Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 39 HELGA O. FINNBOGADÓTTIR -I- Helga O. Finn- • bogadóttir fæddist í Reykja- vík 29. október 1906. Hún lést á Borgarspítalanum 12. desember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Dómkirkjunni 21. desember. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan getur. Hún elsku Helga frænka, besta frænka sem nokkur maður gat eignast, er dáin. Drottinn hefur kallað hana til sín til nýrra og göfugra starfa. Hún sem var svo heilsuhraust alla sína löngu ævi. Síðustu minningar okkar um hana eru frá 89 ára afmælisdegi hennar hinn 29. okt. sl. þar sem hún glöð og stolt bauð fjölskyldu sinni og nánustu vinum til veislu í sinni hlýlegu og fallegu íbúð að Birki- mel 6. Engan óraði fyrir því á þeirri stundu að 2 dögum síðar legðist elsku frænka banalegu sína. Aðalsmerki Helgu frænku var dugnaður, vandvirkni, samvisku- semi, nákvæmni og virðing við samferða- mennina. Helga kenndi þeim sem með henni gengu margt í þessum eftirsóttu mannkostum sem eru því miður á undan- haldi í dag. Hún vann alla tíð hörðum hönd- um fyrir lífsviðurværi sínu og sinna nánustu og hélt m.a. lengi heimili fyrir móður sína, systur og systurdætur af einskærri eljusemi og dugnaði. Þrátt fyrir miklar annir með stórt heimili vann Helga störf sín hjá Pósti og síma af þvílíkri samvisku- semi og snyrtimennsku að öllum, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgja leiðsögn hennar, líður það seint úr minni. Sínum nánustu ættingjum var Helga sannkölluð fyrirmynd og reyndist öllum systursonum sínum og fjölskyldum þeirra sem um- hyggjusöm og elskuleg amma. Hún lét sér mjög annt um vel- JORUNN G UÐJÓNSDÓTTIR + Jórunn Guðjónsdóttir fæddist á Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum 14. febrúar 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 28. nóvember síð- astliðinn og fór útförin fram 9. desember. ÞRIÐJUDAGINN 28. nóvember dó hún amma okkar. Þrátt fyrir að lát hennar hafi ekki komið nein- um á óvart eftir langa sjúkralegu þá er það nú einu sinni svo að undir dauðann getur ekkert okkar búið sig og sorgin læsir sig um vitund okkar allra. Ein er þó sú tilfinning sem er sorginni yfir- sterkari og það er þakklætið. Allan þann tíma sem amma lifði hafði hún þá einu lífstefnu að láta öðrum líða vel. Þegar aðrir lögð- ust til svefns þá var það hún sem kvaddi liðinn dag fyrir hönd allra og áður en hún lagðist til hvílu gætti hún þess að eldurinn logaði svo engum yrði kalt um nóttina. Líkt var því farið með nýjan dag því amma hafði undirbúið komu hans áðgr en nokkur vaknaði, þannig að aðrir þurftu ekki annað en að njóta þess sem hann bar í skauti sér. Það segir sig því sjálft að tími ömmu var upptekinn af öðru en svefni og reyndar veltum við oft fyrir okkur á þeim átta árum sem amma var rúmföst hvort hún hafi verið að taka út þá svefn- skyldu sem okkur öllum er skylt að standa áður en við hittum skap- ara okkar. Öll vissum við að kross sorgar- innar hvíidi þyngra á ömmu en flestum öðrum. Ung að árum missti hún báða foreldra sína og horfði á eftir fjórum bræðrum sín- um sem hrifnir voru á brott í blóma lífsins, óskírðan son varð hún að jarða, og afi dó langt fyrir aldur fram. Eins og gefur að skilja mót- aðist amma verulega af þessum atburðum. Þegar við segjum mót- aðist þá eigum við síður en svo við að þeir hafi gert hana bitra eða sorgmædda því alltaf stóð amma teinrétt og hafði þá að leið- arljósi orðin „lífið er fyrir þá sem lifa“ og ekki er ólíklegt að þessir atburðir hafi átt hvað stærsta þáttinn í meðvitund hennar um dýrmæti lífsins. Nei, líf ömmu líkt- ist ekki lífi skrautjurtarinnar sem baðar sig í sólinni og nýtur skjóls sem aðrir hafa byggt, þvert á móti má frekar líkja lífi hennar við melgresið sem stendur af sér alla storma og veitir öðrum og viðkvæmari jurtum skjól svo þær fái vaxið og dafnað. Við vitum það öll að mörgum ómerkari mönnum hafa verið sungin ljóð, þeim veittar orður og reistur minnisvarði, en amma, öll höfum við nú þegar reist þér minn- isvarða í hjarta okkar samsettan úr minningum, virðingu og þakk- læti. Bárubörn og Mattýjarbörn. gengni allra sem til hennar leit- uðu, bæði náskyldra og fjar- skyldra, auk vinnufélaga og kunn- ingja. Enginn gekk svo af fundi Helgu frænku að hann liti ekki bjartari augum á framtíðina og hið jarðn- eska líf, slík voru ráð og