Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 35
MORG UNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 35 ur sínum og frænda í hafið, þegar brotsjór reið yfir bátinn, en þeir höfðu einungis ætlað þessa einu sjóferð, í forföllum annarra. Það hefur eflaust verið erfitt fyrir Jón á þessum tíma að halda áfram á sömu braut. En hann bugaðist ekki. Áhuginn á sjómennskunni og bar- áttuþrekið sem hann bjó jrfír allt til dauðadags, gerði það að verkum að hann gafst ekki upp og kláraði vertíðina. Sumarið 1961 fór Jón sem há- seti á síld á Heiðrúnu með Benedikt Ágústssyni. Um haustið tók hann síðan við sem skipstjóri og var með Heiðrúnu fram á vorið 1965 en síð- ar það ár fór hann'í Stýrimanna- skólann í Reykjavík og settist þar á skólabekk ásamt mörgum öðrum starfandi skipstjórum, sem ekki höfðu full réttindi. Þaðan útskrifað- ist hann með fiskimannapróf vorið 1966. Að afloknu prófi tók Jón við skipstjóm á Heiðrúnu II. Á Heið- rúnu og Heiðrúnu II, reri hann á línu á haust- og vetrarvertíðum, en stundaði síldveiðar á sumrin. Vorið 1968 tók Jón síðan við Guðmundi Péturs, sem var einn af tappatogurunum, 250 tn stálskip, smíðað í Austur-Þýskalandi árið 1958. Á þeim tíma var skipstjóri á Sólrunu, sem var eins bátur, þekkt- ur aflamaður, Hálfdán Einarsson. Haustið 1969 tók síðan Einar sonur Hálfdáns við Sólrúnu. Þessir bátar voru stærri en hinir hefðbundnu vertíðarbátar og á þeim var gríðar- lega hart sótt. Allt til ársins 1977 voru þessir bátar gerðir út á línu. Á þessum árum urðu þeir Jón Egg- ert og Einar Hálfdánsson þjóð- sagnapersónur sem línuskipstjórar. Flesta mánuði þessi ár voru Guð- mundur Péturs og Sólrún með mest- an afla línubáta yfir landið eða í hópi þeirra hæstu. Jafnframt voru þeir yfirleitt með flestar legurnar, sem gefur vísbendingu um sóknar- hörkuna. Sumarið 1969 var Jón Eggert fyrstur til að leggja línu fýrir grálúðu með einhverjum ár- angri fyrir Norðurlandi. Upp frá því voru Guðmundur Péturs og Sólrún á útilegu nokkur sumur og öfluðu vel af grálúðu, frá miðjum júní og fram í september. Á línu- veiðunum var ávallt mikil keppni á milli skipstjóra og skipa, ekki síst á milli þeirra Jóns og Einars. Til marks um þessa hörðu keppni má geta þess að stór hópur stráka í bænum fýlgdist daglega með afla- brögðum, og vissi nákvæmlega um, hvort skipið, Guðmundur Péturs eða Sólrún, var fyrir ofan þann mánuð- inn eða samtals á vertíðinni og skiptust jafnvel í lið eftir því hvort haldið var með Guðmundi eða Sól- Hún hefur frá því ég man eftir mér kvatt mig í sitt síðasta sinn í hvert sinn sem ég hef kvatt hana. Samt vissi ég alltaf að ég mundi hitta hana aftur og geri það eflaust seinna meir. Það var svo gaman að koma til hennar á Barónsstíg- inn, stórveisla í hvert sinn, og eftir að hún fór á elliheimilið reyndi hún að halda því við eftir fremsta megni. Það kom aldrei fyrir að maður fséri frá henni án þess að hafa fengið eithvað í magann. Hún vildi alltaf gefa öllum að borða, vildi alltaf vera að gefa. Síðasta ár hefur því eflaust verið erfitt fyrir hana eins og okkur öll. En nú hefur hún loks fengið að líta birtuna og er þar líklega bara í góðum félagsskap. Guð, geymdu nýja engilinn þinn vel. Björg Stefánsdóttir. Elsku hjartans amma mín. Þennan sálm baðstu mig oft að lesa fyrir þig og hann var í miklu uppáhaldi hjá þér. I bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævi stig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. rúnu. En þrátt fyrir baráttuna um tonnin varð samvinna Jóns og Ein- ars sem skipstjóra fljótt einstök í sinni röð. Vegna erfiðra hafnarað- stæðna í Bolungarvík þurftu skip- stjórar oft að gæta að bátunum á nóttu sem degi. Þeir Jón og Einar höfðu strax með sér verkaskipti um þessa gæslu. Og í stað þess að annar reyndi að fara á sjó á undan hinum og ná þannig forskoti, sem áður og fýrr