Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Þórunn Jakobs- dóttir var fædd í Neskaupstað 7. janúar 1913. Hún lést á heimili sínu í Garðabæ 16. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jakob Jakobs- son skipstjóri og útgerðarmaður og Sólveig Asmunds- dóttir. Systkini hennar sem látin eru: Asmundur skipstjóri, f. 1914, d. 1974, og Auð- björg húsfreyja, f. 1917, d. 1981. Eftirlifandi bróðir er Jakob fiskifræðingur, f. 1931. Þórunn var gift Sveini Jóns- syni frá Tröllanesi á Norð- firði, f. 7. október 1902, d. 9. desember 1992. Sonur þeirra er Grétar húsasmíðameistari. Kona hans er Guðbjörg Krist- jánsdóttir. Börn þeirra eru: Þórunn, maki Sveinn Andri HUGURINN bar hana ævinlega hálfa leið. Þegar hún kom auga á markmiðið var bara að leggja í hann og vera ekkert að mikla tor- færurnar fyrir sér. Maður stiklar hvort eð er ekki yfir nema einn læk í einu. Og hún var ævinlega fljót að koma auga á markið hvort sem það var eitthvað sem átti eftir að skipta sköpum í lífi hennar eða lítil- fjörlegt atriði í daglegu amstri. „Það er þarna í húsinu með rauðu gardínunum,“ sagði hún þegar við fórum villur Kópavogsvega fyrir mörgum árum í leit að salarkynn- um þar sem frænka hennar var að halda upp á stórafmæli. Eg rýndi út í myrkrið í svartasta skammdeg- inu en greindi ekkert nema iðandi bílakös á torræðum götuslaufum Kópavogskaupstaðar sem virðast áðallega þjóna þeim tilgangi að sanna að skipuleggjendur gatna- gerðar þar í bæ séu beinir afkom- endur byggingameistara völundar- húss Mínosar konungs á Krít. En Þóra missti ekki sjónar á áfanga- staðnum og alla leið komumst við þótt framlag mitt fælist ekki í öðru en halda bílnum á réttum vegar- helmingi og gæta þess að koma ekki í flasið á umferðinni. Og þeg- ar hún gekk í salinn tóku allir eft- ir henni og allir þurftu að tala við hana. Þannig var það alltaf. Glamp- ann í fallegu móbrúnu augunum og heillandi brosið gat enginn stað- ist. Þórunn hét hún fullu nafni þótt þeir sem næstir henni stæðu köll- uðu hana Þóru. Hún var eista barn- ið í fríðum bamahópi hjónanna á Strönd á Norðfirði. A kreppuárun- um, þegar lítið fékkst fyrir afurð- imar, kvartaði Sólveig húsfreyja undan því að allt færi í sjálft sig í útgerðinni, ekkert væri eftir til þess að prýða heimilið. „Krakkarn- ir eru fallegustu mublurnar," ans- aði Jakob. Krakkamir vom líka hamhleypur til allrar vinnu. Þóra tók strax forystuna í systkinahópn- um. Húsið Strönd og allt sem því fylgdi, fjós og sjóhús, bryggja og bátur að ógleymdri skektunni Sólu, var bæði heimili og vinnustaður fjölskyldunnar. Og vinnan var fjöl- breytt og gefandi. A túnskikanum fyrir ofan húsið þurfti að heyja í kusurnar og svo þurfti að þjóna skipshöfninni á Auðbjörgu og gera að öllum fiskinum sem aflaklóin hann Jakob dró á land. Engum sögum fer af Þóru í íjósinu hjá móður sinni en því fleiri í fiskvinnsl- unni. Hún var varla fermd þegar hún tók að sér að stjórna saltfisk- verkun föður síns. Þar fór ekkert til spillis, nostrað við hvem fisk, allt frá því að hann var dreginn um borð í Auðbjörgu og þangað til stimplinum ANJ (Austurland Norð- fjörður Jakob) var skellt á stri- gaumbúðirnar enda lenti allt í Sveinsson; Rann- veig, maki Sig- mundur Jóhannes- son og eiga þau tvær dætur; og Sveinn Ómar, maki Ása Jóhanna Páls- dóttir. Þórunn vann lengst af utan heimilis, bæði í Neskaupstað