Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ fleti hafs og lofts Morgunblaðið/Sverrir UNGIR vísindamenn hafa að undanförnu tekið þátt í evrópsku samstarfsverkefni um hafísrannsókn- ir. Þau eru hér ásamt dr. Þór Jakobssyni, verkefnisstjóra hafísrannsókna: Ingibjörg Jónsdóttir, Jón Eivar Wallevik, Þór og Haukur Einarsson. Hafísinn minnti óvenju snemma á sig í haust og vestanáttin hefur haldið ísröndinni nær landinu. Nú er að ljúka evrópsku samstarfs- verkefni um ísrannsóknir í norðurhöfum, með þátttöku hafísrannsóknadeildar Veður- stofunnar undir stjóm dr. Þórs Jakobssonar. Það gaf ungum vísindamönnum tækifæri til þátttöku. Þau em á fömm til framhaldsnáms erlendis. Elín Pálmadóttur leit til þeirra. HAFSVÆÐIÐ norður af íslandi er mjög mikil- vægt fyrir ástand sjávar og þar með veðurfar um mikinn hluta hnattarins. Hafísrann- sóknadeild Veðurstofunnar hefur frá árinu 1991 tekið þátt í undirbúningi og framkvæmd evrópska verkefnis- ins ESOP (European Subpolar Ocean Program), sem lýkur á næsta miss- eri. Þetta eru mjög viðamiklar rann- sóknir á áhrifum norðurhafa á veð- urfar og beinast að víxláhrifum hafs, hafíss og lofts í Norður-Grænlands- hafi og Islandshafí og taka 22 rann- sóknastofnanir í Evrópu þátt í rann- "sóknunum með tilstyrk Evrópu- bandalagsins. Eitt af markmiðum ESOP-verkefnisins er að auka skiln- ing á þætti hafíss í veðurfarskerfi jarðar. Rannsóknin beinist einkum að hafsvæðinu meðfram austur- strönd Grænlands, allt frá Græn- landssundi norður í Framsund milli Norðaustur-Grænlands og Spits- bergen. Undirbúningur hófst í sam- vinnu við dr. Sven Aage Malmberg á Hafrannsóknastofnun og hafa at- huganir á hafí úti verið gerðar i náinni og mjög svo ánægjulegri sam- vinnu við hann og Hafrannsókna- stofnun, að því er Þór tjáði blaða- manni, sem leit inn á Hafísrann- sóknadeild, þar sem þrír námsmenn ’ í þessum vísindum voru að ljúka störfum. Þetta mun hafa verið eitt fyrsta evrópska rannsóknaverkefnið sem íslendingar tóku þátt í, en þáttaka Islendinga í slíkri samvinnu eflist nú stöðugt. Verkefnið var snemma á ferðinni, rétt um það leyti sem íslend- ingar voru að búa sig til að ganga í EES, svo að íslenska ríkið þurfti að koma þar inn á meðan og gera íslenskum .vísindamönnum kleift að taka þátt í samstarfsverkefnum evr- ópskra starfssystkina, en nú koma greiðslur beint frá EB í Bruxelles. ~*rTil viðbótar ESOPs hefur verkefnið notið styrkja frá öðrum fyrir milli- göngu Trausta Jónssonar, forstöðu- manns Úrvinnslu- og rannsóknasviðs Veðurstofunnar. Þór segir að einn ánægjulegasti og giftudrýgsti þáttur þessarar vinnu hafi falist í því tækifæri sem gafst 4peð ráðningu ungra vísindamanna, en Qórir slíkir hafa staldrað við á Veðurstofunni undanfarin ár. Þau hafa komið. glóðvolg úr Háskóla ís- lands með splunkunýja B.S. gráðu og athyglisvert er að þau koma að þessu sitt úr hverri greininni þó flest hafí tekið námskeið dr. Þórs „Eðlis- fræði lofthjúps jarðar" í eðlisfræði- skor HÍ. Þau halda nú út í heim til frekara náms, meistaranáms og doktorsnáms, en þáttaskil eru þar sem verkefninu er að ljúka. Þetta er í samræmi við mjög vaxandi sam- þættingu rannsókna. Ungt vísindafólk Fyrsti „ESOP-lærisveinninn“, Halldór Bjömsson, sem undanfarin ár hefur stundað doktorsnám í veð- ur- og hafeðlisfræði við McGill- háskóla í Montreal í Kanada og skoð- ar veðurtengdar langtímasveiflur á hafís, er að vísu floginn. En hin þijú gripum við á Veðurstofunni áður en þau halda um áramótin til Noregs, Englands og Bandaríkjanna. Ingibjörg Jónsdóttir, sem er land- fræðingur, lauk nýlega meistaraprófi í heimskautafræðum við Scott Polar Research Institute í Cambridge í Englandi. Hún segir áhuga sinn hafa af tilviljun beinst í þessa átt þegar hún var að byija landfræðinámið og var tækniteiknari á Veðurstofunni. Helsta viðfangsefni hennar í þessu verkefni hefur verið rannsóknir á sveiflum í útbreiðslu hafíss við ísland og á sviði hafíssögu, einkum rann- sóknir á hafísnum