Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER1995 C 3 ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Þorkell TEITUR Örlygsson úr Njarðvík og Albert Óskarsson úr Keflavík eig- ast hér við á landsliðsæfingu í gær. Teitur er með brákaðan úlnlið. Teitur með brákaðan úlnlið TEITUR Örlygsson, landsliðsmaður úr Njarðvík, er með brákaðan úlnlið á vinstri hendi. Hann meiddist í leik gegn Haukum um síðustu helgi. „Ég er með spelku og mætti á landsliðsæfingu í gær og ætla að reyna að vera með í þessum leikj- um sem framundan eru. Ég slapp við að fara í gifs og á von á því að þetta lagist fljótlega," sagði Teitur. Herbert Arnarsson úr IR verður ekki með í landsleikjunum milli hátíðanna vegna meiðsla. Hann er meiddur á hæl og hefur ekkert æft með Iandsliðinu. Sama má segja um Guðmund Bragason úr Grindavík. Talið var að hann væri kviðslitinn en svo reyndist ekki vera og mætti hann á fyrstu landsliðsæfinguna í gærkvöldi. „Það er slæmt að þessir þrír lykilmenn skuli vera í þessu meiðsla- ástandi. Ég geri mér þó vonir um að geta notað Teit og Guðmund í leikjun- um,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari. Þrír landsleikir við Eistlendinga Frumraun Jóns Kr. og Sigurðarsem landsliðsþjálfara ÍSLENDINGAR og Eistlendingar leika þrjá landsleiki fkörfuknatt- leik karla og kvenna milli jóla og nýárs. Leikirnir fara fram í Keflavík, Seljaskóla í Reykjavík og á Akranesi, 27., 28. og 29. desember. Kvennaleikirnir hefjast kl. 18 og karlaleikirnir strax á eftir kl. 20. Keflvíkingurinn Jón Kr. Gíslason stjórnar landsliðinu í fyrsta sinn og sama má segja um féiaga hans Sigurð Ingi- mundarson sem stjórnar kvennaliðinu ífyrsta sinn og verður frumraunin á „heimavelli" þeirra í Keflavík 27. desember. Jón Kr sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær hlakka til leikj- anna. „Þetta er mjög spennandi verkefni og ég hlakka mikið til. Við komum fyrst saman til æfinga á mánudaginn og ég fæ sjö æfingar fyrir fyrsta leikinn í Keflavík á miðvikudagskvöld. Ég kem inn með breytta áherslu í leik liðsins og legg mikið upp úr hröðum leik,“ sagði Jón Kr. íslendingar hafa fjórum sinnum leikið gegn Eistlendingum, unnið einu sinni og var það í Keflavík 1993. Síðasti leikur þjóðanna var á Opna Norðurlandamótinu í Sokk- hólmi og sigruðu Eistlendingar þá 105:98. Jón Kr. hefur leikið alla fjóra leikina við Eistlendinga og þekkir því vel til liðsins. „Eistlend- ingar eru með hávaxna leikmenn og spila fast og eru agaðir í leik sínum. Fyrirfram mundi ég ætla að þeir væru með ívið sterkara lið en við, en ég er þó bjartsýnn á góðan árangur og við ætlum okkur að vinna þá,“ sagði þjálfarinn. Jón Kr. valdi 19 manna hóp til æfinga og mun skera hann niður í 14 leikmenn í dag. Herbert Arnars- son úr ÍR hefur ekkert getað æft með liðinu vegna meiðsla á hæl og verður ekki með í þessum leikjum sem framundan eru. Guðmundur Bragason úr Grindavík hefur heldur ekki mætt á landsliðsæfingar vegna meiðsla en Jón átti von á því að hann yrði með. Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópukeppn ina sem fram fer í sumar. Einnig er fyrirhugað er að leika tvo leiki gegn Englendingum í maí. íslenska karlaliðið hefur alls leikið 302 landsleiki frá því 1959, unnið 141 en tapað 161. HANDKNATTLEIKUR Dönsku „stálstúlkumar" DÖNSKU stúlkurnar fagnar hér sigri yfir Noregi á HM. ÞAÐ var óvæntur en vel þeginn kaupauki Kaup- mannahafnarferðar á dögunum þegar Hanna Katrín Friðriksen upp- götvaði að úrslitakeppnin í HM kvenna í handbolta stóð sem hæst. Danska þjóðin fylgdist vel með stúlkunum sínum og nýr aðdáandi hafði bæst í hópinn þegar keppnin varáenda. Stálstúlkurnar kalla Danir kvenna- landsliðið sitt í handbolta. Þeir mega líka vera stoltir af stálstúlkunum sínum því þær hafa náð frábærum árangri undanfarin ár. Eftir mögur ár í alþjóðakeppnum tók við mikil og kerfisbundin uppbygging í yngri flokkum sem A-liðið naut fyrst veru- lega i heimsmeistarakeppninni fyrir tveimur árum. Þá komu þær heim með silfur eftir naumt tap í úrslitaleik gegn Þjóðverjum. Norðmenn fengu bronsið og var þá iangt um liðið síðan önnur Norðurlandaþjóð skákaði þeim, enda hefur norskur kvennahandbolti verið lengi í allra fremstu röð. Danir urðu síðan Evrópumeistarar á síðasta ári og höfnuðu svo í þriðja sæti í heimsmeistarakeppninni sem lauk í síðustu viku í Austurríki og Ungveija- landi. Skemmtilegar og glaðar í undanúrslitum töpuðu Danir fyrir Suður-Kóreu, en að öðrum ólöstuðum léku þessar tvær þjóðir skemmtileg- asta og „glaðasta" handboltann. Suð- ur-Kórea vann síðan Ungveijaland í úrslitaleik, 25:20, en Norðmenn sem töpuðu undanúrslitaleiknum við Ung- veija naumlega, léku við Dani um bronsið. Leikurinn var vel jafn og spennandi, Norðmenn með yfirhönd- ina framan af, en Danir sterkari í lok- in. Nokkur munur var á leik liðanna tveggja, norska liðið lék kröftugri handbolta enda líkamlega sterkari, en léttleikinn réð meiru hjá Dönum. Þriðja sætið var vel ásættanlegt fyrir Dani sem höfðu mátt sætta sig við meiðsli lykilleikmanna. Vænting- arnar voru því ekki eins miklar og vænta mátti miðað við gengið á síð- ustu tveimur stórmótum. Menn ein- blíndu á að tryggja sæti á Ólympíu- leikunum í Atlanta á næsta ári, en svo snöggt hefur risið á dönskum kvennahandbolta verið að Danir hafa ekki áður átt lið á Ólympíuleikum. Skrípaleikur Danir mættu heimamönnum í Aust- urríki í átta liða úrslitum. Sá leikur skipti gífurlega miklu máli, sigur tryggði ekki aðeins sæti í undanúrsiit- um, heldur farmiðana eftirsóttu til Atlanta. Leikurinn var einn skrípaleik- ur frá upphafi til enda og þáttur dómar- anna íþróttinni til vansæmdar. Austur- ríkismenn nutu meiri heimadómgæslu en ég hef nokkurn tíma séð, en það dugði ekki til, „stálstúlkurnar" knúðu fram sigur eftir framlengdan leik. Austurrískur handbolti hefur reynd- ar ekki verið hátt skrifaður, en liðið Hypo Niederösterreich, ber þar höfuð og herðar yfir önnur, enda skipað sterkum leikmönnum víðs vegar að úr heiminum, aðallega austurhluta Evr- ópu. Þeir leikmenn eru nú margir hveij- ir