Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA George Weah ætlar að hætta á toppnum Knattspyrnumaður ársins 1995? GEORGE Weah er þekktastl Líberíuma&urlnn I veröldinnl og er tallð aö hann veröi fyrstu AfríkumaAurlnn til aA verAa kjörlnn Knattspyrnuma&ur Evrópu en hann er elnngl elnn þrlggja sem kemur til grelna hjá Alþjóða knattspyrnusam- bandlnu sem KnattspyrnumaAur árslns 1995. GEORGE Weah er þekktasti Líberíumaðurinn í veröldinni en hann er ákveðinn í að láta hvorki frægð né frama stíga sér til höfð- uðs. Weah, sem hefur þrisvar verið kjörinn knattspymumaður ársins í Afríku, er jarðbundinn og þó hann sé iðulega nefndur til sögunnar þegar kjör knattspyrnumanns Evr- ópu 1995 ber á góma lætur hann það ekki raska ró sinni. Ekki heldur þá staðreynd að hann er einn af þremur sem koma til greian hjá Alþjóða knattspymusambandinu, FIFA, sem Knattspymumaður árs- ins 1995, en hinir em Jiirgen Klins- mann hjá Bayem og Paolo Mald- ini, samheiji hans hjá AC Milan. „Ég vil ekki láta þetta hafa áhrif á mig heldur vera eins og ég er,“ sagði miðheiji AC Milan á Ítalíu. „Weahmanía“ Weah, sem er 29 ára, hefur haft mikil áhrif á ítalska knattspymu á tímabilinu. í fjölmiðlum er talað um „Weahmaníu“ og hann kallaður „George konungur", en honum er gjaman líkt við Hollendinginn Marco van Basten sem lék áður með AC Milan. Hann fer oft á heimaslóðir og þar er honum tekið „VIÐ höfum ekkl aðeins fenglð frábœran lelkmann heldur stórkostlegan eln- stakllng," sagAi fyrlrllAinn Baresl um Weah en hér fa&mar hann samherjann. sem mikilli hetju. Og ekki minnkar virðingin verði hann fyrsti Afríku- maðurinn til að verða kjörinn knatt- spymumaður Evrópu. „Ég vona það besta,“ sagði hann, „en þettá sann- ar að miklir hæfileikar eru í Afr- íku.“ Miðheijinn er múslimi og leggur mikla áherslu á að menn leggi hart að sér. „Aðalatriðið er hvað ég get gert eftir allar þessar viðurkenning- ar en ég vona að ég komi til með að hafa nóg að gera.“ Hann segist ætla að hætta að leika knattspyrnu á toppnum, í Bandaríkjunum eða Japan. „Ég verð búinn eftir fimm ár. Ég vil ekki halda áfram að leika þegar enginn kann að meta mig heldur vil ég hætta þegar fólk sakn- ar mín.“ Og þá segist hann ætla að flytja til Líberíu og hjálpa lönd- um sínum. Weah er ákveðinn og stjómsam- ur á vellinum en afslappaður utan vallar sem getur gefíð ranga mynd af manninum. „Þegar hann kom fylgdist ég með honum þar sem hann gekk um á fyrstu æfíngunni," sagði Fabio Capello, þjálfari AC Milan. „Framkoma hans minnti einna helst á þjón og ég spurði sjálf- an mig: „Getur þessi verið góð- ur?“.