Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 B 3 Nýjar bækur Ljósmyndabók um V estmannaeyjar BÓKIN Vestmannaeyjar fjallar í máli og myndum um samfélag manna og fugla. „Með þessari bók er gerð tilraun til þess að skyggnast inn í heim Vestmannaey- inga með þeirri fjöl- breytni og litskrúði sem þar er að finna“, segir í kynningu. Kaflar bókarinnar eru sjö: í aldanna rás, Jörð úr Ægi, Bær og mannlíf, Náttúruöflin, Úteyjar, Fuglinn og útgerðin. Bókin sem er 128 bls. er gefin út í fimm aðskildum út- gáfum; á íslensku, ensku, þýsku, frönsku og dönsku. „Það er ríkt í huga útgefanda að bókin geti orðið að. sem mestu gagni við sölu og markaðsstarf í ferðamál- um, jafnt fyrir Vestmannaeyinga og íslendinga í heild,“ segir í kynn- ingu. Björn Rúriksson hefur sér- staklega safnað myndefni í þessa bók um tíu ára skeið. Á þessum árum eru orðnar ófáar ferðirnar til Vestmannaeyja og í úteyjar. Hann tók þátt í björgunarstörf- um á fyrstu dögum Heimaeyj argossins. Björn á föðurætt sína að rekja til Eyja, en faðir hans er Rúrik Haraldsson leikari, sem þar er fæddur og uppalinn. Björn Rúriksson hefur tekið myndir í náttúru Islands á landi og úr lofti frá árinu 1970. Hann á að baki meira en hálfa milljón kílómetra í loftmyndatökum yfir íslandi. Fyrst og fremst hefur hann þó ljósmyndað ísland á Iandi. Björn Rúriksson Snjallt ævintýri BOKMENNTIR Myndasaga MARGT BÝRí SJÓNUM Höfundur mynda og texta: Gerður Bemdsen Fjölvaútgáfan 1995 -48 síð- ur. Kr. 1480 FREYJA, lítil hnáta, er á ferð með foreldrum sínum. Henni leiðist, - grámollan umlykur hana. í fagurri vík, þar sem foreldrar hennar hugðust á og snæða, arkar stelpan á klett- asnös og steypist í haf- ið. Hún fellur í dá, lifir mikið ævintýri með Unni og Ægi, sem ætla að koma henni að höll- inni Leiðarenda. Á þeirri för kynn- ist Freyja undrum hafdjúpsins; gróðri; fiskum; hvölum, já, heimi sem fáir landkrabbar þekkja. En í sjónum er líka líf, engu síð- ur en á þurrlendinu, og um þennan heim leiðir höfundur lesandann, bæði í snjöllum texa og undurfögr- um myndum. Víst er þetta ævin- týr,- og þau eiga jú að enda vel. Það gerir þetta líka, því foreldrar Freyju hafa náð henni úr sjónum, - hún vaknar til jarðlífs aft- ur, á spítala, hinum heiminum hafði hún aðeins kynnst í dái. Skemmtilegt, snjallt ævintýri, sem gleðja mun börn. Kærar þakkir. Sig. Haukur Gerður Berndsen Þægileg bók BÆKUR Æviminningar LÍFSGLEÐI IV Þórir S. Guðbergsson ritstýrði, Hörpuútgáfan, 1995,187 bls. ÚTGÁFA endurminningabóka er viðamikil í þessu landi. I raun er þetta sérstök bók- menntagrein, sem lýtur sínum reglum. Bókin Lífsgleði IV er fjórða bindið í röð af ævi- minningum eftir 26 Is- lendinga, eins og segir í formála ritstjóra. Eg hef ekki lesið aðrar bækur í þessum flokki, en þessi bók er þægileg aflestrar og viðkunn- anlegt fólk rekur minn- ingar sínar frá æsku- skeiði. Það eru þó ekki allar frásagnirnar bundnar við æskuskeið einvörðungu, flestar ná fram að nútíðinni. Þótt það sé ekki sagt í bók- inni þá virðast höfundar hverrar frásagnar hafa stílað hana sjálfir, en hlutverk ritstjórans hafi verið samræming. Þessar frásagnir greina frá ólíku lífshlaupi sex Islendinga og í einu tilvikinu frá einstöku atviki í ævi frásögumanns. Daníel Ágústínus- son segir frá Eyrarbakka og mann- lífinu þar á fyrstu áratugum aldar- innar. Hann minnist viðkunnanlega Jóns Einarssonar, hreppstjóra í Mundakoti, og segir frá heimilislíf- inu þar. Fanney Oddgeirsdóttir lýs- ir lífinu á Grenivík í sínu ungdæmi og segir frá leikjum bernskunnar og sönglífi á staðnum. Hún greinir einnig frá eiginmanni sínum, Jó- hanni Konráðssyni, og syni, Krist- jáni Jóhannssyni, óperusöngvara. Guðlaugur Þorvaldsson segir af bernsku sinni í Grindavík og lífs- hlaupi, en hann var sem kunnugt er háskólarektor og ríkissáttasemjari og fór í framboð til for- seta árið 1980. Guðrún