Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 2
2 B LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Sixtínska guðsmóðirin berunarinnar og þrett- ándans, er hún sáraein- föld, en svo yfirskilvit- lega fullkomin og vel máluð að við jaðrar að hún sameinist guðdómin- um. Meginveigur mynd- byggingarinnar felst í jafnstrendum þríhyrn- ingi, sem er tákn karl- mennskunnar, getnaðar- ins og hins skapandi máttar almættisins. Græna forhengið opnar augliti skoðandans leið inn í guðdómlegar víddir himinhæða. María og Jesúbarnið svífa hátt uppi í skýjum, umkringd rétt sýnilegum englask- ara. Til hægri hliðar krýpur heilagur Sixtus páfi II (257-258). And- aktug ásjóna hans, sem beinist upp til guðsmóð- urinnar, ásamt handar- hreyfingunni er vísar út úr myndinni, tákngerir hlutverk hans sem milli- göngumanns guðlegra afla og jarðarbúa. And- spænis honum krýpur heilög Barbara, en helgir dómar henni tilheyrandi eru varðveittir í San Sisto kirkju. Litlu engl- arnir í forgrunninum, sem virðast í senn svo hugsi, og eins og hlusta á himneskar raddir, styrkja myndbygging- una, gegna þýðingar- miklu hlutverki sem und- irstaða burðargrindar- innar, loka henni. Aug- Ijóslega yfirsást bæði Rafael sjálfum og samt- íðarmönnum hans hve einstakt listaverk það var sem þeir sendu til svartmunkanna í San Sisto í Piacenza, og hinn mikli skrásetjari tím- anna, Giorgio Vasari, minnist á verkið með tak- márkaðri hrifningu í rit- um sínum. Það var svo ekki fyrr en á 18. öld að orðspor myndarinnar fór að breiðast út, en þetta er engin ný saga því ýmis mögnuð sköpunar- verk veraldarsögunnar voru vanmetin og gleymd um aldir, og næg- ir að nefna hina óviðjafn- legu fresku Piero della Francesca i kirkjunni í Arrezzo í nágrenni Flór- ens. Sixtínska Madonnan var svo keypt til Dresden af Ágústi III kjörfursta af Saxlandi 1754, sem einnig átti þátt i kaupum á hundrað bestu myndum hertogans af Modena tíu árum áður, en þeir Ág- ústamir þrír, sem allir voru einnig konungar Póllands, lögðu grunninn að Jistrænni uppbygg- ingu borgarinnar og mik- ilfengleika hennar, en það er síst ofsagt að hún hafi verið eitt mikilfeng- legt listaverk yst sem innst. Það var mikil stund fyrir mig er ég á sínum tíma heimsótti Dresden, gekk inn um aðaldyr Zwinger safnsins og í langa og mikla álmu. í glerskáp fremst gat að líta eina fegurstu brynju og völundarsmíði sem ég hef augum litið, og til- heyrði Ágústi III, sem hafði viðurnefnið hinn sterki. Eftir að hafa skoðað málverk i mörg- um sölum blasti loks guðsmóðirin og Jesú- bamið við á vegg innst í álmunni, eins og fyrir- burður úr öðmm heimi, og var mér undarlega innanbrjósts að virða þetta sögufræga verk fyrir mér. Það var svo í Dresden, sem ég sá einna skýrast og heildstæðast dæmi um skyldleika völ- undarsmíðar, listiðnað- ar, hönnunar, byggingar- listar og myndlistar, og jafnframt í sinni hrein- ustu og ótvíræðustu framsetningu innbyrðis. Sagt er að þjá fáum megi fylgja þróun frá einum stíl til annars á jafn skýran og ótvíræðan hátt og hjá Rafael. í Per- ugia og Flórens, sem marka hina eiginlegu Etrúríu, kynntist hann laufléttri skreytilist. í höndum hans varð hún að óviðjafnlegum hlut- vöktum yndisþokka, sem jaðraði við miðju hinnar fullkomnu fegurðar. í henni eru útlínur líkam- ans svo eðlilegar og ná- kvæmar að líkt hefur verið við hreyfingar ölduborðsins. Hér streymir fram hin eðlis- bundna og hugsæja feg- urð sem á sér uppruna djúpt i sálu listamannsins og skynrænum kenndum hans, frekar en myndefn- inu sjálfu, samkvæmt kenningu ýmissa heim- spekinga endurreisnar- innar. Þeir afneituðu því að fegurðin væri falin í hlutunum