Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.12.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER1995 D 3 IMÝJAR BÆKliR_ íslensk knatt- spyrna Í15 ár BÓKIN íslensk knattspyrna 1995, eftir Víði Sigurðsson, íþrótta- fréttamann, er komin út. Þetta er fimmtánda bókin í samnefndum bókaflokki, sem hóf göngu sína árið 1981. í kynningu frá útgefanda segir: „í bókinni er að finna tæmandi yfirleit yfir knattspyrnuna á ís- landi á árinu 1995. Henni er skipt niður í kafla þar sem fjalla er ítar- lega um hverja deild fyrir sig, mest um 1. deild og minna eftir því sem neðar dregur. í þeim er að fina umsagnir um leiki og ná- kvæma tölfræði yfir hvem ein- stakan leikmann, en allir sem léku í meistaraflokkum karla og kvenna á íslandsmótinu 1995, í öllum deildum, eru tilghreindir og leikjafjöldi þeirra og markaskor. Einnig er að finna ýmsan annan fróðleik um lið og leikmenn. Sér- stakir kaflar eru um bikarkeppni, yngri flokka, landsleiki, Evrópu- leiki og atvinnumennina. Enn- fremur er að finna margs konar annan fróðleik, sem sem úrslit í Reykjavíkurmóti, íslandsmóti inn- anhúss, Litlu bikarkeppninni ofl., úttekt á störfum dómara, lista yfir þá sem hefja næsta tímabili í leikbanni, svo eitthvað sé nefnt. Frá og með árinu 1985 hefur verið kafli í bókinni þar sem rakin er saga íslenskrar knattspyrnu. Byrjað var á upphafinu, 1895, og síðan farið yfir íslandsmótið og aðra markverða atburði á hveiju ári fyrir sig. í bókinni í ár er 11. sögukaflinn og að þessu sinní er ijallað um árið 1978. Þá eru í bókinni ítarleg viðtöl við Guðjón Þórðarson, Ólaf Þórð- arson og Tryggva Guðmundsson og stutt viðtöl við Arnar Gunn- laugsson og Guðlaugu Jónsdóttur, og ennfremur er rætt við einn leik- mann frá hverju liði í 1. deild karla um frammistöðu liðsins á árinu. Litmyndir eru af öllum meistaral- iðum á íslandsmóti og í bikar- keppni, frá meistaraflokki niður í 6. flokk, og ennfremur stórar lit- myndir af einstaklingum sem sköruðu framúr á árinu 1995. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 176 bls. í stóru broti, skreytt með yfír 200 myndum, þar af um 30 litmyndum. Bandarískir körfú boltasnillingar BÓKIN NBA’95, Stjörnur dagsins í dag, eftir Þórlind Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson, er kom- in út. Þetta er þriðja bókin um NBA, sem Fróði gefur út, en áður hafa komið bækurnar NBA - þeir bestu, eftir Eggert Þór og NBA- stjörnur eftir Eggert og Þórlind. í kynningu segir: „I nýju bók- inni fjalla höfundamir um þá leik- menn í bandaríska NBA körfubolt- anum sem mest eru í sviðsljósinu um þessar mundir. NBA deildin nýtur bæði vinsælda og virðingar íþróttaáhugafólks um allan heim enda stundum sagt að leikmenn- imir sem þar leika séu ekki aðeins íþróttamenn heldur einnig lista- menn og þeir, sem fylgst hafa með þessum köppum t.d. á sjón- varpsskjánum, geta ekki annað en undrast hæfni þeirra. í bókinni NBA’95 er flallað ítar- lega um 31 leikmann í deildinni. Sagt er frá bakgranni þeirra, íþróttaferli og afrekum, auk þess sem margir fróðleiksmolar fylgja frásögn af hveijum og einum þar sem fjallað er um ýmislegt skemmtilegt og eftirtektarvert sem þessa íþróttamenn hefur hent. Þá eru tölfræðilegar upplýsingar um íþróttaferil hver og eins. Meðal þeirra