Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ t I BIO JAMES Bond á sér marga aðdáendur á ís- landi eins og aðsóknin á nýjustu Bondmynd- ina, Gullauga, sýnir. Eins og sjá má hér ann- arstaðar á síðunni sáu hana ríflega tíu þúsund manns fyrstu þijá sýn- ingardagana og munaði svosem ekki miklu að hún slægi aðsóknarmet Júragarðsins en hana sáu 11.800 manns fyrstu sýningarhelgina. Hvað veldur öllum þessum vinsældum Gul- lauga hér á landi? Myndimar um njósnara hennar hátignar hafa einatt verið vel sóttar og komist á lista yfir tíu best sóttu myndirn- ar í gegnum árin en engin þeirra verið eins vinsæl og þessi fyrstu sýningardagana. Astæðuna fyrir þessum miklu vinsældum nú má eflaust rekja til þess að heil sex ár eru liðin frá því Bond bjargaði heiminum síðast og talsverð spenna hefur því byggst upp á meðal Bondaðdáenda. Einnig er nýr Bondleikari tek- inn við hlutverkinu sem vekur mikla forvitni og svo veit fólk einfaldlega sem er að Bond tryggir góða afþreyingu. Hann er alltaf nýr og ferskur og samt alltaf svo ein- staklega gamaldags. Hann er hreinlega ódauðlegur. KVIKMYNDIR Er alltaf hœgt ab byggja á frönsku bíómyndunum? Kölderu kveitnaráð Fáir sjá bandarískum handritshöfundum og leikstjórum fyrir meiri verkefnum en franskir kvikmyndagerðarmenn. í mörg undanfarin ár hefur endurgerðarfár mikið hetjað á Holly- wood og helst eru það franskar myndir sem heilla kvikmynda- framleiðenduma fyrir vestan hvort sem þeir gera gaman- myndir (Níu mánuðir), tæknitrylla (Sannar lygar) eða ástar- sögur (Sommersby). Þótt mest hafi borið á þessum endur- gerðum hin síðustu ár hefur Hollywood alltaf fylgst grnant með frönskum kvikmyndaiðnaði enda sífelld gróska í franskri kvikmyndagerð. Endurgerðar bíómyndir þurfa ekki endilega að vera vondar og nýjasta bandaríska endurgerðin er satt að segja talsvert lokkandi. Samsæri um morð; Stone og Adjani í „Diabolique". Bandarísku endurgerðim- ar em ekki endilega bundnar við nýjar franskar myndir. Tökum er nýlokið á spennumynd með Sharon Stone sem heitir „Dia- bolique" og allt í lagi er að þýða Köld eru kvennaráð eftir eftir Arnald en hún Indriðason byggir á frægri franskri spennumynd með sama nafni frá árinu 1955. Sú er eftir Henri- Georges Clouzot og sagði af ofbeldisfullum skólastjóra og eiginkonu hans og hjákonu sem komu sér saman um að myrða hann nema ráðagerð- in fór ekki eins og þær ætl- uðu. Myndin vakti mikla at- hygli þegar hún var sýnd á sínum tíma, gagnrýnendur í New York völdu hana bestu erlendu mynd ársins og sagt var að Alfred Hitchcock hefði verið mjög undir áhrif- um frá henni þegar hann gerði „Vertigo". En af hveiju endurgerð eftir heil 40 ár? „Mér fannst myndin ekki nýta alla þá möguleika sem samband eiginkonunnar og hjákonunnar buðu uppá,“ er haft eftir leikstjóranum, Jer- emiah Chechik (Benny og Joon“). „Það samband var svolítið einfeldningslegt vegna þess að myndin var gerð á þessum tíma. Það þurfti að dusta af henni ryk- ið, frómt frá sagt.“ Stone leikur hlutverkið sem Sim- one Signoret hafði í fyrri myndinni en franska leik- konan Isabelle Adjani fer með hlutverk Veru Clouzot (eiginkona leikstjórans, Henri-Georges). Chazz Pali- menteri leikur skólastjórann sem þær hata og Kathy Bates leikur rannsóknarlög- regluna, sem Charles Vandel lék áður, svo hér er einvala- lið á ferðinni. Chechik sá enga aðra fyr- ir sér í hlutverki hinnar ei- truðu hjákonu en Sharon Stone. „Um leið og mér fannst handritið smella sam- an hringdi ég í hana og sagði að hún yrði að gera þessa mynd. Þetta væri fullkomið hlutverk fýrir hana.