Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JONEGGERT SIG URGEIRSSON + Jón Eggert Sig- urgeirsson skipstjóri fæddist í Bolungarvík 17. október 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi ísafjarðar 15. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju 21. desember. MIG LANGAR hér að minnast Jóns Eggerts Sigurgeirssonar, skip- stjóra frá Bolungarvík. Lífsstarf Jóns Egg- erts er samofið útgerðarsögu Bol- ungarvíkur frá því að ég man eftir mér, því ég man ekki eftir honum öðruvísi en sem starfandi skip- stjóra. Sem slíkur kynntist hann raunum, sem mörgum hefðu reynst ofraun, en hann hélt áfram, knúinn af vilja og áhuga, enda var sjó- mennska hans lífsstíll. Hans starfsferill sem skipstjóra og aflamanns spannaði þær miklu breytingar, að í frjálsri sókn voru þeir mest metnir sem fiskuðu mest- an þorsk, til þess tíma í kvóta- kerfi, að þeir eru mest metnir sem minnstan þorsk fiska. Sem samstarfsmenn gengum við í gegnum súrt og sætt saman, stundum voru skiptar skoðanir, því Jón hafði ákveðnar skoðanir og hélt þeim óhikað fram. Að leiðarlokum vil ég þakka gott og ógleymanlegt samstarf og vin- áttu. Farðu í friði vinur sæll, ég veit að þú siglir nú frjáls um himinhöfin. Eg og fjölskylda mín sendum Jónu, börnum og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Krislján Jón Guðmundsson. Þegar skammdegið grúfði hvað mest yfir lauk vegferð frænda míns og vinar Jóns Eggerts Sigurgeirs- sonar, skipstjóra í Bolungarvík. Hetjuleg barátta var á enda. Góður drengur er genginn langt um aldur fram, en eftir lifir góð minning og orðstír sem aldrei deyr. Börn og unglingar leita sér ein- att fyrirmynda; stundum í samtím- anum en stundum í fortíðinni. Strákar sem ólust upp í Bolungar- vík á sjötta og sjöunda áratugnum þurftu ekki að leita langt eftir sín- um fyrirmyndum. Skipstjórarnir á skipunum sem drógu björg í bú hvers einasta manns í plássinu voru hetjurnar okkar. Við fylgdumst með afla- brögðunum, lærðum sögurnar sem af þeim fóru, kynntumst tökt- um þeirra og tilsvörum og litum upp til þeirra. Hluti af daglegu lífi stráklinga í Víkinni var að vita hvað bátarnir fiskuðu og þekkja þá miklu garpa sem þeim stýrðu. Hálfdán og Jakob, Hávarður, Jón Eggert og Einar voru okkar menn og við ólum í brjósti okkar þá von að mega einn daginn líkjast þeim. Jón Eggert varð ungur skip- stjóri, eða einungis 22 ára. Mér er vel kunnugt um að mörgum þótti það nokkuð djarft, þegar faðir minn réð hann til þess ábyrgðarstarfs. En hinn ungi skipstjóri sýndi það fljótt með verkum sínum að hann stóð vel undir þeim væntingum. Áræðið, kappið og áhuginn ein- kenndu hann frá upphafi og skilaði sér í góðum árangri hans sem skip- stjórnarmanns. Þar líktist hann sem í mörgu öðru föður sínum, hinum þekkta formanni í Bolungarvík, Sig- urgeir Sigurðssyni. Hæfileikar þeirra feðga á þessu sviði voru óum- deildir og hafa komið fram í sonum Jóns, Víði og Guðmundi, sem báðir eru þekktir skipstjórnarmenn á full- komnum frystitogurum. Reynsla þessara þriggja kynslóða skipstjóra spannar þannig allt frá árabátaöld og til okkar tíma. Eftir að hafa starfað lengi sem farsæll og þekktur skipstjóri á línu- bátum, var Jón ráðinn skipstjóri ásamt Einari