Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 9 HUGVEKJA og síst skyldi ætla slíkt, þegar um hina æðstu opinberun er að ræða í einkasyninum sjálfum. Víkjum aftur að upphafi og orðum engils og undirtekt kórs- ins. Er ekki þar vísbendingu að finna, sem leggja má að þeim raunveruleika sem við þekkjum sárastan? Jú, vissulega. Barnið var fætt og boðið var að líta og lúta og í lotningu fyrir Jesú opin- berast dýrð Guðs. En um er að ræða fyrirheiti og undir mönnum komið, hvort þegið er. Kyrrð helgidómsins í Fæðingarkirkj- unni fékk ekki lengi að ríkja. En það var ekki Guð, sem spillti, heldur mennirnir. Guð býður okk- ur frið í trú á son sinn og í samfé- lagi við hann. Til þessa gefur hann okkur kirkju sína. En engu þröngvar hann upp á nokkurn mann. Hver og einn verður sjálf- ur að vilja og velja. Fögnuður kemur, þegar skynj- að er, að Guði er annt um sköpun sína. Friður fæðist, þegar hver og einn gerir sér ljóst ætlunar- verk sitt, sem er í því fólgið að láta kærleikann hrekja hatur óvildar á brott. Og því aðeins mun slíkt unnt, að í fúsleika auð- mýktarinnar sé gengið að lágri jötu, eða hveiju því öðru, sem minnir á hógværð útvalningar- innar í andstöðu við kröfugerð heimsdrottnara, og þar tekið í móti honum, sem enn á erindi við systkin sín, já, jafnvel enn meiri en nokkru sinni fyrr. Hætt- an af höfnun er mikil. Hættan fyrir gjörvalla heimsbyggðina. Hættan fyrir hvers manns sál. Enn vitjar engill og enn syngja himneskar hersveitir. Syngja fyr- ir mig og fyrir þig, og ekki að- eins í upprifjan liðinna viðburða. Og gleðin verður raunveruleg, þegar friður ríkir í sálu við mót- töku á gjöf Guðs, sem er blessað- ur sonur hans, Jesús Kristur, sem lagður var í jötu, en þó hylltur af englum sem mönnum. Það er Guð sem býður og fyrirheitin eru raunveruleg. En það er okkar að þiggja, svo að loforð-breytist í veruleik. Gleðileg jól í friði himna og fögnuði dýrlegrar gjafar. Gleðileg jól. Ólafur Skúlason biskup. Fögnuður með f riði ÞAÐ ER ekki lítið, sem engillinn boðaði hrædd- um hjarðmönnum á völl- unum skammt frá Betlehem. Hann sagði það væri óþarfi fyrir þá að vera hræddir, þótt síst væru þeir vanir að sjá slíka full- trúa himna ofar hjörðinni, og í viðbót hét hann þeim fögnuði. Og þegar þeir voru nokkuð búnir að átta sig á þessum óvenjulega viðburði jukust áhrif heimsóknar- innar enn við það, að íjöldi him- neskra hersveita söng í kringum engilinn eina þarna í næturkyrrð- inni og hlýtur að hafa verið yndis- legt að hlýða á. Og ekki voru loforð kórsins síðri boðskap engil- isins eina, þar sem heitið var friði á jörðu. Og á því hefur ætíð ver- ið þörf frá því maðurinn í fyrsta skipti leit granna sem ógnun við eignir eða yfirráð. Ég hugsaði sterkt um þennan viðburð, þegar ég fékk tækifæri til þess að heimsækja Betlehem í sumar. Það var áhugavert að ganga um Fæðingarkirkjuna og sjá þar tákn um heimsóknir frægra einstaklinga jafnvel frá okkar slóðum hér norður frá. Samt þótti mér kirkjan sjálf köld og hún höfðaði ekki til mín. Breyttist allt þó vitanlega, þegar biskup rétttrúnaðarkirkjunnar, sem hefur umsjón með helgi- dómnum, bauð mér að koma inn í sjálfa afstúkuðu dýrðina bak við altarið og ganga þar um, sem tjöld skýla annars. Og jókst þó enn helgin, þegar við fylgdum biskupi niður að jötunni sjálfri og hann kraup þar í lotningu með okkur. Þá hvarf kaldranaleg ásjón helgidómsins ofar höfðum okkar, en var þó í góðu samræmi við veröldina, sem Jesús fæddist inn í og kuldalegar móttökur allt frá fyrsta andardrætti. Gott var að dvelja um stund nærri þeim stað, sem sagan hermir, að hann hafí verið lagður og vafinn reifum. En ekkert stendur í stað. Afram skyldi ferð haldið og gengið var út úr