“ Stone var á sama máli og sex millj- ón dollurum síðar tók hún hlutverkið að sér. Handritið gerði Don Roos og leikstjór- inn segir að það sé einstak- lega margrættog„mjög, mjög ferskt“ en neitar að gefa upp hvernig tekið er á hinum erótíska ástarþrí- hyrningi, sem í gamla daga þoldi ekki djúpköfun. „Áhorfendur verða að kom- ast að því sjálfir en sam- bandið er rafmagnað," segir leikstjórinn. Margmiðlun; Keaton á tali við Ramis við tökur á Fjölfölduninni. Michael Keaton einræktadur 10.100 sáu Bond fyrstu 3 dagana ALLS sáu 10.100 manns nýju James Bond myndina, Gullauga, um síðustu helgi í Sambíóunum, Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri og er þetta mesta þriggja daga aðsókn sem mynd hefur fengið síðan Júragarðurinn var frumsýnd. Einnig mun þetta vera besta byijunarað- sókn á Bondmynd. Þá hafa um 8000 séð Leigumorðingja í Sambíóun- um, 10.000 Algjöran jóla- svein, 16.000 „Dangerous Minds“, 16.000 Hundalíf, SÝND á næstunni; úr Föður brúðarinnar II. 15.000 Sýningarstúlkur, 13.500 Brýrnar í Madison- sýslu og 5000 Hlunkana. Næstu myndir Sambíó- anna eru Pocahontas með íslensku og ensku tali, Frels- um Willy 2 og „Ace Ventura 2“. Þá eru væntanlegar myndirnar „Something to Talk About“ með Julia Ro- berts, „Money Train" með Wesley Snipes og Woody Harrelson, „Fair Game“, „Father of the Bride 11“ og loks ítalska myndin Póst- maðurinn. Nýjasta gamanmynd Harold Ramis, sem gerði m.a. „Groundhog Day“, heitir „Multiplicity“ eða Fjölföldun og er með Mich- ael Keaton í aðalhlutverki. Hann leikur mann sem hefur svo mikið að gera að hann býr til annað ein- tak af sjálfum sér með ein- ræktun. Allt að fjórir Keatonar leika á móti hverjum öðr- um í sama atriðinu en slík- ir galdrar eru hannaðir með hjálp tölvutækninnar. Tæknin krefst þess að Keaton leiki mikið á móti sjálfum sér, „Keaton hefur alveg sérstaka hæfileika til að leika á móti sjálfum sér,“ er haft eftir leikstjór- anum. „Það er eins og hann sé að vinna með uppáhalds leikaranum sín- um.“ Andie MacDowell leikur á móti Keatonunum en handritið gera m.a. Lowell Ganz og Babaloo Mandel. Önnur einræktunarmynd er í bígerð undir stjórn Chris Coiumbus og heitir. hún „More“ eða Meira. Robin Williams leikur krakka Nýjasta myndin sem einn fremsti Ieikstjóri Bandaríkj- anna, Francis Ford Coppola, leikstýrir heitir einfaldlega „Jack“ og er með Robin Will- iams og Diane Lane í aðal- hlutverkum. Það vill^svo til að Lane, sem er yngri en Williams, leikur mömmu hans í myndinni. „Jack“ er gamanmynd um móður sem reynir hvað hún getur að halda syni sínum frá því að mæta í skóla. Strákurinn hennar er tíu ára og þjáist af veiki sem flýtir mjög öldrun hans og er þar komin skýringin á því hvern- ig Williams passar í hlutverk- ið. Lane hefur áður leikið fyr- ir Coppola í unglingamynd- inni „The Outsiders" en Coppola hefur ekki komið nálægt leikstjórn síðan hann stýrði Gary Oldman í hlut- verki Drakúla. Williams leikur nú í hVerri mynd- inni á fætur annarri. Nýlega lauk tökum á „The Birdcage“ þar sem hann lék undir stjóm Mike Nichols, Barnaskap- ur; Robin Williams eldist hratt í nýj- ustu mynd- inni. MHin fræga skáldsaga Alan Patons, „Cry, the Beloved Country" eða Grát, ástkæra fósturmold, hefur enn verið kvikmynduð, í þetta sinn með James Earl Jones í hlutverki Zulumannsins sem heldur til Jóhannesar- borgar í leit að týndum syni sínum. Sagan var áður kvikmynduð árið 1951 með Sidney Po- itier í aðalhlutverki. Leikstjóri er Darrell James Roodt. Ric- hard Harris fer með stórt hlutverk í mynd- inni. MNýtt réttarhaldsdr- ama með Richard Gere verður frumsýnt í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Það heitir „Primal Fear“ og fer Gere með hlut- verk lögfræðings morð- ingja með klofinn per- sónuleika. