Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C JMwgiinfcbiMfe 295. TBL. 83. ARG. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skotið á tvær hjálparflugvél- ar yfir Bosníu Sarajevo. Reuter. BANDARÍSK flutningaflugyél með hjálpargögn og bresk þyrla í sjúkra- flugi með tvö sjúk börn innanborðs urðu fyrir skotárás í Bosníu í fyrra- dag, að því er talsmaður Atlantshafs- bandalagsins (NATO) skýrði frá í gær. Skot hæfðu bandarísku flutninga- flugvélina, sem var af gerðinni Her- kúles C-130, en hana sakaði ekki. Lenti hún heilu og höldnu í Sarajevo með hjálpargögn á vegum mannúð- arstofnana Sameinuðu þjóðanna. Flugvélin var að koma frá Ancona á Italíu og stödd skammt frá Sarajevo er hún varð fyrir árás. Hjálparflugið var ekki stöðvað vegna árásarinnar, sem var sú fyrsta sem vitað er úm frá því NATO tók við stjórn friðargæslu í Bosníu í vikunni. Þá var skotið á breska Sea King- þyrlu sem flutti tvö veik börn frá Tuzla í norðurhluta landsins til Sarajevo þar sem koma átti þeim undir læknishendur. Árásin var gerð við Visoko skammt frá Sarajevo en skotin hæfðu ekki þyrluna. „Flugmaðurinn sá glóðarkúlur stefna að þyrlunni og taldi að verið væri að skjóta á sig en engin kúla hæfði," sagði Simon Haselock, tals- maður NATO. Hann sagði að þyrlan hefði sömuleiðis orðið fyrir árás á bakaleiðinni til Tuzla en ekki sakað. Díana dregur að svara drottningu London. Ðaily Telegraph. BÚIST er við því að Díana prins- essa verði við tilmælum tengdamóð- ur sinnar, Elísabetar drottningar, og samþykki skilnað við Karl Breta- prins en talið er að hún muni bíða með ákvörðun þar til um miðjan næsta mánuð. Þá verða synir henn- Fjórtán lík á fjallasléttu Paris. Reuter. LÍK 14 liðsmanna Svissneska sér- trúarsafnaðarins Musteri sólarinnar fundust í gærmorgun, laugardag, í skógariundi á hásléttu í frönsku ölpunum, 60 km suðvestur af Grenoble. Að sögn lögreglu virðist fólkið hafa framið þaulskipulagt sjálfs- morð. Líkunum hafði verið raðað upp í hringlaga mynd þannig að fætur sneru saman. Lundurinn hafði nýlega verið ruddur og voru trjágreinar sem þá féllu til notaðar til að kveikja í líkunum. Sextán liðsmanna Mustéris sólar- innar hafði verið saknað frá byrjun vikúnnar og því er ekki vitað um afdrif tveggja eða hvort þeir fylgdu hinum 14 upp á sléttuna, sem er á afskekktu svæði. ar kömnir aftur í heimavistarskóla þar sem þeir verða síður varir við fjölmiðla. Díana er sögð vilja vernda syni sína sem mest frá umfjöllun fjöl- miðla um hjónabandsmál þeirra Karls. Þó þykir það öllu líklegri skýring að hún muni styrkja stöðu sína með því að draga ákvörðun. Fróðir menn segja, að því meiri tíma sem Díana taki sér til að gera upp við sig hvort hún fallist á skiln- að þeim mun meiri undanlátssemi bíði hennar af hálfu eiginmanns hennar og hirðarinnar. Ennfremur þurfi Díana að halda andliti því í sjónvarpsviðtali við .RBC-stöðma í síðasta mánuði sagð- ist hún vera „kona með bein í nef- inu" og mótfallin skilnaði við Karl prins: Ennfremur myndi hún ekki „hverfa hljóðlaust" ef til slíks kæmi. Því segja sérfræðingar að það væri veikleikamerki að samþykkja strax tilmæli drottningar. • Elísabet drottning og John Major forsætisráðherra eru bæði sögð vilja forðast að þrýsta á Díönu. Þau vilja ekki taka áhættu á að hún hafni skilnaði og ennfremur vilja þau ekki að svo líti út sem annað hvort þeirra Karls og Díönu fari með sigur af hólmi í málinu. ¦ Skilnaður/6 Morgunblaðið/RAX ODDIA RANGARVOLLUM Það er tekið að birta ATHAFNAMAÐUR A HRAÐRISIGLINGU VIÐSKIPnAIVINNULÍF Á SUNNUDEOI KÖLLUNBN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.