Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 11 ustu á færri og stærri sjúkrahús- um þar sem stærri rekstrareining- ar eru iðulega hagkvæmari en þær smærri. Þannig ætti kerfið að geta sparað fjármuni, en á móti kemur að læknisverkum og aðgerðum myndi að líkindum fjölga þar sem þau eru grundvöllur tekjuöflunar. Slíkt fyrirkomulag á greiðslum til sjúkrahúsa hefur verið tekið upp og er verið að prófa í nágranna- löndunum. Lykilatriði í þessum efnum er útreikningurinn sem lagður er til grundvallar mati á kostnaði við læknisverk. Til er svonefnt DRG kerfi (Diagnosis Related Groups) til að framkvæma þetta mat. Það kerfi er upprunnið í Bandaríkjunum, en hefur víða í Evrópu ver- ið heimfært upp á að- stæður þar. Símon Steingríms- son, verkfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, segir að þetta kerfi hafi í upphafi ekki verið þróað með það fyrir augum að á því grundvölluð- ust greiðslur til sjúkrahúsa, heldur hafi það verið notað til að meta frammistöðu þeirra. í Evrópu sé það yfirleitt haft til hliðsjónar við mat á kostnaði, en ekki látið stjórna greiðslum til sjúkrahúsa að fullu. Kerfið hafi verið skoðað með tilliti til þess að hægt yrði að nota það hér á landi. Ekki hafi komið fram mikill áhugi á að nota það og engin ákvörðun hafi verið tekin um að ljúka vinnu við að heimfæra það upp á aðstæður hérlendis. Þar komi einnig til að fyrir dyrum standi að breyta um kerfi fyrir skráningu sjúkdóma hér og því hafi ekki verið lögð áhersla á að þróa kerfið á grundvelli skráningar sem væri á útleið. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að taka gildi í upphafi nýs árs en það muni frestast um ár. Verði ákvörðun tekin um þróun slíks kerfis fyrir aðstæður hér á landi muni það því þarfnast talsverðs undirbúnings. Framlög fylgi sjúklingum Ásmundur Brekkan sagði að svona kerfi á greiðslum til sjúkra- húsa hefði verið tekið upp í vax- andi mæli í nágrannalöndum okk- ar. Grunnhugmyndin með breyt- ingum á greiðslukerfinu sé að pen- ingar fylgi sjúklingunum, þannig að sá aðili sem framkvæmir að- gerðina eða sinnir læknisverkinu og ber af því kostnaðinn fái greitt í samræmi við það. Um það sé ekki að ræða meðan eingöngu sé unnið eftir föstum fjárlögum, því þó reynt sé að áætla kostnað af tilteknum aðgerðum, eins og til dæmis af hjartaaðgerðum, þá sé þar alltaf um vanreikning að ræða. Aidrei sé tekið tillit til raunveru- legs kostnaðar vegna afskrifta, þróunar og tækjakaupa, sem auð- vitað sé þó algert grundvallaratriði í slík- um útreikningum. Ef þessi breyting verði gerð muni aukið fé koma til hátækni- sjúkrahúsanna þar sem rekstrarkostnaðurinn sé meiri vegna þess að þar séu fram- kvæmdar meiri, erfiðari og um- fangsmeiri aðgerðir og lækningar en á smærri sjúkrahúsunum. Það eigi auðvitað ekki bara við um aðgerðir heldur komi yfirleitt allir erfiðir sjúkdómar og sýkingar að lokum til kasta stóru sjúkrahús- anna. Einum sjúklingi þurfi jafn- vel að gefa lyf fyrir á annan tug milljóna króna á fáum dögum og það verði að bæta með einhveijum hætti. Verði þessi breyting gerð muni það leiða af sér sparnað með því færa til fjármuni frá smáu sjúkrahúsunum til þeirra stærri og tæknivæddari, sem sé sú þróun sem alls staðar sé að eiga sér stað í nágrannalöndum okkar. „Við teljum að með endurskipu- lagningu á fjármögnun heil- brigðiskerfsins megi nýta fjár- munina miklu betur til þeirra þarfa sem raunverulega eru fyrir hendi,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að þar væri hann til dæmis að tala um auknar fjárveitingar til þess sem almennt væri kallað hátækni- læknisþjónusta. Þeir væru ekki einir um þessa skoðun því fyrir lægi skýrsla frá Ríkisendurskoðun þar sem fram kæmu sömu sjónar- mið. „Það vantar bara pólitískt þrek og vilja til að gera þetta.