Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ sem hún stefndi að með viðtalinu. Með sverðið á lofti Konungsfjölskyldan er að huga að framtíðarhlutverki Díönu og hún verður að hafa í huga, að kona, sem átti að verða drottning, mun ekki lúta að litlu. Hún sveiflar líka yfir henni þeim beitta brandi, sem er fleiri viðtöl og þá ekki bara um raunasög- una þeirra Karls. Hún gæti til dæm- is farið að segja frá ýmsu, sem hún veit um hjónaband sjálfrar drottning- arinnar og annarra innan fjölskyld- unnar. Tilhugsunin um þetta hlýtur að setja sinn svip á jólagleðina í Sandringham. Díana vill ekki þurfa að banka upp á í Westminster Abbey við næstu krýningarathöfn, heldur ætlar hún sér að vera þar innan dyra með sitt höfuðdjásn og tilheyrandi. Það má því heita öruggt, að hún fái að halda titlinum sem prinsessa af Wales. Henni verður líka útvegað eitthvert virðingarstarf en reynt að sjá til þess um leið, að hún verði ekki alltaf í sviðsljósinu. Mikið er rætt um hvaða fjárkröfur Díana og lögfræðingar hennar muni gera við skilnaðinn. Nefna ýmsir 50.000 milljónir kr. sem árlegan líf- eyri en það er þriðjungur af tekjum Karls af hertogadæminu Cornwall eftir skatt. Það er þó ekki víst, að Díana láti sér það nægja enda er hún dýr í rekstri. Nýlega lét hún það út úr sér, að hún færi með 16 milljónir króna bara í snyrtingu á hverju ári. Lærdómar sögunnar í BBC-viðtalinu sagði Díana, að þau hefðu verið „þijú í þessu hjóna- bandi“ og þriðja hjólið undir vagnim um var Camilla Parker Bowles. I gegnum allt, sem á hefur gengið, er hún sú eina, sem ekkert hefur sagt, og líka sú, sem farið hefur verst út úr umfjöllun fjölmiðlanna. „Hin kon- an“ hefur aldrei verið vinsæl og nú hefur Karl lýst yfir, að hann hyggist ekki kvænast aftur. Karl langar ekki til, að atburðirnir frá 1936 endurtaki sig þegar Ját- varður VIII sagði af sér vegna sam- bands síns við Wallis Simpson, tvífrá- skilda konu, en sumir spá því samt, að honum muni snúast hugur til nýs hjónabands þegar frá líður. Benda þeir á, að í sögu bresku konungsætt- arinnar séu mörg dæmi um, að frá- skildir prinsar hafi orðið konungar og engin dæmi um, að ástkonur þeirra hafi orðið þeim fjötur um fót við stjórn ríkisins. Elísabet drottning vill sjá fyrir endann á niðurlægingu konungsfjölskyldunnar Skilnaður í sátt og sam- lyndi eða með hljóðum? LÍKLEGA er nú hafinn síð- asti kaflinn í hjónabands- sögu þeirra Karls og Dí- önu, prins og prinsessu af Wales. Þegar þau fögnuðu tilvonandi þegnum sínum af svölum Bucking- hamhallar að loknu „brúðkaupi ald- arinnar" óraði engan fyrir framhald- inu en á 10 ára brúðkaupsafmæli sínu 1991 voru Jiau farin að lifa hvort sínu lífi. I nóvember 1992, mánuði áður en þau skildu að borði og sæng, var svo komið, að þau forð- uðust að horfast í augu þegar þau komu fram saman. Fyrir þremur árum, 1992, kvaddi Elísabet drottning árið með þeim orðum, að það hefði verið „annus horribilis“, „skelfilegt ár“ fyrir Windsor-ættina, bresku konungsflöl- skylduna. Lét hún í Ijós von um, að betri tímar færu í hönd en trúlega mun þetta ár sem nú er að kveðja, seint verða talið með þeim ánægju- legri á valdatíma drottningar, sem nú hefur staðið í 43 ár. Breska konungsættin er 1.000 ára gömul en hjónaband þeirra Karls og Díönu hefur verið samfelldur niður- lægingartími fyrir hana. Aður var hún allt að því ósnertanleg en að undanfömu hefur hún verið eins og hver önnur