Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ kall að vera stærra en 500 til 1.000 manns, þar sem hirðirinn þekkti sína hjörð og gæti annast hana.“ UÐMUNDUR segist hafa fund- ið til þess að þekkja hjörðina ekki nógu vel. „Prestar í Reykjavík ganga ævinlega með samviskubit yfir því að komast ekki yfir að sinna því sem þeir ættu að vera að gera. Það er að vitja fólksins í söfnuðinum og fylgjast með aðstæðum þess og líðan. Það er ekki unnt að vitja aldraðra og sjúkra, maður veit ekki einu sinni hveijir eru veikir." Með prédikun og guðsþjónustuhaldi nær presturinn til þeirra sem sækja kirkjuna. „Það er alltaf messað og þjónusta og fram- boð hefur aukist á því sviði. Fyrirbænaguðs- þjónustur hafa verið teknar upp í kirkjun- um. Það er trúfastur hópur sem hefur sótt þær og fjöldi sem hefur beðið um fyrirbæn- ir.“ Leyndardómur prédikunar Eftir nokkur ár í prestskap aflaði Guð- mundur sér framhaldsmenntunar^ í préd- ikunarfræðum í Bandaríkjunum. I hugum margra er hann ræðuskörung- ur. En hver er staða prédikun- arinnar í dag? „Stundum efast maður um að prédikunin sé lengur rétta leiðin til að koma fagnaðarer- indinu til skila,“ segir Guð- mundur. „Sumir segja að préd- ikunin sé úrelt, öld hennar lið- in. Prédikun hefur alltaf verið sérstakt áhugaefni mitt, en það var ekki lögð mikil rækt við prédikunarfræði á námsárum mínum í guðfræðideildinni. Ég veit ekki til að neinn kennari guðfræðideildar hafí gert það að sínu sérsviði eðá lagt stund á sérnám í þeim efnum. Þó getur fátt virst meira áríðandi en tilsögn í slíku handa prests- efnum.“ Þegar Guðmundur er inntur eftir leyndardóminum við góða prédikun segist hann ætla að þegja lengi og verður hugsi. „Margur mundi segja að þar væri Heilagur andi að verki, sem hann og er. Orðið lýkst ekki upp nema fyrir verkan hans. Það verður fleira að koma til. Tækið sem andinn starfar í gegnum verður að gagnast og duga, æfast og brúkast vel. Jesús sagði sögur og talaði skiljanlegt mál. Það sem kemur prédikuninni best til skila er frásaga og að ég held skáld- skapur - þótt það hljómi kjána- lega - það sem er fært í skáld- legan búning og grípur fólk, vekur eftirvæntingu, hrífur. Höfundar Biblíunnar notast mikið við frásögur. Hvers vegna ættum við að afklæða kjamann úr frásögnunum og færa hann einan fram fyrir hlustandann? Ef sagan, eða bókmenntaformið sem er á textanum, skiptir engu máli, hvers vegna sagði þá höfundurinn einfaldlega ekki kjamann einan í fyrstu? Það var ákaflega ríkt í skólanum sem ég var í erlendis í byijun 9. áratugarins að leggja áherslu á nýjan prédikunarmáta, svokallaðan „story-telling“ eða að segja sögu. Þá bjuggu menn ræður sínar til með einni sögu. Textinn var þá lesinn í upphafí eða endinn. Þetta var svo sem ekkert nýtt. Amos Wilder, sá ágæti fræðimaður, skrifaði í byijun 7. áratugarins tímamótaverk um tungutak guðspjallanna. Þar benti hann á talmál þeirra og ritun sem spratt úr munn- legri geymd. Hann bendir á að formið ein- kennist af þrennu: Samræðum, sögnum og skáldvefnaði. Hann komst að þeirri niður- stöðu að ef við ættum að geta komið fagnað- arerindinu til skila, þá yrðum við ætíð að miðla því með samræðu og frásögn í skáld- legum búningi. í Nýja testamentinu er prédikað hvemig Guð í fylling tímans tengist sköpunarverki sínu og gengur inn í það til að lýsa því um veg og leysa það úr viðjum. Þeim sögumót- um lýsa guðspjöllin á misbúinn hátt. Aðeins eitt þeirra, Lúkasarguðspjall, fer með sögu af þeim atburði. Frásögn svo glitrandi fagra og yndislega að bamið, stórt sem smátt, hrífst af og geymir. Prédikunina um fæðing- una í fjárhúsinu forðum í Betlehem. Prédikun er í raun listgrein. Þegar hún nær tindum þá er hún list. Hún skilar þá því ósegjanlega, að miðla af leyndardómum Guðs svo mannshjarta skynjar og tekur við.