Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 1995 B 7 Á fæðingarhátíð frelsarans TÓNLIST Sígildir diskar HÁNDEL G. F. Handel: Messías. Margaret Marshall (S), Catherine Robbin (MS), Charles Brett (KT), Anthony Rolfe- Johnson (T), Robert Hale (B), Saul Quirke (drengja-S). Monteverdi-kór- inn og English Baroque Soloists u. stj. Johns Eliots Gardiners. Philips 432 297-2. Upptaka: DDD, London 11/1982. Lengd (2 diskar): 2.17:08. Verð: 2.999 kr. EF UNDAN er skilin Jólaórat- óría Bachs er ekkert sígilt andlegt tónverk tengdara jólunum en órat- óría Hándels, Messías. Það bregzt aldrei um vetrarsólhvarfaleytið: í hvert skipti, allt frá forleiknum og tenóraccompagnatóinu Comfort ye, my people til lokafúgu kórsins, Amen, smýgur ólýsanlegur ylur vonar og gleði þessa meistaraverks kirkjutónmenntanna um sálarkytru hlustandans, enda ber það öll auð- kenni innblásturs á efsta stigi. Trú- lega hafa fá jafnfyrirferðarmikil tónverk heillað jafnmargar kyn- slóðir — og verið samin á jafn- skömmum tíma (þ.e.a.s. á þrem vikum; skv. handriti hafið 22. ág- úst 1741 og lokið 12. september). En það er allt of kunnugt til að eyða þurfi um frekari orðum. Eftir stendur, að Messías er slíkur horn- steinn í hveiju plötusafni, að menn vanda sérstaklega til valsins þegar að kaupum kemur, vitandi að frammistaða flytjenda þarf að duga manni í áratugi. Sem betur fer er um auðugan garð að gresja og með sífellt fleiri yfírfærslum eldri vinyl-hlemma til viðbótar við nýgræðinginn verður gróðurvalið á geislamiðlinum æ fjölbreyttara. Messías er öðrum barokkverkum fremur bundið sterkum rómantískum flutnings- hefðum, sem sagnrétta stefnan síð- ustu áratugi hefur ekki alveg náð að kveða niður. Þeir, sem muna eftir tímum stórra hljómsveita í barokktúlkun, geta nú nálgazt upp- tökur allt frá því um miðja öldina, þeirra á meðal í útsetningu Moz- arts, sem lét sig ekki muna um að láta kollegann liðna njóta framfar- anna í orkestrun 40 árum eftir frumflutninginn í Dyflinni, er hann bætti við tréblásurum og básúnum og þótti (þá) öllum sjálfsagt. Thom- as Beecham lét skella málmgjöllum í Halelúja-kórnum og kipptu fáir sér upp við það. Messías þoldi þetta allt saman og meira til; tónlistin er í senn það náin og „grand“, að 200 manna uppfærslur virðast eiga jafnvel við og smásjárlið eins og The Scholars á Naxos með 11 strengi og 14 manna kór. Hin gömlu kynni gleymast ei og gildir það ekki sízt um Messías, að margir binda sitt trúss við eina upptöku fram á efri ár. Aðrir taka sér far með tízkuvagninum og yngja upp í safninu með „upphaf- legri“ túlkun, þótt mótsagnarkennt kunni að hljóma. Því vitaskuld fékk bautasteinn af þessari stærðargr- áðu ekki að hvíla lengi óáreittur í Bragatúni fyrir upphafsfrumheij- um eins og Harnoncourt, Pinnock og Gardiner. Útgáfa Gardiners frá 1982 er líklega meðal hinna fyrstu slíkra í Bretlandi, þar sem verkið þykir þjóðardjásn og rómantíska túlkun- arhefðin er sterkust, og hefur án efa þurft dirfsku til að hrófla við henni, jafnvel með sagnfræði og heimildarrýni að vopni. Engu að síður fær maður á tilfinninguna, að Gardiner fari hálfgerða meðal- leið, því allar tiktúrur og rembingur við að reyna að gera eitthvað sem engir aðrir hafa gert eru furðu lítt áberandi hér miðað við mann, sem einmitt þá er í því að negla nafn sitt á stjórnandahimininn. Hin ýkta „bjölludýnamík“ sem enn var alls- ráðandi í kórréttri upphaflegri bar- okkstrengjatúlkun um 1980 er í þessu tilviki innan auðþolanlegra marka og drengjasópraninum með- al einsöngvara er ekki att á ósyngj- andi flúr-forað líkt og Harnoncourt gerði í Das Alte Werk-upptökunum af Bachkantötum