Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Jólaball Bráðum koma BRÁÐUM koma blessuð jólin og til- hlökkun bamanna vex dag frá degi. Þúsundir barna um allt iand sækja jólaskemmtanir, litlu jólin svoköll- uðu, í grunnskólum og fyrirtækjum og léttir það biðina eftir stóru stund- inni sem rennur upp í kvöld. Jólaböllin eru með ýmsu sniði eins og sést á myndum sem ljósmyndarar Morgunblaðsins hafa tekið að und- anförnu, en allar bregða þær birtu á skammdegið. Börnin mæta prúð- búin á jólaballið, dansa í kringum jólatréð og skemmta sér við leiki. Jólasveinarnir hafa verið að koma til byggða einn af öðrum og eru þeir ómissandi gestir á jólaböllunum enda koma þeir ávallt með eitthvað gómsætt í pokunum. í kvöld ganga svo sjálf jólin í garð. Tilhlökkunin nær hámarki og óþreyjufull biðin eftir jólapökkunum tekur enda. DÁÐST að jólatrénu. Morgunblaðið/Þorkell ÉG sá stelpu kyssa jólasvein. Morgunblaðið/Kristinn «• ## Morgunblaðið/Þorkell m Morgunblaðið/Ásdís JÓLASÖNGVARNIR sungnir og túlkaðir á táknmáli. FJÖLDI grunnskólabarna á jólaskemmtun í Meiaskóla. Morgunblaðið/Ásdís GÖNGUM við í kringum einiberjarunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.