Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 B 3 neyta og héraðsstjórna. Þá er í bí- gerð lagasetning sem kveður á um skattaívilnanir til þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem fjármagna menningarviðburði. „Hér er til fólk sem hefur auðgast mjög á síðustu fimm árum en hirðir ekkert um list. Þeir vita ekki einu sinni um hvað þær snúast. En nú er miðstéttin að eflast og það opnar listinni leið. Auðvitað vill rúmlega helmingur Tékka frekar kneyfa öl á knæpum en sækja listviðburði en áhugi á list eykst engu að síður.“ Forgangsverkefni ráðuneytisins að mati Tigrids er að endurbyggja söfn, minnismerki og kirkjur, sem eru hluti menningararfleifðar þjóð- arinnar sem ekki var hirt um á tím- um kommúnista. Um 75% þess fjár sem ráðuneytið hefur yfir að ráða rennur til þessa verkefnis en af- gangurinn rennur t.d. til kammer- hljómsveita sem hefur ekki tekist að fá neinn til að styrkja sig. „Starf t okkar er jafnvægislist," segir hann. Margir tónlistarmenn hafa geng- ist undir kröfur markaðsins. Millj- ónir ferðamanna sækja Prag heim á ári hverju, margar kirkjur borgar- innar gegna nú hlutverki hljóm- leikasala þar sem tónlist Mozarts, Vivaldis og Bachs er leikin í sífellu. Kvöld eitt fyrir skömmu voru haldn- ir 22 tónleikar í borginni og enginn tónlistarmannanna hafði hlotið til þess opinberan fjárstyrk. Nokkur gallerí sem sýna nútíma- list hafa verið opnuð og myndlistar- mönnum er að lærast hvernig kom- ast megi af á frjálsum markaði, þó að fjöldi þeirra haldi enn út fyrir landsteinana. Þeim er fullljóst að engan aur er að fá hjá ríkinu, meira að segja Nútímalistasafnið, sem verður opnað í þessum mánuði, hefur ekki bolmagn til að kaupa nema örfáar myndir af listamönn- um og verður þvi að fá þær flestar lánaðar. Vandamálin sem blasa við eru af ýmsum toga og eitt það stærsta er hjá tékknesku fílharmóníuhljóm- sveitinni. Hljóðfæraleikarar hennar eiga í erjum við hljómsveitarstjór- ann, Gerd Albrecht. Óróinn hefur verið svo mikill að afmælisdagskrá hljómsveitarinnar í tilefni 100 ára afmælis hennar á næsta ári hefur verið stefnt í voða. Tigrid bað hljóm- sveitarmeðlimi fyrir alla muni að láta af deilunum og hegða sér al- mennilega í eitt ár. En þetta er ekki hlutverkið sem Tigrid kýs sér. Hann telur best að hljómsveitin stjórni sér sjálf. Og í sinn stað vill hann að stofnað verði listaráð svipað og er í Bretlandi og Danmörku. Sem þýðir það að pen- ingar skattgreiðenda renni áfram til listarinnar. En reynslan af stjórn kommúnista hefur sannfært hann um að engin ríkisstjóm eigi að ráða því hver fái hvað. VINIRNIR Steve (Aðalsteinn Bergdal), Stanley (Valdimar Örn Ljósmyndir/Bjöm Gíslason Flygenring), Pablo (Skúli Gautason) og Mitch (Guðmundur) MITCH (Guðmundur Haraldsson) kveikir í fyrir Blanch Rósa Guðný Þórsdóttir). Sporvagninn Gimd EITT frægasta leikverk tuttugustu aldar er án efa Sporvagninn Girnd eftir bandaríska leikritaskáldið Tennessee Williams, en Leik- félag Akureyrar frumsýnir það á þriðja degi jóla undir leikstjórn Hauks J. Gunnars- sonar. „Verkið gerist í New Orle- ans í suðurríkjum Bandaríkj- anna um miðja öldina og fjall- ar um kennslukonu, Blanche Dubois, sem leitar á náðir syst- ur sinnar og mágs, Stellu og Stanley Kowalski. Blanche er á flótta frá fortið sinni og er á barmi örvæntingar. Meðan á dvöl hennar