Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Edda Þórarinsdóttir Morgunbiaðið/Svemr Það er tekið að birta * A Lindargötu 6, nánast við fótskör Þjóðleik- hússins, hefur Félag íslenskra leikara sínar höfuðstöðvar. Formaður og framkvæmda- stjóri félagsins er Edda Þórarinsdóttir leik- kona. Skrifstofa hennar er uppi í risinu og þar er líka fundarherbergi leikara. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Eddu fyrir skömmu um starf hennar fyrir Félag íslenskra leikara og ákveðin atriði úr lífshlaupi þar fyrir utan. AF MÖRGU er að taka, lífið hefur verið Eddu gjöfult en um leið einnig harð- skeytt. Hún er fædd árið 1945 í Reykjavík, elst sex barna Þórarins Guðnasonar læknis og Sig- ríðar Theodórsdóttur jarðfræðings. Hún stundaði nám við Menntaskól- ann í Reykjavík í tvo vetur en fór svo í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og lauk þaðan prófi vorið 1967. Hún hefur leikið mörg veigamikil hlutverk á leiksviði og var í nokkur ár fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið. Hún er nú að hefja sitt annað þriggja ára kjörtímabil sem formaður Félags íslenskra leik- ara. „Þetta er umfangsmeira starf en fólk gerir sér grein fyrir í fljótu bragði," segir Edda um formanns- og framkvæmdstjórastöðuna. „Þótt ekki séu nema 330 félagar í FIL þá er þetta flókið, lítið félag. Innan sinna vébanda hefur það ekki aðeins leikara heldur einnig óperusöngvara, Iistdansara og leikmynda- og bún- ingahöfunda. Mesta vinnan er í kringum ýmiskonar kjaramál. í félaginu eru sjö deildir og mán- aðarlega eru haldnir fundir með full- trúum allra deilda og rætt það sem efst er á baugi innan félagsins og deildanna. Vissulega eiga félagsmenn hjá okkur mikla samleið en eigi að síður eru sérsamningar fyrir hverja og eina stétt. Samskiptin eru líka mikil út á við. Ég er t.d. fulltrúi FÍL í Bandalagi íslenskra listamanna, sem er mjög þarfur félagsskapur, á fund- um þar hitti ég fulltrúa allra list- greina, sem er afar mikilsvert. Einnig á ég sæti í Leiklistarráði íslands, Leik- listarsambandi íslands og skólanefnd Leiklistarskóla íslands, svo eitthvað sé nefnt. Loks eru svo samskiptin við út- lönd. Þau eru mikil og fara heldur vaxandi. Einkum eru samskiptin mikil milli Norðurlandaþjóðanna. Þau eru mikilvæg og við Islendingar græðum líklega einna mest á þeim, okkur hættir um of til einangrunar, staðsetningar okkar vegna og vegna smæðar markaðsins. Á þessum tæknitímum breytast allir hlutir hratt, svo sem flytjendaréttindi, gervihnattafjarskipti og svo fram- vegis. Það er mikið atriði að fylgjast með hvað er að gerast á þessum vettvangi úti í hinum stóra heimi og þar hafa Danir verið duglegastir að setja sig inn í málin og reynst okkur eins og besti stóri bróðir. Atvinnuhorfur leikara Félag íslenskra leikara er líka í samtökum sem heita FIA, Federati- ori of International Actors, alþjóða- samtök leikara. Þar hef ég ekki ver- ið nógu dugleg að fylgjast með, bæði af því ég gerði mér framan af ekki grein fyrir hversu mikilvægt það er, en það rann endanlega upp fyrir mér í nóvember sl. þegar ég sótti fund samtakanna í Madrid, svo var hitt að ég átti illa heimangengt meðan Fróði minn lifði." Edda Þór- arinsdóttir missti einkason sinn, Fróða Finnsson, úr krabbameini fyr- ir rösku ári, hann hafði þá barist af mikilli hörku fyrir lífi sínu í ijög- ur ár. „Meðan Fróði lifði var hver stund svo mikilvæg. Það að fara tvisvar á ári á tveggja daga fund til Norðurlanda þótti mér nánast sóun, ég reyndi