Hálfdánssyni á skut- togarann Heiðrúnu ÍS 4 þegar hún kom ný til Bolungarvíkur árið 1978. Þar með hófst hið 'einstæða sam- starf þeirra tveggja sem aldrei bar skugga á. Fram að því höfðu þeir starfað sem skipstjórar sinn á hvor- um línubátnum, Jón á Guðmundi Péturs og Einar á Sólrúnu, og get- ið sér orð fyrir aflasæld. Á Heið- rúnu skiptu þeir með sér skipstjóra- plássinu og unnu saman sem einn maður. Vinátta þeirra tveggja var algjörlega fölskvalaus, þeir virtu hvor annan og unnu saman sem einn maður. Það var einmitt á þessum árum sem ég kynntist Jóni Eggert best. í mínum huga var það aldrei nein spurning að þar var ég þiggjand- inn, en hann veitandinn. Af nægta- brunni reynslunnar miðlaði hann mér þekkingu og veitti mér ráð sem vel dugðu. Þar kynntist ég líka af eigin raun kappi hans og áhuga og naut þess að eiga hann að góðum vini og velgjörðamanni. Fyrir þau kynni er ég afar þakklátur. Jón var á margan hátt litríkur maður og því er ekki að neita að hann gat verið skapríkur. Hikaði hann þá ekki við að segja við hvern sem var það sem honum bjó í bijósti. Við vorum ekki alltaf sammála og fannst báðum stundum að skoðanir okkar og hugmyndir nytu ekki nægilegs skilnings hins. Samt slett- ist aldrei upp á vinskap okkar, sem var hinn sami til æviloka hans. Það varð hlutskipti Jóns að axla mikla ábyrgð sem skipstjóri, strax á unga aldri. Sú reynsla sem menn fá eftir áratuga störf á sjónum sem yfirmenn á fiskiskipi við íslands- strendur er örugglega einstæð í ver- öldinni. Hún mótar manninn, herðir hann og stælir. Þessi reynsla setti á Jón Eggert mark. Sjómannsferill hans var ekki áfallalaus en mótaðist af hæfni hans og því trúnaðar- trausti sem samferðarmenn hans báru til hans. Að honum sópaði hvar sem var og eftir honum var vissu- lega hvarvetna tekið, enda maðurinn eftirminnilegur öllum sem honum kynntust. Orðum hans fýlgdi mikill myndugleiki og festa. Því fór aldrei á milli mála að þar talaði maður sem vissi hvað hann var að segja og hvað hann vildi. Fyrir vikið var hann afar vel til forystu fallinn og honum var því ákaflega eðlilegt að hafa mannaforráð. Þó hann virtist stund- um hijúfur á yfirborðinu, kynntist ég því vel hversu blíður og jafnvel viðkvæmur hann gat verið. Þar kippti honum rækilega í kyn móður sinnar Margrétar Guðfinnsdóttur afasystur minnar. í honum samein- uðust með öðrum orðum einkenni þeirra heiðurshjónanna foreldra sinna sem nú eru bæði nýlega látin. í senn var því Jón harðsnúinn skipstjórnarmaður, sem sótti sjóinn fast og um leið ofur tilfinningá- næmur. Samviskusamur var hann með afbrigðum og linnti helst ekki látum nema að þau mál sem hann hafði tekið að sér að leysa voru í höfn. Maður kynntist því fljótt að hefði hann tekið að sér eitthvert viðfangsefni, vildi hann ekki skilja við það nema það væri unnið. Áð því leyti gat hann tekið undir með sögupersónu Halldórs Laxness, Guðrúnu Jónsdóttur, að því sem manni er trúað fyrir því sé manni trúað fyrir. Þá gilti einu hvort um var að ræða skipstjórnarstörfin, málefni sjómannadagsins í Bolung- arvík, þar sem hann var lengi gjald- keri, eða erindi sem hann hefði tek- ið að sér fyrir ættingja sína. Við Jón Eggert vorum auk þess að vera samverkamenn, frændur