og Reykjavík. Hún starfaði meðal ann- ars við útgerð föð- ur síns og í frysti- húsinu á Norðfirði og var verkstjóri í frystihúsi Sambandsins á Kirkjusandi. Hún tók mikinn þátt í félags- málum, meðal annars var hún formaður kvennadeildar Slysa- varnafélagsins á Norðfirði árum saman. Útför Þórunnar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fyrsta flokki. Hún fór líka öll í fyrsta flokk, loðnan hjá henni Þóru, mörgum áratugum seinna þegar hún var orðin verkstjóri í frystihúsi í Reykjavík. Formleg skólaganga Þóru var ekki löng, frekar en annarra ungra stúlkna á þeim árum. Hún brá sér suður til Reykjavíkur á námskeið í Kvennaskólanum og hélt svo áfram að vinna. En lífið var henni síður en svo eintómur þrældómur. Hún var ákaflega félagslynd og glaðsinna og lét til sín taka í málum sem stuðluðu að bættu öryggi Norðfirðinga og gerði þeim glatt í geði. Hún var lífið og sálin bæði í Slysavarnafélaginu og Leikfélag- inu og vílaði hvorki fyrir sér að halda ræður á mannamótum né leika aðalhlutverkin á fjölum sam- komuhússins og eftir að bátur týndist dögum saman á leið frá Norðfirði til Sandgerðis vegna vél- arbilunar og gat ekkert látið vita af sér slóst hún í hóp þeirra kvenna sem söfnuðu fyrir talstöðvum í all- an flota Norðfirðinga. Hún var lið- lega tvítug þegar Norðfirðingar fóru að leika handknattleik og fyrr en varði var hún komin í kvennalið- ið. Frægt var þegar norðfirsku stúlkurnar fóru til Seyðisfjarðar til að keppa. Heimamönnum í áhorf- endaskaranum þótti gifta aðkomu- konan greinilega hættulegasti and- stæðingurinn. „Passiði frúna, pass- iði frúna,“ heyrðist hrópað þegar hún geystist fram á völlinn og þykku, dökku flétturnar sveifluðust til. Kornung giftist Þóra Sveini Jónssyni frá Tröllanesi, sem síðan var lengi landformaður hjá föður hennar. Þau voru afar ólík, hann hægur og stundum þungur á bár- unni, hún kappsfull, fljóthuga og sá góðu hliðarnar á öllu og öllum. En þau áttu líka margt sameigin- legt, bæði voru þau vinföst og örlát og áttu hjartahlýju í ríkum mæli. Það leyndi sér ekki að Sveinn dáði konu sína og það breyttist ekkert þegar árin færðust yfir þau. Fyrstu búskaparárin áttu þau heimili á Tröllanesi en síðar reistu þau sér hús í brekkunni steinsnar fyrir ofan Strönd og nefndu það Grænuhlíð. Þegar þau giftu sig var örverpið nýkomið til sögunnar hjá foreldrum Þóru, Jakob yngri. Ungu hjónin voru bamlaus fyrstu árin en heita má að Jakob hafi átt tvenna for- eldra. Hann naut ástríkis Sveins mágs síns þegar faðir hans var Iangdvölum á sjónum og bauð sér í mat hjá systur sinni þegar honum þótti matseðillinn þar álitlegri en heima. Síðar launaði hann fyrir sig með því að gerast barnfóstra Grét- ars Sveinssonar og varð þá að brjóta odd af oflæti sínu því að ekki taldist það „karlmannsverk" í þá daga að aka barnavagni. Þóra vann yfirleitt utan heimilis jafnframt húsmóðurstörfunum. Árum saman var hún ráðskona í verbúð föður síns á Hornafirði þeg- ar hann gerði þar út. á vetrarvert- íð. Hún var afbragðs matselja og lét frumstæðar aðstæður ekkert á sig fá. Enda á maturinn að vera jafngóður upp úr pottinum hvort sem undir er steinolíuprímus eða fín rafmagnshella. Skipshöfnin vandist á kóngafæði og þegar Þóra varð að hætta tók önnur ráðskona við af henni við lítinn fögnuð. Sveinn og Þóra festu ekki yndi á Norðfirði eftir að Grétar sonur þeirra