kappa, sem fjallað er um á þennan hátt, má nefna: Anfernee Hardaway, Grant Hill, Shawn Kemp, Scottie Pippen og Horance Grant. Þá er fjallað sérstaklega um tvo þjálfara í NBA deildinni sem náð hafa frábærum árangri, þá Pat Riley og Phil Jackson. Að auki er fjallað í styttra máli um fjölmarga NBA snillinga sem eru á ijölunum með liðum sínum um þessar mundir. Höfundar bókarinnar: Þórlindur Kjartansson og Eggert Þór Aðal- steinsson eru báðir nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Þeir hafa báðir allt frá barnæsku verið miklir áhugamenn um NBA körfu- knattleikinn og búa yfir mikilli þekkingu um hann og einstaka leikmenn deildarinnar." Útgefandi er Fróði. NBA’95 er 120 blaðsíur í stóru broti og er bókin prýdd fjölmörgum myndum. Verð bókarinnar er kr. 2.190. Hestar og menn BÓKIN Hestar og menn 1995, árbók hestamanna, eftir Guðmund Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson er komin út. í kynningu segir m.a.: „í þess- ari bók er sagt frá ferð um Borgar- fjarðarhérað, upp með Hvítá, frá Hvítárbrú og út hólma í ánni og þannig upp í Stafholtstungur. Síð- an er farið um Langavatnsdal, út sunnavert Snæfellsnes, einstakar reiðleiðir um Löngufjörar innan um erni og seli og síðan eftir Klettsgötunni um blómskrúðugt Búðahraunið og fyrir Breiðuvík að Arnarstapa. Aldrei hafa fleiri nýliðar tekið sæti í landsliði íslands á heimsleik- um eigenda íslenskra hesta og hlýtur það að bera vitni um mikinn vöxt og aukna þátttöku í hesta- mennsku hér heima. Árangur ís- lendinganna á mótinu er einnig með því besta sem um getur og líklega einstakur að því leyti að allir íslensku keppendurnir enduðu í apalúrslitum á mótinu.“ I þessari bók er sagt frá helstu mótum sumarsins í máli og mynd- um, fjórðungsmóti á Austurlandi, íslandsmóti í Borgamesi og heims- meistaramóti í Sviss. Kaflaskipti bókarinnar eru: Vignir Jónasson, Gísli Geir Gylfa- son, Ferð um Borgarfjörð og Snæ- fellsnes, íslandsmót í Borgarnesi, Karly Zingsheim, Hulda Gústafs- dóttir, Fjórðungsmót á Austur- landi, Sigurður Marinusson, Rikke Jensen, Hestamaður ársins 1995, Heimsmeistaramót í Sviss, Skafti Steinbjörnsson, Úrslit fjórðungs- móts 1995, Úrslit heimsmeistara- móts 1995 og Úrslit íslandsmóts 1995. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 240 bls. Verð hennar er 3.980 kr. BÖRN OG UNGLINGAR BÖRN OG UNGLINGAR Kem rosalega hress heim eftir æfingu „OKKUR þykir gaman á skautum og ákváðum þess vegna að prófa að mæta á æfingu og þá kviknaði áhuginn fyrir alvöru,“ sögðu Erla Eir Eyjólfsdóttir, Sigrún Svava Valdimarsdóttir og Ingibjörg Högna Jónsdóttir, er Morgunblað- ið hitti þær brunandi um á skaut- um á æfingum hjá byijendahópi í listhlaupi fyrir skömmu. Þær eru allar fjórtán ára gamlar. „Við byijuðum allar í haust og þetta er skemmtileg íþrótt með mikill hreyfingu og fulltaf hreinu lofti. Maður kemur rosalega hress heim af æfingum eftir þessa úti- veru,“ sagði Erla Eir. „Það er líka gott að detta þegar maður hefur lært hvernig á að lenda,“ bætti önnur við. Þær sögðust vera ein- göngu í að læra grunnæfingar og væru ekkert komnar út í flókna hluti svo sem að búa til spor, það bíða síns tíma. Ekki væri nein keppni framundan hjá byijendum en eigi að síður voru þær ákveðn- ar í að halda áfram að æfa og reyna að komast upp í M-hópinn. „Við æfum ekki aðrar íþróttir, þessi er alveg nóg fyrir okkur,“ sögðu þær og ruku með það af staðtil áframhaldandi æfinga. „Ég byijarði fyrst i Skauta- skólanum, er nú hættjþar og kom- in í byijendahópinn. Ég æfi þrisvar í viku og finnst mjög garnan," sagði Guðrún Edda Ragnarsdóttir, 6 ára gömul, þar sem hún var í óða önn að æfa snúninga hjá Kristínu Harð- ardóttur leiðbeinanda. Morgunblaðið/lvar HRESSIR krakkar við upphaf æfingar hjá Skautaskóla Skautafélags Reykjavíkur. -.y 'éegr /'•"'ji v ^ úí'-ív^': ... V'. ' ( • •- j i ( • 11 ÍÆS'' m i wmmfm. * mL Morgunblaðið/ívar ÞÆR byrjuðu að æfa í haust og líkar vel, frá vinstri: Erla Eir Eyjólfsdóttir, Sigrún Svava Valdimarsdóttir og Ingibjörg Högna Jónsdóttir. A skautasvellinu NÁLÆGT eitthundrað börn og unglingar æfa listhlaup á skautum og koma ítíma hjá Skautaskólanum í viku hverri en það er Skautafé- lag Reykjavíkur sem stendur fyrir æfingunum á skautasvellinu f Laugardal. Nálægt því helmingur þessa hóps stundar æfingar hjá Skautaskólanum en þar eru börn á aldrinum fjögurra til níu ára. Þar eru kennd undirstöðuatriði s.s. að ná jafnvægi á skautunum og ýmsar léttar æfingar. etta er að mörgu leyti líkt leikja- námskeiðunum á sumrin, æfingar eru í leikjaformi og allir fá að njóta sín,“ sagði Kristín ivar Harðardóttir í samtali Benediktsson við Morgunblaðið en skrifar hún er leiðbeinandi hjá skólanum ásamt Stein- vöru Þöll Árnadóttur. Tímar eru þrisv- ar í viku, fimmtíu mínútur í hvert sinn. Fáir strákar æfa Listskautadeildin fyrir byijendur er annar hópur en þar æfa þeir sem áhuga hafa á að leggja fyrir sig listhlaup á skautum. Þar eru æfð ýmis grunnatr- iði íþróttarinnar svo sem jafnvægisæf- ingar og snúningar. Allt er gert á litlum hraða en þó oftast nær í takt við tón- list. Ekkert er farið út í flóknar æfing- ar fyrr en komið eru upp í framhalds- hóp. „Listhlaup er erfið íþrótt og því þarf að æfa nokkuð lengi áður en far- ið er út í flóknar æfingar," sagði Stein- vör, en hún er einnig leiðbeinandi hjá þessum hópi með Kristínu. „Æfingarn- ar eru þrisvar í viku og það eru mest stúlkur sem æfa, ég held að það séu bara tveir drengir í rúmlega tuttugu manna hópi, þeir eru eitthvað ragir við að koma, vita ekki hversu skemmtilegt þetta er,“ sagði Kristín. M-hópurínn fyrir lengra komna í svokölluðum M-flokki eru þeir sem lengst eru komnir í leyndarmálum þess- arar tignarlegu íþróttar. „Þar erum við farnar að gera flóknari hluti, setja sam- an spor og stökkva," sagði Kristín, en þær stöllur Kristín og Steinvör æfa í þessum hóp. Leiðbeinadi M-hópsins er Liisa St. Jóhannsson. „Þetta er fjórða árið sem við æfum listdans hér hjá SR og áhuginn er mikill. Við erum um tuttugu stúlkur sem æfum í þessum hóp og stefnum að því að keppa á móti sem haldið verður hér í mars á næsta ári,“ bættu þær við. Vantar yfirbyggingu Þær sögðu ekki vafa leika á að það stæði íþróttinni að hluta til fyrir þrifum að yfirbyggingu vantaði yfir svellið í Laugardalnum. „Æfingar falla stund- um niður vegna rigninga eins og verið hefur upp á síðkastið, auk þess sem vindur setur oft strik í reikninginn. Krakkarnir standa oft ekki á svellinu er vindurinn blæs hressilega. íþróttin er á uppleið en þarf