og vinir, nágrannar um árabil. Oft áttum við langar samræður um alla heima og geima við girðinguna hvor hjá öðrum. Okkur þótt það báðum gott tilefni til þess að víkja frá garðstússi á sumarkvöldum að geta ræðst saman í rólegheitum um það sem okkur lá á hjarta. Jóna kona hans var þá alla jafna skammt frá. Stundum minntumst við skemmtilegra stunda sem við höfð- um átt haustið 1988 þegar Heiðrún- in var í mikilli klössun í Bretlandi. Þegar ég kom þangað út í lok verks- ins höfðu þau Jón og Jóna verið þar allnokkra hríð og notið þess vel. Þeim fannst þetta góð tilbreyt- ing og nutu þess að ganga um göt- ur litlu hafnarborgarinnar nyrst í Englandi og hyggja að ýmsu smá- legu fyrir vini og ættingja heima á íslandi. Þar sem fyrr birtist sam- heldni þeirra og gagnkvæm virðing og ást sem margra ára hjónaband hafði þroskað og eflt. Oft kom fram hjá Jóni hversu mjög hann unni fjöl- skyldu sinni sem hann naut sam- vistanna við og hafði yndi af að geta rétt hjálparhönd. Síðasta árið hefur reynt á. For- eldrar Jóns féllu frá með skömmu millibili þá orðin öldruð. Og þegar hann sjálfur greindist með krabba- mein varð okkur öllum sem hann þekktum hverft við. Auðvitað vænt- um við þess að svo harðsnúinn sem hann var, ætti eftir að sigra þennan óvin. I hönd fóru erfiðar stundir á sjúkrahúsum syðra og fyrir vestan. Hann var staðráðinn í að beijast, studdur af sinni góðu eiginkonu og ijölskyldu. Með manni vöknuðu vonir, en allt kom fyrir ekki. Þegar við pabbi og Guðfinnur sonur minn heimsóttum hann fyrir hálfum mán- uði var af honum dregið þó að hann liti ótrúlega frísklega út. Hann var þó sjálfum sér líkur, sagði skoðun sína umbúðalaust, og hressti mann einhvern veginn við þrátt fyrir veik- indin. Hann var sjálfum sér líkur alla tíð; sannur, heill og blátt áfram. Slíkum manni var hollt að kynnast. Minningin um góðan mann, hetju og vin mun lifa áfram. Við Sigrún, foreldrar mínir, Guðrún Kristín, Haraldur og Anna Rós, sendum Jónu, börnum þeirra, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Jóns Eggerts Sigurgeirssonar. Einar K. Guðfinnsson. + Málfríður Ein- arsdóttir fædd- ist 1. október 1901. Hún lést 17. desem- ber siðastliðinn á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Hún var dóttir Einars Ásmundssonar, f. 18. júlí 1876 á Höfða í Þverárhlíð, d. 28. jan. 1972, og Guðrúnar Davíðs- dóttur, f. 12. feb. 1877 í Örnólfsdal, d. 27. júní 1967. Þau bjuggu á Hömrum í Þverárhlíð. Málfríður var næstelst af 8 systkinum. Þau voru Jómundur, f. 1898 d. 1992, maki Guðrún Magnúsdóttir, f. 1904, d. 1981, þau bjuggu í Örnólfsdal. Guðrún Ingibjörg, f. 1904, d. 1977. Eyrún, f. 1906, d. 1948, maki Jónmundur Ólafs- I DAG er til hinstu hvflu borin elskuleg amma okkar, Málfríður Einarsdóttir, sem lést á Drop: laugarstöðum 17. desember sl. í fáeinum orðum langar okkur að son, yfirkjötmats- maður í Reykjavík, f. 1906, d. 1989. Ág- úst, f. 1910, trésmið- ur í Reykjavík. Ragn- hildur, f. 1913, d. 1994, verkakona í Reykjavík. Sigur- steinn, f. 1914, verka- maður í Borgarfirði. Hinrik Kristinn, f. 1917, maki Ingibjörg Gísladóttir, f. 1907 í Papey, þau búa á Hömrufn. Málfríður giftist Sigurði Jóns- syni, f. 3. ágúst 1900 í Norðurárdal, Mýr., d. 