Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 19 ERLEMT Forseti Póllands sakar forsætisráðherrann um samstarf við KGB Spenna milli stjórnarflokk- anna vegna meintra njósna Reuter JOZEF Oleksy, forsætisráðherra Póllands (t.h.), á þingfundi í gær. Varsjá. Reuter. YFIRLÝSING Lech Walesa, forseta Póllands, um að öryggi landsins væri í hættu - að öllum líkindum vegna meintra samskipta Jozefs Oleksys forsætisráðherra við rúss- neskan njósnara - hefur valdið miklu uppnámi í pólskum stjórnmál- um. Fréttir um að forsætisráðherr- ann kunni að hafa verið á mála hjá leyniþjónustu Sovétríkjanna og Rússlands í rúman áratug hafa valdið mikilli spennu milli stjórnar- flokkanna tveggja, Bændaflokksins og flokks fyrrverandi kommúnista undir forystu Aleksanders Kwasni- ewskis, sem sver embættiseið for- seta á morgun. Walesa, sem fór fyrir Samstöðu í baráttunni gegn kommúnistum á síðasta áratug, hyggst ekki vera viðstaddur þegar kommúnistinn fyrrverandi sver embættiseiðinn. Hann segist hafa fengið leyniskjöl frá pólsku öryggislögreglunni sem svipti hulunni af „ógnun við öryggi ríkisins". Hann afhenti þau sak- sóknurum hersins, sem fara með slík njósnamál, og þeir ákveða í dag hvort hefja eigi formlega rannsókn á málinu. Walesa skýrði ekki frá efni skjal- anna en heimildarmaður, sem teng- ist sjórninni, sagði ásakanirnar byggðar á samskiptum Oleksys við mann sem bjó áður í Varsjá og reyndist síðar vera rússneskur njósnari. Heimildarmaðurinn sagði að Oleksy hefði aldrei veitt mannin- um leynilegar upplýsingar. Lögreglan sökuð um kúgun Fréttamaður pólska ríkisútvarps- ins spurði forsætisráðherrann hvort hann hefði verið á mála hjá sovésku leyniþjónustunni KGB. „Ef þú vær- ir ekki kona myndi ég gefa þér á kjaftinn,“ svaraði Oleksy. „Það er móðgun að spyijí þessarar spum- ingar, hvað þá að væna mig um þetta.“ Kvöldið áður var sýnt ávarp frá forsætisráðherranum í sjónvarpi þar sem hann sakaði forsetann og öryggislögregluna um að hafa reynt að kúga hann til afsagnar með hótunum um að saurga mannorð hans. „Mér var sagt fyrir viku að ef ég segði af mér ekki síðar en 19. desember yrði þetta allt látið hverfa,“ sagði Oleksy og kvaðst staðráðinn í að láta ekki bugast og gegna embættinu áfram. Forsætisráðherrann sagði að ásakanirnar væru tilbúningur af hálfu embættismanna í öryggislög- reglunni sem störfuðu í þágu forset- ans. Hann kvaðst hafa hreina sam- visku en upplýsti ekki um hvað málið snerist nákvæmlega. Viya tímabundna afsögn Stuðningsmenn Walesa segja að flokkur fyrrverandi kommúnista, Lýðræðislega vinstrabandalagið (SLD), sem hefur myndað meiri- hlutastjórn með Bændaflokknum, verði alltof valdamikill þegar Kwasnimi>ski tekur við forsetaemb- ?ir reyndu án árangurs að fá forsetakosningarnar dæmdar ógildar á þeirri forsendu að Kwasni- ewski hefði blekkt kjósendur með því að þykjast hafa meistarapróf í hagfræði. Asakanirnar á hendur Oleksy hafa skaðað stjórn hans og sýna að Walesa getur reynst henni og Kwasniewski hættulegur andstæð- ingur eftir að hann lætur af forseta- embættinu á morgun. Aðstoðar- menn Walesa segja þó að fyrir hon- um vaki ekki að grafa undan stjórn- inni, heldur að upplýsa mál sem geti skaðað hagsmuni Póllands og hafi fyrst komið fram fyrir nokkrum dögum. Stjórnarandstæðingar á þingi hvöttu Oleksy til að segja af sér tímabundið á meðan málið yrði leitt til lykta. „Ég veit ekki hvort forsæt- isráðherrann fer frá um tíma,“ sagði Jan Maria Rokita, þingmaður Frelsissambandsins. „Hann sýndi enga auðmýkt í ávarpinu í gær, hann lofaðí ekki hlutlægri rannsókn á þessum ásökunum." Bændaflokkurinn óánægður Mál forsætisráðherrans hefur aukið á spennuna milli stjórnar- flokkanna og vangaveltur eru um að Bændaflokkurinn segi skilið við Lýðræðislega vinstrabandalagið. Þingmenn Bændaflokksins ákváðu fyrst að snúast á sveif með stjórnarandstöðunni í atkvæða- greiðslu um tillögu þess efnis að staðreyndir málsins yrðu lagðar fyrir þingið. Stjórnarflokkamir náðu hins vegar samkomulagi um málamiðlun eftir miklar samninga- viðræður til að afstýra klofningi innan stjórnarinnar. Málamiðlunin var samþykkt með miklum meiri- hluta atkvæða á þinginu og hún fólst í því að Andrzej Milcz- anowski, innanríkisráðherra og bandamaður Walesa, ræddi málið í ræðu á þinginu í gær án þess að svara spurningum þingmanna. Vaxandi óánægju hefur gætt innan Bændaflokksins með stjóm- arsamstarfið en flokkurinn er treg- ur til að slíta því vegna lítils fylgis leiðtoga hans, Waldemars Pawlaks, í forsetakosningunum. Margir þing- menn Bændaflokksins óttast að boðað verði til kosninga ef stjómin fellur. ífórtftí 'tvarpsteek fret2. að er gaman aðgefa vandaðar og fallegar jólagjafir. Gjafir sem gleðja og koma aðgóðum notum lengi, lengi. Þannig eru heimilistcekin frá Siemens, Bosch og Rommelshacher. (Ekki sakar að kceta húálfana í leiðinni.) * SIEMENS f Ryksugur fr Hrærivél með öllum fylgiblutum á 16.900 kr. stgr. ^ Handryksuga á 3.750 kr. ^ ( BrauðristA|r frá 3.600 krf) i It, „' ^ Vöfflujám á 5*900 kr. j Gufustrokjám jrá 3.900 knj Slt-MENS ► Grundarfjörður: Guðni ið • Akureyri: Ljósgjafinn iVík: Stefán N. Stefánsson ikjaverslun. Sig. Ingvarss. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 Umboðsmenn: Akranes: Rafþjábusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörður: Rafstofan Hvltárskála • Hell Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavik • Búðardalur: Ásubuö • isafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: F • Húsavík: Öryggi • Þórshöfn: Norðurraf • Neskaupstaður: Rafalda • Reyöarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinní • Höfn í Hornafirði: Kristall • Vestmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: f • Keflavík: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúö Skúla, Álfaskeiöi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.