Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 25 FRÉTTIR leep Grand Cherokee Fullkominn farkostur Deilur um vínveitingaleyfi í Mjódd Umráð yfir snyrtingu talin æskileg Flestar búð- ir opnar til hádegis VERSLANIR eru almennt opnar til hádegis í dag, aðfangadag jóla. Verslanir eru lokaðar á jóladag. Þetta á t.d. við um verslanir á Lauga- veginum í Reykjavík og í Kringl- unni. Verslanir Nóatúns verða þó opnar til kl. 14 í dag. 11-11 búðirn- ar og 10-11 búðirnar verða opnar frá kl. 9 á aðfangadag til kl. 3. Lokað verður á jóladag. Á annan dag jóla verða báðar klukkubúðirnar opnar með hefðbundnum hætti, en aðrar verslanir verða almennt lokað- ar þann dag. ♦ ♦ ♦-------- Opið hús á A. Hansen OPIÐ hús fyrir þá Hafnfírðinga sem ekki geta haft samband við ættingja og vini um jólin verður í A. Hansen miðvikudaginn 27. desember kl. 15.30. Boðið verður upp á kaffiveit- ingar. MATSNEFND áfengisveitingahúsa hefur gefið neikvæða umsögn um ósk eiganda Pizza Hut veitingastað- arins í Mjódd um vínveitingaleyfi. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem neikvæð umsögn er gefin, en málið hefur í millitíðinni farið fyrir umboðsmann Alþingis, sem segir umsögnina ekki réttmæta. For- senda umsagnarinnar er að staður- inn hafi ekki umráð yfir húsnæði snyrtingar sem ætluð er gestum sérstaklega. Snyrting fyrir gesti staðarins er rekin í sama húsnæði og biðstöð strætisvagna og er því til sameiginlegra afnota fyrir gest- ina og strætisvagnafarþega. Þórhallur Halldórsson formaður matsnefndarinnar segir það þeirra hlutverk að meta hvort aðstaðan sé fyrsta flokks eða ekki. Hann sagði að sá munur væri t.d. á flugt- eríunni á Reykjavíkurflugvelli, sem hefur sérmerkt salerni auk sameig- inlegra salerna með flugvallargest- um, þá að þangað koma ekki aðrir gestir en þeir sem eru að fara með vélunum, fylgja fólki eða að taka á móti fólki. „Ef þú ferð út að borða í Pizza Hut í Mjódd þarftu að ganga í gegnum biðsal fullan af strætis- vagnafarþegum til að komast á salerni. Þetta er allt annar rekstur, þannig að við teljum þetta ekki fyrsta flokks aðstöðu fyrir vínveit- ingahús eins og lög og reglur um vínveitingahús segja fyrir um að eigi að vera,“ sagði Þórhallur. Hann sagði það æskilegt að leyf- ishafínn hafi umráð yfir því hús- næði sem hann hefur, því hann bæri ábyrgð á þrifum og umgengni á staðnum. Mismunun á fólki „Eg benti á veitingastaðinn á Reykjavíkurflugvelli sem dæmi um stað í svipaðri aðstöðu og þá fékk ég þau rök hjá matsnefndinni að það væri allt öðruvísi fólk sem flýgur í flugvél heldur en það sem ferðast með strætó. Þarna er um mismunun á fólki að ræða,“ sagði Steindór I. Ólafsson eigandi Pizza Hut. Leyfi staðarins til að veita bjór og léttvín var tekið af þeim um síð- ustu áramót og að sögn Steindórs hefur það haft í för með sér mikinn tekjumissi. Steindór sagðist hafa fengið til- boð í byggingu snyrtingar við hlið -------------------- sem eiga húsið, voru ekki ánægðir með það,“ sagði Þórhallur. Hann sagði að lögreglustjóri fylgdi áliti nefndarinnar og gæfi ekki leyfí og næsta skref yrði að kæra málið til doms- og kirkjumála- ráðuneytisins öðru sinni og fá úr- skurð um hvort þeir fylgi umboðs- manni alþingis að máli eða ekki. snyrtingar SVR og búið væri að samþykkja teikningar í byggingar- nefnd af salernum sem væru sér- staklega fyrir gesti. Matsnefndin var einnig búin að samþykkja þær. Staðurin sjálfur hefur ekki rúm fyrir snyrtingu. „Ég gafst upp á því að byggja snyrtingu þarna í salnum bæði útaf kosnaði og SVR, Ný árgerð .. V.? > Nýja 1996 árgerðin af Grand Cherokee er hlaðin fjölmörgum tækninýjungum og staðalbúnaður Grand Cherokee Laredo og Grand Cherokee Limited hefur verið aukinn til muna. Nýja, endurbætta Quadra Trac drifkerfiö gerir aksturseiginleikana ómótstæðilega. f •; ^ Hann er glæsilegri en nokkru sinni fyrr Að utan hefur Grand Cherokee fengið enn glæsilegra útlit. Ný innrétting með nýju mælaboröi og nýjum áklæðum undirstrika enn frekar glæsileika Grand Cherokee. Loftpúði fyrir ökumann og farþega í framsæti er staðalbúnaður. Reynsluakstur á Grand Cherokee seglr meira en 1000 orð. Sími: Ny 2 Þakka vinum og framdum vináttu og hlýhug í minn garð og fjölskyldu minnar á áttrceðis- afmœli mínu þann 18. desember sl. Lifið öll heil og sœl. Sigurður Bjarnason, frá Vigur. Skólastjóri og kennarar Fósturskóla íslands senda nemendum sínum nær og fjær og leikskólakennurum um allt land innilegar jólakveðjur og óskir um gleðilegt nýtt ár með bestu þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.