27. nóv. 1930 í Reykjavík, albróðir Stef- áns Jónssonar kennara. Börn þeirra voru Valgeir, kennari á Seyðisfirði, f. 7. feb. 1924 á Stein- um, Stafholtstung., d. 7. mars 1995 á Landspítalanum, Sigur- laug, f. 28. maí 1925 í Borgar- kveðja hana í hinsta sinn. Elsku amma, það er sárt til þess að hugsa að við munum aldrei hittast aftur en þú varst orðin gömul kona og þínu verki lokið í þessu lífi sem þú nesi, d. 7. apríl 1927, Lúðvík, f. 25. ágúst 1926 í Borgarnesi, d. 25. mars 1927, Lúðvik, f. 28. júlí 1928 í Reykjavík, d. 8. mars 1929, Sigurlaug Hulda, f. 5.maí 1930 i Reykjavík, d. 11. ágúst sama ár. Maki 2 Gunnlaugur Ágúst Jónsson, f. 3. ágúst 1901 á Skógi, Rauðasandshr., d. 24. ágúst 1982, bifreiðabólstrari í Reykjavík, þau skildu. Börn þeirra eru Jóna, f. 9. jan. 1935, gift Reyni Haraldssyni múrara og leigubílstjóra í Reykjavík, Gyða, f. 4. okt. 1936, gift Herði Gísla Péturssyni múrara og leigubílstjóra í Reykjavík. Maki 3 Guðmundur Jónsson, f. 14. okt. 1893 á Kirkjubóli, Hvítárs- íðu, d. 1. jan. 1947 í Reykjavík, skrifstofu- og verslunarmaður í Völundi, hálfbróðir Sigurðar. Börn þeirra eru Ólína, f. 21. maí 1938, gift Einari Sigur- bergssyni málarameistara, Sig- urður, f. 7. feb. 1940, d. 13. ágúst 1971, sjómaður. Málfríð- ur á 12 barnabörn og 21 barna- barnabarn. Útför Málfríðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. leystir af hendi betur en hægt er að krefjast af einni manneskju á einni ævi, þótt löng sé. Ævi þín var löng, allt frá því að menn bjuggu í torfkofum á Islandi til háþróaðrar tölvualdar sem við unga fólkið öl- umst upp við og þeir hversdagslegu hlutir og veraldlegu gæði sem okk- ur þykir svo sjálfsagt að búa við í dag, hafa verið gjörsamlega óhugs- andi á þeim árum er þú varst ung kona. Það var okkur mikil gæfa að hafa átt þig sem okkar ömmu og að koma til þín var yndislegt í einu og öllu. Þú vildir allt fyrir alla gera, elda mat, gefa gjafir, segja okkur sögur endalaust enda komum við alltaf glöð í hjarta eftir að hafa verið með þér því þú hafðir þá töfra að láta öllum líða vel í návist þinni. Innan við þrítugt varst þú búin að missa fjögur lítil börn og eigin- mann, sem er meira áfall en ein manneskja á að þola oft á tíðum, en þú varst sterk og þú varst þeim kröftum búin að geta tekist á við lífið að nýju, eins og þú sagðir einu sinni að það var svo skrítið að þeg- ar þessi áföll dundu yfir að þá kom friður yfir þig og þú gast haldið þínu lífi áfram ótrauð sem þú gerð- ir með glæsibrag. Þótt þú hafir ekki verið að veraldlegum auði talin rík, bjóst þú samt yfir meiri ríki- dæmi en margur getur óskað sér og það vitum við öll sem þekktum þig. Fimm börn uxu úr grasi, Val- geir, Jóna, Gyða, Ólina og Sigurð- ur, barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin 21 og fram að þeim tíma er veikindin dundu yfir fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári virtist þú hafa algjöra yfirsýn yfir allan hópinn og MÁLFRÍÐUR EINARSDÓTTIR Frændi minn og samstarfsmaður til margra ára, Jón Eggert Sigur- geirsson skipstjóri, er látinn eftir harðvítuga baráttu við illvígan sjúk- dóm. Jón Eggert var fæddur í Bolung- arvík og ól þar allan sinn aldur. Svo sem títt var um