Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilur milli organista og sóknarprests Langholtskirkju Deiluefni rakin til breytts messuforms og tónleika AGREININGSEFNI milli organista og kórs Langholtskirkju annars veg- ar og sóknarprestsins sr. Flóka Kristinssonar hins vegar eru af tvennum toga, að sögn sr. Flóka. Þegar fram fóru styrktartónleikar til söfnunar fyrir orgeli tók kórinn að sér að syngja létt lög við alþýðu hæfí. Segir sr. Flóki að það hafi vakið gremju kórfélaga þegar hann mætti ekki á tónleikana. Hins vegar telur sr. Flóki að sú breyting sem hann hefur gert á messuformi, þ.e. að hafa um hönd altarissakramenti í hverri messu sé kórfélögum og söfnuðinum framandleg og hafi vak- ið upp pirring. Sr. Flóki leggur mikið upp úr helgihaldi og segir að það sé áhuga- svið sitt innan guðfræðinnar, enda hafi hann lagt sig sérstaklega eftir helgisiðafræðum. Hann segir að vegna þess að hver prestur setji sitt svipmót á helgihald í þeirri kirkju sem hann þjónar, geti það valdið mikilli röskun þegar nýr prestur komi til starfa, ef áherslunar eru ólíkar. „Það hygg ég að hafí greinilega orð- ið hér. Eg hef viljað hafa fulla messu með altarissakramentisþjónustu, sem virðist hafa valdið pirringi innan kórs- ins og hjá organistanum. Þetta var eitt af því sem kom fram í visitas- íunni í vetur þegar bornar voru á mig þær ávirðingar að ég væri með „eilífar altarisgöngur." Aðspurður um skoðanir sínar á kómum sagði sr. Flóki að hann hefði sungið með honum fyrsta árið og notið þess til hins ýtrasta. Það hafi hins vegar verið of tímafrekt með prestsstörfunum. „Ég dróst m.a. að þessari kirkju vegna hinnar trúar- legu tónlistar sem hér var flutt. Kórinn er yndislegt hljóðfæri sem er kirkjunni og þjóðinni til sóma. Upphaf óánægjunnar Ég veit að það sem olli óánægju með viðhorf mín til kórsins var þeg- ar hafín var söfnun fyrir orgeli. Kórinn hefur jafnan tekið á með sóknarnefndinni þegar þurft hefur að safna fjármunum. í þetta sinn greip kórinn til þess ráðs að í stað þess að syngja kirkjulega tónlist voru sungin dægurlög og slagarar. Sumt í kórútsetningum og einnig voru dregnir fram söngvarar sem hafa að atvinnu að syngja á öldur- húsum. Ég tók fram að mér þætti þessi tónlist ekki áhugaverð og sótti ekki tónleikana. Það var tekið mjög óstinnt upp og hefur aldrei gróið um heilt. Upp frá þessu var hætt að senda mér miða á tónleika kórsins og einhvern veginn hefur þetta magnast upp eins og uppdráttar- sýki.“ Hann segir að presti sé falið af biskupi og kirkjuyfirvöldum að hafa á hendi boðun fagnaðarerindisins og „ÞÓ ÉG sé ekki of bjartsýnn núna er ég ekki búinn að gefa upp alla von enda finnst mér deilan slíkt reið- arslag fyrir kristni í landinu. Ég myndi ekki taka svona djúpt í árinni í maí eða júní. En um jólin finnst mér að allir eigi að leggja sig fram svo einstaklingar verið ekki til að heildin gjaldi,“ sagði hr. Ólafur Skúlason, biskup íslands, eftir að hafa rætt við Jón Stefánsson, organ- ista, og Flóka Kristinsson, sóknar- þjóna sakramentum kirkjunnar. „Organisti er starfsmaður safnað- • arins og er ráðinn til þess að vera prestinum til aðstoðar við helgihald. Meginreglan er sú að báðir aðilar virði meginreglur helgihaldsins, sem eru verk safnaðarins til lofgjörðar guði. Ef prestur eða annar er svo hégómlegur að setja sjálfan sig í aðalhlutverk er hætta á ferðum.