Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 11 FRÉTTIR Fjármálaráðherra birtir upplýsingar um kjör sendiherra Skattfrjáls staðarupp- bót 415.000 að jafnaði SENDIHERRAR hafa að meðaltali 415 þúsund króna skattfrjálsa stað- aruppbót til viðbótar við 207 þúsund króna föst mánaðarlaun. Að auki hafa sendiherrar að meðaltali 106 þúsund króna risnukostnað á mán- uði. Þetta kemur fram í svari fjár- málaráðherra á Alþingi við fyrir- spurn Marðar Árnasonar varaþing- manns Þjóðvaka um starfskjör í sendiráðum. Fram kemur einnig að sendifull- trúar fá á þessu ári að jafnaði 339 þúsund króna skattfijálsa staðar- uppbót til viðbótar við 135 þúsund króna mánaðarlaun. Þá er risnu- kostnaður þeirra að meðaltali 23 þúsund krónur á mánuði. Sendiráðunautar fá að meðaltali 276 þúsund króna staðaruppbót, 113 þúsund króna mánaðarlaun og 29 þúsund króna risnu. Sendiráðs- ritarar fá 278 þúsund króna staðar- uppbót, 96 þúsund króna laun og 25 þúsund króna risnu. Sendiráðs- fulltrúar fá að meðaltali 143 þúsund króna staðaruppbót, 94 þúsund króna laun og 15 þúsund króna risnu og ritarar fá 115 þúsund króna staðaruppbót, 70 þúsund króna laun en enga risnu. Staðaruppbætur mismunandi Staðaruppbætur utanríkisþjón- ustunnar eru mismunandi eftir löndum og gengisþróun einstakra mynta en eru ákveðnar til eins árs í senn. í svarinu kemur fram að staðaruppbætur í hveiju tilviki fara eftir eðli starfs, fjölskylduhögum starfsmanna og almennu kostnað- arstigi í hveiju landi. Einnig er full- yrt að þær séu yfirleitt talsvert lægri en staðaruppbætur nágranna- ríkjanna þótt störfin séu unnin í sömu borgum. Áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu að staðaruppbót er hæst í Moskvu en þar er greitt sérstakt 10% óþægindaálag ofan á hefðbundna staðaruppbót. Næsthæst er uppbótin í Genf en lægst í Bandaríkjunum. Staðaruppbót fellur niður ef sendimaður starfar heima í ráðu- neyti en í ýmsum öðrum löndum fá starfsmenn utanríkisþjónustu áfram staðaruppbót þótt þeir séu kallaðir heim. Risnugreiðslur teljast hluti af rekstrarkostnaði sendiráðanna. í svarinu segir að þeim sé úthlutað til starfsmanna á grundvelli fyrir- liggjandi reynslu og ætlað að kosta samskipti fyrst og fremst við lykil- menn í stjórnmálalífí, atvinnulífi og menningarlífí í þeim ríkjum þar sem þeir starfa. Umboðsmaður Alþingis um skipun flugráðs Starfsmenn Flugleiða ekki vanhæfir UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að núver- andi og fyrrverandi starfsmenn Flug- leiða í flugráði séu ekki vanhæfir til setu í ráðinu. Stjórn íslandsflugs bar fram kvörtun til umboðsmanns Al- þingis yfir skipan flugráðs 27. janúar 1994, þar sem sagði að fjórir fulltrú- ar í flugráði hefðu svo náin tengsl við Flugleiði að þeir væru almennt vanhæfir til setu í flugráði. Þarna er um að ræða Leif Magnús- son, formann flugráðs, sem er fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Hilm- ar B. Baldursson, varaformann sem er flugmaður hjá Flugleiðum, Krist- ján Egilsson, flugstjóri og Viktor Aðalsteinsson, fyrrverandi flugstjóra hjá Flugleiðum, sem eru varamenn í flugráði. Formaður flugráðs sagði af sér 18. mars 1994 í framhaldi af efa- semdum um að hann sem fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða gæti jafnframt gegnt stöðu formanns flugráðs með hliðsjón af stjórnsýslu- lögum. 