nauðsynlega á þeim stuðningi að halda sem yfirbygg- ing yfir svellið væri. Kæmi það yrði hægt að æfa listdans og einnig íshokkí allan ársins hring og þá er ekki nokk- ur vafi að áhuginn ykist enn meira og góður árangur færi að sjást,“ sögðu þær Kristín og Steinvör og stigu á skautana og ruku út á svellið á æf- ingu, orðnar örlítið of seinar. LANDSLIÐSHÓPURINN í fimleikum kvenna býr sig undir Norðurlandamótið hér á landi í lok mars. Landsliðið í fimleikum valið LANDSLIÐ stúlkna í fimleikum var valið nýlega og er þannig skipað: Nína Björg Magnúsdóttir, Þórey Elísdóttir, Halldóra Þorvaldsdóttir, Elva Rut Jónsdótt- ir, Saskia Freyja Schalk, Helena Kristinsdóttir, Elín Gunnlaugsdóttir, Linda G. Karlsdóttir, Erla Guð- mundsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Sólveig Jóns- dóttir, Lilja Erla Jónsdóttir, Eva Þrastardóttir, Erna Sigmundsdóttir, Hrefna Þ. Hákonardóttir, íris Sævars- dóttir, Bergþóra Einarsdóttir, Unnur Día Karlsdóttir og Edda K. Haraldsdóttir. Landsliðshópurinn hefur einu sinni komið saman til æfinga í vetur og stefnt er að því að hann komi saman nokkru sinnum til viðbótar áður en Norðurlandamótið í fimleikum verður haldið i Reykjavík 30. og 31 mars nk., en þátttaka í því er stærsta verkefni liðsins á þess- um vetri. SKAUTADROTTNING framtíðarinnar, Guðrún Edda Ragnars- dóttir, fær hér holl ráð frá Guðrúnu Harðardóttur. _______KÖRFUKNATTLEIKUR_ IMick Anderson gerði gæfumuninn Orlando er enn taplaust á heima- velli á tímabilinu en liðið vann Minnesota 107:100 í NBA-deildinni í fyrrinótt. Penny Hardaway, sem hélt merkinu á lofti í fjarveru Shaqu- ille O’Neals í haust, gerði 32 stig og Shaq 30 en Nick Anderson skoraði 21 stig, tók 10 fráköst og átti níu stoðsendingar. „Nick Anderson gerði gæfumuninn," sagði Brian Hill, þjálf- ari Magic. „Hann var frábær í vörn, átti góð þriggja stiga skot, var best- ur í fráköstum og gerði samt 21 stig.“ Christian Laettner var með 29 stig fyrir Timberwolves sem hefur tapað tveimur fyrstu leikjunum undir stjórn Flip Saunders. Charles Barkley hitti úr 22 af 27 vítaskotum, þar af tveimur þegar 1,8 sekúndur voru eftir, þegar Phoenix vann Washington 106:104 eftirfram- lengingu. Honum gekk ekki eins vei utan af velli, hitti aðeins úr tveimur af 16 skotum og var samtals með 26 stig. Wayman Tisdale gerði 30 stig. Juwan Howard skoraði 23 stig fyrir Washington en hann jafnaði 104:104 þegar 8,5 sekúndur voru til leiksloka. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Indiana - LA Lakers.............109:98 ■New Jersey - Miami............104:112 Orlando - Minnesota............107:100 Philadelphia - Utah............108:104 Detroit - Milwaukee.............102:77 Denver -Golden State...........109:104 ■Phoenix - Washington..........106:104 ■Eftir framlengingu. Evrópukeppni meistaraliða Undanúrslit í B-riðli Madrid, Spáni: Real Madrid - Bologna (Ítalíu).76:71 Joe Arlauckas (26), Zoran Savic (19 ) Jose Miguel Antunez (12) - Arijan Komazec (17), Glaudio Coldebella (14), Paolo Moretti (12). Íshokkí NHL-deildin Hartford - Calgary 2:3 2:1 Toronto - Chicago 2:4 Edmonton - Colorado 1:4 Anaheim - Detroit 1:6 ■Los Angeles - Vancouver...........2:2 ■Eftir framlengingu. Knattspyrna Æfingaleikur Brasilía - Kólombía................3:1 Tulio (48., 87.), Carlinhos (82.) - Oscar Pareja (32.). 