hugg- unarorð þessarar yndislegu konu. Elsku frænka, nú hefur almætt- ið kallað þig heim að loknu löngu dagsverki sem þú vannst með því- líkum sóma að enginn gerir betur en þú. Þrátt fyrir háan aldur var heilsa þín alltaf með þvílíkum ágætum að fráfall þitt veldur okk- ur sem eftir lifum miklum trega. Við huggum o'kkur hins vegar við þá vissu að þetta var þín náðar- stund, nú bíður þín nýtt og göfugt hlutverk hjá himnasmiðnum háa, þaðan sem þú munt fylgjast grannt með okkar jarðneska lífi eins og þú gerðir ávallt. Helga var trúuð kona og kenndi frændum sínum sanna barnatrú sem hefir reynst þeim hjálp á erfið- um stundum. Endurminningin um trúfesti hennar huggar okkur öll á sárri sorgarstundu. Ég minnist þess, að þegar valin skyldi ritningargrein til að hafa yfir við fermingaraltarið þá var ekki vafi í huga Helgu með ritning- argrein fyrir mig: „Jesús sagði: Ég er ljós heimsins, hver sem fylg- ir mér mun ekki ganga í myrkr- inu, heldur hafa ljós lífsins.“ (Jóh. 8, 12.) Eftir boðskap þessum hefi ég reynt að uppfræða börn mín og minnt þau á trúfesti Helgu frænku og kærleika við náunga sína. Helga mín, á skilnaðarstund eru engin orð nógu sterk til að færa þér nægilegt þakklæti fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og fjölskyldu mína, en með þessum fátæklegu orðum viljum við öll þakka þér fyrir þína miklu leiðsögn og aðstoð og þá góðu fyrirmynd sem þú varst okkur öllum með lífi þínu. Góður Guð blessi minninguna um yndislega frænku og styrki alla aðstandendur hennar og vini á skilnaðarstundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Gunnar A. Sverrisson. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAKEL HENTZE, Ásgarði 24, lést á Héraðshælinu, Blönduósi, 20. desember. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu 28. desember kl. 10.30. Amý Eymundsdóttir, i (T c Hallbjörn Hjartarson, Irenal.Geil, Jakob í. Geil, Arta Eymundsdóttir, Ólafur Ingvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, SIGURRAGNA JÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, lést þann 20. desember sl. Steinar Júlíusson, Vilhelm Júlíusson, Gylfi Júlíusson, Aðalsteinn Júlíusson, Guðrún Jónasdóttir, Helga Viðarsdóttir, Elin Ingólfsdóttir. + Ástkær móðir okkar, SÓLVEIG HERMANNSDÓTTIR CLAUSEN, lést 20. desember sl. Herluf Clausen, Lára Clausen, Guðrún Clausen. t ÞÓRUNN AÐALBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR, Austurbrún 2, lést á sjúkradeild Hrafnistu, Hafnarfirði, 17. desember. Jarðarförin verður auglýst siðar. Þuríður Stefánsdóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN JAKOBSDÓTTIR, Boðahlein 9, Garðabæ, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag, föstudaginn 22. desember, kl. 13.30. Grétar Sveinsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Þórunn Grétarsdóttir, Sveinn Andri Sveinsson, Rannveig Grétarsdóttir, Sigmundur Jóhannesson, Sveinn Ómar Grétarsson, Ása Jóhanna Pálsdóttir, Björg Sigmundsdóttir, Sara Sigmundsdóttir. . t Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU ÞORVALDSDÓTTUR, Álfaskeiði 80, Hafnarfirði. Þór Sigurjón Ólafsson, Guðrún Johansen, Jóhannes Ólafsson, Þuríður B. Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Erla B. Guöjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DÓROTHEA KRISTINSDÓTTIR, Byggðavegi 142, áðurtil heimilis í Austurbyggð 19E, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. desember. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. desember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð kven félagsins Hlífar, Akureyri eða Slysavarnafélag íslands. Gunnlaug Kristjánsdóttir, Kristinn S. Kristjánsson, Elfa B. Kristjánsdóttir, Úlfar Vilhjálmsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát MÖRTU ELÍNBORGAR GUÐBRANDSDÓTTUR, Skeggjagötu 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir til atlra starfsmanna Droplaugarstaða fyrir frábæra aðhlynn- ingu og viðmót. Guð blessi ykkur öll. Gleðileg jól! Guðbrandur Guðjónsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Baldur Þ. Jónasson, Guðrún ína Einarsdóttir, Rúnar H. Hermannsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓHANNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, áðurtil heimilis á Skagabraut 2, Akranesi. Ragnheiður Þóra Benediktsdóttir, Sigþór Ómarsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.