Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Breytt vaktafyrir- komulag í íþrótta- mannvirkjum Tekur ekki gildi um áramót TILLÖGUR um breytt vaktafyrir- komulag starfsfólks í íþróttahús- um og sundlaugum Akureyrarbæj- ar tekur ekki gildi um áramót eins og ætlunin hafði verið. Breytt vaktafyrirkomulagi átti að skila bænum um 2,6 milljónum króna í sparnað á næsta ári en samkvæmt tillögunum var dregið úr yfirvinnu starfsfólks íþrótta- húsa og sundlauga. Verulegur ágreiningur var um þessar tillögur en starfsfólkið var þeim andsnúið. Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í fyrradag sagði Jakob Björnsson bæjarstjóri að sam- þykkt hefði verið að fresta því um einn mánuð að tillögurnar tækju gildi. „Við ætlum að nota janúar- mánuð til að ná sáttum í málinu,“ sagði hann. „Ég held að þetta geti tekist og þá á þann hátt að báðir aðilar geti þokkalegá við unað.“ -----♦ ♦ ♦ Jólatríó í Deiglunni JÓLATRÍÓ Ingu Eydal flytur jóla- lög í Deiglunni að kvöldi Þorláks- messu, en opnað verður eftir frið- argönguna, kl. 21.00. Sérstakur gestur er Þórarinn Hjartarson sem flytur Þorláksbrag. Sýning á norrænum grafík- myndum er opin í Deiglunni dag- lega frá kl. 14.00-18.00. AKUREYRI Fíkniefnanotkun unglinga könnuð Starfshópur skipaður BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur skip- að starfshóp er geri tillögur um hugsanlegar aðgerðir til varnar fíkniefnanotkun unglinga. í starfshópnum eru Ásta Sigurð- ardóttir, Vigdís Steinþórsdóttir, Oktavía Jóhannesdóttir og Kristinn Eyjólfsson. Á fundi bæjarstjórnar fyrir skömmu var tillaga Sigríðar Stefánsdóttur um skipun áðurnefnds starfshóps samþykkt. Tiilagan er fram komin vegna áskorunar stjórnar Sambands ís- lenkra sveitarfélaga um að taka til sérstakrar umfjöllunar sívaxandi fíkniefnanotkun unglinga. í tillögu Sigríðar er gert ráð fyrir að starfs- hópurinn miðli þeim upplýsingum sem hann aflar og leggi tillögur fyr- ir bæjarstjórn um hugsanlegar að- gerðir til varnar. -----♦ ♦ ♦--- Ingimar hættir hjá Metró INGIMAR Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Metró á Akureyri, hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum innan tíðar. Metró hefur rekið bygginga- og heimilis- vöruverslun í bænum frá því í októ- ber 1993 og hefur Ingimar verið framkvæmdastjóri frá upphafi. Ingimar sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki geta sagt á þess- ari stundu hvað tæki við hjá sér en hann væri að skoða eitt og annað. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra eftir því sem næst verður komist. Ingimar tók að sér að á sínum tíma að byggja upp rekstur fyrirtæk- isins og hann segir að þeim mark- miðum sem sett voru í upphafi varð- andi veltu og afkomu hafi verið náð og því hafi hann ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Mikill skortur á rúllubagga- plasti til framleiðslunnar ÖLLUM starfsmönnum Úrvinnsl- unnar hf. við Réttarhvamm hefur verið sagt upp störfum og hætta þeir síðustu að loknum vinnudegi í dag, nema hvað framkvæmdastjór- inn verður áfram við störf. Ástæða uppsagnanna er skortur á plasti til framleiðslunnar, það er plasti utan af rúllubaggaheyi. Hjá Úrvinnsl- unni eru m.a. framleiddir vöru- brettakubbar úr úrgangspappír, rúllubaggaplasti og áburðarpokum. Fimm manns hafa starfað hjá fyrir- tækinu. Framleiðslan selst vel Tryggvi Árnason, framkvæmda- stjóri Úrvinnslunnar, sagði að fyrstu ellefu mánuði ársins hefðu verið framleidd 725 tonn af fullunn- inni vöru hjá fyrirtækinu og í þá framleiðslu hefðu verið notuð um 218 tonn af rúllubaggaplasti og um 10 þúsund rúmmetrar af pappír. Öll framleiðsla fyrirtækisins auk birgða, alls um 750 tonn, hefði ver- ið seld. Á síðustu tveimur mánuðum hefði þurft að stöðva framleiðsluna í 20 daga vegna skorts á plasti. „Því miður hefur ekki borist nóg af rúllubaggaplasti til okkar, við þurfum um 1.200 kíló á dag til að halda uppi fullum dampi,“ sagð Tryggvi. Um 60% af því plasti sem notað er til framleiðslunnar kemur af Eyjafjarðarsvæðinu og 22% úr Skagafirði, en Tryggvi sagði