Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarstjórn Seltjarnamess Vilja at- lögn gegn fíkniefnum BÆJARSTJÓRN Seltjarnamess samþykkti einróma á fundi á mið- vikudag að skora á ríkisstjórnina að mæta þegar í stað, með kröftug- um og raunhæfum aðgerðum, ört vaxandi fíkniefnavanda sem tortími lifi fjölda íslenskra ungmenna. Stjórnvöld eru hvött til að hefja öflugt forvamarstarf í grunnskólum veita aukið fé til fíkniefnalögreglu, flölga í liði hennar og skapa henni gmndvöll til starfa á landsvísu. Dómar yfir þeim sem skipuleggja smygl og dreifingu á fíkniefnum verði hertir vemlega og tollgæsla aukin um allt land. Bæjarstjórnin vill að stjómvöld skipuleggi aðstoð við aðstandendur fíkniefnaneytenda sem standi ráð- þrota og veiti neytendum aðstoð tii að losna úr klóm fíkniefnanna. Málið þoli enga bið. Þingi lýkur í dag með afgreiðslu fjárlaga Fjárlög með 3,9 milljarða halla Islenskurjóla- sveinn í Sarajevo SAMKVÆMT endanlegum tillögum fjárlaganefndar verða fjárlög ársins 1996 með rúmlega 3,9 milljarða króna halla, sem yrði minnsti ríkis- sjóðshalli í 12 ár. Áformað var að greiða atkvæði um tillögumar og fjárlagafrumvarpið í dag og ljúka með því þingstörfum fyrir jól. Fjárlagafmmvarpið var upphaf- lega lagt fram með 3,88 milijarða halla. Fyrir iokaafgreiðslu lagði meirihluti fjárlaganefndar fram til- iögur um 830 milljóna króna útgjöld til viðbótar þeim 187 milljónum sem Alþingi bætti við framvarpið við 2. umræðu. Því aukast útgjöld ríkisins á næsta ári að öllum líkindum um l. 017 milljónir í meðfömm þingsins og hækka í 124.786 milljónir. Jafnframt hefur tekjuáætlun fjár- laganna verið hækkuð um 976 millj- ónir í 120.865 milljónir króna, eink- um vegna aukinna umsvifa í þjóðar- búskapnum og almennt hagstæðari horfa í efnahagsmálum á næsta ári, m. a. vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Er m.a. gert ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga skili um 600 millj. meira en upphaflega var áætlað og virðisaukaskattur gefi rík- inu 370 milljónum meira í aðra hönd. Heilbrigðismál Útgjaldatillögur fjárlaganefndar fyrir lokaumræðuna snúa einkum að sjúkrastofnunum og sjúkratrygging- um en ekki vannst tími til að af- greiða þær tillögur fyrir 2. umræðu. Einnig breyttust útgjöld dómsmála- ráðuneytis þar sem hætt var við að leggja niður tvö sýslumannsembætti. Ekki era lögð tii aukin framlög til Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur að ráði miðað við upp- haflegt fjárlagaframvarp. En rekstr- arframlög til sjúkrastofnana verða almennt skert um 2% og á sú upp- hæð, samtals um 200 milljónir, að renna í sjóð til að auka samvinnu sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu. Þá er bætt 150 milljónum við fjár- lagalið fjármálaráðuneytis til að kosta hagræðingarátak í rekstri rík- isstofnana. Af öðram tillögum fjár- laganefndar má nefna að framlag til Háskóla íslands hækkar um 15 millj. ÍSLENSKUR jólasveinn á veg- um samtakanna Friður 2000 kom til Sarajevo í gær til að dreifa jólagjöfum meðal barna. Jólasveinninn kom með Boeing 737 flugvél Atlantaflugfélags- ins, sem samtökin leigðu til að AUSTURRÍSKA fyrirtækið Rubert Hofer, sem fyrir um ári lýsti yfír áhuga á að kaupa Sorpu, hefur