var farinn að heiman. Þau ákváðu að selja húsið sitt og Þóra tók sér flugfar suður til þess að kaupa íbúð og búa í haginn fyrir þau. Fjölbýlishúsið við Kleppsveg var eins ólíkt litla húsinu þeirra á Norðfirði og hugsast gat en þau voru komin nálægt Grétari, Guð- björgu tengdadóttur sinni og börn- unum þeirra. Sjórinn var heldur ekki langt undan og stutt niður á Kirkjusand þar sem þau sóttu bæði vinnu lengst af. Þóra vann fyrst hjá Álafossi og Sanitas en gerðist síðan verkstjóri í frystihús- inu á Kirkjusandi. Hún var afar vel látin af þeim sem unnu undir hennar stjórn þótt hún væri kröfu- hörð. Hún gerði mestar kröfur til sjálfrar sín og gaf sér þó tíma til að vera félagsráðgjafi og sálusorg- ari þeirra sem erfitt áttu. Á Kleppsveginum leið Þóru og Sveini vel og oft var gestkvæmt á litla heimilinu þeirra. Einu sinni fluttu þau sig um set, stækkuðu svolítið við sig til þess að eiga auðveldara með að hýsa gesti, og seinna þeg- ar aldurinn færðist yfir og komið að verkalokum tóku þau enn einu sinni saman föggur sínar. Grétar og Guðbjörg vildu fá þau ennþá nær sér Qg það varð úr að þau keyptu lítið hús rétt hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. Þarna áttu þau nokkur yndisleg ár, undu sér í litla garðskálanum, röltu út í hraunjað- arinn og nutu þess að fá gesti, barnabörnin þó trúlega allra mest. Þegar Sveinn varð loks að láta undan í glímunni við Elli kerlingu fékk hann pláss á Hrafnistu og þar sat Þóra hjá honum alla daga, hjúkraði honum, spjallaði við hann og las fyrir hann til að gera honum lífið bærilegt þangað til kallið kom. Á þessum erfiðu stundum nutu sín allir mannkostir Þóru, trygglyndi, þolgæði og bjartsýni. Þegar Sveinn var látinn bjó hún áfram í litla húsinu en lét sér aldrei leiðast. Heilsan fór að gefa sig en hún kvartaði aldrei. Gömlu fólki hættir til að tala.sífellt um sjúkdóma sem hrjáir það en Þóra hafði tak- markaðan áhuga á eigin veikind- um og leiddi talið strax að öðru þegar spurt var „hvernig hún hefði það“. Hún hafði áhuga bæði mönn- um og málefnum, las heilmikið í ellinni þegar hún loksins hafði tíma til þess, vann í höndunum og fylgdist með fréttunum, einkum sjávarútvegi. Tryggari hlustanda hefur þátturinn „Auðlindin" á gömlu gufunni vart átt. í verald- legum efnum átti þessi auðlind þjóðarinnar hug hennan allan. Auðlindin sem þjóðin getur lifað svo góðu lífi af ef hún bara um- gengst hana af sama hugarfari og með sömu handtökum og Þórunn Jakobsdóttir hafði lært af foreldr- um sínum heima á Strönd. Margrét E. Jónsdóttir. Hún elsku amma okkar er dáin og viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Hún amma sem var okkur svo kær er nú farin frá okkur. Þó við vitum að hún sé á góðum stað þá er sárt að þurfa að kveðja. Það er skrýtið að geta ekki tek- ið upp símann til að spjalla við ömmu eða átt von á því að hún hringi til okkar. Hún hringdi iðu- iega ef henni fannst hún ekki hafa heyrt í okkur lengi, en það liðu aldrei margir dagar á milli þess sem við sáum hana eða heyrðum í henni. Einnig er undarlegt að geta ekki kíkt inn hjá henni á Boðahleininni og fengið sopa af heitu súkkulaði og nýjar kleinur. Amma lét sér mjög annt um langömmustelpurnar sínar, Björgu og Söru, og þótti þeim afskaplega gaman að heimsækja langömmu Þóru og báðu oft um að fá að fara í heimsókn. Amma talaði um það síðustu dagana að hún