var regla frekar en undantekning, tóku þeir fljótt um það ákvörðun að hafa samráð sín á milli um hvort farið yrði í sjóferð þann daginn. Þannig fylgdust þeir oft að, ekki síst þegar aðstæður voru erfiðar og allra veðra var von. Jón Eggert var alla tíð einstaklega laginn við steinbítsveiðar, sem voru Vestfirðingum mikil búbót, sérstak- lega á árum áður. Jóns Eggerts verður ekki síst minnst fýrir það að hafa verið í hópi harðsæknustu og aflasælustu vestfirsku línuskip- stjóra um tæpra tveggja áratuga skeið. í ársbyijun 1978 tóku þeir Jón Eggert og Einar Hálfdánsson sam- eiginlega að sér skipstjórn á Heið- rúnu, sem smíðuð var á ísafirði hjá Marsellíusi Bemharðssyni. Þar með hafði Jón tekið við skipstjórn á þriðja skipinu sem bar nafnið Heið- rún, en það nafn var í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Það em göm- ul sannindi og ný, að farsælast sé, að á hverri skútu sé aðeins einn kapteinn. Segja má að samvinna þeirra Jóns Eggerts og Einars Hálf- dánssonar sem skipstjóra á Heiðr- únu í hartnær 18 ár sé undantekn- ingin sem sanni regluna. Ekki er vafi á, að áralöng samvinna þeirra sem línuskipstjóra þar sem þeir voru sinn á hvoram bátnum varð til þess að þeir treystu sér til að fara í þetta nána samstarf. Á það bar aldrei skugga. Allar meiriháttar ákvarðanir voru teknar sameigin- lega, og svo samstiga vora þeir, að öll samskipti við útgerðina vora eins og um einn mann væri að ræða. Heiðrún var byggð sem fjölveiði- skip. Áform vora um að skipinu yrði beitt á línuveiðar, og til þess stóð áhugi skipstjóranna. Skipið var gert út á línu fyrstu 4-5 mánuðina og aflaði vel. Á þeim árum sem fóru í hönd voru aðstæður hins vegar þannig, að línuveiðarnar stóð- ust engan veginn samanburð við togveiðárnar hvað afla og hag- kvæmni snerti. Allt frá þeim tíma hefur-skipið því verið gert út á tog- veiðar. Línuskipstjórinn Jón Eggert varð því togaraskipstjóri síðustu 17 árin. Heiðrún var ekki í hópi afla- hæstu skuttogara á Vestfjörðum, enda var skipið á engan hátt sam- Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betúr kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn,' að verði þú æ Drottinn minn. Hún amma mín var mjög gestris- in kona og vildi alltaf hafa fullt hús af fólki. Hún bjó í miðbænum og það var alltaf notalegt að líta inn hjá henni þegar farið var í bæinn. Þegar við komum til hennar var ekki aðalatriðið að við stoppuðum lengi heldur að við færum ekki svöng út úr húsi hjá henni. Amma fýlgdist mjög vel með öllum sínum afkomendum og er sá hópur orðinn ansi stór, hún mundi hvenær allir áttu afmæli og vildi gefa gjafir. Amma fór ekki mikið í heimsóknir en í staðinn var hún í stöðugu síma- sambandi við okkur og við töluðum saman í síma á hveijum degi. Marg- ar voru þær líka ferðirnar sem við fórum saman í bæinn þó henni væri farin að förlast heyrn og sjón og kom þá oft margt skemmtilegt upg á. Ég veit, elsku amma mín, að þú ert hvíldinni fegin og heldur þín jól með Valla og Rönku. Að lokum vil ég þakka þér fyrir allar þær stund- ir sem við áttum saman og þær fallegu minningar sem við eigum um þig. Blessuð sé minning þín, elsku amma mín, og Guð geymi þig. Arnfríður, Ómar, Bergur, Heimir, Einar Óli og Hinrik. bærilegt við aðra togara á svæðinu hvað stærð og togkraft áhrærði. Þeir skipstjórarnir Jón Eggert og Einar sönnuðu það hins vegar marg- sinnis, að þeir voru engir eftirbátar annarra í að fiska, nema síður væri, þegar aðstæður voru þannig að stærð skipsins skipti ekki öllu máli. Jón var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Þau Jóna Kjartansdóttir hófu sinn búskap kornung, og eign- uðust fimm börn. Eins og títt er um sjómannskonur var Jóna máttarstólpinn á heimilinu, og studdi Jón alla tíð með þeim hætti að aðdáun vakti. Jón var stoltur af börnum sínum og hafði alla tíð mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Það