmorgun. KALGARÐSBORIMIIM lenda i ýmsum ævintýrum að morgni jóladags á Stöð 3. ins náttúrubarn. Klukkan 10.00 að morgni annars jóladags sýnir Stöð 3 myndina Bráðum koma jólin. Jói getur ekki hugsað um annað en kærustuna sína og hvað hann eigi að gefa henni jólagjöf. Vandinn er sá að hann á enga peninga en þegar hann fínnur verðmætt frí- merki hýrnar heldur betur yfír honum. En skyndilega gerir hann sér grein fyrir því að það er ekki hluturinn sem gefínn er sem skiptir mestu máli, heldur hugurinn sem að baki liggur. Klukkan hálfellefu er á dagskrá teiknimyndin Vin- gjarnlegi risinn. Þetta er tæp- lega 90 mínútna vönduð teiknimynd sem segir frá Soffíu litlu sem býr við heldur hraklegar aðstæður á munað- arleysingjahæli. íslenskur skemmtiþáttur með Magnúsi Scheving Að kvöldi annars dags jóla er á dagskrá Stöðvar 3 nýr íslenskur þáttur sem hlotið hefur nafnið Gestir. Þessi þáttur verður á dagskrá hálfs- mánaðarlega og gestgjafi er Magnús Scheving þolfími- meistari með meiru. Þættirnir eru alveg ný blanda þar sem sviðið er heimili og góðir gest- ir koma í heimsókn en inn á milli er fléttað öðrum atriðum. Mikill fjöldi þekktra leikara og annarra þjóðþekktra per- sóna eiga eftir að koma fram í þáttunum. Borgari X (Citizen X) er afbragðskvikmynd sem er á dagskrá Stöðvar 3 klukkan 21.25. Myndin segir frá einka- spæjaranum Victor Burakov sem fenginn er til að rannsaka hvarf manns nokkurs sem fannst myrtur. Þegar rann- sóknin hefst koma fleiri lík fram í dagsljósið. Hér er brjál- aður fjöldamorðingi verið að verki, en hver er hann? Mynd- in skartar fjölda leikara s.s. Donald Sutherland, Stephen Rea og Max von Sydow. Leik- stjóri er Chris Gerolmo, sá hinn sami og leikstýrði „The Witness" og „Missisippi Burn- ing.“ BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Gullauga (sjá Bíóhöllina) Leigumorðingjar ir'h Stallone og Banderas takast á í einhverju vitlausasta einvígi kvikmyndanna. Segir nokkuð um stöðu Staliones að myndin er þrátt fyrir allt með því skárra sem hann hefur gert að undanfömu. Algjör jólasveinn -k-k'h Ekta jólamynd fyrir alla fjölskylduna leysir ráðgátuna um jólasveininn. Gamanleikarinn Tim Allen er sem sniðinn í hlutverkið. BÍÓHÖLLIN Gullauga kkk Njósnari hennar hátignar hefur snúið aftur eftir sex ára hlé og er í fínu formi. Klass- ísk Bond-mynd með öllum helstu og bestu einkennum myndaflokksins. Sýningarstúlkur * Versta mynd Paul Verhoevens til þessa -segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Kvenfyrirlitning og klúryrði vaða uppi og sagan er lapþunn og leikurinn slappur. „Dangerous Minds" * k'A Michelle Pfeiffer leikur nýjan kennara í fátækraskóla sem vinnur baldna 'nemendur á sitt band með Ijóðabækur að vopni. Gamal- reynd hugmynd að sönnu en skemmtileg mynd. Benjamín dúfa kkk'h Einstaklega vel heppnuð bíóútgáfa sögunn- ar um Benjamin dúfu og félaga. Strákamir ungu í riddarareglunni standa sig frábær- lega og myndin er hin besta skemmtun fyrir alla flölskylduna. Hundalíf Bráðskemmtileg Disney-teiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk talsetning eykur enn á fjörið. Nautn irir Popptónlist, léttúð og áhyggjuleysi setur mark sitt á skemmtilega stuttmynd um helgarsport æskufólks. Daníel Ágúst og Emiliana Torrini eru flott í aðalhlutverkun- um. Klikkuð ást * * Andleg vanheilsa setur strik í reikninginn i vegamynd um unga elskendur í leit að hamingjunni. HÁSKÓLABÍÓ Gullauga iririr Enn er Bond tekinn til við að skemmta heimsbyggðinni með ævintýrum sínum'. Nýja Bond-myndin bregst ekki vonum um skemmtilega afþreyingu og Brosnan á eftir að sóma sér vel í hlutverkinu. Saklausar lygar k'A Breskur lögreglumaður rannsakar dular- fullt morðmál í Frakklandi. Óttalega óspennandi og oft óskiljanleg spennumynd um systkinakærleik og siðferðilega úrkynj- un. „Jade" irit Spennumynd sem hefur alla hefðbunda þætti Eszterhaz-handrita og kemur því ekki á óvart. Fyrir regnið +■* + * Frábær mynd sem spinnur örlagavef per- sóna og atburða í sláandi stríðsádeilu og minnir á hvers er ætlast til af okkur hvar og hver sem við erum. Glórulaus * * Alicia Silverstone bjargar annars fáfengi- legri unglingamynd frá glötun með góðum leik og Lólftusjarma. Ætti að vera bönnuð eldri en 16 ára. Apollo 13 **** Stórkostleg bfómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. LAUGARÁSBÍÓ „Mortal Kombat" ir'h Tölvuleikjamynd sem byggir mjög á „Enter the Dragon". Vondur leikur og sálarlaust hasarævintýri en brellumar eru margar góðar. Feigðarboð * Einkar viðburðasnauð en kynferðislega hlaðin sálfræðileg spennumynd sem býður uppá óvænt en lítt greindarleg endalok. Hættuleg tegund * ir'h Spennandi og vel gerð blanda af hrylling og vísindum heldur fínum dampi fram á lokamínúturnar. Góð afþreying. REGNBOGINN Handan Rangoon *** Spennandi og vel gerð mynd John Boor- mans um ástandið f Burma. Krakkar ***’/, Einstök, opinská mynd um vágestinn eyðni, eiturlyf og afbrot meðal unglinga á glapstig- um f New York. Að yfirlögðu ráði * ir'h Hrottafengin og óþægileg sannsöguleg mynd um illa meðferð fanga í Alcatraz. Frelsishetjan * * ir'h Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. SAGABÍÓ Algjör jólasveinn (sjá Bíóborgina) Leigumorðingjar (sjá Bióborgina) STJÖRNUBÍÓ „Desperado" * ith Hollywood-útgáfa Farandsöngvarans hefur litlu við að bæta öðru en frábærri hljóðrás. Antonio Banderas er ábúðarmikill sem skot- glaði farandsöngvarinn. Benjamin dúfa ***’/a Einstaklega vel heppnuð og skemmtileg kvikmyndaútgáfa sögunnar um Benjamín dúfu og félaga. Tár úr steini * * k'h Þegar best lætur upphefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðan- um f íslenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Getur þú horfst í augu við þetta barn án þess að rétta fram hjálparhönd ? Með 500 kr. framlagi er hægt að fæða hann í mánuð. Með öðrum 500 kr. er hægt að búa honum heimili. Með enn einum 500 kr. getum við boðið honum skólavist. PARSTOFNU JUNNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.