Morgunblaðið - 22.12.1995, Page 1

Morgunblaðið - 22.12.1995, Page 1
72 SÍÐUR B/C/D 293. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandarísk Boeing-757 þota með 164 manns ferst í Kólombíu Kraftaverk að sautján skyldu lifa flugslysið af Buga í Kólombíu. Reuter. Reuter KÓLOMBÍSKUR hermaður við brak og farangur úr Boeing þotu flugfélagsins American Airlines sem rakst á fjall í grennd við Cali. Rigning og þoka olli því að fresta varð leit að flakinu um hríð. SAUTJÁN manns björguðust er Boeing-757 þota í eigu bandaríska flugfélagsins American Airlines fórst á San Jose-fjallinu skammt frá Cali í Kólombíu í fyrrakvöld. Fregnum þess efnis að flugstjórinn hefði skýrt frá hreyfilbilun rétt fyr- ir áreksturinn við fjallið var vísað á bug af talsmanni flugfélagsins. Robert Crandall stjórnarformaður American sagði hins vegar í gær- kvöldi að flugvélina hefði rekið örlít- ið austur af flugleið en hún fórst er flugmennirnir voru að undirbúa lendingu í Cali í góðu skyggni. „Þetta er kraftaverk," sagði Jorge Miranda Carpio hershöfðingi, sem stjórnaði björgunaraðgerðum á slysstað í gær, er hann skýrði frá því að fjórir hefðu fundist á lífi í flakinu. Síðar var sagt að þeir væru allt að sautján, þ. á m. konur og börn. „ímyndið ykkur að sitja í flug- vél sem flýgur á mörg hundruð kíló- metra hraða á fjall og sleppa lif- andi,“ bætti hann við. Einum björgunarmanna, Juan Carlos, sem flýtti sér á staðinn, tókst að ná yngri bróður sínum, háskólanemanum Mauricio Reyes, lifandi úr brakinu. Er hjálparsveit- irnar komu á vettvang var fólk í grenndinni búið að ræna ýmsu fé- mætu úr farangrinum og af líkum. Brakið var sundurtætt en eldur kviknaði er þotan skall á fjallinu skammt frá tindi þess. Slysstaður- inn er í héraðinu Valle del Cauca en þar ráða skæruliðar andsnúnir stjórnvöldum lögum og lofum. Slysið er hið mannskæðasta í sögu bandarískra flugfélaga frá því breiðþota Pan American var sprengd á flugi yfir Lockerbie í Skotlandi 21. desember 1988. Ekki var búið að finna svarta kassann svonefnda með upptökum á samtölum flugmanna er síðast fréttist. A1 Comeaux, talsmaður American Airlines, sagði í gær, að flugstjórinn hefði ekki sent út neyð- arkall. Flugmennirnir hefðu ekki gefið flugumferðarstjórum á jörðu niðri til kynna að eitthvað væri að um borð. Vísaði hann á bug fyrri fregnum kólombískra yfirvalda að flugstjórinn hefði skömmu fyrir slysið tilkynnt um hreyfilbilun. Alvaro Cala, flugmálastjóri Kólombíu, sagði að ekki væri hægt að útiloka skemmdarverk og stað- festi einnig að ekkert neyðarkall hefði borist frá vélinni. Hann sagði að öll flugleiðsögutæki á svæðinu hefðu virkað eðlilega á miðvikudag, en dæmi eru um að skæruliðar hafi skotið flugstefnuvita niður í aðgerðum gegn stjórnvöldum. Flugmenn þotunnar voru mjög reyndir og þaulkunnugir aðstæðum í Cali, að sögn Roberts Crandalls. Þotan var keypt ný í ágúst 1991 og nýkomin úr viðamikilli skoðun. ■ Þotan splundraðist/20 Pólland Njósna- brigslin fordæmd í Moskvu Moskvu, Varsjá. Reuter. RÚSSNESKA utanríkisráðu- neytið fordæmdi í gær ásak- anir um að Jozef Oleksy, for- sætisráðherra Póllands, hefði verið á mála hjá leyniþjón- ustu Sovétríkjanna og síðar Rússlands og sagði þær geta valdið úlfúð milli ríkjanna. „Rússneska stjórnin óttast að svokallaðar „afhjúpanir" sái fræjum úlfúðar milli Rússlands og Póllands og að þær séu notaðar til að valda pólitískri spennu í Póllandi, sem stefni stöðugleika og lýðræði í nágrannaríki okkar í hættu,“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Moskvu. Lech Walesa, forseti Pól- lands, kvaðst ekki vilja hefna sín á fyrrverandi kommúnist- um með þessum ásökunum á hendur forsætisráðherran- um. „Menn geta ekki dulið glæpi og landráð með því að þegja yfir þeim, það að um- bera ódæði skapar fleiri ódæði og gerir okkur sam- ábyrg.