að vera eins fljót í förum og ég gat og eitt sinn, þegar ég fór á FIA fund til Kaupmanna- hafnar, þá kom hann með mér og við héldum svo áfram niður Evrópu og gerðum ferðina að fríi - svo kom að því að slíkt var ómögulegt," seg- ir Edda. Eftir nokkra þögn berst talið að þeim breytingum sem þátttaka í Evrópusambandinu myndi hafa á hag leikara. „Ef við íslendingar ger- um eins góðar kvikmyndir framveg- is og verið hefur að undanförnu þá munu þær fara víða. Tungumálið ætti ekki að verða þar neinn þrö- skuldur. Ýmist er settur texti inn á myndir eða þær talsettar. Ef íslensk- ir leikarar ætluðu hins vegar að reyna fyrir sér á leiksviði erlendis er góð tungumálakunnátta lykilatr- iði, það væri t.d. ekki vitlaust að efla verulega kennslu í ensku og norðurlandamálum fyrir leikaraefni. Tungumálaerfiðleikar standa öðrum félögum í FÍL, svo sem óperusöngv- urum, listdönsurum og leikmynda- og búningahöfundum, ekki fyrir þrif- um.“ Við komum næst inn á atvinnu- horfur leikara á íslandi. „Atvinnu- •ieysi meðal leikara er töluvert, í og með af því að þeim fer fjölgandi. Svolítiil hópur leikara er á atvinnu- leysisbótum um þessar mundir. Það eru aðeins rösk fjögur ár síðan leik- arar gátu fengið slíkar bætur. Leik- arar eru vaxandi stétt, þijú ár af hverjum fjórum útskrifast átta nýir leikarar og svo kemur margt fólk að utan eftir að hafa lokið þar Ieiklist- amámi. Fólk er orðið ófeimnara við að notfæra sér atvinnuleysisbætur en áður var. Viðhorfín hafa breyst sem betur fer, fólk skammast sín ekki lengur fyrir að taka við atvinnu- leysisbótum ef nauðsyn krefur. Það er mikil gróska í leiklistinni þótt fólk hafi ótryggar tekjur af henni. Það vinnur með atvinnuleik- hópum að uppsetningu hinna ýmsu verka, gjarnan eftir íslenska höf- unda. Atvinnuleysisbæturnar geta þannig í sumum tilvikum óbeint auðgað listalíf okkar. íslensk leikrit- un blómstrar af því að rithöfundar eiga meiri von til þess að koma leik- verkum sínum á fjalirnar heldur en væri ef leikhópanna nyti ekki við. Það má því segja að þetta sé gras- rót íslenskrar leiklistar og leikritun- ar. Leiklistarráð kemur inn í þetta dæmi. Það hefur ákveðna upphæð til ráðstöfunar á ári hverju, 14 millj- ónir króna. Ég veit að margar um- sóknir berast á hveiju ári um fjárút- hlutun til sviðsetninga. Hóparnir fá sjaldnast það sem dugar fyrir upp- setningarkostnaði, jafnvel þótt allir gefi sína vinnu, en þessi stuðningur gerir þessa starfsemi þó mögulega." Breytingar og erfiðleikar Edda var í hópi þeirra níu lista- manna sem sagt var upp störfum þegar Stefán Baldursson tók við sem þjóðleikhússtjóri. „Það var ekki stað- ið rétt að þessum uppsögnum þann- ig að leikhúsinu var gert að greiða hópnum laun í eitt ár. Þegar þetta var hafði Fróði sonur minn þegar gengið í gegnum sína fyrstu með- ferð vegna krabbameinsins. Honum virtist hafa batnað og allir voru von- góðir um að stríðið væri unnið. Þetta var tímamótaár í lífi mínu að ýmsu leyti. Fyrir það fyrsta skildum við hjónin." Edda hafði ung að árum gifst Finni Torfa Stefánssyni Iög- fræðingi og tónskáldi. „Það var ekki aðeins í einkalífinu sem ég stóð á krossgötum. Eftir starfslok í Þjóð- leikhúsinu var nauðsynlegt að taka nýja stefnu. Ég ákvað að fara í há- skólann og lagði stund á bókmennta- fræði og fannst það viðfangsefni afskaplega skemmtilegt. Þetta voru tímar mikilla breytinga hjá mér. Snemma vors 1992 var ég svo kosin formaður Félags íslenskra leikara. Ég hafði þá hreint ekki hugsað neitt til þátttöku