21. júní taldi stjórn íslands- flugs ekki lengur ástæðu til að gera athugasemdir um setu Viktors í flug- ráði en gerði áfram athugasemdir við hæfi Hilmars og Kristjáns. Umboðsmaður Alþingis telur þrátt fyrir niðurstöðu sína sérstaka ástæðu til að árétta að við val á nefndar- mönnum í stjórnsýslunefndir sé al- mennt æskilegt að reynt sé að kom- ast hjá því að skipa í slíkar nefndir menn, sem eru í þeirri aðstöðu að ætla megi að óhlutdrægni þeirra verði oft dregin í efa. Hann bendir á að það hafí í för með sér öryggis- leysi og tafir ef mjög oft þarf að úrskurða um hæfi nefndarmanna og ekki sé víst að alltaf verði rétt úr málum leyst. Vegna fámennis hér á landi sé stundum ekki margra kosta völ um skipun manna með mjög sér- hæfða þekkingu í stjórnsýslunefndir og verði þá að una við það þótt ekki sé hægt að framfylgja þessu sjónar- miði. Morgunblaðið/Sverrir ÖRNÓLFUR í hópi fríðra nýstúdenta í gær. • • Ornólfur Thorlacius lætur af störfum * A ömgglega eftir að kíkja í skólann „ÉG GERÐI upp við mig að hætta áður en ég væri orðinn alveg til einskis nýtur og ætla að nota tímann til að sinna skriftum en auðvitað eru tilfinn- ingarnar blendnar. Eflaust á ég eftir að sakna unga fólksins og á örugglegaeftir að kíkja í skól- ann,“ sagði Örnólfur Thorlacius eftir að hafa útskrifað síðasta stúdentshóp sinn úr Mennta- skólanum við Hamrahlíð í gær. Örnólfur lætur af störfum eftir 28 ára starf við skólann. Hann hefur verið rektor frá árinu 1980. Örnólfur sagði erfitt að segja til um hvað hefði verið ánægju- legast i starfinu. Hins vegar tók hann fram að gaman hefði verið að starfa að þróunarstarfi í skólanum og ánægjuleg sam- skipti við nemendur, kennara og aðstandendur væru sér mik- ils virði. Ekki mætti heldur gleyma því að honum hefði ævinlega þótt mjög ánægjulegt að útskrifa stúdenta. Viðbótar blóðþrýstings- tafla í verkfalli Örnólfur sagði að ekki hefði verið jafn ánægjulegt að sækja meira fé til skólans en tók fram að hann hefði alltaf átt góð sam- skipti við embættismenn í ráðu- neytum. Hann nefndi því til við- bótar að kennaraverkföll hefðu reynt á, enda hefði verið erfitt að standa báðum megin við borð- ið. „Ég sagði einu sinni frá því að ég hefði þurft að bæta við mig einni blóðþrýstingstöflu í einu af fyrstu verkföllunum," sagði Örnólfur. Órnólfur sagði að hann myndi snúa sér að því að halda áfram vinnu við bók um almenna dýra- fræði og vel gæti verið að vinna við kennslubækur fylgdi á eftir. Sverrir Einarsson hefur verið settur rektor MH frá 1. janúar. Auður Ebenezer gönguskíðakennari og Kristinn Björnsson og Arnór Gunnarsson, úr skíðalandsliðinu, hjálpa þér að velja rétta skíðabúnaðinn. Skíðabandið úr Kerlingarfjöllum sér um stemninguna. Heitt kaffi, kakó og jólapiparkökur fyrir alla. Jólastemning og jólflstuð í Skátabúðinni á föstudagskvöld kl. 20-22. fWMHR Snorrabraut 60 • Sími 561 2045
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.