heldur er stráksi aðeins settur í hinn viðráðanlega kafla And there were shepherds biding, þar sem barnslegur sakleys- istónninn þjónar mestum tjáning- artilgangi. Þó að English Baroque Soloists spili eins og englar og einsöngvar- arnir — einkum efstu þijár fullorð- insraddirnar, Marshall, Robbin og Brett — syngi eftirminnilega vel, þá eru það söngvarar Monteverdi- kórsins sem mest hirða lárviðar- laufið fyrir einstaka hljómþýðu, nákvæmni og sprækleika. Hin fis- léttu tempó Gardiners eru sem snið- in fyrir kórinn í F.or unto us a child is born og His yoke is easy, en þó að þeir félagar „læðupokist" inn í Halelújakórinn mikla — óskiljanleg lýti á annars ljómandi plötu — þá eiga þeir líka til kraft og höfga, þótt sumum þætti kórinn kannski óþarflega spar á slíkt. Alveg jafn- hrífandi og LSO-kórinn var í hinni aldarfjórðungsgömlu útgáfu sir Colins Davis er hann þó ekki, enda ber sá Messíasarkór af að mínu viti. Upptakan er hvöss og fín. PASSÍUTÓNLIST Heinrich Schiitz: O bone Jesu, fili Mariae, helgikonsert (SWV 471). Dietrich Buxtehude: Membra Jesu Nostri, kantötubálkur (BuxWV 75). Monteverdi-kórinn, English Baroque Soloists og Fretwork u. stj. Johns Eliots Gardiners. Archiv 427 660-2. Upptaka: DDD, Ham- borg 1990. Lengd: 72:42. Verð: 1.899 kr. SUMIR skynja aldirnar í Iitum. Þeirra á meðal er undirritaður, fyr- ir hveijum öldin fimmtánda er t.d. heiðblá, sú 16. gulbrún, sú 18. gljá- rauð, o.s.frv. Af hveiju sautjánda öldin, tími þeirra Schiitz (1585- 1672) og Buxtehudes (1637-1707), er biksvört, er ekki gott að segja; kannski er það bara vegna yfir- borðslegra sjónhrifa frá öllum þess- um samtímamálverkum af svart- klæddum prestshjónum með stein- svip. Öllu skemmtilegri er þó sá möguleiki, að aldarfarið lýsi sér með táknrænum lit, og á þar sautj- ánda öldin vissulega inni fyrir svörtu ef haft er í huga mann- skætt þijátíuárastríðið, galdraof- sóknirnar, einokunarverzlunin og ríghörð rétttrúnaðarlúterskan í Norður-Evrópu. Haldinn slíkum fordómum er kannski skiljanlegt hversu lítið 17. aldar tónlistin hefur hingað til höfð- að til manns, a.m.k. fram að því er tónskáldin fóru að ráða við nýja dúr/moll-kerfið. Það er að vísu ekki réttlátt gagnvart ótvíræðum snillingi eins og Schutz, sem enn um miðja öldina er með annan fót- inn í heimi kirkjutóntegunda fyrri tíma. Það heyrist bezt á litlu perl- unni hans við latneskt miðalda- helgikvæði, „Ó góði Jesús, Maríu sonur“ í rondóformi með einsöngsr- esitatíf og dúetta innan um 6-radd- að kórviðlag í beinlínis frábærum flutningi Monteverdi-kórsins og gömbuleikaranna í Fretwork-kvint- ettnum. Kvæðið er kennt við Bern- harð frá Clairvaux, þann er kom fyrstu krossferðinni á koppinn. Eiginlega er misráðið að tefla þessum diski fram um jól, því tón- listin er tengd píslarsögu páskanna. Kantötubálkur Buxtehudes við annað latneskt miðaldakvæði um fót Jesú, kné hans, hönd, síðu, bijóst, hjarta og andlit er að stíl næsti bær á undan Bach, en á sam- merkt með verki Schutz að vera þrungið svipaðri miðaldadulúð, sem lengi eimdi eftir í þýzkri lútherskri kirkjutónlist á 17. öld, sérstaklega í passíutónlistinni. Einnig hér fremja Monteverdi-félagar og Gardiner snilldarflutning og vekja þá spurningu, hvort fornmúsíkin sé ekki þeirra sterkasta hlið. Membra Jesu nostri var tileinkað vini Buxtehudes, Gustaf Dúben, tónlistarstjóra við sænsku hirðina í Stokkhólmi, og flutt þar, en að vísu aldrei í heild, eins og smíði þess gefur þó til kynna að sé ætlun tónskáldsins. Hugarheimur verks- ins og framsagnarmáti kunna að virðast fjarrænir nútímahlustend- um. En í þessum flutningi vinnur tónlistin fljótt