stendur flettist ofan af henni og upp úr kafinu koma óblíð örlög og myrkir atburðir sem ekki þola dagsins (jós. í húsi systurinnar og hins hrjúfa mágs gerast atburðir sem leiða hana fram á brún vitfirringar. Þegar Sporvagninn Gimd var frumsýndur í Banda- ríkjunum 1947 sló verkið svo rækilega í gegn að höfundur- inn varð heimsfrægur á einni nóttu. Síðan hefur það verið á verkefnaskrá leikhúsa um all- an heim. Kvikmyndin frá ár- inu 1951 með Vivien Leigh og Marlon Brando þykir með betri kvikmyndum frá Holly- wood og varð til þess að skjóta Brando upp á stjörnuhimin- inn. Þjóðleikhúsið sýndi Spor- vagninn Gimd fyrir tuttugu ámm og síðan hafa áhorfend- ur ekki átt kost á að sjá leikrit- ið á íslensku leiksviði, fyrr en nú,“ segir í kynningu. Hlutverk Blanche og Stan- leys eru eftirsótt af leikurum að glíma við. í sýningu LA em það Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Öm Flygenring sem takast á við þessar makalausu persónur. Bergljót Arnalds er í hlutverki Stellu og Guð- mundur Haraldsson fer með hlutverk Mitch. Aukahlutverk Sigurður Hallmarsson, Þórey Aðalsteinsdóttir og Valgarður Gíslason. Leiksljóri er Haukur J. Gunnarsson og hannar hann jafnframt búninga. íslenska þýðingu gerði Örnólfur Áma- son. Leikmynd er eftir Svein Lund-Roland og lýsingu hann- ar Ingvar Bjömsson. Blústónl- ist setur mikinn svip á sýning- una og er höfundur hennar Karl O. Olgeirsson. Fmmsýning miðvikudaginn 27. desember kl. 20.30 - 2. sýning föstudaginn 29. desem- ber kl. 20.30 - 3. sýning laug- ardaginn 30. desember kl. 20.30. Leikfélag Akureyrar frumsýnir þriðja dag jóla Morgunbkðið/Júlfus RÓBERT H. Haraldsson og Jón Karl Helgason segja að íslensk menning og umræðan um þjóðerni séu í deiglunni. Karl. „Áður var höfuðáhersla lögð á íslenskar bókmenntir en á síðari árum hefur Skírnir sinnt íslenskri menningarsögu almennt. Við höfum haldið áfram á sömu braut. í þessum fyrsta árgangi sem við ritstýrum má finna grein um landnám í Húna- þingi, greiningu á ljóðum Jónasar Hallgrímssonar, yfírlit yfír viðtökur á íslenskum fornbókmenntun í Rúss- landi á nítjándu öld, umfjöllun um dagbækur íslensks alþýðumanns sem skrifaðar voru um aldamótin síðustu og uppkast að stjórnarskrá íslands fyrir tuttugustu og fyrstu öldina, svo dæmi séu nefnd.“ Róbert bendir á að sérfræðiritum hafí fjölgað hér á landi en þau þjóni fyrst og fremst þeim tilgangi að vera vettvangur þar sem fræðimenn skrifí fyrir fræðimenn innan sömu fræðigreinarinnar. Skírnir leggi sig aftur á móti fram um að vera fræði- legt, vandað tímarit sem h'öfðað geti til almennings. „Sennilega hefur sjaldan verið jafn mikil þörf fyrir víðtækt menningartímarit þar sem fólk á ólíkum sviðum hittist, bæði sem höfundar og lesendur. Bók- menntir skipa þó áfram veglegan sess í Skírni.“ Róbert bætir við að í vorheftinu hafði þýðing Hauks Hannessar á fyrstu bók Eneasarkviðu eftir Virgil víkkað hefðbundinn ramma ritsins. „Þau góðu viðbrögð sem þýðingin fékk voru okkur hvatning til að halda á sömu braut. í haustheftinu sem nú er komið út má meðal annars finna þýðingu Eyjólfs Kjalars Emils- sonar á frægri ritgerð Plótínosar um fegurðina." Ritstjórarnir segjst von- ast til að geta birt fleiri þýðingar af svipuðu tagi í framtíðinni. Pólitískt hlutverk Jón Karl segir athyglisvert að stærstu menningartímarit landsins, Skírnir og