Skag- firðinga hafi frá upphafi staðið fyr- ir skipulegri söfnun þess og skilum. Neyðarbeiðni var send út til bænda í Eyjafjarðarsveit á dögun- um og þá hefur verið sent út dreifi- bréf til bænda um allt Norðurland. Ekki er fyrirsjáanlegt að rúllu- baggaplast fáist til framleiðslunnar fyrr en vel er liðið á næsta ár, eft- ir miðjan janúar eða í febrúar. Ekkert skilagjald Ekkert skilagjald er á þessu plasti, en Sveinn Jónsson, formaður Sorpeyðingar Eyjafjarðar, sagði að vitað væri að bændur ættu þó nokk- uð af því, en væru ef til vill að geyma að skila því þar til slíkt gjald yrði sett á. „Það er ekkert launung- armál að ekki er gott að farga þessu plasti, hvorki með urðun né brennslu. Eins og staðan er nú, gæti svo farið að við yrðum að hætta þessari starfsemi.“ Morgunblaðið/Kristján SVERRIR Þorvaldsson, starfsmaður Úrvinnslunnar hf., við vélina sem framleiðir vörubrettakubba, en starfsemin er að leggjast af vegna skorts á rúllubaggaplasti. Starfsmönnum Urvinnslunnar sagt upp störfum [ e c ú 4 í 4 4 4 < < Núverandi eigendur Fóðurverk- smiðjunnar Laxár Vilja kaupa hlut bæjarins í fyrirtækinu Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var lagt fram bréf frá Fóður- verksmiðjunni Laxá hf., undimtað af stjórnarformanni fyrirtækisins, þar sem lýst er óánægju með fram- Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja, aftansöngur á aðfangadag kl. 16.00. Óskar Pétursson syngur einsöng. Aftansöngur í Grenivíkur- kirkju á aðfangadagskvöld kl. 22.00. Hátíðarguðsþjónusta annan jóladag kl. 14.00 í Laufáskirkju. gang mála við sölu Akureyrarbæj- ar á hlutabréfum í Krossanesi hf. Eins og marg oft hefur komið fram, buðu þrír aðilar í hlutabréf bæjarins í Krossanesi og þar á meðal Fóðurverksmiðjan Laxá. Þórarinn Kristjánsson og fleiri áttu hæsta boð í hlutabréfin og hefur þegar verið gengið frá söl- unni við hæstbjóðendur. í bréfi stjórnarformanns Laxár er einnig óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um kaup núverandi eigenda fyrirtækisins á hlutabréf- um bæjarins í Laxá. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum i gær. Akureyrarbær hyggst selja hlut sinn í Laxá en bærinn á ríflega þriðjung í fyrir- tækinu, eða jafn stóran hlut og Kaupfélag Eyfirðinga. Vepslunarhúsnæði úskast Óska eftir aö kaupa ca 120 fm verslunarhúsnæði á jaröhæð í miðbæ Akureyrar. Tilboð ásamt teikningum óskast send í pósthólf 517, 121 Reykjavík fyrir 31. desember 1995. Leifur Sveinsson. erkmenntaskólanum á Akureyri Vegið að starfsemi framhalds- skóla með flötum niðurskurði „ÉG MÆLI ekki bruðli og óráðsíu bót, en ég óttast að skammtíma sparnaður geti leitt til langtíma taps, að verkin nú verði ókominni framtíð til ama,“ sagði Bernharð Haralds- son, skólameistari Verkmenntaskól- ans á Akureyri, við brautskráningu í Gryfjunni, sal skólans, í vikunni. Hann sagði vegið að starfsemi framhaldsskólans með flötum nið- urskurði á fjárlögum í annað sinn á þessum áratug og því ekki úr vegi að' menn settust niður og veltu fyrir sér hvernig skóla þeir vildu hafa. Löngum væri um það rætt að efla bæri verkmenntun í landinu, slík menntun væri dýr, nemendum kennt í fámennum hópum og kennslan krefðist mikils og flókins tækjabúnaðar. „Er ekki þversögn í því að skera niður fjárveitingar til skóla nánast æ ofan í æ og á sama tíma að boða aukningu dýrs verklegs náms,“ sagði Bernharð og taldi menn þar á villi- götum; með því væri lífi haldið í þeim draug sem löngum hefði vakað með Islendingum, að verklegt nám væri einungis handa þeim er ekki sættu sig vel við hreint bóklegt nám. Alls brautskráðust af heilbrigðis- sviði 6 stúdentar og 8 sjúkraliðar, af hússtjórnarsviði 1 stúdent, af tæknisviði 1 stúdent, 1 húsasmiður og 2 pípulagningamenn auk 9 vél- stjóra af III stigi. Af uppeldissviði brautskráðust 12 stúdentar og 2 með tveggja ára nám af íþrótta- braut, af viðskiptasviði brautskráð- ust 3 stúdentar og 7 með almennt verslunarpróf og 1 stúdent braut- skráðist úr öldungadeild. < il I < | I I < i 'I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.