“ Ásmundur sagði að allar að- stæður í heilbrigðismálum hafi gjörbreyst á síðustu 10-20 árum. Þróunin á öllum sviðum læknis- fræðinnar hafi verið gíf- urlega ör og hugmyndir og viðhorf til lækninga og reksturs sjúkrahúsa hafi tekið stakkaskipt- um frá því sem var fýr- ir tuttugu árum. Því sé ekki hægt að halda í skipulag á rekstri sjúkrahúsa hér á landi sem gangi þvert á það sem sé viðtekið í nágrannalöndum okk- ar. Alls staðar sé nú unnið að því að leggja niður lítil sjúkrahús og þó hann vilji ekki ganga svo langt að segja að það megi leggja niður mörg sjúkrahús á landsbyggðinni þá sé alveg öruggt að það megi endurskoða starfsemi margra þeirra mikið, samanber skýrslu Ríkisendurskoðunar þar um. Marga þætti í starfsemi þessara sjúkrahúsa eigi ótvírætt að leggja niður eða breyta og það gildi ekki bara um sjúkrahúsin heldur þurfi einnig að endurskoða heilsugæslu- stöðvakerfið. Það sé einnig byggt upp i samræmi við þjóðfélagsgerð og viðhorf sem hafi verið við lýði fyrir tuttugu til þijátíu árum. Állt þetta þurfi endurskoðunar við í ljósi þeirra breytinga sem átt hafi sér stað. í dag séu til dæmis sam- göngur allar aðrar en verið hafi og kröfur fólks til heilbrigðisþjón- ustunnar hafi breyst. Máli sínu til stuðnings benti Ásmundur á að fjöldi þeirra sjúkl- inga úti á landi sem leggist inn á sjúkrahús í sinni heimabyggð sé hverfandi. Langflestir séu lagðir inn á sjúkrahús í Reykjavík og þetta gildi um allt landið nema ef til vill um nágrenni Akureyrar. Hins vegar sé alveg augljóst að á nokkrum stöðum, þó ekki mörg- um, þurfi að halda uppi sjúkrahús- þjónustu vegna samgönguerfið- leika, en það þurfi að skilgreina hvernig sú þjónusta eigi að vera. „Maður verður náttúrlega að sætta sig við það hér eins og ann- ars staðar, að það koma ekki miklu meiri peningar inn í þetta heii- brigðiskerfi og þess vegna verðum við að leita allra leiða til þess að nota þessa fjármuni skynsam- lega,“ sagði Ásmundur einnig. Aðspurður hvort ekki sé hætt við að kerfi sem byggist á greiðslum fyrir lækn- isverk og aðgerðir verði til þess að aðgerðum fjölgi og biðlistar stytt- ist og jafnframt aukist útgjöld til kerfisins í heild, segir hann að það geti gerst tímabundið meðan verið sé að eyða biðlistunum, en síðan muni jafnvægi skapast. Reynslan erlendis þar sem þetta kerfi hafi verið notað lengi eins og í Bret- landi bendi ekki til þess að það hvetji til misnotkunar. Nýtir fjármunina betur Sighvatur Björgvinsson, fyrr- verandi heilbrigðisráðherra, segist vera fylgjandi því að í stað fastra fjárlaga verði tekin upp greiðsla í samræmi við afgreidd læknisverk. í hans ráðherratíð hafi verið hafist handa um þetta með því að und- irbúa fyrirmynd að slíku kerfi í samningum við Sjúkrahús Reykja- víkur, en hann viti ekki hvernig þeim viðræðum hafi miðað áfram eftir að hann hafi látið af emb- ætti. Ekki tókst að ná í Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, til að bera þetta undir hana. Af hálfu borgarstjórnar hafí hins veg- ar verið samþykkt á síðasta ári að vinna á þessum grunni. Sighvatur segist vera þeirrar skoðunar að þessi breyting væri til þess fallin að nýta betur fjár- muni í heilbrigðiskerfinu. Þetta kerfí hefði til dæmis gefist vel í Bretlandi eftir að það var tekið upp. Áður hefðu sjúkrahús þar verið á föstum fjárlögum og þar hefði gerst nákvæmlega það sama og hér að reksturinn hefði verið látinn reka á reiðanum framan af árinu. Síðan hefði verið rokið upp til handa og fóta á miðju ári þeg- ar alit hefði verið komið í óefni og gerðar tillögur um niðurskurð. „Þá voru gjarnan eins og hér vald- ar niðurskurðartillögur sem menn vissu að myndu vekja mikil mót- mæli í þjóðfélaginu. Síðan var far- ið í stjórnmálamennina og þeir krafðir um viðbótarfjármuni og svona gekk þetta ár eftir ár,“ sagði Sighvatur. Hann sagði að í stað þessa hefðu Bretar tekið upp greiðslur til sjúkrahúsa sem byggðust á þeim verkum sem þau væru að vinna samkvæmt fyrirfram gerðum