skrif- að borgarstjóra Reykjavíkur bréf, þar sem segir að í augnablikinu hafí verið hætt við fyrirhugaða fjárfest- ingu á íslandi. Guðrún Zoéga borgar- fulltrúi vakti athygii á þessu á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði það lengi hafa verið ljóst að Rubert Hofer gæti hvorki keypt hlut í Sorpú né hana alla á meðan rekstrarformið væri byggðasamlag. Þess vegna hafi það ekki komið á óvart að fyrirtækið hafi nú skrifað bréf þar sem áformin era lögð á hill- flylja 11 tonn af jólagjöfum, fatnaði og mat, til þessarar stríðshrjáðu borgar. Myndin er tekin við komuna á flugvöllinn í Sarajevo. Það eru bandarískir friðargæsluliðar sem bjóða jólasveininn velkominn. una. Ingibjörg sagði einnig að skipuð hefði verið nefnd, sem vinna ætti að því að breyta Sorpu í hlutafélag og um það n'kti sátt. Það hefði líka komið fram í bréf- inu að Hofer gerði sér ljóst að það þyrfti iangan undirbúningstíma fyrir breytinguna. Ennfremur hefði komið fram að Reykjavíkurborg gæti eftir sem áður snúið sér til Ruberts Hof- ers í leit að ráðum eða samvinnu. Þegar Sorpa væri orðin hlutafélag yrði Rubert Hofer að sjálfsögðu inni í myndinni eins og önnur innlend og erlend einkafyrirtæki ef til þess kæmi að fyrirtækið yrði selt, sagði Ingi- björg. Rubert Hofer hætt við að kaupa Sorpu Festi höf- uðið milli rimla DRENGUR festi höfuð sitt milli rimla í handriði í stiga- gangi í Grafarvogi í gær og þurfti að kalla til slökkvi- og sjúkralið til að losa hann úr prísundinni. Drengnum hafði á einhvern hátt tekist að troða höfði sínu milli rimlanna og var þar fastur í töluverða stund. Slökkviliðsmenn not- uðu handafi til að sveigja rimlana í sundur til að losa drenginn. Honum varð ekki meint af en var skelkaður nokkuð. Nýir menn bjóða si g framhjá Dagsbrún NÝR listi hefur verið settur fram fyrir stjórnarkosningar í Verkamannafélaginu Dags- brún í janúar. Formannsefni á listanum er Kristján Árnason, verkamaður hjá Reykjavíkur- borg. Aðrir í framboði era Anna Sjöfn Jónasdóttir, verkamaður hjá Skeljungi. Guðmundur Guðbjarnarson, verkamaður hjá Pósti og síma. Gunnar Guðmundsson, verkamaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur. Ólafur Baldursson, verka- maður hjá Olíufélaginu. Rafn Harðarson, verkamaður hjá Samskipum og Sigurður Rún- ar Magnússon, verkamaður hjá Eimskipafélagi íslands. ■ Endurnýjunar/43 Næsta fast- eignablað 5. janúar FASTEIGNABLAÐ Morgun- blaðsins kemur ekki út í dag og ekki heldur milli jóla og nýárs. Er þetta í samræmi við venju. Næsta fasteignablað kemur út föstudaginn 5. jan- úar nk. Milljarðs ríkisábyrgð vegna Hvalfj arðarganga gagnrýnd á Alþingí Frekari ríkisábyrgð ekki veitt til verksins HÖRÐ gagnrýni kom fram á Alþingi í gær á tillögu um að veita Speli hf. eins milljarðs króna ríkisábyrgð vegna kostnaðar við gerð vegganga undir Hvalfjörð og tengingu þeirra við vegakerfið. Eftir miklar umræður um málið í gær var efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis kölluð saman í gær- kvöldi og náðist þar samkomulag um að breyta tillögunni á þann hátt að kveða nánar á um hvemig verja mætti upphæðinni. 300 m.kr. vegna tafa Samkvæmt því má nýta 300 millj- ónir af heimildinni vegna kostnaðar af töfum við verkið. 