á; hún er sem sköpuð fyrir stund íhugunar og kyrrðar eftir jólaamstrið og á raunar erindi hvenær árs sem er. Upptakan heyr- ist vera nánast fullkomin, líkt og við á um flest frá Archiv. Ríkarður Ö. Pálsson MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYMDLIST Önnur hæð Alan Charlton sýnir út des. Galleri Sólon íslandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Þór Elís Pálsson sýnir. Gerðuberg Sýn. VerGangur til 8. jan. Gallerí Birgir Gunnar M. Andrésson sýnir til 15. jan. Gallerí Geysir Ásdís Sif og Sara María sýna til 7. jan. Gallerí Fold Jólasýning og í kynningarhorni Shen Ji til 7. jan. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eftir Siguijón Ólafsson stendur í allan vet- ur. Listhúsið, Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir til ára- móta, kertastjakasýning og Pía Rac- helan Sverrisd. fram að jólum. Listhús 39 Samsýn. „Englar og erótík" til 31. des. Mokka Sýningin „Stríð“. TOMLIST Laugardagur 23. desember Kósý f hádegisleikhúsi Leikfélags Reykjavíkur kl. 12. Barnakór Öldu- túnsskóla á Sólon íslandus kl. 16. Föstudagur 29. desember Tónleikar Styrktarfélags íslensku óp- erunnar verða endurteknir í kvöld kl. 23. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár fös. 29. des. Kardemommubærinn fim. 28. des. Don Juan frums. 26. des. Glerbrot 5. jan. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur lau. 30. des. BarPar fos. 29. des. Hvað dreymdi þig, Valentína? fös. 29. des. íslenska mafían frums. 28. des. Við borgum ekki, við borgum ekki fös. 29. des. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör sýnir Himnaríki fös. 29._ des. Sólon Islandus Brúðuleikhús Hallveigar Thorlacius mið. 27. des. kl. 15. Loftkastalinn Rocky Horror fim. 28. des., fós. Leikfélag Akureyrar Sporvagninn Gimd frums. 3. dag jóla Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar. Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 91-5691181. Styrktartónleikar í Víkurkirkju Fagradal. Morgunblaðið. NÚ í desember hélt barnakór Víkurskóla undir stjórn Önnu Björnsdóttur tónleika til styrktar Þórunni Friðriksdóttur sem fór til Svíþjóðar í bein- mergsskiptaaðgerð, með henni til aðstoðar út fór Haraldur Krist- jánsson sóknarprestur Mýrdælinga. Barna- kórinn fékk sér til að- stoðar kammerkór Skálholtskirkju undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem einnig lék undir á orgel með báðum kórunum. Kórarnir sungu að- allega jólalög og ung stúlka, Birta Ólafsdótt- ir frá Torfastöðum í Biskupstungum, söng einsöng, einnig söng kór Víkurkirkju nokk- ur lög. Tónleikarnir tókust vel þrátt fyrir flensufaraldur sem hrjáði börnin. Þórunn hefur nú gengist undir mergskiptiaðgerðina og að sögn Guðlaugar Guð- mundsdóttur hefur hún tekist vel, þó að enn sé eftir að sjá hvort líkaminn sættir sig við Morgunblaðið/Jónas Erlendsson UNNUR Björk og Sigrún Dóra ásamt organistanum Hilmari Erni. nýja merginn. Opnuð hefur verið bók í Landsbankanum í Vík nr. 71255 og hafa þegar safnast um 250.000 krónur til styrktar Þórunni frá félög- um, fyrirtækjum og einstakl- ingum. Mozart við kertaljós TÓNIIST Árbæjarkirkja KAMMERTÓNLEIKAR Cameratica flutti verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Fimmtudagurinn 21. desember, 1995. TÓNLISTARFLOKKURINN Camerartica hefur að undanförnu haldið tónleika í nokkrum kirkjum, undir yfirskriftinni „Mozart við kertaljós" og flutt þtjú verk eftir meistarann, Divertimento nr. 3 K.138, kvartett fyrir flautu og strengi, K. 285 og klarinettukvintett- inn fræga K. 581. Þeir sem leika í Camerartica eru Ármann Helgason klarinettuleikari, Hallfríður