þá sem ólust upp í litlu sjávarþorpi á þessum árum, var skólagangan stutt, en vinnan þeim mun meiri. Nóg var að iðja og fjölskyldan var stór. For- eldrar hans, Margrét Guðfinnsdóttir og Sigurgeir Sigurðsson, stunduðu búskap meðfram útgerð Sigurgeirs. Jón byijaði því ungur að vinna hin ýmsu störf sem til féllu. Strax á unga aldri átti sjórinn þó hug hans allan. Um fermingaraldurinn hóf hann sjóróðra með föður sínum, reri þá upp á lóð, sem algengt var á árum áður, þegar ungir menn hófu sjómannsferil sinn, en hafði þó að mestu verið aflagt á þessum tíma. Jón hefur fengið góða skólun í sjómennskunni, en Sigurgeir var um áratuga skeið aflasæll sjálfs- eignarformaður í Bolungarvík og harðsækinn. Jón var um nokkurt skeið með Jakobi heitnum Þorlákssyni á Flosa og hluta úr vertíð með Hálfdáni Einarssyni á Einari Hálfdáns. Þá var hann um tíma í flutningum á milli Bolungarvíkur og Reykjavíkur með Leifi Jónssyni á Hugrúnu. Hann náði sér síðan í 120 tonna skipstjórnarréttindi á Akureyri árið 1958. Að því loknu varð hann stýri- maður hjá Hávarði Olgeirssyni á Hugrúnu. Af öllum þessum afla- mönnum hefur hann lært sitt. En það átti ekki eftir að vera hlut- skipti Jóns Eggerts að vera lengi í skipsrúmi hjá öðrum. Þegar Hálf- dán Einarsson fór að sækja nýjan Einar Hálfdáns til Austur-Þýska- lands haustið 1960, var sá gamli nefndur Kristján Hálfdáns. Þetta var 51 tonna eikarbátur sem smíð- aður var í Danmörku árið 1953. Á þennan bát var Jón Eggert ráðinn skipstjóri, aðeins 23 ára gamall. Þar með hóf hann sitt ævistarf, sem skipstjóri hjá útgerð Einars Guð- finnssonar og sona hans. Skip- stjórnarferill Jóns var nánast óslit- inn allt til dauðadags. Hann starf- aði því sem skipstjóri í 35 ár, nán- ast allan tímann hjá sömu útgerð, sem segir meira en mörg orð um hið góða samstarf og gagnkvæma traust sem þar ríkti á milli manna. Strax á sínu fyrsta skipstjórnar- ári, 9. febrúar 1961, fékk hinn ungi skipstjóri að kynnast því, að sjórinn gefur ekki aðeins, heldur tekur líka. Hann varð fyrir mikilli lífsreynslu, reynslu sem flestir vilja vera án. Jón mátti sjá á eftir bróð- vildir alltaf vita hvað hver og einn var að bardúsa því fjölskyldan var þitt hjartans mál. Elsku amma, þú varst okkur ómetanleg í gegnum árin og í fáum setningum verður aldrei nema brotabrot talið upp, annars þyrftum við að skrifa bók eða bækur til að tæma hug okkar. Litlu börnin sem ekki náðu að kynn- ast þér fá að heyra okkur segja frá ömmu okkar sem við erum stolt af að hafa átt. Við vitum, elsku amma, að þú ert á góðum stað og þú munt fá þá hvíld sem þú átt skilið. Megi vegir þínir í nýjum heimkynn- um verða bjartir og blómum prýdd- ir. Guð blessi minningu þína. Ég vil leika í fallegum lögum, og ljóðlínur líka skrifa. Ég vil segja í mínum sögum, hve sælt er að mega lifa. Við bálið sem eilíft brennur og berast með örlagastraumum meðan ævin áfram rennur, í óteljandi draumum. A akrinum grónum og grænum, er gröf sem ég aldrei gleymi. Ég mun biðja í mínutn bænum, fyrir bestu ömmu í heimi. (Haraldur Reynisson.) Haraldur, Hjördís, Gunn- laugur, Linda Björk. Nú er hún yndislega langamma mín farin að hitta Valla og Rönku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.