Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 27 AÐSEIMDAR GREIIMAR Þegar ég hitti yfirlæknana ÞAÐ ER ekki auðvelt að taka mark á viðleitni allra þeirra yfir- lækna sem koma á fund fjárlaga- nefndar þegar fjárlög eru til um- ræðu. Jafnvel þótt þingmenn séu allir af vilja gerðir. Fyrir ekki mjög löngu síðan komu þrír yfirlæknar á fund fjár- laganefndar og röktu fyrir nefnd- inni raunir sínar sem reyndust vera á stundum nokkuð sérstakar. Þórhallur lyflæknir á Sjúkra- húsi Landsins hafði orð fyrir þeim: „Það ríkir gríðarlegt óréttlæti og ójafnvægi á milli sjúkrahúsanna í borginni. Ástandið er gjörsamlega óþolandi. Hugsið ykkur, Sjúkrahús Borgarinnar hefur hvorki fleiri né færri en sex öldrunardeildir en við á Sjúkrahúsi Landsins höfum ekki nema þijár deildir. Þetta er óviðunandi ástand og við vitum ekki hvar við eigum að koma okk- ar sjúklingum fyrir.“ „Þú segir nokkuð,“ sagði einn fjárlaganefndarmanna, sem greinilega taldi sig hafa eitthvert vit á sjúkrahúsmálum, „getið þið ekki bara sent þá á öldrunardeild- irnar á Sjúkrahúsi Borgarinnar?" „Nei, það gengur ekki,“ sagði yfirlæknirinn, „þá eru þeir ekki lengur okkar sjúklingar, skilurðu það ekki.“ „Þetta er þá keppni á milli ykk- ar læknanna á sjúkrahúsunum,“ sagði þingmaðurinn sem hafði vogað sér að spyija yfirlækninnn. „Nei, alls ekki,“ sagði yfir- læknirinn „samstarfíð er mjög gott við verðum bara að hafa jafnmargar deildir, annað er ekki sanngjarnt.“ Þá blandaði annar yfirlæknir, Mortensen að nafni, sér í umræð- una: „Sjáiði til, bæði sjúkrahúsin eru orðin allt of gömul og farin að grotna niður. Er ekki bara best að byggja nýtt sjúkrahús svo við getum allir verið saman á einu sjúkrahúsi og þurfum ekkert að keppa okkar á milli. Það er ekkert voðalega dýrt, kannski svona fimmtán milljarðar. Við værum fljótir að vinna það upp ef við hættum að keppa hver við annan.“ Allir störðu á hann, hann horfði í kringum sig og enginn sagði neitt. Allir hugsuðu hinsvegar hvort yfirlæknirnn vissi ekki að Ingibergur heilbrigðisráðherra væra að reyna að fá öllum fjárfest- ingum í heilbrigðisgeiranum frest- að, jafnvel þeim samningsbundnu, vegna fjárhagsvanda ráðuneytis- ins. „Já, þetta er mikið vandamál," sagði Jóhannes skurðlæknir, sem auðheyranlega vildi breyta um umræðuefni, „vandamálið er það að skurðstofurnar á landsbyggð- inni standa auðar og ónotaðar. Sjúklingarnir vilja ekki láta skera sig upp úti á landi. Við skurðlæknarnir hér í borginni getum ómögulega farið út á land til þess að skera upp því við treystum ekki hjúkkunum út á landi.“ Þingmaðurinn sem hafði blandað sér í umræðuna hugsaði með sér: Hann er sýnu skástur þessi og hefur sitthvað til síns máls, en skyldi hann ekki vita að átta af ellefu nefndarmönnum koma utan af landi og hafa notið þjónustu þessara sömu sjúkrahúsa ásamt kjósendum sínum um langan ald- ur. Lesandanum fyrirgefst þó hann haldi að hér sé um grín að ræða, en fundur í meginatriðum eins og sá sem hér er lýst átti sér stað. Umræðan um þessi mál hefur ver- ið á þessum nótum. Samkeppni og samanburður á milli sjúkrahúsa og starfslegur metnaður látinn sitja í fyrirrúmi. Fjárlagavaldið og skattborgarar verða auðvitað að gera sér grein fyrir þeim vanda sem heilbrigðis- kerfið stendur frammi fyrir. Það er hinsvegar ljóst að það er ekki hægt að leysa vanda eins sjúkra- hús á kostnað annars. Það er ekki hægt að leysa vanda Landspítal- ans á kostnað Sjúkrahúss Reykja- Hér svarar Árni M. Mathiesen grein Þórðar Harðarsonar í Morgun- blaðinu 19. desember sl. Svarið er byggt upp með hliðstæðum hætti og fyrri greinin. víkur og það er ekki hægt að leysa vanda stóru spítalanna í Reykjavík á kostnað annarra sjúkrahúsa. Vandann þarf að leysa sem heild fyrir þá er þjónustunnar eiga að njóta, en ekki fyrir læknana. Það getur vel verið að sá tími komi að það þurfi að byggja nýtt sjúkrahús í Reykjavík. Það verður hinsvegar ekki gert á sama