Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 Læknarád Landspífalans Kvetur til breytinga á rekstrarffyrir- komulagi sjúkrahúsa i landinu EF TEKIÐ væri upp það fyrir- komulag á fjárveitingum til sjúkrahúsa að „þeningamir fylgdu sjúklingunum" þannig að fjárveit- ingar héldust í hendur við unnin læknisverk og aðgerðir myndi það leiða til þess að fjármagn leitaði til þeirra sjúkrahúsa þar sem flest læknisverk og aðgerðir eru fram- kvæmdar. Þetta er sú leið sem læknaráð Landspítalans leggur til að verði athuguð til að ná fram betri rekstri í heilbrigðiskerfinu í yfirlýsingu vegna niðurskurðar á framlögum til heilbrigðismála. Ásmundur Brekkan, formaður læknaráðsins, segir að breyta þurfí rekstrarfyrirkomulagi sjúkrahúsa í landinu í heild. Það dugi hins vegar ekki nema því aðeins að unnið verði af einurð og einlægni að stefnumörkun fyrir heilbrigðis- þjónustuna í heild til lengri tíma. Fjárframlög þurfi að haldast í hendur við tilkostnað og það dugi Miklum gármunum er varíð til heil- brigðismála á hveiju ári, ekki síst til sjúkrahúsanna í landinu. Reynt hefur verið að minnka þessi útgjöld með niður- skurði og spamaði en forsvarsmenn stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík telja að ekki verði lengra gengið í þá átt nema með því að skerða þá þjónustu sem í boði er. En er hægt að ná fram spamaði með breytingum á greiðslufyrirkomu- lagi fyrir læknisverk á sjúkrahúsum? Hjálmar Jónsson kannaði málið. ekki lengur að skera niður fyrir- hyggjulaust. Það skorti hins vegar pólitískan vilja til að gera þær breytingar sem nauðsynlegar séu. I yfirlýsingu læknaráðs Land- spítalans, sem birt var í vikunni, segir að sé raunverulegur vilji til að ná fram betri rekstri heilbrigði- skerfisins sé „nauðsynlegt að breyta fjármögnunaraðferð allra sjúkrahúsa á íslandi. Æskilegt væri að minnka miðstýringu fjár- munanna með því að tengja ákveðnar greiðslur við þau verk sem unnin eru við hvern sjúkling. Með slíku kerfi myndi fjármagn beinast til sjúkrahúsa í hlutfalli við unnin verk og þannig kæmi fljótt í ljós hvar eðlilegt væri að starfsemin færi fram,“ eins og segir orðrétt. Sjúkrahúsin eru á föstum fjár- lögum samkvæmt núverandi fyrir- komulagi, en það þýðir að þau fá ákveðna upphæð til reksturs síns á hveiju ári. Þetta kerfi var tekið upp fyrir nokkrum árum er svo- nefnt daggjaldakerfí var aflagt, en það byggðist á greiðslu í sam- ræmi við fjölda legudaga á sjúkra- húsum og þótti ekki gefast vel, enda er það á undanhaldi víðast hvar. Upphaflega þróað til að meta frammistöðu sjúkrahúsa Nýtt kerfi sem væri grundvallað á greiðslum fyrir unnin læknisverk myndi verða til þess að þau sjúkra- hús sem sinntu flestum sjúkling- unum og framkvæmdu flestar að- gerðirnar myndu fá mestar fjár- veitingar í sinn hlut. Til að það hefði hagræðingu og sparnað í för með sér þyrftu verkefni að færast á milli sjúkrahúsa, frá þeim óhag- kvæmari og til þeirra sem geta framkvæmt verkin með minni til- kostnaði. Afleiðingin yrði væntan- lega samþjöppun heilbrigðisþjón-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.