“ Andrzej Milczanowski inn- anríkisráðherra skýrði þing- inu frá því í gær að leyni- skjöl frá öryggislögreglunni sýndu að forsætisráðherrann hefði starfað fyrir erlenda leyniþjónustu. „Eg var aldrei útsendari erlends ríkis,“ sagði Oleksy í ræðu á þinginu og sagði ásakanirnar byggð- ar á tilbúningi. ■ Pólitísk spenna/19 75 manns farast skammt frá Kaíró Ok aftan á aðra lest í þoku Oryggismál járnbrautanna í ólestri Skæruliðar hörfa frá Gudermes Moskvu. Reuter. SKÆRULIÐAR Tsjetsjena hörfuðu í gær frá borginni Gudermes eftir að hafa barist við herlið Rússa í viku. Að sögn borgarstjórnar hafa meira en 100 óbreyttir borgarar fallið í valinn. Aslan Maskhadov, helsti hernað- arleiðtogi Tsjetsjena, sagðist hafa gefið skipun um undanhald til að komast hjá frekari blóðsúthelling- um. „Rússneski herinn heldur uppi stórskotaliðsárásum á Gudermes og líkin liggja eins og hráviði á götum borgarinnar,“ sagði Ramzan Vatsajev, borgarstjóri í Gudermes, við fréttamenn í Grosní í gær, skömmu áður en undanhaldið hófst. Sagði hann einnig að skotið hefði verið á óbreytta borgara jafnt sem skæruliða úr þyrlum yfir borginni. Reuter Israelsher yfirgefur Betlehem PALESTÍNUMENN í Betlehem sjást hér fagna ákaft en ísra- elskir lögreglu- og hermenn yfirgáfu í gær fæðingarstað frelsarans eftir 28 ára hernám. Dansað var á götunum, yfir- maður lögreglu Palestínu- manna kvaddi starfsbróður sinn frá ísrael brosandi með handabandi og sagði að fram- vegis myndu allir koma með friði til Betlehem. Liðsmenn lögreglu beggja aðila kræktu saman örmum við stöðvar Isra- ela til að hafa stjórn á mann- fjöldanum meðan farartækjum hernámsliðsins var ekið burt. Israelar eru nú að afhenda Frelsissamtökum Palestínu, PLO, yfirráð sex helstu borga á Vesturbakkanum í samræmi við ákvæði friðarsamninganna. Kairó. Rcuter. SJÖTÍU og fimm fórust í gær í mannskæðasta lestarslysi í Egyptalandi í fimmtán ár. Varð slysið með þeim hætti að yfirfull lest keyrði aftan á aðra í mikilli þoku. Áreksturinn varð í borginni Badrasheen sem er 28 kílómetra suður af höfuðborginni Kaíró. Að sögn vitna ók morgunlest er í voru um 120 verkamenn á leið til borg- arinnar Beni Suef á miklum hraða á lest á leið til Assiut. Mahmoud Ali, lestarstjóri síðari lestarinnar, sagði í samtali við /feuíers-fréttastofuna að lestin sem hann ók á hefði ekki átt að vera á teinunum og að hann hefði ekki séð nein rauð Ijós á leiðinni. „Það var þoka alls staðar ... Ég á ekki að stöðva lestina hér. Ég er mjög undrandi á því sem gerðist," sagði Ali, sem missti annan fótinn við áreksturinn. Að sögn lögreglu áttu að vera fimm mínútur á milli lestanna en vegna þokunnar hefði lestarstjóri fyrri lestarinnar á leið til Assiut hægt á ferðinni. Öryggi er almennt talið lítið í egypska lestakerfínu og mann- skæð slys tíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.