Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 33 MINNINGAR OLAFUR EDVINSSON + Ólafur Edvinsson fæddist 17. september 1934 á Sandi á Sandey í Færeyjum. Hann lést í Borgarspítalanum 10. des- ember síðastliðinn og fór útför- in fram 20. desember. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. . (V. Briem.) MEÐ ÞESSUM fáu orðum langar mig að minnast góðs vinar míns, Ólafs Edwinssonar, sem farinn 'er í sína hinstu ferð. Óla kynntist ég fyrir rúmum tíu árum, þegar leiðir okkar lágu saman í Þorlákshöfn’ vissi ég áður af honum en þekkti ekki. Með okkur tókst góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Óli var vinur vina sinna. Hann var glaðvær og glettinn og sá oftast broslegu hliðarnar á lífinu. Fyrir um átta árum kynntist hann konu sinni, Monzu. Bæði voru þau fædd og uppalin í Færeyjum en búin að búa á íslandi allmörg ár. Ekki er hægt að segja að þau hafi verið lík því Óli var félagslyndur en BJARNIJONASSON + Bjarni Jónasson var fæddur á Grímsstöðum, Reyðar- firði, 10. desember 1922. Hann andaðist í Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 6. desember síðastliðinn og fór útförin fram 13. desember. BJARNI var fæddur á Grímsstöð- um, Reyðarfirði. Hann flutti síðar að Bakka og var síðan ávallt kennd- ur við hann. Hann lauk vélstjóraprófi árið 1948 og var vélstjóri á Snæfugli og síðar Gunnari SU á árunum 1948-1964. Bjarni hóf störf hjá Vegagerð- inni í janúar 1965 sem starfsmaður vélaverkstæðis og starfaði þar óslitið til 1992, en seinustu 3 árin í hálfu starfi. Á þeim tíma sem Bjami hóf störf hjá Vegagerðinni voru umsvifin mikil og fjöldi tækja sem þurfti að sinna og mikið um erfið og löng ferðalög. Bjarni hlífði sér ekki í þessum ferðum fremur en öðru sem hann tók sér fyrir hendur. I hans huga voru aldrei nein vandmál til sem ekki mátti leysa, einfaldlega gengið í hlutina og þeir drifnir af. Bjarni vann sér mikið traust samstarfsmanna sinna, enda ætíð tilbúinn að leggja mönnum lið ef þurfti. Bjarni var mikill mannkostamð- o/e/Kfia/edc&pM'/ruí tHdáfUfltt/t fí ffU/tt/ á///i /’t, Ct/} U/J/t. dh . LAUFAS Fasteignasala Suöurlandíbraut 12 sfMi.533-1111 «« 5331115 ur glaðlyndur, hrókur alls fagnaðar og alltaf tilbúinn að taka þátt í því sem samstarfsmenn vildu gera sér til upplyftingar og ánægju. Er við samstarfsmenn Bjama sjáum honum nú á bak viljum við með þessum fáu orðum votta honum virðingu okkar og þakka honum samfylgdina og senda fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. V egagerðarmenn á Austurlandi. Monza er frekar feimin en sannar- lega bættu þau hvort annað upp. Þau voru samrýnd hjón og máttu vart hvort af öðru sjá þegar Óli var í landi en hann var sjómaður. Kærleikurinn fór varla fram hjá neinum sem umgengust þau. Þeg- ar Óli fór að nálgast sextugt var áformað að hann færi að hætta á sjó og þau færu að njóta þess að vera meira saman en maðurinn áætlar en guð einn ræður. Fyrir tæpum tveimur árum uppgötvað- ist sjúkdómur hjá Óla sem nú hefur lagt þennan sterka mann að velli. Þessi tími er búin að vera mjög erfiður og mikil bar- átta en Mortza stóð eins og klett- ur við hlið Óla í gegnum allt þetta. Umhyggja hennar og kærleikur gleymist engum sem kynntust því. í Spámanninum stendur þetta um vináttu óg mér finnst það passa vel við vináttu okkar Óla. „Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir skiljið þið hvorn annan því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsan- ir, allar langanir og allar vonir ykkar til og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis." Óli minn, hafðu þökk fyrir okk- ar góðu ár og ég veit að við hitt- umst síðar og tökum upp þráðinn aftur. Megi góður Guð styrkja þig, Monza mín, í þinni miklu sorg. Sigurður Kristinsson. Fasteignamiðlunin Berg, Sæberg Þórðarson, Háaleitisbraut 58, sími 588 5530. Bifröst fasteignasala, Vegmúla 2, Reykjavík, sími 533 3344. Óskum viðskiptavinum okkar, nær og fjær, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla! Jón Guömundsson, sölustjóri, lögg. fasteignasali. Ólafur Stefánsson, viösk.fr. og lögg. fasteignasali ^=-.......... -@l FASTEIGNAMARKAÐURINN HF~ ~.. -rr-rrJy FOI.D FASTEIGNASALA Laugarvegi 170, 2 hæð. 105 Reykjavík. Sími 552 1400 - Fax 551 1405. Fold óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.