J. Halldórsdóttir lýsir æsku sinni og uppvexti Kleppsholtinu í Reykjavík. Hún segir frá störfum sínum við kennslu, á Alþingi og sem forstöðumaður Námsflokka Reykja- víkur. Úlfur Ragnars- son segir frá læknis- ferð út í Skáleyjar árið 1949, sem hann fór, þegar hann leysti hér- aðslækninn af. Þóra Einarsdóttir segir frá bernsku sinni á Hvann- eyri og Akranesi og einnig frá upp- hafi hjálparstarfs síns á Indlandi. Allar þessar frásagnir eru skýrar og lipurlega stílaðar. í bókinni kynnumst við viðkunnanlegu fólki sem hefur skilað fullri starfsævi og vel það og lítur yfir farinn veg. Fyrir alla áhugamenn um þjóðlegan fróðleik og ævisögur er þetta kær- komin bók. Guðmundur Heiðar Frímannsson Þórir S. Guðbergsson Nýjar bækur 011 ummæli Krists ÚT eru komin Orð Krists, sem Njörður P. Njarðvík hefur tek- ið saman og er þar safnað saman öllum ummælum sem höfð eru eftir Kristi í guð- spjöllunum. í kynningu segir: „Oft vitna menn í orð Krists í ræðu og riti. „Jesú sagði . . .“ En hvað sagði hann og hvar í Biblíunni er þau orð hans að finna? Til Njörður P. Njarðvík að auðvelda fólki að kynna sér ummæli hans um ólíkar hliðar mannlífsins eða leita að tilteknum orðum eru ummælin flokkuð eftir innihaldi og skip- að undir fjölmörg lyk- ilorð sem raðað er í stafrófsröð.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin Orð Krists er 259 bls. prentuð í Prentbæ hf. Verð hennar er 3.980 kr.. BÓKMENNTIR L j ó ð o g s ö g u r SPEGLABÚÐ f BÆNUM eftir Sigfús Bjartmarsson, Bjartur 1995 -102 bls. Leiður á framtíðinni EKKI verður annað sagt en að það kenni ýmissa grasa í nýjustu bók Sigfúsar Bjartmarssonar sem hann nefnir Speglabúð í bænum. Að sumu leyti er bókin eins og tilraunastofa þar sem skáldið þreifar sig áfram með ýmsar form- og efnistilraunir, örsögur, minnis- greinar, hugleiðingar, aforisma og hugflæði eða þá að það tekur önn- ur skáld á eintal. En oft er þó skáldskapurinn sjálfhverfur og jafnvel hlaðinn einhveiju því dauðamyrkri sem einkenndi síð- ustu ljóðabók hans. Prósi Sigfúsar er annars vegar einhvers konar örsögur og minnisgreinar þar sem höfundur leyfir sér töluvert frjáls- ræði í meðferð hugmynda og myndmáls. Þar tekur hann t.a.m. Kirkegaard, Poe og Walt Whitman tali, fylgist með seinasta falli Jónasar Hallgrímssonar o.s.fi-v. En seinasti hluti bókarinnar, sem nefnist Minnisgreinar um Kennar- ann, hefur miklum mun samþjapp- aðri stíl og knappari. Þetta er sam- kvæmt höfundi lýsing á föðurbróð- ur hans og styrkur þessarar lýs- ingar felst í meitluðum athuga- semdum hans: „manninum var að upplagi óvenju illa gefin bjartsýni og auðtrú en þar með í besta lagi glögg- skyggni til að skoða sérhverja nýjung í því sögulega ljósi sem smækkar hvern hlut sem það ómerkir ekki.“ Og um göngu- lag hans að hann hefði tekið „öll sín skref nákvæmlega jafnstutt og eins var um áratog- in og skárana og flest verk raunar sem hann tók sér fyrir hendur því að allt var það í samræmi við þá lífs- speki að miklu varði að leggja ekki undir um of né færast í fang sér til háðungar enda vannst hon- um létt með þessu lagi.“ Þrátt fyrir knappara form þess- ara minnisgreinar en þó frekar í öðrum prósaverkum leynir sér ekki hinn sérstaki tónn Sigfúsar sem ef til vill verður best lýst með orð- inu flæðandi. Hugmynd flæðir inn í aðra og ljóðmynd tekur við af annarri. Höfundur notar mikið lýsing- arhátt nútíðar og oft á tíðum er eins og undirmeðvitundin taki völdin í ljóðrænu hug- flæði þar sem máls- greinarnar þenjast út yfir heila síðu. Slíkur flæðistíll ein- kennir einnig mörg ljóða Sigfúsar. í þeim slær hann oft moll- hljóma sem endur- kastast í þungri, gott ef ekki dálítið grimmri undiröldu tóna, eins og honum finnist „draumarnir / fallegu farnir að eldast" eða að framtíðin hafi orðið „úti / í vetur“ eins og segir í einu kvæði ellegar viðurkennt eins og í öðru ljóði að hann sé orðinn „lifandi- skelfing eitthvað / leiður á fram- tíðinni.