tíma og verið er að breyta gerðum samningum um uppbyggingu ann- ars staðar til þess að mæta fjár- hagsvanda, verið er að byggja K-byggingu, deilt er um fæðingar- heimilið og áætlanir eru gerðar um nýjan barnaspítala. Þessa hluti alla verður að leysa í samhengi án þess að kenna vond- um landsbyggðarþingmönnum, skilningslausum fjárlaganefndar- mönnum eða rugluðum ritstjórum um. Höfundur cr dýralæknir, alþingis- maður og á sæti i fjárlaganefnd. Árni M. Mathiesen HERRASKÓR Ekta leður/leðursóli Svartireða brúnir Tilboðsverð 3.990 Ekta leður/leðursól Svartir Tilboðsverð 3.990 Ekta leður/grófur sóli Svartir eða brúnir Verð 5.900 Ekta leður/grófur sóli Svartir eða brounir Verð 4.990 Deilur í Lang’holtskirkju NÚ um allnokkurt skeið hafa staðið yfir hatrammar deilur milli sóknarprestsins og organistans í Lang- holtskirkju. Allt bendir til þess á þessari stundu að kór kirkj- unnar og organisti verði fjarverandi um jólahátíðina og ég get ekki lengur á mér setið að ieggja örfá orð í belg. Hvað er kirkja? í mínum huga stendur kirkja fyrir það starf sem fram fer í nafni Drottins og honum til dýrðar. Kirkja er ekki endilega bygging þar sem einhver einn aðili ræður ríkjum heldur er hún sama- staður fólks til að hlýða á guðs orð Virðið söfnuðinn sem þið þjónið, segir Þröst- ur Guðmundsson, sem hér Ijallar um starfið í Langholtskirkju. og taka þátt í kristilegu starfi. Að kirkjunni stendur söfnuður sem vill hlú að og taka þátt í starfinu innan kirkjunnar. Það er hlutverk safnað- arins og starfsmanna hans í samein- ingu að breiða út kenningar krists og fá sífellt nýja einstaklinga til að verða þátttakendur í kristilegu starfi. Það er ekki hlutverk þeirra aðila sem söfnuðurinn hefur ráðið sem starfsmenn sína að skapa nei- kvæða ímynd af kirkjunni og fæla fólk frá. Þvert á móti hlýtur það að vera hlutverk þessara einstak- linga að laða fólk að. Ég er einn þeirra fjölmörgu ein- staklinga sem fengu sína fyrstu skipulögðu trúarfræðslu í barna- messum Langholtskirku í kringum 1970. Ég ólst upp í nágrenni kirkjunnar og þó ég hafi búið utan afmarkaðs svæðis sóknar Langholtskirkju um allnokkurn ára- íjjölda þá breytir það ekki mínum huga, og Langholtskirkja er mín kirkja. Starfið innan Langholtskirkju hefur frá því ég man eftir mér verið örlítið frá- brugðið því sem gengur og gerist almennt. Fyrri sóknarprestur beitti oft óhefðbundn- um aðferðum tíl að ná til barna og unglinga og ég held það hafi borið árangur. Hann lagði líka áherslu á að ná til þeirra sem eldri eru. í samvinnu við stjórn safnaðarins og organista var ákveðið að láta tónlist skipa vegleg- an sess í starfi kirkjunnar. Lang- holtskirkja var eins og flestar aðrar kirkju með kirkjukór og með tíman- um tókst að byggja hann upp í að verða einn allra besta kór landsins og þó víðar væri leitað. Þessi upp- bygging var ekki slys sem nú þarf að bæta fyrir. Eftir minni bestu vit- und var þetta stefna sem fylgt var til að fá fleiri einstaklinga inn í kirkj- una svo þeir gætu hlustað á guðs orð. Ég hef aldrei heyrt söfnuðinn mæla gegn þessari þróun og veit fyrir víst að yfirgnæfandi meirihluti hans er mjög ánægður með það starf sem kórinn og starfsmenn Lang- holtskirkju hafa unnið. Langholts- kirkja nýtur þess að hafa góðan kór og stjórnanda. Að lokum langar mig að beina orðum mínum til sóknarprests og organista Langholtskirkju. Virðið söfnuðinn sem þið þjónið. Það er ekki ykkar hlutverk að rífa niður það starf sem staðið hefur sátt um undanfarna áratugi og þaðan af síð- ur er það í þágu safnaðarins að rýra orðstír kirkjunnar. Höfundur er verkfræðingur. Þröstur Guðmundsson Opið í dag kl. 9-22 SKÓVERSLUN KQPAV0GS Hamraborg 3 sími 554 1754 sem vermir Pelsfóðurs- kápur atbáœ: /<z^), sni PELSINN Pelsjakkar og húfur í miklu úrvali Kirkjuhvoli • sími 552 0160 Greiðslukjör við allra hæfi. Þdr Sem VCUldlátÍr Versld Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.