Olafs- dóttir, flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug Eðvalds- dóttir, fiðluleikarar, er skiptu með sér að leika 1. fiðlu, Guðmundur Kristmundsson á lágfiðlu og Sigurð- ur Halldórsson sellóleikari, allt góðir tónlistarmenn, sem þegar hafa aflað sér mikillar leikreynslu. Tónleikarnir hófust á Diverti- mento nr.3, K. 138, sem eru í raun strengjakvartett og var Mozart þá aðeins 16 ára, er hann samdi þijú slík verk. Um sama leyti var hann að semja tónlistina við óperuna Lucio Silla og eru uppi getgátur um að kvartettarnir þrír, K.136, 137 og 138, sem kallaðir eru Divertimento, líklega svo nefndir af einhveijum öðrum en Mozart, því að formi til eru þetta litlar ítalskar sinfóníur, sem eftir er að fullvinna. Talið er líklegt að Mozart hafi jafnvel ætlað síðar að bæta við óbó og hornröddum. Alfred Einstein heldur því fram, að Mozart hafi samið þessi verk til að geta gripið til þeirra á meðan hann var að semja tónlista við Lucio Silla, væri hann t.d. beðinn um sinfóníu. Verkið sem Camerartica lék, K.138, er sinfónískt að gerð og í lokakaflan- um er margt sem minnir jafnvel á Johann Christian Bach. Strengjaleik- ararnir með Sigurlaugu á 1. fiðlu, léku verkið mjög skemmtilega og auðheyrt að góður samleikur er að verða til með þessum ungu lista- mönnum, sem birtist hvað best í létt- um lokakaflanum og þá ekki síður í hinum sinfóníska upphafsþætti verksins, sem var einstaklega vel fluttur. Annað verk tónleikanna var kvart- ett fyrir flautu og strengi, K.285, sem Mozart samdi fyrir herra de Jean, ríkan Hollending er bjó í Mann- heim. Eitthvað átti Mozart í vand- ræðum með að innheimta höfundar- launin, því de Jean uppástóð, að tveir þeir seinni af þremur sem hann pant- aði, væru ekki fullunnin verk. Það er þó ekki hægt að merkja nein vinnusvik í þeim fyrsta, sem félag- arnir í Camerartica léku að þessu sinni. Hallfríður Ólafsdóttir lék á flautuna og var leikur hennar og strengjanna í fyrsta og þriðja þætti mjög góður. Miðþátturinn er eitt frægasta flautustef Mozarts og ef eitthvað er hægt að finna að leik Hallfríðar, hafi hann verið einum of hratt leikinn, svo að þessi und- urfagri tóngaldur var ekki eins fal- lega syngjandi og undirritaður hefði kosið. Tónleikunum lauk með klarin- ettukvintettinum, en tónmál þessa ægifagra verks minnir á einstaka tónmyndir og hljómskipan sem litar Töfraflautuna. Ármann Helgason lék á klarinettið en 1. fiðlu stýrði Hildi- gunnur Halldórsdóttir. Ármann er glæsilegur klarinettisti og lék verkið mjög vel og sama má segja um stren- gjaleikarana, að allt var fallega og af öryggi gert. Eins og fyrr segir er að skapast með þessum hópi gott samspil og samvirkni í túlkun, eins og heyra mátti í ýmsum grípandi tónmyndum tilbrigðakaflans. Ár- mann er að hasla sér völl sem einleik- ari og er túlkun hans oft mjög fal- lega og persónulega útfærð og tón- myndunin ótrúlega fögur og syngj- andi. Margir telja að kórallinn hjá strengjunum í upphafi verksins og innkoma klarinettsins, segi til um allt sem skiptir máli í kvartettinum. Víst er, að fá verk grípa svo frá fýrsta tóni, eins klarinettukvintettinn og var leikur félaganna, en þó sér- staklega Ánnanns, mótaður af þessu göldrótta upphafi. Undirritaður hefur ekki áður heyrt tónleika í Árbæjarkirkju, en þessi litla kirkja er mjög vel hljómandi. Það truflaði nokkuð að loftræstingin var í gangi, með sínum þunga mót- omið. Árbæingar gætu stofnað til tónleikahalds á kammertónlist í kirkjunni, því kirkjan er frábært kammertónleikahús. Þar með óskar undirritaður öllum gleðilegra jóla og að allt verði til farsældar á komandi ári. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.