“ Framandleikinn er heldur Sigfús Bjartmarsson ekki fjarri né heldur nályktin: „pottþétt að leggja sig til að sækja / að sínu að leggjast á náinn að sjúga / safann sinn...“ Mörg kvæði eru þrungin afhelgun gilda, gildis- leysi og tómleika. En Sigfús sækir einnig á önnur mið og bjartari. Það er eins og hann sé að uppgötva sjálfan sig í náttúrunni. Einna best tekst til í kvæðinu Landslag með tíma þar sem skáldið nær með einföldum ofhvörfum að skapa sterka ljóð- ræna sýn: Svo sólríkur þessi dalur að undir morgun týrir enn á degi frá í gær. Svo mikil þessi fjöll að næturskuggamir einir ná utan um þau. Svo skjólsæl þessi laut að í lynginu leynist ylur frá liðinni öld. Speglabúð í bænum er að sönnu dálítið samansafn ólíkra hugverka en sérstæður stíll höfundar bindur verkið saman og í því er margt bitastætt. Það verður að skoða það sem nokkurs konar deiglu því að mér finnst höfundurinn vera með margt í deiglunni. Hann bryddar upp á ýmsu enda er hann leitandi unt efni og form. Skafti Þ. Halldórsson Nýjar bækur Tengsl kjós- enda við stjórnmála- flokka Út er komin bókin „Parties and voters in Ieeland" eftir dr. Olaf Þ. Harðarson, dósent í stjórnmála- fræði,' en bókin er að stofni til dokt- orsritgerð hans við London School of Economics and Political Science. í kynningu segir: „Parties and voters in Iceland" er fyrsta heillega greiningin á hegðun íslenskra kjósenda og tengslum þeirra við stjómmálaflokka. Hún byggir á umfangsmiklum viðhorfa- rannsóknum sem höfundur stóð fyrir eftir alþingiskosningarnar 1983 og 1987. Reynt er að meta hvernig ís- lenski kjósandinn fellur að þremur almennum líkönum um kjósendur: flokkshollustulíkani, félagsgerðarlík- ani og skynsemislíkani." í bókinni er stuttlega fjallað um þróun íslenska flokkakerfisins. Kosn- ingabaráttunni er lýst og fjallað um „flokkaflakk" kjósendanna. Útgefandi er Félagsvísindastofn- un og Háskólaútgáfan. Bókin er á ensku. Hún er 400 bls. að lengd og kostar 3.500 Ólafur Þ. Harðarson • TVÆR nýjar Margrétar-bækur eru nýkomndar út hjá Fjölva í ár. Þær heita Margrét litla mamma og Afmælisgjöf Margrétar. Bækumar em eftir tvo belgíska félaga Gilbert Delahaye sem er rithöfundurinn og Marcel Marlier sem er listamaður- inn, en það er einkum handbragð hans í myndskreytingu bókanna sem hefur vakið heims- athygli. Fyrir nokkru var þess minnst í Belgíu að nú em fjörutíu ár síðan fyrsta Margrétarbókin (Martine) kom út 1955. Þær vora raunar tvær sem komu út saman, Margrét í sveitinni og Margrét ferðast, en nú hafa alls komið út 45 mismun- andi bækur og hafa þær verið þýdd- ar og útgefnar á 32 mismunandi tungumálum, þar á meðal á arab- ísku, hebresku, rússnesku ogjap- önsku, en alls hafa 45 milljón eintök af Margrétarbókum verið gefín út um víða veröld. Hér á landi hefur Fjölvi gefið út 14 Margrétarbækur. • 30 ÁHRIFARÍK ráð sem bæta tímastjórnun og margfalda árang- ur eftir Thomas Möllerer komin út. „Með því að spara eina klukku- stund á hveijum degi lengir þú árið um einn og hálfan mánuð! Hveiju gætir þú ekki áorkað með slíkt for- skot...“ segir í kynningu. Ennfremur segir: „Með því að fara eftir þeim ráðum sem Thomas Möller kynnir í þessari bók getur þú sparað þér allt að 60 mínútur á dag. Klukkustund- ar tímasparnaður á dag allt að einum og hálfum mánuði á ári. í heimi sem Thomas einkennist af sífellt Möller meiri hraða og kröf- um um hagsýni og aukinn árangur í sívaxandi sam- keppni geta þessi ráð reynst þér ómetanleg hjálp við að ná forskoti með betri tímastjórnun og margföld- um árangri." Útgefandi er Vegsauki. Bókin „30 áhrifarík ráð sem bæta tímastjórnun og margfalda árangur“ fæst í öllum bókabúðum, á bensínstöðvum Olís ogí Hagkaupi. Þá fæst hún einnig hjá íslensku hugmyndasamsteypunni hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.