“ Góður undirbúningur Guðmundur gefur sér góðan tíma til undirbúnings. Hann les texta næsta sunnu- dags í byijun vikunnar og geymir hann í huga sínum. Svo les hann sér til um text- ann, segist ætíð vera að leita í sjóði ann- arra um skýringar og útlistun. Jafnframt því að skýra textann reynir Guðmundur að tengja hann líðandi stund og fylgist vel með fréttum. Hann segir nauðsynlegt að fylgjast með taktinum í lífínu í kringum sig og reyna að leiða skilaboð textans inn í þann takt. Páll postuli talaði um heimsku prédik- unarinnar. Skyldi prédikaranum stundum fínnast að til lítils sé talað? „Já, það finnst honum stundum með sjálf- um sér. En þó að krossinn, það er fagnað- arerindið, sé ætíð veraldarviskunni heimska, þá er heimska Guðs mönnum vitrari og veikleiki hans mönnum sterkari, svo aftur sé vitnað í Pál. Því býr maður ætíð að þeirri von að það sem sýnist til lítils muni Guð hafa ráð á að gefa vöxt og laufgun á feg- ursta máta.“ Köllunin og baráttan Guðmundur segir að baráttan sé ætíð í hjarta boðandans, hvort hann fari rétt með, hvort hann túlki rétt. „Eina sælan í þessu er að reiða sig á hjálp Guðs. Ef ekki væri um hana að ræða gæti ég ekki ímyndað mér að ég opnaði munninn, ekki nema af því ég reiði mig á hjálp Guðs og að ég sé kallaður til verka á þessu sviði. Að það hafi þýðingu sem maður er að gera af veik- um burðum. Maður verður oft var við það, þegar maður er að semja, að það er eins og hlut- imir komi afskaplega fyrirhafnarlítið, nán- ast eins og maður skrifi hugsunarlaust það sem manni finnst svo nokkuð bitastætt. En svo veit maður aldrei hvort þetta var nokkuð betra en það sem kom með strit- inu. .Víst er að ein stundin er annarri betri við samningu og maður kann ekki skýringu á hvers vegna það er. Það getur vel verið vegna þess að Guðs andi lætur meira að sér kveða eða þá að tækið er betur upplagt að veita því viðtöku.“ Gleymdi ræðunni Guðmundur segist ekki treysta á inn- blástur augnabliksins f stólnum og sjaldan breyta út frá skrifaðri ræðu. Það má því nærri geta hvernig honum leið þegar hann steig eitt sinn í stólinn í Hafnarfirði og uppgötvaði að hann hafði gleymt ræðunni heima. „Ég verð að viðurkenna að mér dauðbrá. Ég held að það sé lengsta prédikun sem ég hef haldið sem þá varð til. Konan mín sagðist hafa sigið niður í stólinn, lengra og lengra, og hugsað hvenær ég ætlaði að hætta. Ég er ekki eins fljótur að hugsa og einn ágætur klerkur sem nú er nýlátinn. Hann sagði mér að eitt sinn þegar hann kom á útkirkju uppgötvaði hann að ræðan hafði gleymst. Hann sagðist hafa brugðið á það ráð að lesa yfir söfnuðinum þá bestu ræðu sem nokkru sinni hefur verið flutt og las Fjajlræðuna! Ég hef ætíð reynt að undirbúa mig vel. Ég er ævinlega búinn að skrifa mína ræðu um miðja viku, því ég vil hafa nægan tíma til þess að taka úr það mesta af fljótræðis- bullinu og lagfæra hjá mér. Ræðurnar bæði styttast og breytast fram að helginni.