Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 4
4 B LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVEÐJU STUNDIN NÁLGAST Leiklistarunnendur muna vafalaust flestir eftir uppfærslu Litháans Rimasar Tuminas á Má- vinum eftir Tsjekhov í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum. Hann er nú kominn aftur ásamt löndum sínum, Vytautas Narbutas, leikmynda- og búningahönnuði, og Faustas Latenas tón- skáldi til að setja upp í Þjóðleikhúsinu leikrit um mesta flagara allra tíma, Don Juan, eftir eitt fræg- asta leikskáld Frakka, Moliére. Þröstur Helga- son spjallaði við Rimas um nýstárlega sýn hans á verkið og leiklistina yfirleitt. DON JUAN eftir franska leikskáldið Moliére (1622-1673) fjallar um einn mesta elskhuga allra tíma; mann sem konur dýrk- uðu en karlar hötuðu. Don Juan gerði hvað sem er til að fá þá konu sem hann vildi, hann var flagari, ósvífinn, siðlaus og samviskulaus. Samt sem áður var hann iðulega eins og sakleysið uppmálað í tærri ást sinni á konum, ást sem er ódauðleg en dró hann engu að síður til dauða. Við hlið Don Juans stóð auðmjúkur þjónn hans, Sganarelle, sem aðstoðaði hann í kvennamálun- um með endalausar siðapredikanir á vör. Þetta verk er litháíski leikstjórinn Rimas Tuminas að setja upp í Þjóð- leikhúsinu en frumsýnt verður ann- an í jólum. Fyrir tveimur árum setti Rimas upp Mávinn eftir Tsjekhov í sama leikhúsi og hlaut fyrir það Menningarverðlaun DV. Eins og þá koma nú með honum landar hans, Vytautas Narbutas, leikmynda- og búningahönnuður, og Faustas Lat- enas tónskáld en þeir þremenningar hafa unnið saman til fjölda ára. Neyðist til að sviðsetja Enn eru nokkrir dagar til stefnu,“ segir Rimas, þegar ég spyr hvort hann sé tilbúinn til að segja frá túlkun sinni á verkinu, „og enn er mikill munur á þeirri mynd sem nú er á sýningunni og lokagerð hennar." í raun og veru eru þó aðeins þrír dagar til stefnu; „þrír dagar og þrjár nætur,“ bætir hann við og kímir. Að sögn Ásdísar Þórhallsdóttur, aðstoðarleikstjóra og túlkanda, þykja vinnubrögð Rimasar nýstár- leg meðal annars vegna þess að sýningin er í mótun fram á síðasta dag; því sé það svo að þegar aðeins þrír dagar séu til stefnu sé enn margt óklárað, hugmyndavinnunni sé jafnvel ekki lokið. „Ég er ekki búinn að raða saman hugsanabrot- unum,“ segir Rimas, „hef ekki steypt þeim saman í eina heildstæða hugmynd. Að einhverju leyti fínnst mér ég kannski vera að fara út af „ÉG LÍT á Don Juan sem mikinn mann með stóra sál. Hann er listamaður og eiiítið á skjön við samfélagið, í bar- áttu við meðalmennskuna sem birtist í Sganarelle," segir Rimas Tuminas, leik- stjóri. „EFTIR dauða Don Juan sest Sganarelle svo i stól hans; maðurinn sem bar ekkert skynbragð á lífslistina, hinn forheimskaði samfélags- þræll. í því felst tragedía ieiksins." Morgunblaðið/Kristinn Morgunblaðið/Kristinn DON JUAN gerði hvað sem er til að fá þá konu sem hann vildi: hann var flaeari. ósvífinn. siðlaus oer samviskulaus. sporinu sem ég var upphaflega á.“ Rimas segist vera maður litla leikhússins, kammerleikhússins. „í vinnu minni stefni ég ætíð að því að sýningin fylli út í rými leikhúss- ins; allt húsið á að vera undirlagt af sýningunni. í litlu leikhúsunum set ég því upp sýningar án þess beinlínis að setja þær á svið. Þetta er aðferð sem felur það líka í sér að leikararnir leika sýninguna án þess að vera að leika. í jafnstóru húsi og Þjóðleikhúsinu neyðist ég hins vegar til að sviðsetja, rýmið er of mikið til að hægt sé að láta sýninguna fylla út í það. Ég er því að kljást við annan stíl en ég er vanur sem hefur kannski ýtt mér eilítið út af sporinu." Dauði Don Juan Rimas Tuminas er lágvaxinn og grannur, með svart hár og skegg, dökk augu, eilítið dramatískt and- litsfall. Hann talar með djúpri og lágri rödd, einbeittur á svip, yfir- vegaður en gýs öðru hveiju. Hann er orðsins maður, mælskur og eins og leikstjórnarstíllinn gefur til kynna er hugmyndaauðgin mikil. Sýningar hans bera mikilli túlkun- argáfu glögg merki; hann veltir upp nýjum hliðum á gömlum verkum. En um leið er hvert verk honum tilefni til sjálfsskoðunar, eins og fram kemur í spjalli okkar. „Mig langar til að þessi sýning segi söguna af morðinu á Don Juan, dauða Don Juan en ekki um þá refsingu sem hann hlýtur fyrir lí- ferni sitt vegna þess að hann gerði ekkert illt. Líklega hef ég syndgað meira en Don Juan en einhverra hluta vegna er ég á lífi enn, jörðin hefur einhverra hluta vegna ekki opnast og gleypt mig. Að vissu leyti set ég þessa sýningu upp til að gera eins konar yfirbót, til að frelsa mig frá syndum mínum. Samfélag manna er grundvallað á ákveðnum siðferðisreglum. Öll reynum við að viðhalda þeim, rækta þær með okkur; við reynum að líta í eigin barm og gera betur. í þessu samhengi getum við litið á Don Juan sem uppsprettu hins illa, sem tákn siðleysis. Ög þess vegna þurf- um við að losa okkur við hann, samfélagið þarf að koma honum fyrir kattarnef svo við getum lifað í friði og ró, svo samhljómur verði aftur meðal manna. Það verður hins vegar ekki fyrr en seinna sem við munum skilja að við drápum ekki rétta manninn; fyrst þurfum við að losa okkur við eigin siðferðisbresti, lygina, óheið- arleikann, allt hið neikvæða. Don Juan er á aldur við mig, aldri þegar fólk horfir aftur og end- urmetur gjörðir sínar, gagnrýnir sig sjálft. Maður er orðinn þreyttur, það er fátt sem manni þykir þess vert að trúa á, það lítur ef til vill út fyrir að ég elski en ég efast sjálfur og ég finn að það er eitthvað sem mig langar til en löngunin er veik. Eitt sinn var ég ungur, ég átti mér drauma og var kraftmikill en svo er ekki lengur. Þetta er einmitt staða Don Juan í uppfærslu minni. Við sjáum hann veikan og þreyttan reyna að verja sig 'fyrir hinum sjálfsgagnrýnu hugsunum. En um leið sjáum við fortíðina að baki honum, við sjáum í honum þann Don Juan sem hann einu sinni var og við þekkjum best. Á þessum erfiða aldri þegar lífs- viljinn er að bresta berst Don Juan hjálp frá manni að nafni Sganar- elle; hann er þjónn sem vill hjálpa til á lokasprettinum, ýta honum nær dauðanum, skerpa harminn og kvöl- ina. Eftir dauða Don Juan sest Sganarelle svo í stól hans; maðurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.