Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 29
28 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ERLENDAR FJÁR- FESTINGAR í SJÁVARÚTVEGI STUÐNINGUR við að leyfa erlendar fjárfestingar í sjávarút- vegi er vaxandi. í blaðauka um Akureyri, sem Morgunblað- ið gaf út í síðustu viku, var m.a. birt viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, framkvæmdastjóra Samherja hf. á Akureyri, þar sem hann var spurður um þetta mál. Svar hans var svohljóðandi: „Ég er alveg óhræddur við að breyta lögunum þannig, að erlendir aðilar geti átt í íslenzkum sjávarútvegi. Ég tel, að það geti orðið sjávarútveginum til góðs og sé jafnvel nauðsynlegt fyrir framtíðarþróun greinarinnar.“ I Morgunblaðinu sl. laugardag var Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, spurður álits á þessum ummælum framkvæmda- stjóra Samherja hf. og var svar hans á þessa leið: „Ég er þeirr- ar skoðunar, að gildandi lög séu alltof þröng og það væri nauð- synlegt að opna fyrir óbeina fjárfestingu. Ríkisstjórnin er búin að leggja fram frumvarp um breytingu í þá veru. Menn hafa hins vegar haft efasemdir um, að það ætti að opna þetta meir á þessu stigi. Hræðsla manna hefur fyrst og fremst verið bund- in við að með því gætum við opnað útlendingum aðgang að auðlindinni bakdyramegin. Ég held þess vegna, að það sé eðli- legt að við stígum það skref, sem ríkisstjórnin er að leggja til núna. Við verðum síðan að sjá hver reynslan verður. Vel má vera að það sé hægt að þróa þessi mál áfram og opna þetta smám saman meira síðar. Ég vil ekki útiloka neitt fyrir framtíðina í þessum efnum. Ég vek athygli á, að þetta er það atriði, sem menn hafa helzt horft á sem ásteytingarstein varðandi aðild okkar að Evrópusamband- inu. Ef að það yrði um það almenn samstaða að opna fyrir þess- ar fjárfestingar mundi líka fækka rökunum gegn aðild íslands að Evrópusambandinu." I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn 19. nóvember sl. var fjallað um hugsanlegar erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi og þar sagði m.a.:„Nú er þróunin ekki sú, að útlendingar séu að kaupa sig inn í íslenzkan sjávarútveg heldur eru íslendingar að kaupa sig inn í sjávarútveg í öðrum löndum . . . Þegar svo er komið, að við höfum snúið dæminu við og erum ekki lengur í þeirri varnarstöðu að verja okkar heimavígstöðvar heldur sækjum fram bæði í veiðum á fjarlægum miðum og með kaupum á sjávar- útvegsfyrirtækjum í öðrum löndum, má spyija hvort aðstæður nú gefi tilefni til þess að endurskoða þá stefnu, að fjárfestingar útlendinga í íslenzkum sjávarútvegi séu alfarið óheimilar. En þá yrði að sjálfsögðu að fara að öllu með fyllstu gát.“ Þegar ungur og þróttmikill forystumaður í sjávarútvegi á borð við Þorstein Má Baldvinsson tekur af skarið með jafn af- dráttarlausum hætti og hann gerir í fyrrnefndu viðtali við Akur- eyrarblað Morgunblaðsins er full ástæða til að staldra við og íhuga, hvort tími sé kominn til stefnubreytingar. Þróun í við- skipta- og atvinnulífi er ör í nálægum löndum og við höfum ekki efni á að sitja eftir í þeirri þróun. STEFNUBRE YTIN G ALÞÝÐUBANDALAGS SAMÞYKKT Alþingis í fyrradag á lögum um stækkun álvers- ins í Straumsvík markar nokkur tímamót í afstöðu stjórn- málaflokkanna til