vildi baka myndakökur handa stelpunum, því henni fannst ekki geta liðið jól án þess að þær fengju að mála mynda- kökur, eins og við systkinin gerðum alltaf hjá henni og afa fyrir jólin þegar við vorum yngri. Amma fylgdist ótrúlega vel með öllu og öllum og hún hafði iðulega fréttir að færa af ættingjum. Þó að amma byggi ein síðustu árin sagði hún að henni leiddist aldrei, hún hafði alltaf eitthvað fyrir starfni eða hún settist bara við sím- ann og talaði við einhveija af mörg- um vinkonum sínum. Amma var mjög trúuð, hún var sannfærð um að afi væri hjá henni og að hún ætti eftir að hitta hann aftur. Um jólin var amma alltaf með okkur og við tilhugsunina um að hún verði það ekki þessi jól fyll- umst við söknuði. Elsku amma, við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur. Við gleymum aldrei um- hyggjusemi þinni og brosmildi. Við erum viss um að þú hafir það gott að sért hjá afa. Guð blessi þig og varðveiti um alla eilífð. Þórunn, Rannveig og Sveinn Omar Þórunn Jakobsdóttir frænka mín og vinkona er látin. Það bar bráðar að en ég ætlaði. Að vísu sáum við Guðrún þegar við heimsóttum hana nokkrum dögum áður en hún lést, að henni var mjög brugðið. Þetta var ekki sama Þóra Jakobs sem við höfðum heimsótt nokkrum mánuð- um áður. Þá geislandi af fjöri og áhuga fyrir velferð lands og lýðs og þá ekki síst fyrir velferð fæðing- arbæjar síns. Fáa brottflutta Norð- firðinga hefi ég hitt á lífsleiðinni sem hafa borið jafn mikla umhyggju og ást til Norðijarðar og íbúanna þar eins og hún gerði. Þar var henni ekkert óviðkomandi sem til fram- fara og farsældar horfði. Enda hafði hún og sýnt það sjálf í verki. Ung hóf hún hér afskipti af félagsmálum. Má þar m.a. nefna að hún var einn af helstu hvata- mönnum að endurreisn íþróttafé- lagsins Þróttar árið 1933 og tók þar virkan þátt í stjórnarstörfum og íþróttum í mörg ár. Helsta starf hennar að félagsmálum var þó for- usta að slysavamamálum, en hún var í fjölmörg ár formaður Kvenna- deildar Slysavarnafélags íslands hér í Neskaupstað og vann þar geysimikið og merkilegt starf og mun nafn hennar geymast í sögu slysavarna á Islandi. Einnig var hún mikil áhuga- manneskja um leiklist og var ein af stofnendum Leikfélags Nes- kaupstaðar og virk í stjórn þess og á leiksviði í mörg ár. Þórunn Jakobsdóttir var skör- ungur og kvað_ mikið að henni hvar sem hún fór. í ræðustól flutti hún mál sitt skýrt og af myndugleik svo að áheyrendur hlutu að hlusta. Hún var glaðlynd og kvik í fasi og afar skemmtileg heim að sækja. Það má nærri geta hvort stjórn- málaflokkar hafí ekki sóst eftir manneskju sem Þórunni á flokks- lista sína til kosninga. En hún gaf aldrei kost á slíku og skipti sér ekkert af stjórnmálum, en tók aftur á móti sæti í ýmsum nefndum á vegum bæjarstjórnar sem störfuðu að velferðarmálefnum. Til almennrar vinnu var og Þór- unn hörkudugleg. Þar kom hún víða við sem ekki verður talið upp hér. Sjálfur var ég henni samtíða tvær vertíðir á Hornafirði þar sem hún var matráðskona við útgerð föður síns, en þann starfa hafði hún á hendi í mörg ár. Það eins og allt annað sem hún tók að sér vann hún af einstökum dugnaði og samviskusemi. Þórunn og Sveinn fluttu héðan ÞÓRUNN JAKOBSDÓTTIR frá Norðfirði árið 1965 og vissulega var Norðfjörður ekki samur eftir. En einhvern veginn fannst mér þó sem Þóra Jakobs hefði aldrei flutt alveg að heiman. Ég