slúðursaga, sem fjölmiðl- arnir hafa smjattað á, og aðhláturs- efni um allan heim. Breska utanríkis- ráðuneytið hefur meira að segja gef- ið í skyn, að ástandið innan konungs- fjölskyldunnar sé farið að rýra álit lands og þjóðar á alþjóðavettvangi og alveg sérstaklega í Bandaríkjun- um. Jólaboðskapurinn Það kemur því ekki á óvart, að drottningu hafi fundist komið nóg og þegar hún hafði lokið við að semja jólaávarpið til þjóðarinnar fyrr í vik- unni tók hún sig til og skrifaði ann- að bréf. Það var til þeirra Karls og MEÐAN allt lék í lyndi, skömmu eftir „brúðkaup aldarinnar" 1981. Díönu og þy.r fór hún fram á og krafðist í raun, að þau gengju frá skilnaði sem fyrst. Sagt er, að bréfíð og að það skuli hafa borist strax til fjölmiðla hafí fengið mjög' á Díönu. Hún hefur áður lýst yfír, að hún Vilji ekki skilja og líkar það ekki vel, að nú eigi hugsanlega að neyða hana til þess. Karl er aftur á móti sammála móður sinni og hann hefur þegar lýst yfir; að hann hyggist ekki ganga í hjónaband aftur. Með því er hann að slá á strengi almenningsálitsins og tryggja, að hann geti orðið kon- ungur í sæmilegri sátt og þar með yfirmaður ensku biskupakirkjunnar. Fallist Díana á skilnað getur hann gengið í gegn á nokkrum vikum. Samkvæmt breskum lögum verða hjón eða annað hjóna, sem sækja um skilnað, að sýna fram á, að grund- völlur hjónabandsins sé brostinn. Þarf að tilgreina eitthvert eftirtal- inna fímm atriða: Framhjáhald, óvið- unandi hegðun, ástæðulausa fjarveru í tvö ár eða lengur, tveggja ára skiln- að frá borði og sæng með samþykki beggja eða fimm ára skilnað frá borði og sæng hafi aðeins annað hjónanna samþykkt hann. Karl og Díana munu ekki lenda í neinum vandræðum með að rökstyðja skiln- aðinn. í frægu viðtali Díönu við BBC, breska ríkisútvarpið, í síðasta mán- uði gerði hún upp sakirnar við Karl og fjölskyldu hans, sagði frá erfíð- leikum sínum og játaði á sig framhjá- hald en nú segja margir, að megintil- gangur viðtalsins hafí verið að koma því til skila, að hún vildi ekki skilja. Viðtalið hafi aðeins verið einn áfangi í baráttu hennar fyrir stöðu sinni og völdum. Eins og Díana sagði sjálf í viðtal- inu, þá ætlar hún ekki að hverfa á braut hljóðalaust. Hún vill fá að njóta- áfram sinnar „konunglegu" stöðu, fara í ferðir og heimsóknir og vitja sjúkra. Hún er nú þegar búin að ávinna sér nokkurn sess sem „drottn- ing“ þeirra, sem hafa orðið undir í lífínu, og líklega hefur hún náð því, „Bátur Krists“ Reuter FORNLEIFAFRÆÐINGAR sem unnið hafa við forvörslu á „báti Krists“ hafa ásamt hópi verkfræðinga gert eins nákvæma eftirlíkingu af bátnum og mögu- legt er og sést hún hér á siglingu. Eftir mikla leit komust menn að því að bestu bátasmiðina í verkefni sem þetta væri að finna í litlu þorpi í Egj'ptalandi. Þeir smíðuðu tvo báta úr furu, jarðarberja- og eucalyptusviði og eru bátarnir útbún- ir með afar hljóðlátum mótor, svo að vélarhljóðið ijúfi ekki kyrrðina er trúaðir farþegar biðjast fyrir. Staðfest hefur veríð að báts- flak sem fannst á botni Gal- ileuvatns fyrir níu árum, sé um 2.000 ára gamalt. TÍMAFREK forvarsla á bát sem kallaður hefur verið „bátur Krists“ er á lokastigi. Báturinn, sem fannst í Galileuvatni árið 1986 hefur legið í ýmiss konar efnablöndum ef það megi verða til þess að bjarga honum frá eyðileggingu en timbrið í honum er afar fúið. Malcolm Billings, útvarpsmaður hjá BBC sagði frá rannsóknum á bátnum í