sjálfum, frekar væri hún hin beina og þroskaða lifun lista- mannsins. í bréfl til vinar sins áréttar Rafael nauð- syn þess að virða vel fyr- ir sér fagrar konur, til að geta málað ímynd þeirra, en ef það væri ekki nóg yrði maður, vel að merkja, að treysta á hugsæið. Þetta skýrir gagngert fegurðarímynd háendurreisnarinnar, því í eðli sínu var hún sér- tæk, og fylgdi helst þeim reglum sem jafnvægið í myndbyggingunni bauð hverju sinni, eins og kem- ur svo fagurlega fram í myndum hans sjálfs. Þótt málverk Rafaels séu til á ótal eftirprent- unum og í bókum, jafnast skoðun þeirra ekki á við þá lifun, að standa aug- liti til auglitis við frum- gerðirnar, og hvað Sixt- ínsku guðsmóðurina snertir réttlætir hún ein fullkomlega pílagríms- ferð til borgarinnar við Saxelfi. Bragi Ásgeirsson Róttækar hugmyndir menningarmálaráðherra Tékklands Vill leggja sjálfan sig niður RITHÖFUNDURINN Pavel Tigrid ætlar sér að eiga stuttan stans í stóli menningarmálaráðherra. Hann vonar að enginn eftirmað- ur setjist í þann stól, heldur taki við listaráð hins opinbera. PAVEL Tigrid langar helst af öllu til að loka fyrir fullt og allt menningar- ráðuneyti Tékkneska lýð- veldisins en það kann að hljóma undarlega vegna þess að hinn 78 ára gamli rithöfundur er menning- armálaráðherra landsins. Hann sneri heim úr útlegð á síðasta ári til að taka embættið að sér en finnst að ráðuneytið allt og menningar- stefna beri keim af arfleifð kom- múnismans. Lýðræðisstjórn eigi að hafa sem minnst afskipti af list og listsköpun. „Listin“ hafði það gott á komm- únistaárunum, segir hann í samtali við blaðamann The New York Tim- es. Flokkurinn hafi verið mjólkur- kýr og hún hafi mjólkað vel. Fé hafi verið veitt á báða bóga, til leik- húsa, kvikmyndagerðarmanna, en með einu skilyrði; engin stjómmála- tengsl. „Þetta voru nokkurs konar mútur.“ Nú hefur frelsi í stjórnmálum tekið við af kommúnisma, tékk- neska stjómin fæst ekki lengur við að „múta“ listamönnum og menn- ingarmálaráðuneytið er því óþarft að mati Tigrid. Starfsmennirnir 220 halda uppi „skelfilegu skrifræði“ sem étur upp það fé sem ætlað er til listamannanna. Auk þess telur ráðherrann að tími sé kominn til að óperur, leikhús og ballettar fari á stúfana og leiti sér stuðnings hjá einkaaðilum. En eftir 21 mánuð í embætti hefur Tigrid einnig komist að því að breytingar taka tíma. „Ég hafði rangt fyrir mér þegar ég taldi að leggja mætti ráðuneytið niður á einu til tveimur árum. Núna tel ég að fimm ár þurfi að koma til viðbót- ar - ekki meira.“ Með öðrum orð- um, Tigrid hefur komist að því að hinar róttæku hugmyndir hans eiga ekki upp á pallborðið hjá pólitískum andstæðingum, ríkisstarfsmönnum og allra síst listamönnunum sjálf- um. „Menningarböðull" Á sama tíma og hópur rithöfunda og málara andæfði ríkjandi stjórn- arfari kommúnista og hætti á of- sóknir og fangavist, treystu leikar- ar, söngvarar og dansarar á ríkis- 'styrki. Nú hefur féð að mestu leyti horfið, kvikmyndaiðnaðurinn hefur verið einkavæddur og margir leik- arar og leikstjórar basla við að láta enda ná saman. Þeir beina spjótum sínum að Tigrid, saka hann um að vera menn- ingarböðul ríkisstjómar Vaclav Klaus, sem leggur mikla áherslu á hraðar efnahagsumbætur. Telja þeir hann ennfremur úr tengslum við tékkneskt listalíf þar sem hann hafi verið fjóra áratugi í útlegð. Hann á svar við því: „Ég var kallaður heim frá útlöndum einfald- lega vegna þess að forverum mínum hafði ekki tekist ætlunarverkið. Þessi gagnrýni beinist ekki að mér fyrir að hafa mistekist. En ég geri mér grein fyrir því að ég er hluti af raunsærri ríkisstjórn sem starfar í markaðsumhverfi. Ég á mér enga framtíð í stjórnmálum og ég tek ekki þátt í pólitískum leik. Eg er 78 ára og mun snúa aftur til Frakk- lands þegar þessu er lokið.