Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 41 FÓLK í FRÉTTUM Islendingar í Orlando fagna komu jólanna ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Mið- Flórída, sem ber nafnið Leifur Ei- ríksson, gekksi fyrir jólasamkomu fjórða árið í röð sunnudaginn 17. desember síðastliðinn. Jólamessa var haldin í All Saints Episcopal kirkjunni í Winter Park og þar predíkaði séra Jim Spencer, en gjaldkeri íslendingafélagsins, Atli Steinarsson, las jólaguðspjallið á íslensku og flutti predíkun á ís- lensku. Að því loknu héldu kirkjugestir til Langford-hótelsins sem er ör- skammt frá kirkjunni. Þar var að finna vel skreytt veisluborð, hlaðið alls kyns íslenskum og bandarísk- um kræsingum sem konur í félag- inu höfðu bakað. Að lokinni kaffi- og súkkulaðidrykkju var dansað í kringum jólatréð en síðan kom loks að hápunkti kvöldsins þegar tveir jólasveinar mættu á svæðið og tóku þátt í gleðskapnum með börn- unum. Allir krakkarnir fengu skrautlega sælgætispoka og allar konur á samkomunni fengu jóla- gjöf frá félaginu. Á annað hundrað manns mættu til þessarar sarflkomu sem fór í alla staði hið besta fram. Sumir ferðuðust langar vegalengdir til að taka þátt í jólagleðinni. Þarna mátti t.d. sjá fólk frá Sarasota og Tampa, sem er í tveggja tíma akst- ursíjarlægð frá Orlando. Einnig kom fólk frá austurströnd Banda- ríkjanna. Ekki þurftu gestir að kvarta undan ófærð í Flórída, þar sem veður var eins og best var á kosið, blankalogn, steikjandi sól og sumarhiti. FÁTT í fari Deans minnir á glæsileika yngri ára hans. Fárveikur Dino DEAN Martin, söngvarinn kunni, berst sem kunnugt er við krabba- mein. Hann þótti sýna batamerki í sumar, en nú er hann aftur orðinn fárveikur. Læknar hans búast við því að þessi jól verði síðustu jól hans og Dino gerir sér sjálfur grein fyrir því. Hann segist helst af öllu þrá að fá að tala einu sinni enn við gamla vin sinn Frank Sinatra, en þeir hafa ekki yrt á hvor annan síðan sameiginleg tónleikaferð þeirra leystist upp árið 1988. Frank, sem nýlega hélt upp á áttræðisaf- mæli sitt, er ekki á þeim buxunum að verðá við síðustu ósk Martins. ,,Ég tala ekki við manninn aftur,“ segir hann. Dean getur því ekki búist við að hitta gamla vin sinn aftur. FRANK er ekki á því að verða við beiðni Dinos. HÉR ER meirihluti yngra fólksins á skemmtuninni, ásamt jóla- „SVONA gerum við er við skúrum okkar gólf...“ hljómaði í sveinum sem dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð og Flórída fyrir viku. Fremst á myndinni má sjá Guðlaug Krisljáns- færðu þeim sælgætispoka. son, skipuleggjanda ráðstefnuhalds í Orlando. JÓLflTRÉÍÍKEmmTUn ■ t pcRLunni ■ 27. des. kl. 15:00 - 17:00 Hljóimveit ífla?mhar Kjartaimonar ásamt krökkum úr GradualekórvLangholtskirkju syngja og leika öll gömlu og góSu |ólalögin. Jólasveinar koma í heimsókn. Allir velkomnir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.