uppbyggingar stóriðju í landinu. Ástæðan er sú, að aðeins einn þingmaður Alþýðubandalagsins, Hjörleifur Guttormsson, fv. iðnaðarráðherra, greiddi atkvæði gegn laga- setningunni og var hann reyndar eini þingmaðurinn í sölum Al- þingis, sem það gerði. Þrír þingmenn flokksins greiddu atkvæði með, en þrír sátu hjá ásamt öllum þremur þingmönnum Kvénna- listans. Þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Þjóðvaka greiddu atkvæði með stækkuninni og er þetta óvenjuleg pólitísk samstaða eftir áratuga deilur og átök um uppbyggingu áliðnaðar í landinu. Alþýðubandalagið hefur í áratugi verið andvígt uppbyggingu stóriðju. Þar hefur Hjörleifur Guttormsson verið í fararbroddi og herferðin, sem hann hóf gegn Svissneska álfélaginu sem iðn- aðaráðherra, er talin hafa spillt verulega fyrir áhuga erlendra fjárfesta á samvinnu við íslendinga. Þingflokkur Alþýðubandalagsins þríklofnaði í atkvæðagreiðsl- unni um álverið. Þeir þrír, sem sátu hjá voru Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds og Steingrímur J. Sigfússon. Núverandi flokks- formaður, Margrét Frímannsdóttir, og fyrrum formaður, Ólafur Ragnar Grímsson, og launþegafulltrúarnir, Bryndís Hiöðversdótt- ir og Ögmundur Jónasson, studdu hins vegar álsamningana á þeim forsendum, að þeir bæti efnahag landsmanna, skapi at- vinnu og orku- og skattasamningar séu viðunandi. Afstaða fjór- menninganna, helmings þingflokksins, er til marks um stefnu- breytingu Alþýðubandalagsins gagnvart uppbyggingu stóriðju í landinu. Ný skýrsla um atvinnumál fatlaðra Sigur kommúnista í Rússlandi Vladímír Zhírínovskíj, leiðtogi þeirra þjóðernissinna sem lengst vilja ganga í Rússlandi, gantast við fulltrúa rússneska kvennaflokksins á þingi. Geta lýðræðis- öflin saineinast? Takist leiðtogum rússneskra lýðræðis- flokka ekki að setja niður deilur sínar og sameinast um einn frambjóðanda kunna öfgaöflin að fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum íjúní. SIGUR kommúnista og þjóð- emissinna í þingkosningun- um í Rússlandi á sunnudag þýðir að öfl þau sem andvíg eru markaðsumbótum og lýðræðis- legu gildismati eru í sterkri stöðu fyrir forsetakosningarnar í júnímán- uði. Mikilvægi kosninganna á sunnu- dag felst ekki í að orðið hafi grund- vallarbreyting á hinu pólitíska lands- lagi í Rússlandi; raunar töpuðu þjóð- ernissinnar Vladímírs Zhírínovskíjs miklu fylgi. Það felst miklu frekar í því að lýðræðisöflin og Borís N. Jelts- ín Rússlandsforseti era í miklum vanda hvað forsetakosningarnar varðar. Afdrifarík sundrung Lýðræðisflokkarnir geta sjálfum sér um kennt. Það voru deilur þeirra og klofningur sem gerðu að verkum að kommúnistar urðu í fyrsta sæti í þingkosningunum og þjóðernissinnar komu næstir. Vantraustið sem gegn- sýrir öll samskipti þeirra og linnu- lausar deilur urðu ekki síður en efna- hagsástandið til þess að styrkja öfga- öflin til vinstri og hægri í sessi. Geti lýðræðissinnar nú ekki sam- einast að baki Jeltsín, sem nýtur minnkandi vinsælda og er að auki heilsulaus, eða öðrum umbótasinna, kann svo að fara að þeir Gennadíj Tsjúganov, leiðtogi Kommúnista- flokksins, og þjóðernissinninn Vlad- ímír Zhírínovskíj keppi um forseta- embættið næsta sumar. Og ef þeir verða ekki í framboði er líklegt að einhveijir viðlíka