Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 9 FRETTIR Piltur slas- ast eftir að hanga í bíl PILTUR var fluttur á slysadeild eftir að hafa verið að hanga aftan í bif- reið í Þorlákshöfn í miðvikudags- kvöld. Pilturinn og tveir aðrir gerðu sér að leik að hanga aftan í bifreið vest- ur Selvogsbraut í Þorlákshöfn. Slysið varð svo með þeim hætti að þegar ökmaðurinn varð piltanna var og stöðvaði bifreiðina hlupu þeir yfir hina akreinina og varð pilturinn fyr- ir bifreið úr gagnstæðri átt. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspítal- ans með fótbrot, að því er talið var. Lögreglan á Selfossi vildi koma því á framfæri að, eins og slysið sýndi, væri stórhættulegt að hanga aftan í bifreiðum. Lögreglan hafði í ýmsu að snúast því einnig lenti bifreið á vegriði við Bakkarholtsá í Ölfusi og tvær bifreið- ar ultu á Suðurlandsvegi við Kaffi- stofuna á miðvikudag. ♦ ♦ ♦ Prjónafatnaður frá Gispa vor '96 ^afcfcpnn vö Nátt og undirfatnaður fyrir brjóstgóðar eiginkonur og unnustur Opið frá kl. 11-22 í dag, ogfrá kl. 11-23 laugardag. Munið gjafarkortin - fyrír frjálslega vaxnar konur á öllum aldri - Suðurlandsbraut 52 (bláu húsin v/Faxafen), sími 588 3800. Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Ekki bætur fyrir ófrjó- semisaðgerð HÆSTIRÉTTUR sýknaði á miðviku- dag Ríkisspítala af kröfu konu, sem krafðist 1,5 milljóna króna í skaða- bætur vegna ófrjósemisaðgerðar, auk þess sem spítalarnir önnuðust það „á sinn kostnað að tengja aftur eggjaleiðara" hennar. Konan var ósátt við að ófrjósemis- aðgerð hefði verið gerð eftir að hún undirritaði beiðni þar um á skurðar- borðinu. „I máli þessu er ekki um það deilt, að margrætt hafði verið við áfrýjanda um ófijósemisaðgerð áður en hún lagðist inn á fæðingar- deild Landspítalans umrætt sinn,“ segir í dómi Hæstaréttar og áfram: „Þá liggur ekki annað fyrir en hún hafi ritað undir umsókn um aðgerð- ina á þar til gerð eyðublöð af fijáls- um vilja áður en aðgerðin hófst og áður en henni voru gefin nokkur slævandi lyf.“ Hæstiréttur segir að þótt eðlilegra hefði verið að fullnægja fyrr en gert var form- og efniskröfum um ófijó- semisaðgerðir sé ósannað að starfs- fólki sjúkrahússins hafi orðið á mis- tök í þessu máli sem eigi að valda skaðabótaskyldu. Glæsilegar , . • / 1 f Uomu- og herrasloppar Satínnáttföt • / | Dömu- Og hciidaiuuuiu jokgjafir ^ y(^\i^UREN|- Skólavörðustíg 4a, sími 551 3069 MaxMara Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegm jóla og farsœls komandi drs _____Mari________ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - s. 562-2862. _ Jöfnun flutningskostn- aðar olíuvara Kannað hvort breyta þurfi lögum VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ mun kanna hvort gera þurfi breytingar á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara, en eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu komst samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu að sú flokkaskipting sem nú gildir við jöfnun á flutningskostnaði olíu- vara geti leitt til mismununar og þar með í vissum tilfellum torveldað frjálsa samkeppni. Jón Ögmundur Þormóðsson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið að málið yrði tekið tii gaumgæfilegrar athugunar í ráðuneytinu og þá hug- leitt hvort til lagabreytingar þurfi að koma. Aðspurður hvort eingöngu yrði um að ræða hugsanlega laga- breytingu vegna flokkaskiptingar- innar eða víðtækari breytingar á lög- unum um flutningsjöfnun sagði hann að næst lægi fyrir að athuga sérstak- lega það sem samkeppnisráð hefði ályktað um. Hann sagði að á sínum tíma hefðu allir möguleikar verið uppi á teningn- um en það frumvarp sem lagt hefði verið fyrir Alþingi hefði gert ráð fyrir flutningsjöfnun áfram en með vissum breytingum. y y Gjafir sem gleíja fagurkerána- EGGERT feldskeri Sími 5511121 - kjarni málsins! k Fólk er alltaf "’M ' aðvinna í Gullnámunni: 86 milljónir Vikuna 14. til 20. desember voru samtals 85.860.362 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 14. des. Ölver............... 426.384 14. des. Háspenna, Laugavegi. 123.659 15. des. Háspenna, Hafnarstræti. 170.786 15. des. Háspenna, Hafnarstræti. 56.126 16. des. Háspenna, Laugavegi. 222.030 17. des. Háspenna, Laugavegi.... 195.916 18. des. Hótel Saga............. 151.417 18. des. Háspenna, Laugavegi. 51.110 19. des. Háspenna, Laugavegi.... 153.042 20. des. Hótel KEA, Akureyri. 166.495 20. des. Háspenna, Laugavegi. 88.389 20. des. Hafnarkráin........ 106.930 20. des. Bíóbarinn........... 54.778 Staöa Gullpottsins 21. desember, kl. 11.00 var 5.025.235 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.