Tímarit Máls og menning- ar, hafí orðið til og eflst í pólitísku umróti; Skímir í sjálfstæðisbarátt- unni og Tímarit Máls og menningar í deiglunni við upphaf heimsstyijald- arinnar síðari. „Eg hef á tilfinning- unni að þessi tímarit ásamt fleirum muni á næstu árum hafa auknu pólitísku hlutverki að gegna, að vísu í öðrum skilningi en þegar þeim var hleypt af stokkunum. Svo virðist sem hugtakið íslenskt þjóðerni sé að ganga í gegnum einskonar hreinsun- areld. Fræðimenn eru að reyna að átta sig á úr hvaða þáttum það er samsett og hvernig það móti sjálfs- mynd þjóðarinnar og afmörkuð svið þjóðlifsins, svo sem stjórnmálaum- ræðuna og einstakar fræðigreinar. Þessar spurningar vom áberandi í vorhefti þessa árgangs og það bend- ir allt til þess að umræða um þjóðern- ið muni halda áfram á síðum Skírn- is á næsta ári.“ Ritstjórarnir segja að framboð á efni til birtingar í Skími sé umtalsvert, ekki síst á rit- gerðum. Helst sakni þeir fleiri Skím- ismála en þeim efnisflokki er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir al- menn málefni sem tengjast samtím- anum, þar á meðal viðbrögð við greinum sem birst hafa í tímaritinu. Þó séu nokkur ánægjuleg dæmi þess að skoðanaskipti hafí spunnist áfram ár frá ári. í haustheftinu 1995 megi til dæmis finna viðbrögð Sigurðar A. Magnússonar við spumingum sem Páll Skúlason beindi til rithöf- unda í Skírni árið 1990 en áður hafí Guðbergur Bergsson og Álfrún Gunnlaugsdóttir svarað Páli.' „Skírnismál er kjörinn vettvangur fyrir styttri og snarpari greinar," segir Róbert. „Kosturinn við að birta slíkt efni í Skírni er að orðin gleym- ast ekki jafn fljótt í tímariti og sú umræða sem fram fer í dagblöðum og ljósvakamiðlum.“ Auk ritgerða og Skímismála eru greinar um bækur fastur liður í Skími en þær spanna allt frá ritdóm- um um einstök verk til viðameiri úttekta. Þannig eru í haustheftinu fjallað um íslenskar sjómannasögur í einni grein og um nokkur nýleg örsagnasöfn í annarri. „Með því að kalla þetta greinar um bækur viljum við hvetja höfunda til að hefja til samræðu þau verk sem til umfjöllun- ar eru hvetju sinni, fremur en að þeir séu bundnir við hefðbundið dómarasæti,“ segir Jón Karl. Skemmtilegt verkefni Ritstjóramir segjast vera sáttir við árið sem er að líða og segja rit- stjórastarfíð afar gefandi. „Við höf- um tekið þá stefnu að vera virkir sem ritstjórar og okkur heyrist að flestir höfundar kunni því vel,“ seg- ir Jón Karl og Róbert tekur í sama streng: „Það er í senn krefjandi og skemmtilegt að hjálpa höfundum að ná því besta út úr sjálfum sér og um leið ákaflega lærdómsríkt fyrir mann sjálfan." Þeir líta því björtum augum til framtíðar og segja höfuðmarkmiðið að efla Skími og þróa. „Lykilatriðið er vitanlega að gera sérhvert hefti eins vel úr garði og unnt er,“ segir Róbert. „Engu að síður mætti kynna tímaritið betur og það væri gaman að bæta fleiri áskrifendum í hópinn, þar á meðal yngra fólki og náms- mönnum." Jón Karl bendir á að Skírnir hafi á undanförnum ámm verið iðinn við að kynna verk ungra fræðimanna. 1 þessum nýja árgangi séu til að mynda sex höfundar um þrítugt eða yngri. „Þessi kynslóð er að átta sig á að Skírnir er einnig þeirra tíma- rit, tímarit sem tekur mið af nýjum aðstæðum í þjóðfélaginu og vill taka þátt í að móta þær.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.