Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 43 FRÉTTIR Jólin á Lauga- veginum RÉTT fyrir jólin er mikið um að vera á Laugaveginum eins og undan- farin ár. Í dag bregða jólasveinar á leik með Leiðindaskjóðu og fleirum álíka vættum frá kl. 15-19. Jólatrukkur- inn fer fetið niður Laugaveg með syngjandi jólasveinum og harmon- ikuspili kl. 15-16. Kór frá Bústaða- kirkju syngur jólalögin milli kl. 17-19 og einnig mun Alafosskórinn syngja nokkur lög milli kl. 18 og 20. Kl. 19.30-21.30 leikur Jólakvintet hátíðleg jólalög og félagar úr Harm- onikufélaginu leika á sama tíma. Á morgun bregða jólasveinamir aftur á leik milli kl. 14-21. Jóla- trukkurinn verður á ferðinni milli kl. 15-17 og götuleikhús verður einnig á ferðinni frá Bankastræti og Snor- rabraut kl. 16-17.30. Álafosskórinn syngur milli kl. 17-18 og jólatrukk- urinn verður aftur á ferð kl. 18-20. A capella sönghópurinn syngur jóla- lög kl. 18-23 og Lúðrasveit Verka- lýðsins verður í jólasveiflu. Milli kl. 20.30-22 leika félagar úr Harmon- ikufélaginu jólalögin. -----♦--------- Bryndís o g Bogomil syngja saman SÖNGVARARNIR Bryndís Ás- mundsdóttir og Bogomil Font syngja í fyrsta skipti saman á Café Operu í kvöld og hefst skemmtunin klukkan 23. Þau munu syngja blöndu af lög- um sem þau hafa verið að syngja undanfarið, jazz, blús, Sinatra o.fl. Þórir Baldursson og Þórður Högna- son leika undir. -----♦ -------- ■ OPIÐ verður í verslunum ÁTVR í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði til klukkan 22 í kvöld. Á morgun, Þorláksmessu, verður opið í áfengisverslunum á þessum stöðum til klukkan 12 á hádegi. Föstudaginn 29. desember verður opið til klukkan 19 og laugardaginn 30. desember til 12 á hádegi. Þriðju- daginn 2. janúar verður opið frá klukkan 14 til 18. í frétt frá ÁTVR kemur fram að áfengisverslanir megi lögum sam- kvæmt ekki vera opnar eftir kl. 12 á hádegi á laugardögum. Mótmæli íbúa við leikskóla í Grundargarði 343 skrifuðu á undirskriftalista UNDIRSKRIFTALISTI með nöfn- um 343 íbúa í næsta nágrenni við Grundargarð í Smáíbúðahverfi gegn tillögu um byggingu leikskóla í hluta garðsins, hefur verið lagður fram í borgarráði. Fram kemur að eingöngu sé um íbúa í næsta nágrenni garðs- ins að ræða sem ekki telji ástæðu til að skerða þá skrúðgarða sem ræktaðir hafi verið á liðnum áratug- um. í bókun Reykjavíkurlista kemur fram að leikskóli við Hæðargarð komi til skoðunar á ný. Ósk um leikskóla í Grundargarði I bókun borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlistans kemur fram að borgaryfirvöld hafi í nokkum tíma reynt að leysa úr þörf fyrir leikskóla í Bústaðahverfi. Fyrir liggi tillaga um byggingu leikskóla við Hæðar- garð, en að henni hafí verið fresta vegna mótmæla frá íbúum hverfis- ins. Starfshópur borgaryfirvalda og íbúa hafi kannað málið og að sú ósk hafi komið fram hjá íbúum að stað- setnig í Grundargarði yrði skoðuð. Það hafi verið gert. Þá segir, „Nú er ljóst að um þessa staðsetningu verður enn síður sátt, enda um við- kvæmt svæði að ræða, og því hlýtur leikskóli við Hæðargarð að koma aftur til skoðunar. Að öðrum kosti kann að reynast erfitt að leysa vanda leikskólabama í hverfinu.“ í bókun borgarráðsmanna Sjálf- stæðisflokksins segir að í bókun R- lista sé fjallað um tvo slæma kosti. Tveir slæmir kostir Engin tilaga hafi komið fram hjá borginni um leikskóla í Grundargarði og er stuðningi lýst yfir við að engin slík tillaga verði lögð fram. Þá segir, „Hins vegar ítrekum við andstöðu við áform R-listans um byggingu leikskóla við Hæðargarð. Á óvart kemur að R-listinn hafí enn uppi slík áform þrátt fyrir verulega andstöðu nær allra íbúa í nágrenni Hæðar- garðs." Morgunblaðið/Sverrir Huggaram- ir á barna- deildinni BARNADEILD Borgarspítal- ans hefur fengið afhentar tvær brúður sem hjúkrunar- fræðingar og læknar geta notað til að eyða kvíða og út- skýra fyrir börnum þá meðferð sem þau gætu þurft að ganga í gegnum. Austur- bakki hf. afhenti deildinni brúðurnar, sem hafa hlotið nafnið Agnes og Kristjáns en eru einnig kallaðar huggar- arnir. Það voru alnafnar brúðanna á barnadeildinni þau Agnes Þóra Árnadóttir og Kristján Jónsson sem veittu brúðunum viðtöku og var ekki annað að sjá en þeim líkaði bara vel. Nýr framboðslisti í Dagsbrún Endumýjiinar þörf í forystu félagsins NÝR listi til stjórnar í Verkamanna- félaginu