Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 56
Mem£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Islenskir hagsmunir 1 skiptingu úthafsveiðikvóta Þjóðveija Osamkomulag vegna krafna Mecklenburger EKKI tókst samkomulag á fundi, sem haldinn var í Hamborg í gær um skiptingu úthafsveiðikvóta til þý- skra útgerðarmanna. Tvö útgerð- arfyrirtæki, Mecklenburger Hoch- seefíscherei og Deutsche Fischfang Union (DFFU), sem bæði eru að meirihluta í eigu íslendinga, eiga hagsmuna að gæta í þessu máli, en kvótinn skiptist milli fjögurra út- gerða. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins standa kröfur Meckl- __enburger í vegi fyrir samkomulagi. Gúnter Drexelius, forseti þýsku landbúnaðar- og matvælastofnun- arinnar og yfirmaður kvótamála, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sjónarmið fundarmanna hefðu verið ósættanleg, annars hefði náðst málamiðlun. • Steinull til smá- sala sem þess óska SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim fyrirmælum til Steinullarverk- smiðjunnar hf. á Sauðárkróki að hefja fyrir 1. mars 1996 viðskipti við þá smásöluaðila sem þess óska og uppfylla viðskiptaskilmála verk- smiðjunnar. Samkeppnisráð tók þetta mál til athugunar vegna ítrekaðra kvart- ana frá Þýsk-Islenska hf. sem ekki hefur fengið framleiðsluvörur Steinullarverksmiðjunnar til endur- sölu á undanfömum árum. Forsaga málsins er sú að Stein- ullarverksmiðjan gerði í maí árið 1990 samning við hlutafélagið Krókháls hf. um einkasölu og dreif- ingu á framleiðsluvörum verksmiðj- unnar á innanlandsmarkaði. Helstu hluthafar í Krókhálsi eru lang- stærstu byggingarvöruverslanir landsins, Byko og Húsasmiðjan, en .*v þær eru jafnframt hluthafar í Stein- ullarverksmiðjunni. Árið 1991 óskaði Þýsk-íslenska eftir viðskiptum við Steinullarverk- smiðjuna. Erindinu var synjað skömmu síðar. Þýsk-íslenska snéri sér jafnframt til Krókháls hf. vorið 1992 og óskaði eftir samningi um kaup á steinull hjá félaginu en því erindi var ekki svarað. Húsasmiðjan og Byko geta takmarkað aðgang nýrra aðila I áliti Samkeppnisráðs segir m.a. að Húsasmiðjunni hf. og Byko hf. sé mögulegt í krafti eignaraðildar sinnar að Krókhálsi hf., með beinum eða óbeinum aðgerðum, að gera keppinautum sínum erfitt fyrir og takmarka aðgang nýrra aðila að smásölumarkaði steinullar. Fyrir- tækjunum sé gert kleift að hamla samkeppni á viðkomandi markaði og vernda þannig markaðshlutdeild sína í smásölu. „Slíkar andstæður voru í afstöðu manna að fyrsta sinni í tíu ár var enga lausn að finna,“ sagði Drexel- ius, sem stýrði viðræðunum fyrir hönd hins opinbera. „Því ákvað ég að þetta skyldu kallaðar hvatning- arviðræður þar sem hvor aðilji kynnti sín sjónarmið og nú hvet ég til þess að menn geri aðra tilraun og reyni að nálgast hvor annan á ný.“ Kvóta skipt milli fjögurra útgerða Málið snýst um kvótaskiptingu milli þeirra fjögurra útgerðarfyrir- tækja, sem stunda úthafsveiðar frá Þýskalandi. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri DFFU, sagði í gær að samkomulag væri milli þriggja fyrirtækjanna, DFFU, Euro- MYNDARLEGUR drengur leit dagsins ljós í heilsugæslustöðinni hér á Þórshöfn í gær, en barns- fæðing hefur ekki orðið í tólf ár á Þórshöfn, því venjan er að kon- ur fari burt af staðnum til að fæða börn sín þar sem hér er ekki aðstaða eða tækjabúnaður fyrir hendi ef eitthvað fer úr- skeiðis. Til stóð að móðirin, Elfa Bene- diktsdóttir, færi með sjúkraflug- vél til Akureyrar á fæðingardeild FSA og var vélin komin til Þórs- hafnar. Þegar á flugvöllinn var komið og móðirin komin inn í flugvélina stóð annar hreyfill vél- arinnar á sér og fór ekki strax í gang. Litla manninum lá hins veg- ar svo mikið á í heiminn