“ Deilur víðar Sr. Flóki sagði að deiluefni vegna tónlistar í kirkjum væru ófá og mörgum organistum hefði verið sagt prest í Langholtskirkju, í gær. Ólafur Skúlasson sagðist leggja sig allan fram um að tryggja eðli- legt helgihald í Lángholtskirkju um jólin. „Mér fínnst ekki hægt að una því að erjur og deilur einstaklinga svipti söfnuðinn aðgangi að helgi- dómnum um jólin með því sem að fylgt hefur Langholtskirkju, þ.e.a.s. frábærum kór og orgelíeikara," sagði hann. Hann segist hafa beðið deiluaðila að slíðra sverðin yfir frið- upp störfum á undanförnum árum. „Minni manna er mjög takmarkað ef þeir halda að það sé eitthvað nýtt.“ Sr. Flóki hefur gefið í skyn í við- tali að safnaðarstarf hafí verið í daufara lagi þegar hann kom til starfa. Aðspurður um það sagði hann: „Þegar ég kom hingað hélt ég að ég tæki við blómlegu búi því alls staðar hafði verið sagt að mikið starf væri í Langholtskirkju. Það sem var hér í blóma var kórinn og starfíð í kringum hann og mjög öflugt kvenfélag. Yfírleitt er það þannig að allt safnaðarstarf samein- ast í hinni helgu þjónustu á sunnu- dögum. Hér var fyrst og fremst um að ræða að nota húsrýmið fyrir fundahöld og slíkt en ekki að hér væri söfnuður sem sameinaðist í helgihaldi. Jafnvel voru hér haldnir fundir á messutíma," sagði sr. Flóki. Hann sagðist að sjálfsögðu sjá eftir kórnum, ef hann hyrfí frá kirkj- unni. Sama ætti við um organistann Jón Stefánsson, sem væri mikill hæfileikamaður. „Hann er til dæmis sérstaklega laginn við börn og það eru fáir sem standa sig jafn vel í því að örva börn til söngs. Jóni er margt vel gefið,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann héldi að þeir Jón ættu eftir að sættast svar- aði hann að allt benti til þess að svo yrði ekki. „í ljósi þeirra orða og aðferða sem beitt hefur verið þá virð- ist því miður ekki líta þannig út.“ arhátíðina og yrði væntanlega að taka því að þau yrðu dregin upp að nýju eftir áramót. Hans hugmynd væri að í samráði við kirkjumálaráð- herra yrði skipuð nefnd til að leysa málið þá. Ólafur sagðist hafa sveiflast milli vonar og vonbrigða í gær. Um kvöld- ið væru vonbrigðin honum ofar. Hins vegar fyndist honum of mikið í húfi til að gefast upp. Hann ætlaði áfram að reyna að ná sáttum í dag. Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson LJÓSHÖFÐINN er fremst fyrir miðju, umkringdur rauðhöfðum. Ljóshöfði í Fossvogi LJÓSHÖFÐI hefur haldið sig í Fossvogi síðan í haust og að sögn Gunnars Þórs Hall- grímssonar, fuglaáhuga- manns, er mjög langt síðan önd af þessaritegund hefur flækst á innnes. „Þetta er bandarísk anda- tegund, sem stöku sinnum flækist til landsins, einkum í félagi við rauðhöfðaendur. Ljóshöfðasteggurinn sem nú heldur til í Fossvogi er ein- mitt í félagsskap nokkurra rauðhöfða, en erfitt verður að sjá fyrr en í vor hvort hann er paraður önd af rauð- höfðakyni, eins og stundum gerist. Ljóshöfða er hægt að þekkja á hvítri eða gulri blesu, grænum taum frá aug- um aftur á höfuð og brúnum hliðum.“ -----♦ » » Eldur í nýbyggingu ELDUR kom upp í nýbyggingu í Hrísrima í hádeginu gær og brann einangrun í byggingunni. Húsið er einbýlishús, ófokhelt, og sagði varðstjóri hjá Slökkvilið- inu að rekja mætti eldsvoðann til fíkts hjá börnum með eldfæri. Hann sagði að töluverð tjón hefði hlotist af og eldtungarnar það miklar að húsið skemmdist einnig að utanverðu. Húsið er kol- svart af sóti. Ólafur Skúlason biskup íslands um deilur í Langholtskirkju Reiðarslag fyrir kristni í landinu Tengsl Islands við Schengen ráðast á næstu mánuðum A NÆSTU mánuðum kemur í ljós hvort Is- land mun tengjast Schengen-samkomulaginu um fijálsa för fólks milli Evrópuríkja. Gangi það eftir, verður á næstu árum hægt að ferð- ast allt frá Keflavík til Krítar án þess að gangast undir vegabréfaeftirlit. íslenzk stjómvöld verða að gera upp hug sinn á næsta hálfa ári um það hvort þau eru reiðubú- in að axla þær skuldbindingar, sem myndu felast í gerð samstarfssamnings við