frambjóðendur, sem hafa sams konar andstyggð á öllu því sem vestrænt er, keppi um for- setaembættið. Raunveruleg og yfirvofandi hætta Þessi rás atburða, sú versta af öllum þeim sem unnt er að ímynda sér, hefur verið hugsanleg um nokk- urt skeið. Fréttaskýrendur í Moskvu telja hins vegar að hún hafi aldrei verið nær því að rætast. Þeir telja að þessi niðurstaða myndi stórskaða lýðræðisþróunina, umbótastefnuna og stöðu Rússlands. „Dettur einhveijum virkilega í hug að hinir ýmsu flokkar lýð- ræðissinna muni samein- ast um Borís Jeltsín?" spurði Vjateslav Níkonov, þingmaður og lýðræðis- sinni, sem tapaði sæti sínu í kosningunum á sunnudag. „Það held ég ekki. í þessu tilfelli skiptir mentaður meira máli en pólitískir útreikningar. Ég tel að staðan sé mjög alvarleg. Ég er viss um lýðræð- issinnar samejnast ekki um einn frambjóðanda,“ bætti hann við. Óhagstæð dreifing atkvæða? Nokkrir stjórnmálaskýrendur kváðust telja að nú kynni svo að vera komið að óttinn um endurkomu einræðisaflanna sameinaði lýðræðis- flokkana. Á hinn bóginn er öldungis óljóst hvort þeir metnaðarfullu menn sem fara fyrir lýðræðisflokkunum - Jeltsín forseti, hagfræðingurinn Grígoríj Javlínskíj, Jegor Gaidar, fyrrum forsætisráðherra og Borís Fjodorv, fyrrum fjármálaráðherra - geta fylkt sér að baki einum fram- bjóðanda. Geti þeir það ekki kann klofningurinn að leiða til þess að atkvæðin dreifist með þeim hætti í fyrstu umferð forsetakosninganna að frambjóðendur kommúnista og þjóðernissinna keppi í seinni umferð- inni. „Hættan er sú að lýræðisöflin sofni á verðinum og geri sér of seint grein fyrir nauðsyn þess að styðja einn frambjóðanda,“ sagði vestrænn stjórnarerindreki í Moskvu. „Þessi hætta er raunveruleg og hefur verið yfirvofandi á síðustu tveimur árum.“ Möguleikar Jeltsíns Michael McFaul, sérfræðingur í rússneskum málefnum við Stanford- háskóla, kvaðst vera þeirrar skoðun- ar að líkumar á því að Jeltsín byði sig fram á ný í forsetakosningunum í júní hefðu aukist verulega. Forset- inn gæti þá komið fram sem hold- tekja lýðræðisins gegn afturhaldsöfl- unum í kosningabaráttunni. McFaul kvaðst telja að lýðræðisöflin ættu góða möguleika í forsetakosningun- um sameinuðust þau um að styðja Jeltsin. „Hann myndi ná í seinni umferðina og þá keppa annaðhvort við þjóðemissinna eða komm- únista. Og ég tel að hann gæti unnið.“ McFaul kvaðst einkum hafa áhyggjur af því ef fjölmargir yrðu í framboði í fyrstu umferðinni. „Verst væri ef 15 manns yrðu á ný í fram- boði í fyrstu umferðinni. Þá myndu kommúnistar fá sama hlutfall at- kvæða og í þingkosningunum, sem nægja myndi þeim til að komast í aðra umferð. En það væri einungis unnt að líkja því við „rússneska rúl- ettu“ hver yrði í öðru sæti við slíkar aðstæður." Borís Jeltsín hefur hins vegar nokkur tromp á hendi sem kynnu að nýtast honum. Tsjúganov geilsar ekki beinlínis af persónutöfrum og hann myndi eiga í eifiðleikum með að ná til fólks utan stuðningsmanna kommúnistaflokksins. Engan veginn er víst að Zhírínovskíj myndi ganga jafn vel í forsetakosningum og í þing- kosningunum nú og 1993. Margir Rússar telja að hann sé vitfírringur og kannanir sýna að konur kjósa liann ekki. Heimild: International Herald Tribune. A SUMUM vemduðum vinnu- stöðum þar