“ Tigrid gefur lítið fyrir fullyrðing- ar um að hann þekki ekki heima- land sitt. í heimsstyijöldinni síðari starfaði hann í Bretlandi fyrir BBC- útvarpið, og sá um útsendingar þess á tékknesku. Hann sneri aftur til Tékkóslóvaíku árið 1945 en yfir- gaf landið að nýju árið 1948 þegar kommúnistar tóku völdin. Fyrsti áfangastaður hans var Þýskaland þar sem hann vann við útvarpsstöð sem sendi út tékkneskt efni til Tékkóslóvakíu. Þá hélt hann til Bandaríkjanna þar sem hann kom á fót ársfjórðungsriti á tékknesku, Vitnisburði. Hann settist að í Frakklandi árið 1960 þar sem hann hefur sent frá sér fjölda bóka, auk þess sem hann hélt útgáfu ritsins áfram. „Hugmyndin að baki Vitnisburði var ékki að þar væri rit flótta- manna, heldur menningar- og stjórnmálarit, sem ætlast var til að lesið yrði í Tékkóslóvakíu," segir Tigrid og bætir því við að á meðal fjölmargra rithöfunda, sem birtu efni í blaðinu undir dulnefni, hafi verið Vaclav Havel, sem nú er for- seti landsins. „Ég fylgdist því náið með því sem gerðist í heimalandi mínu. Ég hef verið svo hrokafullur að segja að ég hafi víðtækari þekk- ingu á tékknesku listalífi en margir þeirra sem hafa búið hér alla ævi.“ Breytingar - ekki kreppa Þeim sem segja að tékkneskt listalíf sé í kreppu, svarar hann því að það gangi nú í gegnum breyting- ar. Margt af því sem áður var á könnu menningarmálaráðuneytis- ins, hefur nú færst til annarra ráðu- FERSKT OG FRAM- SÆKIÐ TÍMARIT Nýir ritstjórar, Jón Karl Helgason og Ró- bert H. Haraldsson, hafa séð um útgáfu Skírnis á þessu ári. I samtali við Orra Pál Ormarsson segja þeir að þrátt fyrir langa sögu sé tímaritið enn ferskt og framsækið og hafi fulla burði til að fylgja tímanum. SKÍRNIR er eitt elsta tímarit í Evrópu — hefur verið gef- inn út árlega frá 1827 af Hinu íslenzka bókmennta- félagi í Kaupmannahöfn og frá 1890 í Reykjavík. Var hann í fyrstu al- mennt frétta- og menningarrit en sameinaðist Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags 1904. Síðan hefur Skírnir sinnt öllum sviðum íslenskra fræða og á síðari árum einnig heim- speki og öðrum fræðigreinum. Tíma- ritið kemur út tvisvar á ári. „Saga Skírnis er orðin löng og hefðin sterk,“ segir Jón Karl Helga- son sem ásamt Róberti H. Haralds- syni var ráðinn ritstjóri tímaritsins fyrir ári síðan. „Fyrir skömmu frétt- um við af Hollendingi nokkrum sem hugsaði Skírni þegjandi þörfina. Hann ritstýrði að sögn næstelsta tímariti í Evrópu sem er þó nokkrum árum yngra en Skírnir og átti hann sér þá ósk heitasta að Skírnir færi að lognast út af. En því fer fjarri.“ Jón Kari er bókmenntafræðingur að mennt og hafði starfað í eitt og hálft ár með forverum þeirra Ró- berts, Vilhjálmi Árnasyni og Ástráði Eysteinssyni, áður en hann tók við ritstjórastarfinu og var því flestum hnútum kunnugur. „Sá tími var mér mjög gagnlegur," segir hann, „og tiyggir æskilegt samhengi í útgáfu ritsins." Róbert sem er menntaður í heimspeki hafði aðeins tengst Skírni sem áskrifandi og greinarhöf- undur, en hann bjó að reynslu sem ritstjóri tveggja greinasafna sem Siðfræðistofnun gaf út. Ritstjórarnir segja að þrátt fyrir langa sögu sé Skírnir ferskt og framsækið tímarit. Þeir benda á að ritið hafi tekið um- talsverðum breytingum á undan- förnum árum og tíminn eigi eftir að leiða í ljós hvort breyttar áherslur verði lagðar í kjölfar ritsLjóraskipt- anna. „Skírnir varð mun almennara rit í tíð Vilhjálms og Ástráðs," segir Jón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.