orðnir austurrískir ríkisborgarar og óhætt að segja að fjölþjóðlegur andi ríki í herbúðum austurríska landsliðs- ins. Danir hreinlega trylltust af gleði þegar Ólympíusætið var tryggt, dag- blöð og tímarit fóru á kostum í fyrir- sagnasmíði og danska ríkissjónvarpið skýrði frá því að 1,8 milljónir Dana hefði fylgst með leiknum í beinni út- sendingu. „Norðurlandamafía" „Norðurlandamafía," sagði Gunnar Prokop, svokallaður guðfaðir hand- boltans í Austurríki, eftir leikinn. Austurríkismenn sátu eftir með sárt ennið í lok keppninnar, töpuðu fyrir Þjóðveijum í leik um fimmta sætið og misstu þarmeð af síðasta sætinu á Ólympíuleikana. Slakt gengi Þjóðveija vakti athygli, en skýringin getur verið sigur hins létta og glaða handbolta á þeim þunglamalega sem Þjóðveijar óneitanlega leika. Sænska kvennalandsliðið hefur ekki átt eins góðu gengi að fagna og Nor- egur og Danmörk og hún var athyglis- verð niðurstaðan sem blaðamaður Berlinske Tidende komst að þar sem hann sagði skýringuna þá að í Svíþjóð ætti karlalandsliðið alla athygli og stuðning, en í Danmörku og Noregi er karlaboltinn ekki mjög sterkur á heimsvísu. Það er freistandi að heim- færa þessa stöðu á íslenskan hand- bolta, en það er önnur saga. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Charlotte - Boston..........107:97 Cleveland - Utah.............87:89 Houston - Denver.............91:86 San Antonio - Denver........114:96 Seattle - Vancouver..........92:68 LA Clippers - Sacramento....103:96 Íshokkí NHL-deildin Florida - Winnipeg.............6:1 Philadelphia - OT Rangers......1:2 ■Tampa Bay - New Jersey........2:2 ■Chicago - Toronto.............3:3 ' ■Dallas - NY Islanders.........3:3 ■Eftir framlengingu. Knattspyrna Spánn Deportivo Coruna - Real Madrid.3:0 ■Brasilíumaðurinn Bebeto gerði öll mörk Coruna. Staða efstu liða: Atl. Madrid.........18 13 3 2 32:7 42 Espanyol............18 11 5 2 27:11 38 Barcelona...........18 10 5 3 37:16 35 Compostela..........18 10 3 5 25:21 33 RealBetis...........18 7 9 2 28:20 30 Valencia............18 9 3 6 30:23 30 Real Madrid.........18 8 4 6 29:24 28 Deportivo Coruna....18 8 3 7 31:17 27 Vináttulandsleikur Buenos Aires: Argentína - Venezuela..................6:0 Juan Snaider (2., 32.), Gustavo Lopez (18. - vsp., 28. - vsp.), Rodolfo Cardoso (24.), Javier Netto (83.). Skíði Veysonnaz, Sviss: Svig kvenna: 1. Pernilla Wiberg (Svíþjóð)......1.14,42 (38,78/35,64) 2. Urska Hrovat (Slðveníu).......1.14,72 (38,21/36.51) 3. Kristina Andersson (Svíþjóð)..1.14,73 (38,01/36,72) 4. Elisabetta Biavaschi (Ítalíu).1.14,95 (38.76/36.19) 4. KatjaKoren (Slóventu)...........1.14,95 (38,04/36,91) Krnnjska Gora, Slóveníu: Svig karla: 1. Alberto Tomba (Ítalíu).........1.36,84 (47,46/49,38) 2. Jure Kosir (Slóveníu).........1.38,05 (47,97/50,08) 3. Sebastien Amiez (Frakkl.).....1.38,43 (48,44/49,99) 4. Christian Mayer (Austurr.)....1.38,51 (49,29/49,22) 5. Lasse Kjus (Noregi)...........1.38,55 (49,50/49,05) I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.