“ Ekki þurfti að bíða lengi eft- ir svarinu. Weah skoraði eftir sex mínútur í fyrsta leik sínum, 2:1 sigri gegn Padova, og lagði upp mark fyrir fyrirliðann Franco Baresi. Frammistaða hans gegn Roma og Lazio fékk jafnvel staðarblöðin til að hrósa hæfíleikunum. „Við höfum ekki aðeins fengið frábæran leik- mann heldur stórkostlegan ein- stakling," sagði Baresi. „Það hefur áhrif á mann hvað hann er rólegur undir öllum kringumstæðum og er ávallt lítillátur þrátt fyrir allt það frábæra sem hann gerir." Berfættur með drauma Hann fæddist 1. október 1966 í úthverfí Monróvíu. Systkinin voru 13 og fjölskyldan fátæk. Faðir hans dó ungur og erfítt reyndist að sam- eina þarfir heimilisins og áhugann á knattspyrnunni. Hann segir að amma sín hafí haft mikil áhrif á sig en hún sá um uppeldið að miklu leyti fyrstu árin og leyfði honum að leika sér í knattspymu að vild. Þegar hann var 10 ára lék hann sér berfættur í fótbolta með félög- unum en einn þeirra var Joe Nagbe sem leikur með Nice í frönsku deild- inni. „Við sáum evrópska knatt- spymuleiki í sjónvarpinu, mest frá Englandi, og við þráðum allir að leika einhvern tíma í Evrópu. Við áttum okkur ávallt þá von. Þegar bflamir vom á ferðinni hættum við að spila en þegar þeir vom farnir héldum við áfram. Þetta var gam- an. Það vora engar reglur. Við héld- um bara áfram að spila fram á kvöld þar til við voram orðnir þreyttir." Weah Iék með staðarliðum og vakti þegar athygli 14 ára gamall. 3. deildar liðið Young Survival bauð honum til sín og mörk hans komu félaginu upp í 2. deild. Næsta 31 mark gerði það að verkum að 1. deildar liðið Invincible XI fékk hann í sínar raðir og innan árs fór hann til Tonnerre Yaounde, eins besta liðsins í Kamerún, og lék þar m.a. með Roger Milla. 1988 var stóra stökkið þegar hann gerði samning við Mónakó í frönsku deildinni en Weah gekk til liðs við AC Milan um mitt ár eftir að hafa verið með Paris St. Germain. 1990 lenti Líbería í stríði og það hafði áhrif á frammistöðu Weah sem óttaðist um fjölskyldu sína og vini. „Stríðið hafði slæm áhrif á knattspyrnuna en nú eram við að reyna að raða brotunum saman. Við lékum ekki í keppni í fimm ár og það eyðilagði landsliðið." AIK nema stjómmál Weah er fyrirliði landsliðsins og að undanfömu hefur hann haldið liðinu gangandi með því að leggja til'peninga, búninga og annað sem til þarf. í fyrsta sinn er Líbería í úrsíitum Afríkukeppni landsliða og er í riðli með meisturam Nígeríu, Gabon og Zaire. Weah er dýrkaður og jafnvel hefur verið lagt til að han verði forseti þegar fram líða stundir en hann hefur ýtt tillögunni frá sér. „Ég get það ekki,“ sagði hann. „Lífið tekur allt aðra stefnu sem forseti lýðveldisins. Þá þarf að taka ákveðnar ákvarðanir og ég vil ekki fá vini mína upp á móti mér. Ég vil bara vera ég sjálfur. Ef ég get haldið íþróttum á lofti til dauða- dags er ég ánægður. Ég er tilbúinn að gera hvað sem er fyrir þjóð mína nema taka þátt í stjómmálum." Islenskir kylfingar fóru 71 sinni holu í höggi ÞAÐ er draumur allra kylfinga að fara einhvern tíma holu í höggi, leika eina braut golf- vallar á einu höggi. Þeir sem ná þessum árangri komast í Einheijaklúbbinn hér á landi, en þangað komast aðeins þeir sem hafa farið holu í höggi. Einherjaklúbburinn stækkar á hverju ári og í sumar náðu ís- lenskir kylfingar draumahögg- inu sem alla dreymir um 71 sinni, þar af