sem ég þekki til eru fötluðu starfsfólki hálfu starfi greiddar 17-18 þúsund kr. í mánaðarlaun. Sú upphæð er engin tilviljun, heldur tengist hún tekjutryggingu hins fatl- aða, sem myndi skerðast ef launin væru hærri,“ segir Friðrik Sigurðs- son, formaður nefndar félagsmála- ráðuneytis um atvinnumái fatlaðra. Skýrsla nefndarinnar var nýlega kynnt og í henni leggur nefndin m.a. til að félagsmálaráðuneyti og heil- brigðis- og tryggingaráðuneyti vinni saman að því að samræma aðgerðir í atvinnumálúm fatlaðra. Fatlaðir og ófatlaðir saman í vinnu „Við leggjum til að stofnaður verði rannsókna- og tilraunasjóður í at- vinnumálum fatlaðra. Sjóðurinn gæti til dæmis gegnt því hlutverki að auka samskipti fatlaðra og ófatlaðra á vinnumarkaðnum. Hægt yrði að rannsaka tækninýjungar sem stuðla að aukinni atvinnuþátttöku fatlaðra og geta auðveldað þeim störf. Einnig yrði hlutverk sjóðsins að efla vinnu- vernd og slysavarnir sem hafa að markmiði að draga úr áhættu á fötl- un. Síðast en ekki síst mætti nýta fjármagn sjóðsins til að stuðia að ýmiskonar tilraunaverkefnum,11 segir Friðrik og vitnar til tilrauna sem gerðar hafa verið erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum og Noregi, með það að markmiði að komast að raun um hvernig standa þarf að atvinnumál- um til að fjölga fötluðum á almennum vinnumarkaði. Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, kveðst mikinn áhuga hafa á aukinni atvinnuþátttöku fatlaðra, sérstaklega utan verndaðra vinnu- staða. „Við'eigum að stefna að því eftir því sem nokkur kostur er að fatlaðir vinni á venjulegum vinnu- stöðum í félagsskap með ófötluðum. Reynslan sýnir að það gefst vel og hjá Þormóði ramma á Siglufirði eru til dæmis sex fatlaðir starfsmenn.. Fyrirtækið var nýlega verðlaunað fýrir hvernig það hefur staðið að málefnum fatlaðra á vinnumarkaðn- um og þar hefur þetta fyrirkomulag gefist mjög vel. Ég tel það mjög til fyrirmyndar. Vistun á stofnun þykir ekki lengur fyrsta fiokks úrræði og því ætti að gefa fötluðum möguleika á öðru en vernduðum vinnustöðum.“ Ráðherra segist ekki jafn hrifinn af hugmynd nefndarinnar um að stofna sjóð. „Málefni fatlaðra eru mjög dýr málaflokkur og er sá eini innan félagsmálaráðuneytis sem fær aukið fjármagn á fjárlögum næsta árs. Vitanlega stöndum við frammi fyrir því að vetja því með skynsam- legum hætti og á þann hátt að það nýtist sem flestum. Ég tek hugmynd- um um stofnun sjóða aftur á móti með ákveðnum fyrirvara." Atvinnuleysi bitnar líka á fötluðum Friðrik bendir á að vaxandi at- vinnuleysi hafi bitnað jafnt á fötluð- um og öðram. „Fötluðum á atvinnu- leysisskrá og örorkubótum hefur fjölgað. Fyrir fimm árum var nóg af störfum á íslandi og vantaði bara fólk til að vinna þau. Þá var fatlað fólk þjálfað og fengið til að sinna þessum störfum. Nú vantar vinnu og þá þurfa fatlaðir að keppa við ófatlaða á markaðnum. Það á ekki að borga fólki fyrir að gera ekki neitt, heldur á að nota peningana til atvinnuhvetjandi verk- efna. Hér er málum þannig háttað að félagsmálaráðuneyti ber kostnað af rekstri verndaðra ------------- vinnustaða, m.a. launa- kostnað, á meðan heil- brigðis- og trygginga- málaráðuneyti greiðir ör- orkubætur. Þeir sem bera ábyrgð á atvinnuskapandi “ aðgerðum þyrftu að ráða yfir fjár- munum sem annars væru notaðir til að greiða bætur.