Dagsbrún er kominn á laggirnar fyrir væntanlegar kosn- ingar í Dagsbrún sem verða um miðjan janúar næstkomandi. List- inn samanstendur af breiðfylkingu verkamanna hvaðanæva úr innvið- um félagsins, segir í fréttatilkynn- ingu frá aðstandendum framboðs- ins. Tilkynningin fer hér á eftir. „Einhugur virðist ríkja um þá skoðun meðal félagsmanna í Dags- brún að endurnýjunar sé þörf í for- ystu félagsins sem stendur á þeim merku tímamótum að verða hvorki meira né minna en 90 ára nú í byrjun komandi árs. Það væri kær- komin gjöf til félagsins og þeirra manna er það byggja og hafa byggt, að hleypa út um gluggann hinni öldruðu mollu staðnaðra hugsjóna með innkomu ferskra og kröftugra strauma frá mönnum sem láta sér annt um hag og velferð sambræðra sinna í verkamannastétt. Þar sem það gamla hugtak virð- ist alltaf vera í góðu gildi að Róm var ekki byggð á einum degi má búast við að menn hafi þetta gamla orðtak við hugann nú þegar nýir vindar taka að blása úr -annarri átt en verið hafa undanfarna áratugi og er það ekki að ósekju. Kröfurnar um endurnýjun í fotystusveit Dags- brúnár hafa verið þvílíkar undan- farið, að svörun við slíkum neyð- arópum mega ekki bregðast lengur. Hvernig í ósköpunum er mögu-; legt að reisa Dagsbrún upp úr þeirri öskustó sem félagið hefur verið í undanfarin ár? Einhvetjar hug- myndir hljóta þessir nýju menn að hafa um möguleika á uppgangi kröftugs verkamannafélags í okkar nútímasamfélagi þar sem hlutur ófaglærðs verkafólks hefur verið svo svívirðilega skertur að um grófa móðgun við þessa launþega er að ræða. Kjaramálin á oddinn Það sem þessi nýi listi setur á oddinn er að sjálfsögðu að bæta kjör verkamanna innan Dagsbrúnar svo um munar. Þar hafa þeir verið sveltir um langa hríð en á því skal svo sannarlega verða breyting með tilkomu nýrrar forystusveitar í stjórn Verkamannafélagsins Dags- brúnar. Helstu. málefni sem hin væntan- lega nýja forysta Dagsbrúnar mun leggja mikla áherslu á er í fyrsta lagi að breyta kjaramálastefnu þeirri er ríkir í þjóðfélaginu, sem mismunar ófaglærðu verkafólki gagnvart öðrum launþegum þess- arar þjóðar svo gróflega sem glögg- lega má sjá á launatöxtum verka- manna. Annað málefni sem hvilir þungt á okkur undirrituðum er fyrirkomu- Iag kosninga innan félagsins sem er gjörsamlega úr samhengi við allt sem eðlilegt mætti teljast í nú- tímasamfélagi. Mótað verður nýtt kosningafyrirkomulag sem líkist meira því fyrirkomulagi er tíðkast í lýðræðislegum verkamannafélög- um. Því miður hefur núverandi stjórn Dagsbrúnar ekki þann kjark að framkvæma hluti í verki heldur einungis í málskrúði. Hinurn nýja lista er það mikið keppikefli að færa valdsvtö félags- ins beint til félagsmanna, þannig að hver starfsgrein hafi mikið vald yfir þeim samningum sem varða hana. Þetta er framkvæmanlegt með þvi að hafa félagið deildaskipt eftir starfgreinum sem styðja hveija aðra í átökum sem vonandi verða ekki. Til þess að færa verkamenn nær forystu félagsins er það skylda okk- ar í væntanlegri forystusveit Dags- brúnar að opna innviði höfuðstöðv- anna upp á gátt fyrir félagsmenn á þann veg að upplýsingaflæði til verkamanna megi verða sem best og gagnlegast, þeim og okkur til heilla og framfara. Þessi nýi listi samanstendur af mönnum sem hafa allir gengið til þessa starfs sökum brýnnar nauð- synjar á að breyta kjörurn og lífs- afkomu félagsmanna Dagsbrúnar sem núverandi stjórn hefur engan veginn haft dug til. Æðsta mark- mið núverandi stjórnar virðist vera að halda stöðum sínum fyrir sig og sína, eins og við höfum verið vitni að á undanförnum árum, þar sem stöður í stjórninni virðast greinilega eiga að erfast um ókomna framtíð." Stjórnarmenn Þessi listi til stjórnar saman- stendur af eftirtöldum mönnum: Formannsefni: Kristján Árnason, verkamaður hjá Reykjavíkurborg. Aðrir stjórnarmenn: Anna Sjöfn Jónasdóttir, verkamaðut hjá Skelj- ungi. Guðmundur Guðbjarnarson, verkamaður hjá Pósti og síma. Gunnar Guðmundsson, verkamaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ölafur Baldursson, verkamaður hjá Olíufélaginu. Rafn Harðarson, verkamaður hjá Samskipum. Sig- urður Rúnar Magnússon,^ verka- maður hjá Eimskipafélagi Islands. KÍN h -leikur að lœra! ■ ■ - « Vinningstölur 21. des. 1995 1 «3 »11 «13 «26»27*30 ____Eldri úrslit á símsyara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.