einn tvívegis, og hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Einheijaklúbburinn mun heiðra þá kylfinga sem náðu högginu góða í sérstöku hófi sem haldið verður í Naust- kránni við Tryggvagötu föstu- daginn 29. desember. Kylfíng- ar munu hittast þar kl. 18 og er opið hús fyrir Einheija og aðra kylfinga. Einn kylfingur náði drauma- högginu tvisvar á árinu, Elias Kristjánsson úr Golfklúbbi Suðumesja. Vilhjálmur Áma- son lögfræðingur, sem er kom- inn á áttræðisaldurinn og hef- ur leikið golf í mörg ár, náði draumahögginu í fyrsta sinn og það gerði einnig Arnar Már Ólafsson golfkennari. Níu kon- ur fóm holu í höggi í ár og er það talsvert fleiri konur en undanfarin ár. Hér á eftir fylgir listi yfir þá 65 kylfinga sem tilkynnt hafa afrek sitt til Golfsam- bands íslands, en það er skil- yrði þess að fá árangurinn við- urkenndan. Ór Golfklúbbi Rcykjavíkur fúru 26 kylfiugar holu í höggi: Bjðrn Þórhallsson, Ófeigur Guðjónsson, Þorsteinn Snædal, Rúnar S. Gísla- son, Ólafur Stemarsson, Sigríður Mathiesen, Martin Ágústsson, Krist- ín Zoðga, Jakob Tryggvason, Dóra Guðleifsdóttir, Sigurður Hafsteins- son, Bjðm Þór Hilmarsson, Bragi Jónsson, Sveinn Sveinsson, Friðrik Sigfússon, Gunnar K. Gunnlaugs- son, Gunnlaugur Sigurðsson, Ari F. Guðmundsson, Guðlaugur B. Gíslason, Hans Kristjánsson, Sig- urður Sigurjónsson, Þyri Þorvalds- dóttir, Vilþjálmur Árnason, Krist- inn Jóhannsson, Gunnlaugur Þór- halisson og Eyjólfur Bergþórsson. „ Hjá Keili í Hafnarfirði náðu 9 draumahögginu: Pálmi Svein- bjömsson, Jón Halldórsson, Örn Bragason, Ásgeir Guðbjartsson, Guðmundur Sveinbjörasson, Araar Már Óiafsson, Baldvin Jóhannsson, Þórdís Geirsdóttir og Sveinbjöra Sveinbjörasson. Hjá Golfklúbbi Suðurnesja voru sex sem náðu draumahögginu: Arn- ór Guðmundsson, Einar Guðberg, Sigurður Lúðviksson, Friðjón Þor- leifsson og Davið Viðarsson, Elías Kristjánsson tvivegis. Aðrir sem fóru holu í höggi voru: Bryndis Hólm, Golfklúbbi Horna- fjarðar. Jón H. Gunnlaugsson, Anna Jódis Sigurbergsdóttir, Jónina Páls- dóttir og Steinunn Eggertsdóttir úr Golfklúbbnum Kili, en þess má geta að Steinunn náði einnig draumahöggina í fyrra, Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Páll Kristjánsson, Sigurður Sigurðsson, Pétur Ingi Hilmarsson og Björgvin Snæbjöras- son úr Oddi, Steinar Birgisson, Golfklúbbi Bakkakots, Öra Bárður Jónsson og Hrafn Sabir Khan úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðar- bæjar, Reynir Þorsteinsson, Gunnar Örvar Helgason, Valdimar Hjalta- son og Lárus Mikael Villyálmsson úr Leyni, Lýður Vignisson úr MoBtra, Sigurður B. Oddsson úr Nesklúbbi, Jón Pétursson úr Grindavík, Finnur Guðmundsson, Róbert Rúnarsson og Haraldur Már Stefánsson úr Borgarnesi, Sigur- páll G. Svcinsson og Guðbjöra Garð- arsson frá Akureyri, Bergur Sverr- isson frá Selfossi, Kristján Guðjóns- son frá Húsavfk, EUiði Aðalsteins- son frá Vestmannaeyjum og Þrðst- ur Eggertoson, GÖ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.