Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ er vandkvæðum háð að skrifa um frægt fólk, þótt maður hafi hitt það og bundist því vináttu- böndum. Hættan er. sú að það virðist sem maður sé að siá um sig með nöfnum stórlaxa án þess að hafa nokkum tíma krækt í fiskinn. Sannleikurinn er hins vegar sá að ég þekkti þessa menn, marga náið, og þeir voru vinir mínir. Eg var eins og gæludýrið í hópn- um, örverpið sem hafnaði í miðj- um hópi evrópskra gáfumanna og menningarvita á þessum tíma.“ Frank var kvaddur í herinn árið 1950 þrátt fyrir hraustlegar tilraunir vina úr listageiranum til að sannfæra hermálayfirvöld um að drengurinn væri ómiss- andi. Eftir grunnþjálfun í Texas var hann látinn þjóna Sámi frænda í Upplýsinga- og mennt- unarskóla hersins í Fort Slocum í New York. „Ég hélt fýrirlestra fyrir allt að tvö þúsund hermenn í einu, til að segja þeim af hveiju við værum að berjast í Kóreu og sannfæra þá um ágæti stríðsins, þótt ég hafi enn þann dag í dag ekki minnstu glóru um af hverju við börðumst þar,“ segir Frank og glottir við tönn. Hann orti ljóð og skrifaði sögur þau tvö ár sem hann gegndi herþjónustu og að henni lokinni fékk hann þriggja ára námsstyrk til að vinna upp glataðan tíma. Hann hélt fyrst 'tii Parísar. Guggenheim og Guðrún Kvöld eitt árið 1954 var honum boðið til kvöldverðar í bænum Meudon hjá vini Ric- hter, sem hét Nelly van Doesburg, ekkja hollenska málarans Theo van Doesburg. Aðr- ir gestir voru meðal annars svissneski mynd- listarmaðurinn og skáldið Jean Arp og kona hans, Marguerite Hagenbach, James Johnson Sweeney sem var forstöðumaður Guggen- heimsafnsins, kona hans Laura og Mary Callery, auðug kona sem bjó til höggmyndir. Sweeney bauð Frank starf eftir að hann lyki námi í Oxford þar sem hann lauk námi. „Þau bjuggu í bandaríska sendiráðinu í París og óku þangað eftir kvöldverðinn. Ég fór með og þegar við nálguðumst sendiráðið heyrðum við hróp og köll mannfjölda sem þéttist eftir því sem nær dró. Fólkið þyrptist að bifreiðinni, lamdi hana utan og öskraði formælingar. Við höfðum ekki hugmynd um hvað væri á seyði en þetta var skelfileg uppá- koma. Við komust loks inn fyrir hlið sendi- ráðsins og fregnuðum að fólkið var að mót- mæla hinni hræðilegu aftöku Rosenberg- hjónanna fyrir njósnir í Bandaríkjunum," segir Frank. Að loknu námi í Oxford knúði Frank dyra hjá Sweeney sem veitti honum umsvifalaust vinnu á Guggenheim-safninu. Hann kynntist Guðrúnu sem þá var í söngnámi, en vann sem hjúkrunarkona meðfram námi undir stjórn læknis sem var í vinfengi við Frank. Þau ákváðu að rugla saman reitum sínum, gengu í hjónaband og fluttu til íslands. Þar eignuðustu þau börnin sín tvö, Margréti og Tómas, en ákváðu að flytja aftur utan á meðan afkvæmin væru enn ung. Ponzi tók við fyrra starfi á Guggenheim-safninu, en þegar tímabært var orðið að börnin hæfu skólagöngu var afráðið að setjast að á íslandi. Sprungurnarí veggnum Vinirnir í New York vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Leikarinn Zero Mostel, sem Islendingar þekkja best úr Fiðlaranum á þakinu og The Producers, sagði við hann; „Frankie, ekki fara, vertu um kyrrt og ég geri þig að auðkýfingi." Hann bauð Frank vinnu við sjónvarpsþáttaröð sem hann var að vinna að ásamt leikstjóranum Burgess Meredith og kallaðist Zero Hour. „Ég var hins vegar búinn að fá nóg og vildi komast burt úr borgarlífinu, frá New York eftir að hafa búið þar alls í áratug. A þessum árum lá straumur manna frá landsbyggðinni til Reykjavíkur, fólk vildi kaupa sér sófasett og fara í menninguna á mölinni, en ég vildi hins vegar fara út í sveit. Þetta var góður tími til jarðarkaupa." Frank Ponzi hélt málverkasýningu eftir heimkomuna og seldi vel, svo vel að hann hefur aldrei sýnt verk sín síðan. „í Bandaríkj- unum selur listamaður eitt eða tvö verk og heldur veislu til að fagna árangrinum, en hér er algengt að menn selji 10-20 verk af sýn- ingu. Ég uppgötvaði í fyrsta skipti að allt væri ekki með felldu hjá íslensku þjóðinni þegar fólk keypti verk mín á sýningunni; það hlaut að vilja fela sprungurnar í veggjunum eða_ eitthvað þaðan af verra.