300 milljónir má nýta við verklok vegna mögulegs kostnaðarauka við verkið á verktíma en þessi heimild miðar einkum að því Spölur geti tekið lán með hag- stæðari vöxtum en ella og þannig lækkað kostnaðinn við verkið. Loks má nýta 400 milljónir af heimildinni vegna vegtenginga við göngin. Þá er því lýst yfir í framhalds- nefndaráliti að það sé álit stjórnar- meirihlutans í nefndinni að til frek- ari ríkisábyrgðar eigi ekki að koma vegna þessa verks. Um var að ræða breytingartillögu við lánsfjárlög, sem var lögð fram á miðvikudagskvöld af fulltrúum stjórnarflokkanna í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Einn þeirra, Einar Oddur Krist- jánsson þingmaður Sjálfstæðis- flokks, sagði að umrætt mál hefði alltaf verið meðhöndlað þannig að ríkið þyrfti ekki að koma nálægt því. Því hefði það fengið sérstaka meðferð og að því ieyti hefði Spölur náð markmiði sínu að koma málinu nú á dagskrá. „Að öðru leyti finnst mér hlutur þessa fyrirtækis bágur. Það hefur ekki staðið við það sem til var ætl- ast og allir þeir aðilar sem komið hafa að málinu í þremur ríkisstjórn- um hafa því miður verið ósanninda- menn af því að þessar forsendur, að þetta yrði án ríkisábyrgðar, fá ekki staðist," sagði Einar Oddur. Þá gagnrýndi hann einnig að málið virtist ekki hafa orðið ljóst fyrr en fjórum dögum fyrir þinglok og sagði mjög miður að það bæri að með þessum hætti. Hins vegar væri það sín niðurstaða og mat, að án þessarar ríkisábyrgðar myndi verkið falla niður og því vildi hann heldur styðja málið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferðina mjög. Jón Baldvin Hannibalsson þingmað- ur Alþýðuflokks sagði að fáeinum klukkustundum fyrir þinglok væri öllum forsendum fyrri samninga um málið kippt til baka með fullyrðing- um um að málið væri ella í hættu. „Liggur þá ljóst fyrir að segja: því miður, einkaaðilinn hefur brugðist og þá er engin önnur leið en að opna bara tékkhefti ríkissjóðs og almennings í landinu?" sagði Jón Baldvin og spurði ennfremur hvort einhverjar tryggingar væra fyrir því að ekki yrði komið síðar og beðið um meira Halldór ' Biöndai samgönguráð- herra sagði alrangt að um stefnu- breytingu væri að ræða varðandi aðild ríkisins að málinu og benti á að Jón Baldvin hefði sjálfur staðið að tillögu í fyrri ríkisstjórn um 50 milljóna króna lánsheimild til Spalar vegna rannsókna á jarðlögum í Hval- firði. Framkvæmdir í janúar Halldór sagði að á þessari stundu lægi ekki fyrir að samningar myndu takast við lánardrottna og verktaka um að unnt yrði að ráðast í fram- kvæmdina í janúar. Þess vegna væri ástæðulaust að tala á þeim forsend- um að það lægi fyrir. „Á hinn bóg- inn er nauðsynlegt að við skilgrein- um nákvæmlega hversu langt við viljum ganga og hvernig við viljum standa að málinu,“ sagði Halldór. Hann gagnrýndi mjög upphafleg- an samning sem ríkið gerði við Spöl hf. í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Sagði Halldór að þar hefðu hluthöfum í Speli verið færðar gjafir umfram allt velsæmi. Þetta hefðu sjálfstæðismenn ekki getað sætt sig við, þegar þeir tóku við samgöngumálunum og því hafi samningnum verið breytt. i í > i i > I t i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.