43.000. Skíði Veysonnaz, Sviss: Stórsvig kvenna: 1. MartinaErtl (Þýskal.)......2.00,06 (58,93/1.01,13) 2. Sabina Panzanini (Ítalíu)..2.01,55 (59,50/1.02,05) 3. Anita Wachter (Austurr.)...2.01,79 (59,42/1.02,37) 4. Karin Roten (Sviss)........2.02,48 (59,83/1.02,65) 5. LeilaPiccard (Frakkl.).....2.02,54 (1.00,24/1.02,30) 6. Alexandra Meissnitzer (Aust.)....2.02,61 (1.00,12/1.02,49) 7. SoniaNef íSviss! 2.02.76 Staðan 1. Meissnitzer (1.00,33/1.02,43) 488 2. Wachter 439 405 4. Ertl 393 349 Kranjska Gora, Slóveníu: Stórsvig karla: 1. Lasse Kjus (Noregi) 1.58,74 (59,28/59,46) 2. Michael VonGriinigen (Sviss) ....1.58,96 (59,06/59,90) 3. Mario Reiter (Austurr.).......1.59,21 (59,58/59,63) 4. Kjetil Andre Ámodt (Noregi)...1.59,24 (59,63/59,61) 5. Urs Kaelin (Sviss)............1.59,28 (59,14/1.00,14) 6. Christophe Saioni (Frakkl.)...1.59,50 (59,89/59,61) 7. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)......1.59,56 (1.00,29/59,27) 7. Steve Locher (Sviss)..........1.59,56 (1.00,24/59,32) 9. GiintherMader (Austurr.)......1.59,77 (1.00,12/59,65) 10.1anPiccard(Frakkl.)............1.59,93 (1.00,23/59,70) Indiana vann Los Angeles Lakers 109:98 og gerði Rik Smits 27 stig. Derrick McKey var með 17 stig, tók 13 fráköst og átti 11 stoðsendingar en Reggie Miller skoraði.21 stig í fjórða sigri liðsins í síðustu fimm leikjum. Nick Van Exel skoraði 20 stig fyrir Lakers og átti sjö stoðsending- ar. Eddie Jones nefbrotnaði í leik gegn Milwaukee fyrr í vikunni og lék ekki með gestunum. Allan Houston gerði 29 stig þegar Detroit vann Milwaukee 102:77. Otis Thorpe var með 19 stig og níu fráköst, Grant Hill skoraði 17 stig og átti sjö stoðsendingar. Þetta var fimmta tap Bucks í síð- ustu sex leikjum. Vin Baker var stigahæstur með 25 stig og hann tók níu fráköst. Glenn Robinson vár haldið niðri en hann hitti aðeins úr tveimur skotum af 13 og gerði fimm stig. Philadelphia kom á óvart og vann Utah 108:104 en þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem liðið sigrar í tveimur leikjum í röð. Trevor Ruffin skoraði 32 stig, Jerry Stackhouse 18 stig og tók 15 fráköst og Vernon Maxwell 15 stig. „Ég átti ekki von á þessum sigri,“ sagði John Lucas, þjálfari heimamanna. „Það er frá- bært að vera loks kominn á sigur- braut.“ Utah náði 18 stiga forystu í öðrum leikhluta en tókst ekki að halda fengnum hlut. Karl Malone var stigahæstur með 31 stig. Miami Heat gerði góða ferð til New Jersey og vann 112:104 eftir framlengingu. Kevin Gamble gerði 34 stig, Keit Askins 17 og Danny Schayes sömuleiðis. Alonzo Mourn- ing, Biliy Owens, Sasha Danilovic og Kevin Willis léku ekki með Miami vegna meiðsla en liðið vann 10:2 í framlengingunni. Kenny Anderson var stigahæstur heimamanna með 25 stig en Jayson Williams gerði 19 stig og tók 20 fráköst. Don MacLean jafnaði persónulegt met þegar hann gerði 38 stig í 109:104 sigri Denver gegn Golden State. Dale Ellis skoraði 21 stig og Dikembe Mutombo 18 stig. Chris Mullin var stigahæstur hjá Golden State með 26 stig. Morgunblaðið/Einar Falur KENNY Anderson var stigahæstur hjá New Jersey með 25 stig en Miami sigraði eftir framlengingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.