rannsóknum og áætlunum um það hvað hver verkþáttur ætti að kosta. Þetta hefði gefist mjög vel. Til dæmis hefði komið fram í skoð- anakönnun að meirihluti að- spurðra lýsti sig ánægðan með bresku heilbrigðisþjónustuna og það hefði verið í fyrsta skipti um margra ára skeið sem það hefði gerst. Sighvatur sagðist tvímælalaust vera þeirrar skoðunar að taka bæri upp svona kerfi hér nú. Allar leiðir í þessum efnum hefðu ákveðna kosti og ákveðna galla. Reynslan kenndi einfaldlega að ný kerfi reyndust vel í byijun, en þegar frá liði og menn færu að læra á þau yrðu gallarnir meira áberandi. Nú væri kominn timi til að hverfa frá föstum fjárlögum og taka upp kerfi sem grundvall- aðist á greiðslu kostnaðar fyrir læknisverk. Það tæki hins vegar dálítinn tíma að búa til svona kerfi, þvi í dag vissi enginn hvernig hægt væri að verðleggja þjónustu sjúkrahúsanna. Skoða þyrfti kostnaðarþættina og hvernig þeir væru samansettir. Það hefði verið útgangspunkturinn í fyrrgreindum viðræðum við Sjúkrahús Reykja- víkur. Aðspurður hvort þessi breyting myndi ekki hafa í för með sér til- færslu á verkefnum og fjármunum frá smærri sjúkrahúsum á lands- byggðinni til stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík, sagði Sighvatur, að það færi eftir því hvað litlu sjúkra- húsin vildu gera og hvaða kostnað- ur væri því samfara. Það mætti allt eins búast við því að smærri sjúkrahús myndu sækja sér aukin verkefni af einfaldari tegundinni. 011 kerfi með kosti og galla Símon Steingrímsson segir að öl! kerfi á greiðslum vegna þjón- ustu sjúkrahúsa hefðu kosti og galla. Greiðslukerfi fyrir sjúkrahús sem grundvallaðist á unnum lækn- isverkum hvetti til innlagna, enda væri kerfið sem slíkt kannski ekki svo flókið í framkvæmd, heldur þau skilyrði sem sett væru um það hvenær heimilt væri að leggja inn sjúkling. Yfirleitt væri- nú gott samkomulag um slíka hluti, en það væri ekki fyrir það að synja að einnig kæmu upp tilvik sem hægt væri að deila um. Núverandi kerfi fastra fjárlaga hvetti ekki til þess að sjúklingar með einfalda sjúk- dóma væru lagðir inn, en þegar samhengi væri milli fjárframlaga og læknisverka mætti hugsa sér að sjúkrahús hikuðu ekki við að leggja inn einföld tilfelli. Fjárframlög þurfa að hald ast í hendur við til- kostnað Kerfi sem byggist á unn- um læknis- verkum hvet- urtil innlagna FLUGELDAMARKAÐIR Reykjavík Skátabúðin, Snorrabraut 60 Ferðafélag Isiands, Mörkinni 6 Lyfja, Lágmúla 5 Nóatún, JL - Húsinu, Hringbraut 121 Bflabúð Benna, Vagnhöfða 23 Kaupgarður, Mjódd Skátaheimili Skjöldunga, Sólheimum 21A Ársel. Rofabæ Landsbjargarhúsinu, Stangarhyl 1 Kopavogur Toyota, Nýbýlavegi 8 Hjálparsveitarskemma, Bakkabraut Smiðjuvegi 4 Teitur Jónasson, Dalvegi 22 (við Reykjanesbraut) Gorðobær Hjálparsveitarhúsið við Bæjarbraut Sóini, Gilsbúð 9 Við Frigg, Lyngási Skátaheimilið, Álftanesi Ésaf jörður Skátaheimilið við Mjallargötu Hjálparsveitarhúsið, Efstubraut 3 Varmahlíð Flugbjörgunarsveitarhús við Sauðárkróksbraut Akureyri Stór-flugeldamarkaður Lundi Stór-flugeldamarkaður Fjölnisgötu 6B Bílasalan Stórholt - Toyota, Óseyri 4 Eyjafj.sveit & nágr. Hjálparsveitin Dalbjörg Aðaldalur & nágr Hjálparsveit skáta Aðaldal Egilsstaðir Hjálparsveitarhús, Lyngás 5-7 ^ Hella Flugbjörgunarsveitarhús Vestmannaeyiar Skátaheimilið við Faxastíg 38 Flúðir Hjálparsveitin Snækollur, Hjálparsveitarhúsið Smiðjustíg 8 Selfoss & nágr. Hjálparsveitin Tintron, Austurvegi 21 Hveragerði Hjálparsveitarhús, Austurmörk 9 Suðurnes Birgðastöð Björgunaisveitarinmu' Suðumes, Holtsgötu 51 (hús Hjálparsveitar skáta Njarðvík) Söluskáli við Hitaveitu Suðumesja Stjómstöð Björgunarsveitarinnar Suðumes, Iðavöllutn 3D (hús Björgunarsveitarinnar Stakks) Söluskáli við Sparisjóð Keflavíkur, Tjamargötu ér 4 LANDSBJORG Landssamband biörgunarsveita FLUGELDAMARKAÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.