Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 1
Medcan augun lokast L jóðabók Þóróar Helgasonar /2 Vídalinspostilla /2 Leikir i minningunni Oddný Thorsteinsson /2 Speglabúö Sigfúsar Bjartmarssonar /3 Hjartslcittur samtímans Laust mól Steins Steinarr/4 MENNING LISTIW B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 BLAÐ Niðurstigningsvísur Jóns Arasonar biskups í þýðingu Ivars Orglands Norðmenn fá nú að kynnast áður óþekktu skáldi, Jóni Arasyni biskupi. Jóhann Hjálm- arsson rifjaði upp vísur skáldsins og naut skreytinga listakonunn- ar Anne-Lise Knoff. Niðurstigningsvísur Jóns Arasonar eru komn- ar út í Noregi í þýðingu Ivars Orglands. Bókin er í stóru broti myndskreytt af Anne-Lise Knoff. Formáli er eftir Orgland og athugasemdir við skreytingarn- ar eru eftir Knoff. Útgefandi er Solum Forlag í Osló. Ivar Orgland lést í fyrra. Hann hafði fyrir andlátið gengið frá Niðurstigningsvísum til útgáfu, en í þýðingu hans nefnast þær Kristi Helferd. Ekki er víst að Jón Ara- son hafi samið vísurnar, en þær hafa verið eignaðar honum. Órg- land styðst við útgáfu Jóns Helga- sonar prófessors á íslenskum mið- aldakvæðum (1936). Niðurstigningsvísur eru 42. Formið er fijálslegra en í venjuleg- um hrynhendum, ekki eins hátt- Sárleikur syndanna JERÚSALEM. Myndskreyting eftir Anne-Lise Knoff bundið og tíðkaðist. Fyrsta vísan er svona: Djarfleg er mjer diktan drottinn minn um sjálfan þig þar sem æpa og ikta alla vega í kringum mig glæpa flöldi og gleyming boðorða þinna maklegan angist mætti ég fá ef ég minntist á sárleik synda minna. Þetta ljóð um för Krists til helj- ar hljómar vel í norsku þýðing- unni, enda kunni Ivar Orgland þá list að þýða. Sjaldan náði hann betri árangri en í þýðingum sínum á gömlum kvæðum (skal þó ekki gleyma mörgum afbragðsþýðing- um úr íslenskum samtímaskáld- skap), meðal þeirra eru Harmsól og Milska. Form þeirra átti afar vel við hann. 39. ljóð Niðurstign- ingsvísna þýðir Orgland svo og er það m.a. til vitnis um lipurlega þýðingu og innlifun í frumtexta: Om di miskunn mjuke bed eg deg, Marias son, med samvitet det sjuke. Mot váre synder gjev du von. Lat oss bort frá lasters djup fá vende, sá vi kan angers gáve fá og vinna dá glede nár ferdi tek ende. Vönduð útgáfa Solum Forlag á trúarlegum íslenskum miðalda- kveðskap rennir stoð undir þá skoðun að Norðmenn hafi meiri áhuga á þessum þætti bókmennta okkar en við sjálf. Sveinbjöm Egilsson Hómer á hljóðbók ÚT er komin á hljóðbók Od- ysseifskviða Hómers í þýð- ingu Sveinbjarnar Egilsson- ar, lesin af Kristjáni Arna- syni. Odysseifskviða er eitt af öndvegisverkum heimsbók- menntanna og lýsir ævintýra- legri heimferð kappans Odys- seifs frá Trójuborgog heim- komu til eyjarinnar íþöku þar sem hin trygga eiginkona, Penelópa, hefur beðið hans, umsetin biðlum, í nær tuttugu ár. Upptakan vargerð hjá Rík- isútvarpinu ogflutt þarsíðast- Hðinn veturen fjölfölduð hjá Hljóðbókagerð Blindrafélags- ins ogerá átta snældum. Hljóðbókin ergefin út afBók- menntafræðistofnun Háskóla íslands. Háskólaútgáfan sér um dreifmgu. Semur skáldsögur heima í sófanum SÆNSKI rithöfundurinn Torgny Lindgren á ekki auðvelt með að skýra fyrir fjölskyldu sinni, að þegar hann liggur í sófanum heima hjá sér og hugsar sé hann að senya skáldsögu. í ellefu mán- uði vann hánn að skáldsögu með þessum hætti. Hann mótaði alla skáldsöguna fyrst í kollinum og þá var hann tilbúinn að setja hana á blað. Ekki ólíkt þessu voru vinnu- brögð hans við gerð smásögu. Hann sagði hana í beinni útsend- ingu í útvarpi blaðalaust og þeg- ar því var lokið var hún hrein- skrifuð samkvæmt upptöku og ekki þurfti framar að hrófla við henni. Sérstaklega sætt hunang Nýjasta skáldsaga Torgny Lindgrens nefnist Hummelhon- ung sem þýða niá Lostgæti (sér- staklega sætt hunang, ilmar vel og bragðast dásamlega eftir því sem hann segir). I fjórtán ár velti hann fyrir sér efni skáldsög- unnar og lét síðan til skarar skríða. Sagan er 167 síður, stillinn fáorður og hnitmiðaður eins og venjan er hjá Lindgren. Söguhetjurnar eru tveir bræður á landsbyggðinni, annar er hel- sjúkur af krabbameini, hinn er hjartasjúklingur. Kona á miðjum aldri, sem er nýbúin að halda fyrirlestur um dýrlinga og er að TORGNY Lindgren mótar sögur sínar í huganum áður en hann skrifar þær. semja bók um heilagan Kristó- fer, þiggur boð um að heimsækja annan bróðurinn áður en hún heldur áfram ferð sinni. Dvöl 'hennar verður lengri en hún ætlaði og hún verður vitni að togstreitu milli bræðranna og smám saman fær hún að heyra dapurlega sögu þeirra. Hummelhonung hefur verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1996, en skáld- sögur eftir Lindgren hafa verið lagðar fram til Norðurlandaráðs- verðlauna að minnsta kost tvisv- ar áður. Onnur þeirra var Orm- ens vag pá halleberget (1982) sem í þýðingu Hannesar Sigfús- sonar kallast Naðran á klöpp- inni. Hannes hefur líka þýtt smá- sagnasafnið Fimm fingra mandl- an (1993). Torgny Lindgren hlaut stól númer 9 í sænsku Akademíunni 1991.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.