“ Efast ekki um köllunina Guðmundur er ekki í vafa um að hann hafí verið kallaður til prestsþjónustu. „Ég get ekki bent á stund né stað hvenær það var, fremur en ég get bent á að ég hafí komist til trúar á einhverri ákveðinni mín- útu. Samt er ég ekki í vafa um að köllun er það. Ég er sannfærður um að það er Guðs ætlan að baki því að ég hef verið í þessu starfí. Köllunin er kjölfesta. Ef ég hefði ekki þá traustu vissu að ég hefði er- indi þá held ég að það hefði orðið lítið úr mér við ýmsar aðstæður sem upp hafa kom- ið.“ Sorg og gleði Guðmundur segir að erfiðustu stundir prestsins séu áreiðanlega þegar tilkynna þarf dauðsföll, einkanlega svipleg dauðsföll. „Það er eitthvað sem aldrei venst og alltaf verður jafn átakamikið og sársaukafullt. Þá eru allir jafn litl- ir frammi fyrir spurningunum sem eru áleitnastar. Eins og hvers vegna hlutirnir gerast? í þeim at- vikum er ekkert sem getur mildað eða bjargað nema Guðs orð sem umvefur. Ekkert annað.“ Gleðistundirnar geta orðið til undir flestum kringumstæðum. „Ætli það gleðilegasta sé ekki sú innri ánægja sem maður fær af því að fást við þetta starf í öllum þess myndum," segir Guðmundur. „Það er ósköp elskulegt að skíra börn, ferma og gifta, en líklega fylgir notalegasta líðan því að hafa lokið messugjörð hveiju sinni og finna til þess að hafa fram- kvæmt þá ljúfu skyldu að prédika og reiða fram sakramentið." Það sem gerir jól að jólum Guðmundur horfir nú fram á náðugri jól en oft áður. Engu að síður mun hann messa á aðfanga- dag, jóladag og nýársdag. En ann- ir sem fylgja viðamiklu safnaðar- starfi eru að baki. Hann segist ævinlega hafa hlakkað til jóla, alveg frá því hann var barn, og njóta þeirra til fullnustu. En hvað skyldi honum þykja dýrmætast við jólin? „Auðvitað það sem gerir jólin að jólum. Boðskapurinn um frels- arann Jesú Krist. Allt tal um Guð verður aldrei nema gátuhjal og þreifing í þoku, nema horft sé á hann. Samúel Beckett sagði rétti- lega: ,Það er ekki hægt að tala um Guð nema að tala um hann eins og hann væri maður, sem hann vissulega var ...‘ Afhjúpun Guðs á veru sinni, vilja og eigind í veröld mannanna í barninu sem borið var í Betle- hem. Það eru jólin. Og hver sem tekur við því erindi þeirra getur talað um Guð og talað við Guð og þekkt hann, eða eins og Jesús sagði: ,Ég og faðirinn erum eitt.‘ Engin jól væru ef ekki væri boðskapurinn um hann, sem borinn er fram æ ofan í æ. Hann er í veröld mannanna, fléttaður inn í söguna, og við endurlifum þann atburð um hver jól. Það einstæða sem öllu varðar er að ,Guð er sjálfur gestur hér‘, eins og segir í sálminum." Guðmundur segir minningar sínar frá bernskujólum vera öldum fjarri því sem gerist nú til dags. „Ég lifði jól án rafmagns og alls þess sem því fylgir. Jól svotil án veraldlegra gjafa og alls slíks. Mér er minn- isstæðastur blær jólanna frá bernsku, helg- in sem hvíldi yfír öllu þegar jólin gengu í garð. Ég er fæddur þar sem var skepnu- hald. Meira að segja það að fara í húsin áður en hátíðin kom og gera skepnunum til góða fékk allt annan svip. Þegar maður horfír til baka þá fínnst manni það hafí ævinlega verið stjörnubjart kvöld, heiðskírt og lygnt. Allt fullt af gleði og friði. Það var heilagt — því Jesús var fæddur.“ V» Prestar í Reykjavík ganga ævinlega með samviskubit yfir því ad komast ekki yfir að sinna því sem þeir ættu ad vera að gera. Það er að vitja fólksins í söfnuðinum og fylgjast með aðstæðum þess og Iíðan.“ Ájólum Morgunblaðið/Kristinn , JÓLABOÐSKAPURINN er eiginlega fólginn í öllu erindi kirkjunnar: Kristur er hér,“ segir séra Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.