að hann þoldi enga bið og móðirin komin í fæðingu. Það var því ekið með hana í snarhasti aftur til Þórs- trawl og Doggerbank, sem aðeins veiðir síld og makríl. Mecklenburger stendur fyrir utan þetta samkomulag og á því stranda viðræðurnar um kvótaskiptingu. Fresturtii 15. janúar Drexelius kvaðst hafa gefið frest til 15. janúar. Fram að því gætu útgerðarmenn reynt að koma til móts við þýska ríkið, en eftir það yrðu tillögur ríkisins gefnar út. Hann vildi ekki segja hvort tillögurnar yrðu þar með endanlegar. Finnbogi sagði að það yrðu ákjósanlegar lyktir. Mecklenburger og DFFU hafa samanlagt veitt megnið af úthafs- kvóta Þjóðveija. Morgunblaðinu tókst ekki í gærkvöldi að ná sam- bandi við talsmenn Mecklenburger. hafnar á heilsugæslustöðina. Þar fæddi hún barnið um níuleytið að morgni. Jólagjöfin íár Þessi fyrsta barnsfæðing á nýju heilsugæslustöðinni er því jóla- gjöfin í ár, að áliti starfsfólksins hér. Móðirin, Elfa Benediktsdóttir, segist afar fegin því að þetta skyldi fara svona því hún hlakk- aði ekki til að þurfa jafnvel að eyða jólunum fjarri fjölskyldu sinni. Faðirinn, Friðrik Guð- mundsson, var að vonum ánægður með það hve allt gekk vel, en hann var viðstaddur fæðinguna. Drengurinn, sem vó 3.310 g og var 50,5 cm, er þriðja barn Elfu og Friðriks og heilsast bæði móð- ur og barni vel, en þau fóru heim rúmum sjö timum eftir fæðingu. Jóla- klippingin NÚ FER hver að verða síðastur að láta gera sig fínan fyrir jóla- hátíðina. Þessi litla dama, sem heitir Diljá, ákvað að fara í jóla- klippinguna í gær. Hárskerinn er Bianchi Tausto. ÚTBOÐ i steypuvirki fyrir nýjan kerskála við álver íslenska álfélags- ins í Straumsvík var opnað á mið- vikudag og bárust sex tilboð, fjögur frá íslenskum fyrirtækjum og tvö frá erlendum. íslensku tilboðin voru lægri en þau útlendu og þar af var tilboð Ármannsfells lægst. Ragnheiður Rist, upplýsingafull- trúi ISAL, sagði að tilboðin hefðu verið frá íslensku verktökunum Álftárósi, Ármannsfelli, Fjarðar- mótum og Istaki, danska fyrirtæk- inu Hojgaard & Schultz og norska verktakanum NOCON. Haukur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Ármannsfells, sagði í gær að tilboð Ármannsfells hefði hljóðað upp á 724 milljónir króna með virðisaukaskatti (vsk.), tilboð Islensk þátttaka í krabbameins- rannsóknum Krabbameinsgenið BRCA2, sem á mikinn þátt í myndun ættlægs bijóstakrabbameins, hefur verið einangrað. Breskur vísindahópur staðsetti þetta gen á litningi 13 í fyrra, en nú hef- ur tekist að einangra genið. íslenskur vísindahópur þrengdi leitarsvæðið með rann- sóknum sínum á íslenskum krabbameinsfjölskyldum. Grein um þessar rannsóknir birtist í gær í vísindatímaritinu Nature. ■ Nýtt/4 DAGAR TIL |ÓLA Álftáróss hefði numið 735 milljón- um króna með vsk., ístaks 844 milljónum króna með vsk., Fjarðar- móta 856 milljónum króna með vsk., tilboð NOCONs 956 milljónum króna með vsk. og Höjgaards og Schultz 1.144 milljónum án vsk. Ákvörðun um miðjan janúar Ragnheiður Rist sagði að senni- lega yrði kunngert hver fengi verk- efnið um miðjan janúar, eða eftir þijár vikur. Hér væri um stórt út- boð að ræða og flókið að bera tilboð- in saman. Hún sagði að frekari útboð hefðu ekki verið ákveðin. Fyrst yrði unnið úr þessum tilboðum og þá yrði tek- in ákvörðun um framhaldið. Samkeppnisráð ELFA Benediktsdóttir og Friðrik Guðmundsson og börn þeirra Jóhanna og Benedikt fagna litla manninum, sem vildi hvergi fæðast nema heima á Þórshöfn. Fyrsta bamsfæðingin á Þórshöfn í 12 ár Þórshöfn. Morgunblaóiö. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Sex tilboð í nýjan kerskála 1 Straumsvík Tilboð íslenskra fyrirtækja lægst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.