“ Óhagstæðara að vinna Friðrik segir þessar hugmyndir ekki nýjar, en tímabært sé að hrinda þeim í framkvæmd. „Fullri tekju- Fatlaðir geti unnið án þess að bíða af því fjárhagslegan skaða Fatlaðir ættu að fara í auknum mæli inn á almenna vinnustaði í stað þess að vera aðallega á vemduðum vinnustöðum, segir Páll Pétursson, félagsmálaráðherra. Friðrik Sigurðsson, formaður nefnd- ar um atvinnumál fatlaðra, er sömu skoðunar. Brynja Tomer ræddi við þá um nýjar hugmyndir sem fram hafa komið um þróun í atvinnumálum fatlaðra á íslandi. , Morgunblaðið/Sverrir BRYNT er að fatlaðir fari í auknum mæli á almenna vinnustaði og vinna sé löguð að þeim eftir mætti. Vistun á stofnun ekki lengur 1. flokks úrræði tryKKÍngu I'ylgja. ýmis hlunnindi sem fatlaðir missa ef þeir fá það há laun fyrir vinnu sína að þau skerða tekju- tryggingu. Þótt þeir geti unnið þrátt fyrir örorku, getur borgað sig fyrir þá að þiggja bætur og sleppa því að vinna. Það hlýtur að vera þjóðfélagslega óhagstætt, hvernig sem á það er lit- ið.“ Nefndin bendir á að verndaðir vinnustaðir standi vart undir fullum launagreiðslum og því þurfi framlög að koma á móti. I því sambandi bend- ir Friðrik á að örorkubætur gætu runnið beint til verndaðs vinnustað- ar, sem síðan greiddi fötluðum starfs- mönnum full laun samkvæmt samn- ingum. „Það er eðlilegra að sá sem vinnur fái 50 þúsund krónur í laun en 17 þúsund í laun og 33 þúsund í bætur.“ Félagsmálaráðherra kveðst einnig þeirrar skoðunar að æskilegra sé að borga fólki fyrir að vinna fremur en fyrir að gera ekki neitt. „í vinnu felst lífsfylling og vinna er þáttur í að lifa sæll. Ég tel mikilvægt að fólk eigi kost á störfum sem það ræður við, en fötlun er misjöfn og sömu úrræði henta ekki öllum. Verndaðir vinnustaðir henta sumum, en mér finnst'eftirsóknarvert að vinna að því að sem flestir fatlaðir fari út í hið daglega líf með ófötluðum. Hug- myndir sem nefndin setur fram í þessu sambandi eru athyglisverðar og mér finnst eðlilegt að kanna hvort þær eru framkvæmanlegar án þess að fatlaðir bíði af því fjárhagslegan skaða.“ Verkalýðshreyfing beri ábyrgð á kjörum fatláðra Nauðsynlegt er að semja um laun og kjör fatlaðra, að mati nefndarinn- ar, sem telur eðlilegt að verkalýðs- hreyfingin beri ábyrgð á -------- kjörum fatlaðra starfs- manna, en ekki einvörð- ungu félagasamtök fatl- aðra. „Við höfum lagt til að félagsmálaráðherra skipi samninganefnd, sem semji um laun, réttindi og skyldur starfsmanna í verndaðri vinnu. Full- trúar hagsmunasamtaka fatlaðra, aðilar vinnumarkaðarins og fjármála- og félagsmálaráðuneytis gætu skipað nefndina." Ráðherra segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort samninga- verð verður skipuð. „Sumt mælir með Ekki á að þvinga fyrir tæki til að ráða fatlaða hugmyndinni, en annað ekki. Mér fínnst alltaf gæta ákveðinna tog- streituáhrifa í samninganefndum." Um ábyrgð verkalýðsfélaga segist Páll leggja áherslu á að stjórnun og fjárhagsleg ábyrgð fari saman. „Stjórnendur verndaðs vinnustaðar eiga líka að bera fjárhagslega ábyrgð á starfsemi sinni.