gladdi hann óumræðilega, að synimir fetuðu í fótspor hans, og urðu strax kornungir skipstjórnend- ur og miklir aflamenn. Jón Eggert er eftirminnilegur öllum þeim er honum kynntust. Hann var traustur, lifandi og skemmtilegur í öllum samskiptum. Sá sem kom um borð í skip hans var ekki í vafa um hver var skip- stjórinn, hann var kapteinn á sinni skútu. Hann var mikill ákafamaður og leið illa þegar honum fannst hlut- ir ekki ganga nógu hratt fyrir sig. Það fylgdi honum alla tíð að gera lítið úr eigin hlut varðandi afla- brögð. Þeir sem best þekktu hann vissu þó, að enginn var ánægðari en hann að lokinni vel heppnaðri sjóferð. Skipsrúm hjá Jóni Eggert var alla tíð eftirsótt, hann kom vel að sér mönnum. Þeir eru ófáir sem fínnst hann hafa komið sér til manns. Jón var opinn persónuleiki og leyndi ekki skoðunum sínum. Hann var tilfínninganæmur og þrátt fyrir hörku hans og dugnað sem skipstjóra, mátti hann ekkert aumt sjá. Hann var fýrsti maður til sátta ef einhver misklíð kom upp. Jón sýndi mikið þrek og baráttu- vilja í glímu sinni við illvígan sjúk- dóm, og hélt andlegum styrk sínum allt fram í andlátið. Hann var ástríðusjómaður og jafnvel eftir að veikindi hans voru uppgötvuð, hélt hann enn til veiða. Hann fór í sína síðustu sjóferð með skip sitt í lok júlí sl. og lauk þar með starfsævi sinni. Við lok vegferðar er nú mikill harmur kveðinn að eiginkonu, börn- um og fjölskyldunni allri, sem studdi Jón með fágætum hætti í veikindum hans, allt til hinstu stundar. Á sorgarstundu vottum við Guðrún þeim okkar dýpstu samúð. Einar Jónatansson. AÐ'V'E'N 'T'U Siemens bakstursofn HB 34520FN Fjölvirkur Siemens baksturofh. Yfir- og undirhiti, blástur, glóðarsteiking með og án blásturs. Rafeindaklukka, létthreinsikerfi, sökkhnappar. Gæði hvert sem litið er. Verð kr. 55.614 stgr. Siemens uppþvottavél SN 33310SK Velvirk, sparneytin og hljóðlát Siemens uppþvottavél. Tekur borðbúnað fyrir 12 manns. Verð kr. 64.914 stgr. Siemens myndbandstæki FM 7I1Q6 Tveggja hausa gæða-myndbandstæki frá Siemens. Nauðsynlegt í jólamyndaflóðinu. Verð kr. 37.810 stgr. Siemens sjónvarpstæki FC 210R6 20" sjónvarpstæki með „Black Matrix“-myndlampa. Islenskt textavarp. Frábært verð: 46.550 stgr. UMBOÐSMENN OKKAR Á LANDSBYGGÐINNI: cranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgarnes: Glitnir • Borgarfjörðun Rafstofan Hvitárskála • Hellissandur: ómsturvellir • Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson • Stykkishólmur: Skipavík • Búðardalur: Ásubúð isafjörður: Póllinn • Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur: Rafsjá • Siglufjörður: Torgiö • Akureyri: isgjafinn • Húsavik: öryggi • Þórshöfn: Noröurraf • Neskaupstaður Rafalda • Reyðarfjörðun Rafvélaverkst. na E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Breiödalsvik: Stefán N. Stefánsson • Höfn i Hornafirði: Kristall /estmannaeyjar: Tréverk • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavik: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. • Keflavik: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúia, Álfaskeiði í verslun okkarað Nóatúni SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 biókerfi, frá Kenwood og Arena. Lótlu drauminn roetast! Við eium að bjóða þennan pakka ó hránt fráboeru verði. Kenwood KR-V5570 er mjög fullkominn 5 rása Dolby Surround Prologic útvarpsmognari sem hefur hlolið fróbœrar viðtökur, hvivetna. Arena HF-framhótalarar 80W 12.900,- kr. parið Arena AV-bokhótalarar og miðju-hótalari 70W 15.900,- kr. settið. Upplifðu nýjar viddir i heimi kvikmyndanna... þú eins og fœrist inn í myndina! Hrodþjónusta við tandsbyggðina: TIL ALLT AÐ i a . RADGRtlOSLUR TIL ALLTAO 24 MAnAOA (Kostar innanbcejarsímtal og vánjmor eru sendar samdægurs) Grens< Sími: 5 886 886 Fax:5i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.