held að hugur- inn hafi verið bundinn svo rammri taug við Norðfjörð að hann hafi dvalið þar meira og minna. Norð- firðingum sem lifðu og störfuðu með henni þótti líka ákaflega vænt um hana. Svo sannarlega hefðu þeir viljað fylgja henni síðasta spöl- inn, en nú er „vík milli vina“ og því verðum við að þakka og kveðja úr fjarska. Við Guðrún sendum öllum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Stefán Þorleifsson, Neskaupstað. Öllum sem fæðast er ætlað að deyja einhvern tímann, sumir hafa stutta jarðvist, aðrir lengri. Þetta er gangur lífsins og öll færumst við nær vegamótunum með degi hvetjum. Andlátsfregn náins vin- ar, sem kominn er vel á efri ár og gengið hefur með erfiðan sjúk- dóm lengi, á ekki að koma svo mjög á óvart. Þó fór það svo að mér var illa brugðið þegar mér barst andlátsfregn Þórunnar Jak- obsdóttur frá Neskaupstað og minningarnar tóku að hrannast upp. Hún var ein af mömmunum á Ströndinni á uppvaxtarárum mínum á Norðfirði. Ströndin var innsta hverfið í samfelldri byggð kaupstaðarins, afmarkað að vest- an og austan af bækistöðvum Shell og BP, í daglegu tali nefnd olíu- port, og nefndust við Strandarbúar sem þar áttum heima. Flest Strandarhúsin stóðu við Strand- götuna sem lá meðfram. sjónum. Hún var kölluð Neðrigatan þegar utar kom í bæinn en þar var önn- ur gata ofar, Efrigatan, og lá eft- ir Melunum. Kölluðust íbúar við hana Melabúar, en saman með þeim nefndumst við Innbæingar sem áttum heima innan við Stekk- jarlækinn. Utan við hann voru Útbæingar en til þeirra töldust Nesbúar og Miðbæingar að stærst- um hluta. Einhvern veginn var það svo að samskipti íbúanna voru aðallega innan hverfanna. Að minnsta kosti var það svo með okkur krakkana á Ströndinni enda þótt ég, sem átti heima í ysta húsinu, leitaði stundum út yfir Villatúnið til bekkjarfélaga minna og frænda sem þar bjuggu. Sjórinn var nær eina lífsbjörgin í kaupstaðnum og mótaði líf fólks- ins inni á Strönd. Margir fóru suð- ur á vertíð yfir veturinn og svo á síld um sumarið meðan aðrir voru heima og breiddu fisk eða unnu við sjávarfang á einn eða annan hátt. Börn hjálpuðu til við að breiða og stokka upp. Unglingar beittu línu, unnu í aðgerð eða jafnvel reru til fiskjar með fullorðnum. Lífs- björg eins var um leið lífsbjörg annarra, það var samheldni og samhugur sem skipti máli. Bryggjur voru margar á Norð- firði og oft þéttsetnar yfir sumarið af börnum við að pilka. Vissir hóp- ar helguðu sér ákveðnar bryggjur, það voru þeirra mið. Við Strand- arbúar höfðum yfir að ráða Ný- hafnarbryggjunni, Ölvesbryggj- unni, Bjargarbryggjunni, Vigga- bryggjunni, Jakobsbryggjunni (Kobbabryggjunni) og Shellbryggj- unni. Misjafnlega veiddist við bryggjurnar og sumar gengu úr sér og hurfu. Allra vinsælust var Jak- obsbryggjan, enda hafði hún margt fram yfir hinar. Þar var alltaf eitt- hvað að hafa þótt ekkert fengist annars staðar. Hún var líka lægst og best þiljuð og svo var á henni „járnbrautarvagn" á teinum og var í fádæma uppáhaldi hjá okkur Strandarbúum, enda öfunduð af honum langt út á Eyri. Ekki má gleyma fóstru okkar allra á Strönd- inni, skektunni Sólu, hún átti sitt heimili við Jakobsbryggjuna. Þótt bryggjurnar væru einn helsti við- verustaður okkar barnanna voru sárafá dæmi um að einhver dytti í sjóinn og ef það gerðist var óðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.