Schengen. Framkvæmdastjórn Schengen-svæðisins, sem skipuð er ráðherrum aðildarríkjanna eða staðgenglum þeirra, samþykkti á fundi sínum í Oostende í Belgíu í fyrradag að hefja form- legar viðræður við Norðurlöndin á næstunni, með það að markmiði að Evrópusambandsrík- in Danmörk, Svíþjóð og Finnland fái fulla aðild að Schengen-samkomulaginu, en gerðir verði samstarfssamningar við Island og Nor- eg- Tvö vegabréfasvæði samræmd Ráðherrarnir ítrekuðu í lokayfírlýsingu sinni þijú pólitísk markmið viðræðnanna: • Ekki- verði vikið frá núgildandi reglum Schengen. • Núverandi tengslum Norðurlandanna, þ.e. vegabréfasambandinu, verði viðhaldið. • Svæðin tvö [Schengen-svæðið óg norræna vegabréfasambandið] verði samræmd með því að bjóða Íslandí og Noregi samstarfssamninga við Schengen. í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að þeir hafí móttekið bréf danska dómsmálaráð- herrans, þar sem ítrekaðar eru óskir Norður- Aðildarríki Schengen-sam- komulagsins hafa ákveðið að heff a formlegar viðræður við Norðurlönd. Olafur Þ. Steph- ensen segir að tengsl Islands við Schengen-svæðið muni ráðast á næstu mánuðum. landanna um að tengjast Schengen-svæðinu og staðfest að þau séu tilbúin að taka á sig allar þær skyldur, sem fylgi aðild. Ráðherramir leggja sömuleiðis áherzlu á mikilvægi þess að víkka Schengen-svæðið út til Norðurlandanna og tryggja þannig fijálsa för fólks milli allra ríkjanna. Þeir benda hins vegar á að samstarfssamningur við ísland og Noreg verði að byggjast á „stofnanasamn- ingi, í samræmi við tillögur formennskulands- ins og með tilliti til þeirra athugasemda, sem fram komu á fundinum í dag.“ Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur forsætisland Schengen, Belgía, gefíð í skyn í óformlegum viðræðum við Norðurlönd- in að tíl greina komi að ísland og Noregur fái aðild að ákvarðanatöku Schengen-ríkjanna á öllum stigum, þótt ríkin geti ekki fengið fulla aðild að samkomulaginu, þar sern þau standa utan Evrópusambandsins. íslenzk stjómvöld hafa hins vegar ekki séð „tillögur formennskulandsins“ og ekki liggur heldur fyrir fundargerð um það hvaða athugasemdir önnur Schengen-ríki kunna að hafa gert. Þessi atriði skýrast líkast til nánar er hinar formlegu viðræður hefjast. Viðræður fljótlega eftir áramót Gert er ráð fyrir að byijað verði að ræða saman fljótlega eftir áramótin undir forystu Hollendinga, sem taka þá við formennsku í Schengen-ráðinu. Rætt hefur verið um að haldinn verði sameiginlegur ráðherrafundur Norðurlandanna og Schengen-ríkjanna í Ósló 22. janúar, en það hefur ekki verið staðfest. í yfirlýsingu Schengen-ráðherranna segir að viðræðum muni vonandi miða það vel að á ráðherrafundi 18. apríl næstkomandi verði hægt að ákveða að veita öllum norrænu ríkj- unum áheyrnaraðild að Schengen — sem fel- ur m.a. í sér rétt til að sitja á ráðherra- og nefndafundum — hinn 1. maí. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra segir að væntanlega komi í ljós á næstu mánuðum hver niðurstaðan -um tengsl íslands við Schengen verður. „Við þurfum fyrir mitt næsta ár að hafa endanlega gert upp við okkur hvort við getum fjárhagslega axlað skuldbindingar samningsins," segir hann. Þorsteinn segir að áheyrnaraðildin verði aðeins undirbúningur fyrir fulla framkvæmd samstarfssamnings íslands og Schengen- landanna, sem fela myndi í sér fijálsa för fólks innan svæðisins. „í framhaldi af því að samningar nást tekur talsverðan tíma að full- gilda þá, þannig að það er fyrst á árinu 1998 eða 1999, sem menn sjá fram á að samning- arnir gætu verið komnir að fullu til fram- kvæmda,“ segir hann. ) ) i í I I I i I I I i I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.