kirkjunni. En þegar á Fæðingartorgið fyrir framan var komið, mætti okkur annað umhverfi annarra áhrifa og þó í fullu samræmi við veröld- ina, bæði á dögum Jesú og okk- ar. Fyrst greindum við síendur- tekin köll úr hátölurum, og þótt við skildum ekki orð ræðumanns- ins, leyndi sér ekki, að hann var ekki að boða frið og hógværð. Slíkur var ofsinn og máttur end- urtekningarinnar að ekki fór milli mála að eitthvað var í vændum og ekki æskilegt. Næst gengum við að bílnum til að koma þar fyrir kvikmyndavélum og öðrum tækjurh, og þá kom í ljós, að búið var að bijóta framrúðuna. Því var ekki um annað að ræða en leita uppi iögreglu-stöðina. En fleira gerðist en rúðubrot og fangaði athygli hers og lögreglu. Hópur manna, og flestir mjög ungir, kom og hrópaði hið sama, að því er okkur virtist, og ræðu- maðurinn hafði fyrr þrumað, og létu steinaflug fylgja hatursorð- um. Á svipstundu virtust áhrif þess að hafa kropið við jötu frelsarans horfin fyrir gijótflugi og haturs- heift. Og vissulega voru viðbrigð- in mikil og óvægin. Og ekki að ástæðulausu, þótt spurt væri nánar út í fyrirheiti engils og himneskra hersveita: Hvar var friðurinn? Og hvar var fögnuður- inn? Og bæri á nokkru meir en öðru, þá var það vissulega hræðslan, er múgurinn tók til fótanna við það að hermenn skutu upp í loftið. Og hafði þó engillinn haft orð á því, að óþarft væri að láta hræðslukennd spilla sálarró. En á heimleið, þegar hægt var ekið vegna rúðumissins og lítt gafst færi á samtali, var eðlilegt að hugsa um þessa þverstæðu. Annars vegar helgi hússins og himinnánd við jötuna, hins vegur öskur og hatursræða með gijót- flugi utan dyra. Er þetta ekki sorgleg spegilmynd af veröldinni okkar? Og hefur svo verið allt frá því sögur herma af viðburðum, þar sem þeir hafa þótt mestir og Og það sorglega við saman- burð á fyrirheiti og raunveru- leika, er ekki síst, að þetta hefur fylgt orðum engils allt frá fyrstu viðbrögðum. Vitringar lutu og hirðingjar söfnuðust um jötu, en valdsmenn óttuðust fæðingu hans, sem kallaður skyldi kon- ungur, og deyddujaínaldra sveinsins litla. Og hið sama má rekja allt til krossfestingar á Golgata, sem nú er strætisvagna- stöð í miðri borg og óvíða síður unnt að eiga friðsæla stund. Er þá fyrirheiti á jólanóttu þversögn, sem á ekki að taka alvarlega? Ólíkt er það opinberun Guðs annarri, ef svo á að vara, möskuðum bíl merktum Gyðing- um á leið um Arabasvæði vestur- bakkans. helst til að halda fram, sem mest landsvæði hafa lagt undir sig og því mestu blóði úthellt. Hvar hafa fyrirheiti frá fæð- ingu ræst? Hvar er frið að finna? Ekki aðeins fyrir vopnum og gijótkasti, heldur frið í hjarta', sem er sá eini friður, sem ekki verður spillt? Og hvar er fögnuð- ur í veröld, sem veit milljónir barna sinna líða skort og jafnvel veslast upp í hálfu eða heilu hungri? Það er von að spurt sé og ekki aðeins af farþega á leið frá Betlehem til Jerúsalem í rúðu- fá? t EGGERT feldskeri Sími 5511121 Hótel Ísland 29. deSember Jólaball með Geirmundi Valtýssyni Dúndrandi stuð til kl. 3 Gamlárskvöld Dansleikur frá kl. 24-04 * Dansleikur frá kl. 24-04 Emilíana Torrini, Páll Óskar Hjálmtýsson og hljómsveitin / •/ Fjallkonan leika fyrir dansi. Nýársdansleikur 1. janúar 1996 Dansaðið Vínartóna Sinfóníuhljómsveit leikur fyrir dansi undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. Nýársfi 'aanaður Jslensku °Peninnar Óperusöngvararnir Garðar Cortes, Ólafur Árni Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Rannveig Fríða Bragadóttir ásamt kór Islensku óperunnar. Hátíðarmatseðill 0^^568 71«'. daglegaW-'1" Húsið opnað kl. 19. Tekið á móti gestum með Operu" freyðivíni. Verð kr. 7.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.