“ Árið 1987 var Frank boðið til Lundúna til ast við ímyndunaraflið eitt til að fá botn í heilu setningarnar. Þess vegna tók verkið jafn lang- an tíma og raun ber vitni, en upp úr dúrnum kom að margar færslurnar vísuðu beint til myndanna í albúminu.“ Verkið tók átta ár og Frank var umhugað um að vanda vel til þess. Hann kveðst helst ekki vilja að bókin verði ritdæmd, því að eftir átta ár geti hann einn talist réttmætur gagnrýnandi verksins og tilhugsunin um að einhver fletti því eina kvöld- stund og þykist þess umkominn að dæma það sé voðaleg. Hann leggur ríka áherslu á að peningar skipti hann litlu, driffjöður verka hans sé önnur óg óveraldlegri. Bókaforlag nokkurt sem hafði greitt honum milljón krónur í fyrirfram- greiðslu fyrir bókina þrýsti á hann um að ganga frá henni til útgáfu, fyrr en hann taldi rétt. Hann ákvað því að endurgreiða féð og gefa verkið út sjálfur þegar honum hentaði. „Áður fyrr leit fólk á forn- muni sem gamalt dót, en ungu kynslóðirnar reka hins vegar upp stór augu og spyrja í þaula. En það vantar sögulegt sam- hengi og fólk þekkir hvorki haus né sporð af sjálfu sér. Þetta minnir mig á atriði í endurgerð myndarinnar Jazz Singer með Laurence Olivier, þar sem hann er í hlut- verki gamals rabbía og segir við soninn sem vill syngja dægurlög í staðinn fyrir hina gömlu tónlist feðranna; „Sonur sæll, hvernig veistu hvert þú ætlar, þegar þú veist ekki hvar þú hefur verið?“ Barist við dauðann Þessi speki er ein meginástæða þess að ég skrifaði bókina ísland fyrir aldamót, því að ég vil minna unga íslendinga á að forfeð- ur þeirra voru hugmyndaríkir einstaklingar, fullir sjálfsbjargarviðleitni og drauma. Vest- urfararnir t.d. héldu út í óvissuna með fátt annað en vonina í farteskinu.“ Frank kveðst unna fortíðinni og menjum hennar af lífi og sál og sú tilfinning er ekki síst byggð á þeirri vissu að án menningar sé maðurinn lítt frábrugðinn dýrum merkur- innar. En fleira kemur til. „Ég veit líka stöð- ugt af þessari óþægilegu hugmynd um að dauðleika hlutanna. Að gera upp hluti, að rifja upp fortíðina, er að halda í þeim lífinu. Verk mitt snýst því í raun um að spyrna gegn dauðanum, upphefja lífið, vinna fyrir lífíð sjálft," segir Frank. Dæmi þessarar löngunar til að snúast á sveif með lífínu eru fjölmörg og hafa átt þátt í að merkir gripir hafa varðveist. „Árið 1959 var ég að vinna við altari- stöflu í Miklholtskirkju á Snæfellsnesi þegar ónefndur læknir sagði mér að í eigu ijöl- skyldu hans væri eldhússkápur með ekki ósvipuðu málverki. Hann væri hins vegar ónýtur og bróðir hans hefði hirt hriflið til að fleygja á áramótabrennu. Ég uppveðraðist allur, heimtaði að fá að sjá gripinn og linnti ekki látum fyrr en hann fannst loks í bílskúr bróðurins. Eigandinn var hins vegar að heim- an með lykilinn að skúrnum, en það var möguleiki að komast inn í skúrinn gegnum pínulítinn kjallaraglugga." Sektarkennd vegna fortíðar „Ég skreið þar í gegn inn í niðamyrkur, hafnaði í kolabing eða einhveiju álíka en þegar ég kveikti á kveikjaranum sem ég hélt á birtist mér altaristafla eftir Jón Hallgríms- son, 18. aldar mann sem sennilega var fyrsti íslendingurinn sem lærði málaralist erlendis. Handbragðið var auðþekkt. Taflan hafði ver- ið tekin úr kirkju, hillur settar bakvið og vængirnir notaðir sem hurðir fyrir skápinn. Þegar ég færði altaristöfluna heim voru gest- ir þar sem spurðu forviða af hveiju ég væri að draga þetta drasl inn í húsið. Viðhorfið var svo einkennilegt því að fólk leit á liðnar aldir á neikvæðan hátt; sem tíma fátæktar og fáfræði. Því miður berum við með okkur sektarkennd gagnvart fortíðinni, kannski ekki yngstu kynslóðimar