Morgunblaðið - 23.12.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.12.1995, Qupperneq 1
• Villleggja sjálfan signiður/2 • Kveðjustundin nálgast /4 • Upp og niður nótnaborðið /5 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 B BLAÐ Sixtínska guðsmóðirin •LESIÐ í MÁLVERK EITT hið fyrsta sem menn fóru að huga að eftir sameiningu Þýska- lands, var að búa betur að hinum óviðjafnlegu listasöfnum í Dresden, sem nú hafa gengið í gegnum þá gagngeru endurnýjun að óskipta hrifningu hefur vakið. Gert borgina aftur að einni eftirsóttustu perlu Evrópu, og jafnframt Mekka myndlistarinnar, er listamenn og listunn- endur dreymir að sækja heim sem í aldir áðúr. Sagan af því hvernig Dresdenbúar hófu svo til strax að endurreisa sögu- frægar byggingar úr rústum seinni heims- styijaldarinnar, með ber- um höndum að segja má, er sömuleiðis einn að- dáunarverðasti kafli í seinni tíma þýskri sögu. Tvö myndlistarsöfn eru sýnu þekktust í borg- inni, Albertinum og Zwinger, en það síðar- nefnda geymir eina mik- ilfenglegustu altaristöfiu sem máluð hefur verið. Hafi einhveijir málað guðsmóðurina og Jesú- barnið oftar, má þó alveg ganga út frá þvi, að eng- inn hafi í heildina gert það betur og af viðlíka upphafinni snilld um sína daga en hinn skammlífi og óviðjafnlegi Rafael, sem fæddist í Urbino í Toskanahéraði 1483, en léstí Róm 1520. Af öllum verkum hans er skara þetta viðfangs- efni, telst hin svonefnda Sixtínska Madonna í Dresden nafnkenndust. Fól Júlíus II páfi snill- ingnum unga að mála myndina fyrir háaltari San Sisto, kirkju svart- munka í Piacenza á Norður-Ítalíu. Hún dreg- ur nafn af kirkjunni, og er265 x 196 sentímetrar að stærð. Þetta óviðjafn- lega málverk varð til á árunum1513-14 og markar eitt hið sígild- asta, sem háendurreisnin bar með sér. Það sem einkenndi all- ar myndir Rafaels af Maríu og Jesúbarninu, var hin einfalda, mjúka og markvissa myndbygg- ing, og þótt Sixtínska Madonnan segi mikla og táknsæja trúarsögu opin- ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.