“ Menntun fatlaðra Menntamál fatlaðra vora til um- ræðu í nefndinni og segir Friðrik að sérkennslu skorti á framhaldsskóla- stigi. „í frumvarpi um ný framhalds- skólalög er fjallað um stuttar og starfstengdar námsbrautir, sem lýk- ur með starfsréttindum. Þar ætti að gera ráð fyrir fötluðum. Nefndin leggur til að náms- og starfsráðgjöf verði efld og tryggt verði að öll fötl- uð ungmenni hafi greiðan aðgang að slíkri ráðgjafaþjónustu, ekki bara þeir sem stunda nám. Einnig mæl- umst við til að skólum verði gert mögulegt að bjóða fötluðum nemend- um starfsþjálfun í fyrirtækjum, sem lið í námi þeirra og að fyrirtæki geti í auknum mæli nýtt sér skóla til að endurmennta fatlaða starfsmenn sína. Við leggjum ríka áherslu á sam- þættingu náms og atvinnu og teljum mikilvægt fyrir fyrirtæki að geta sent fatlað starfsfólk sitt til náms í framhaldsskóla eða í fullorðins- fræðslu sem lið í símenntun þess eða endurhæfingu." Friðrik segir að ríkið eigi mestrá hagsmuna að gæta og mögulegt sé að ná fram sparnaði með því að nýta sér tillögu nefndarinnar um að eitt eða fleiri ríkisfyrirtæki ráði ákveðið hlutfall af starfsmönnum sínum úr röðum fatlaðra. Litið verði á þetta sem tilraunaverkefni, til dæmis til fimm ára. í því sambandi bendir hann á að tekjutrygging örorkubóta hafi numið 1,4 milljarði króna árið 1993. „Starfsfólk má efalaust nýta betur en nú er gert, til þeirra starfa sem það er menntað til, en að það eyði ekki dýrmætum tíma sínum til starfa sem aðrir gætu unnið. Þannig mætti aðlaga störf að fötluðum í stað þess að aðlaga aðeins fatlaða að störfum, eins og tíðkast hefur.“ Nauðsynlegt að fara óhefðbundnar leiðir Hann leggur áherslu á að fundnar verði leiðir til úrbóta í atvinnumálum fatlaðra með samkomulagi, ekki þvinguðum aðgerðum. „Sums staðar á meginlandi Evrópu hefur til dæmis verið notuð svokölluð kvótaaðferð og er fyrirtækjum þá gert skylt að hafa 5% starfsfólks úr röðum fatlaðra. Það teljum við ekki vænlegt til árangurs, heldur er þörf á breyttu hugarfari og nauðsynlegt að fara óhefðbundnar leiðir. Fyrirtæki, einkarekið eða ríkis- rekið, gæti til dæmis mælt afköst fatlaðs manns miðað við ófatlaðan í sama starfi. Sé vinnugeta hins fatl- aða til dæmis 25% mætti greiða at- vinnurekanda hans þau 75%, sem upp á vantar, með tryggingabótum. Þetta er nú heimilt að gera með reglugerð um örorkuvinnu, sem nauðsynlegt er að kynna mun betur fyrir atvinnu- rekendum og fötluðum. Launþegi ætti að græða á því, enda fengi hann meira í vasann en ella, ríkissjóður græddi, því hann sparaði pláss á vernduðum vinnustað pg atvinnurek- andi græddi væntanlega líka. Hvaða leið sem farin verður, vona ég að hún verði atvinnuhvetjandi og þar eiga menn að skoða alla möguleika með opnum huga.“ Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra segist ekki spenntur fyrir kvótaaðferðinni og sér þyki, eins og --------- nefndinni, mikilvægt að fyrirtæki verði ekki þving- uð til að ráða fatlaða til starfa. „Fatlaðir, jafnt sem ófatlaðir, þurfa að finna að þeir séu velkomn- ir á vinnustað. Ef kvótaað- ferð yrði tekin upp og fyrirtækjum gert að ráða til sín fatlaða, hvort sem þau vildu það eða ekki, gefur auga leið að stjórnendum og öðru starfs- fólki fyndist hinum fötluðu vera þröngvað inn á vinnustaðinn. Þá er hætt við að ekki yrði tekið jafn vel á móti þeim.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.