en feður þeirra og áar. Ég kenni þetta við lafði Mac- beth, þessa tilhneigingu til að þvo blóðið af höndum sér. Ef að torfbæir voru ekki jafnað- ir við jörðu voru þeir færðir í gervilegan og yfirborðslegan skrúða sem er móðgun við fortíðina. Á þessu eru þó einhveijar undan- tekningar eins og sjá má á byggðasafninu á Skógum. Fólk hefur líka hneigst til að dauðhreinsa allt gamalt, fægja_ það upp og lagfæra, sem er misskilningur. Á Ítalíu, svo dæmi séu tek- in, eru fomminjar skakkar, skældar og jafn- vel óhreinar en samt ægifagrar, bæði að hluta og í heild, og búa yfir einhveijum ódauðlegum anda fvrir vikið. Þannie er listin heil.“ Ljósmyndir©Frank Ponzi FRANK Ponzi og einn helsti snillingur myndlistar á þessari öld, Marcel Duchamp í vinnustofu þess síðar- nefnda í New York árið 1949, áður en nafn Duchamps varð þekkt meðal bandarískra listamanna. FRANK Ponzi, Hans Richter og Aiexander Calder í vinnustofu Calders í Rox- bury, Connecticut, sumarið 1955, meðan kvikmyndun 8X8 eftir Richter stóð yfir. Alexander Calder er þekktastur fyrir mobile og stábile höggmyndir sinar og var sonur Sterlings Calders, sem gerði styttuna af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti. að sækja ráðstefnu list- fræðinga, til að ræða um fresku eftir Perugino sem talin var glötuð í heila öld, en hann fann í ágætu ásigkomulagi í þýskum kastala. Hann notaði tækifærið til að svipast um eftir nýtilegum efniv- ið fyrir bók sína um 19. öld og var sagt frá ljós- myndasafnara sem ræki fornbókabúð í borginni. Hann fór á fund safnar- ans sem leiddi hann upp snúna stiga í þriggja hæða húshjalli sem hýsti verslunina, troðna af bókaskruddum. Heldri menn á hungurtímum Eigandinn sagðist eiga ótal myndir frá stöðum sem hann hefði aldrei séð eða heyrt og vel gæti verið að eitthvað frá íslandi leyndist þar á meðal. Þeir grömsuðu lengi vel og kveðst Frank hafa verið orðinn nær úrkula vonar, enda þótti hann eigandinn æ ólíklegri til að muna rétt um myndir frá íslandi. Viðkom- andi lét þó ekki að sér hæða og reis sigri hrósandi á fætur með myndaalbúm sem hann hafði keypt nokkrum árum áður. „Ég sá umsvifalaust að myndirnar höfðu sögulega mikilvægu hlutverki að gegna og greiddi uppsett verð sem byggðist á því mati eigandans að þarna væru gamlar mynd- ir um að ræða, óháð efni þeirra. Ég hafði ekki hugmynd um hver tók myndirnar, en undir sumum þeirra voru áletranir sem mátti rýna í og lesa nafn Walters H. Trevelyan. Ég komst að því að ferðafélagi hans og höf- undur myndanna var Maitland James Bur- nett. Þetta voru heldri menn í góðum efnum sem styttu sér stundir við lax- og silungaveið- ar í íslenskum ám og vötnum, á sama tíma og umtalsverður hluti þjóðarinnar flúði land vegna ómegðar." Vísindaráð veitti honum 150 þúsund króna styrk og næstu tvö árin, eftir miklar bréfaskriftir, hug- myndaríka eftir- grennslan á stofnunum og heilabrot, komst Frank að því að Bur- nett hefði haldið dag- bók á þeim tíma sem hann sótti ísland heim og að til væri afrit af dagbók hans 1883- 1884 og minnisblöð frá 1885-1887 hjá skoskum laxveiðimanni, De- rek Mills að nafni. Mills sagðist hafa fengið skrif Burnetts lánuð í Tweeddale-safninu í Peebles í Skotlandi. „Safnverðir þar sögðu mér hins vegar að upprunalega handritið væri glatað án þess að fyndust skýringar á hvarfínu. Ég fékk því afnot af afritinu sem samanstóð af afar slæmu ljósriti af skrifum Burnett, tíu ára gömlu og daufu. Olæsileg dagbók Burnett Ég sat síðan löngum stundum í heilt ár í hægindastól í stofunni héma í Brennholti við lampaljós og rýndi í dagbókarfærslur sem ég hafði enga trú á að hefðu nokkru sinni verið læsilegar. Ég varð á stundum að not- MARGRÉT og Tómas Ponzi með leikaranum og málaranum Zero Mostel, heima hjá Ponzi fjölskyld- unni í Connecticut árið 1963. I I ) ) ) > > ! ! I i t l \ \ I í !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.