út- varpsþætti skömmu fyrir jól. Báturinn er nú geymdur í steinsteyptu skýli á strönd Galileuvatns. Stálhurð er fyr- ir innganginum en þaðan liggur gangur að mjóum útsýnispalli. í fimm ár gat að líta iaug fulla af svartri eðju, brennheitu vaxi. Fyrst var bytjað á vatni en síðan var vaxinu smám saman bætt út í. Nú er verið að dæla vaxinu úr og báturinn er að koma í ljós. Viðurinn hef- ur dökknað nokkuð og styrkst þar sem hann hefur dregið vaxið í sig. Vopnaður vörður við bátinn Fundur bátsins sumarið 1986 vakti geysi- lega athygli en hann fannst sökum þess að óvenju miklir þurrkar voru og yfirborð Gal- ileuvatns lækkaði óvenju mikið. Botn vatns- ins kom í ljós á stórum kafla. Maður á kvöld- göngu sá móta fyrir útlínu báts sem var rúmlega níu metrar á lengd og um 2 'h metri á breidd. Þetta var í fyrsta sinn sem bátsflak fannst í Galileuvatni og fljótlega hófust getgátur um upprunann. Báturinn var fljótlega kenndur við Jesú og samyrkjubúið sem réð yfír þeim hluta strandarinnar sem flakið fannst á, sló eign- arhaldi á það. Settur var vopnaður vörður við bátinn og lýstu fulltrúar samyrkjubúsins því yfír að báturinn yrði fluttur þangað og hafður til sýnis. Þetta leist yfirvöldum illa á og skárust í leikinn. Fornleifafræðingar tóku til að for- veija bátinn en starf þeirra gekk hægt og illa vegna stöðugs straums af forvitnum ferðalöngum og fólki í leit að verðmætum. Nokkur brot úr peningum fundust skammt frá bátnum og sögusagnir fóru á kreik um að ekki aðeins væri þetta bátur Jesú, heldur hefði kista full af gullpeningum verið um borð. Fjölgað var í liði varðanna og gættu þeir þess vandlega að enginn óviðkomandi trufl- aði tveggja vikna starf við að ná bátnum úr botneðjunni. Fornleifafræðingarnir lögðu nótt við dag, enda hækkaði yfirborð vatnsins stöðugt. Vaxi hellt yfir bátinn Hafa varð hraðar hendur við að flytja viðinn, sem var álíka mjúkur og linur ostur, yfir í ílát og halda honum rökum allan tím- ann. Fornleifafræðingar grófu göng undir skipsskrokkinn sem var að því búnu umluk- inn frauðplasti og trefjagleri. Rás var grafín að vatnsyfirborðinu og þáturinn færður var- lega nokkur hundruð metra að Yigal Allon- miðstöðinni þar sem minjasafn er til húsa og aðstæður betri til að vinna við bátsflakið. Rannsókn á viðinum hófst áður en hellt var vaxi yfir bátinn. Það er afar óvenjulegt að fínna gömul skipsfiök í heilu lagi og stað- fest hefur verið að báturinn er rétt rúmlega 2.000 ára gamall. Lag hans er hið sama og sést á fornum kristnum myndum og mósaík- myndum og hefur hann rúmað um 12 til 15 menn. Þykir sú staðreynd styrkja enn frekar þá skoðun að þetta sé bátur sem Jesú gæti hafa notað. Vilja snerta bátinn Forvarslan er nú komin á lokastig og hefur öryggisgæslan verið hert vegna þess. Margir kristnir menn telja bátinn vera trú- arlegt tákn og hefur verið settur upp mikill glerveggur á milli gesta og bátsins til að koma í veg fyrir að ferðamenn reyni að næla sér í, bút úr viðnum til að hafa með sér heim ásamt dollum með vatni úr ánni Jórdan. Sést hefur til pílagríma sem falla á kné fyrir framan bátsskýlið og margir hafa beð- ið um að fá að snerta bátinn. Maður, sem var neitað um að snerta hann, spurði einn fornleifafræðinganna hvort hann hefði hand- leikið bátinn. Þegar fornleifafræðingurinn svaraði játandi spurði maðurinn: „Má ég snerta þig?“ I í I * I I > I i i 1 i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.