fyrstu áratugi 20. aldar. Hún hefur kannað dagbækur og tekið saman yfirlit um hafísupp- lýsingar víðs vegar á söfnum hér heima á íslandi og í stofnunum er- lendis. Áhrif hafíss á mánnlíf Ingibjörg segir að meðal áhugaefna hennar séu áhrif veðurfars og hafíss á umhverfið, gróðurskilyrði, búsetu o.s.frv. Það er hvaða áhrif hafís á norðursvæðinu hefur haft á líf fólks- ins. Áður fyrr skiptu landbúnaður og fískveiðar enn meira máli en nú og þegar tók fyrir það voru íslending- um allar bjargir bannaðar. Sérstak- lega ef tvö ísaár komu í röð. Um leið tók fyrir samgöngur. Ingibjörg segir að fyrsta fjórðung þessara ald- ar hafi verið mikill ís, en síðan kom góðviðristímabil fram til 1965. Ingibjörg hefur skrifað ritgerð um eyðibýli og búseturöskun. Og er það eitt dæmið um hvernig fræðigreinar tengjast. Þar kemur saman hvemig náttúmfarið hefur áhrif á búsetu og mannfjölgun. Ingibjörg kvaðst hafa verið að vinna að gögnum á Veðurstófunni, en sé nú að reyna að fá styrk til Danmerkur, því þangað voru öll ís- lensk gögn send áður fyrr. Síðan hyggst hún fara til Coloradoháskóla í Bandaríkjunum þar sem helsti sér- fræðingur á þessu sviði, dr. Astrid Ogilvie, býr um þessar mundir og ætlar þá að vinna úr, bera saman og meta gæði gagnanna. Annars mun Ingibjörg stunda framhalds- rannsóknir sínar að mestu leyti í Cambridge í Englandi. Hafís og umhverfisáhrif Haukur Einarsson lauk háskóla- prófi í jarðeðlisfræði og fór svo í framhaldi í bygginga- og umhverf isverkfræði til meistaraprófs í HÍ undir leiðsögn Júlíusar Sólness pró- fessors, með aðalaáherslu á umhverf- isfræði. Vinna Hauks við ESOP- verkefnið fólst í útreikningum á orkuskiptum við sjávarflöt eða víxl- áhrifum hafs og lofts, sem eru mikil- vægir þættir í samspilinu því nálægt frostmarki myndast ís. Við þetta vann hann í níu mánuði að aflokinni jarðeðlisfræðinni og skilaði skýrslu. Að undanfömu hefur Haukur unnið að því að koma af stað í tölvu kaha- dísku reiknilíkani um almenn orku- skipti í lofthjúpi. Haukur kveðst vera búinn að ljósrita veðurkort þá daga sem athuganir voru gerðar á Bjarna Sæmundssyni, en skoðun á samheng- inu bíði annarra. í samtalinu kemur í ljós að í Danmörku hafa menn get- að notað þessi gögn hans í sambandi við reiknilíkön um veðrið á hafi úti, einkum fyrir skammtíma sveiflur. Við frekari kælingu sjávaryfirborðs nálægt frostmarki er hætt við hafís- myndun. Þess vegna er reynt að kortleggja kælingu og uppgufun á köldum hafsvæðum norðurslóða. Haukur kvaðst í framhaldi einkum hafa áhuga á áhrifum veðurfars á umhverfið. Milli jóla- og nýárs er för hans heitið til þekkts háskóla í Flórída, þar sem hann verður næsta misserið í umhverfisfræðum, en hyggst svo koma aftur og ljúka námi hér. Snemma beygist krókurinn, er sagt. Haukur hefur haft áhuga á veðrinu frá því hann fyrst man eftir sér. Þótti skrýtið að drengurinn mátti frá því hann var innan við fimm ára aldur aldrei missa af veðurkortunum í sjónvarpinu. Áhuginn hefur haldist síðan og nú er hann með veðurathug- unarstöð heima hjá sér, segja þau hin. Hann viðurkennir að hann sé með míní-veðurathugunarstöð heima í einu hverfi Reykjavíkur. Reiknilíkan um hreyfingu íssins Jón Elvar Wallevik, sem hefur lok- ið prófi í eðlisfræði, tók við orku- skiptareikningum Hauks og hefur gengið frá talnarunum og niðurstöð- um í töflur og á disklinga. Mælingar úr leiðöngrum eru því aðgengilegar hveijum sem vill, annaðhvort í út- gefnum gagnaskýrslum eða á diskl- ingum. Prófritgerð hans verður reiknilíkan um hreyfingu íssins. Hann kvað svipaða þróun hafa orðið á þessu sviði sem í veðurfræðinni. Áður var unnið með kortum, en fyr- ir um 50 árum var farið að gera reiknilíkön fyrir veðrið, áratug síðar fyrir veðurfarið og um 1970 fóru menn að prófa sig áfram með hafís- líkön. Jón Elvar hefur annars vegar ver- ið með útreikninga á hafísflæðinu og hins vegar verið að staðfæra kanadískt hafíslíkan, sem ætlunin er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.