í félagsmál- um. Ég hafði að vísu verið ritari félagins í kringum 1980 en þegar félagar mínir í leiklistarstétt stungu upp á að ég gæfi kost á mér í þetta starf ákvað ég að slá til. Ég var þá að fara af launaskrá Þjóðleikhússins og þurfti að sjá fyrir mér og Fróða. Að vísu stóð hugur minn til frekara náms í bókmenntafræði en við nán- ari íhugun tók ég sem sagt aðra stefnu og sé ekki eftir því, það er alltaf hægt að fara í skóla. Engin vinna hefði getað hentað mér eins vel og þessi á því erfiða veikindatími- bili sem nú fór í hönd. Veikindi Fróða tóku sig upp á ný og þá var ómetan- legt að geta svolítið ráðið vinnutíma sínum. Vegna sjúkdóms síns þurfti Fróði oft að leggjast inn á deild 11E á Landspítalanum og oftast fékk hann herbergi með tveimur rúmum svo við Finnur gátum skipst á að vera hjá honum á nóttu sem degi. Fróði var mikið í tónlistinni og ætlaði sér að verða tónskáld. Hann spilaði í hljómsveitum nánast allan þann tíma sem hann barðist við sjúkdóminn. Það var dýrmætt fyrir hann að fá þessa góðu þjónustu á deild 11E. Þar gat hann verið með gítarinn sinn og alla þá tónlist sem hann vildi hlusta á. Herbergið varð stundum meira eins og hljóðver en sjúkra- stofa. Síðast en ekki síst mátti hann hafa vini sína hjá sér eins og hann vildi. Það verður aldrei fullþakkað. Á deildinni var eldhús og þar gátu vinirnir fengið sér brauðsneið ef þeir voru svangir, þetta var næst- um eins og heimili. Eg tók t.d. einu sinni mynd af vinunum i heimsókn á spítalanum. Þeir voru átta og sátu og lágu allir hlæjandi í kringum Fróða. Fróði var þannig gerður að hann talaði ekki mikið um sjúkdóm sinn, hann gaf kannski vinum sínum stutta skýrslu um líðan sína og meðferðina en vildi svo lala um eitt- hvað skemmtilegra. Á deildinni var mikið af veiku fólki og það dóu margir, en við lokuðum herberginu og reyndum að búa til okkar heim- ili. Þarna hafði ég mína skrifstofu að hluta til. Einnig hjálpaði mér í starfi mínu sá mikli skilningur sem ég mætti meðal félaga minna. Það auðveldaði mér sannarlega að koma inn í starfið að þekkja nánast alla félagana, margir þeirra voru vinir mínir og fyrrum starfsfélagar. Þeir sem voru með mér í stjórn félagsins voru yndislegir við mig, þegar Fróði var mikið veikur og ég komst ekki til vinnu þá gat ég hringt í mitt fólk og treyst því að það gengi í brýn- ustu verkin. Vonir daprast Sjúkdómur Fróða tók sig upp þrisvar sinnum. Meðferðin fólst í lyfjagjöf. Þá lá hann gjarnan inni í fimm daga, síðan átti hann kannski frí í tvær vikur. Hann gat því tekið þátt í lífinu, samið tónlist, æft og spilað á tónleikum með hljómsveit- inni sinni. Eftir að hann hafði geng- ið í gegnum svona meðferð í sjö mánuði virtist' öll meinsemd vera horfin. Hann var frískur í heilan vetur og gat lokið þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Um sumarið gat hann unnið í fiski eins og hver annar frískur unglingur. Það var ekki fyrr en í ágúst það sumar sem hann greindist í annað sinn. Þá var hann settur í geisla auk lyfja- meðferðarinnar. Aftur var haldið að hann væri sloppinn. Aftur varð hlé á veikindunum. Hár hans fékk að vaxa á ný. Þannig gekk þetta þrisv- ar sinnum. Veikindin og þjáningarn- ar gerðu Fróða að þroskaðasta manni sem ég hef þekkt. Hann sagði einhveiju sinni við mig: „Lífið er svo skemmtilegt að þótt ég þurfi að vera í krabbameinsmeðferð alla ævi þá tek ég því, bara ef ég fæ að lifa.“ En hann dó aðoins nítján ára gamall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.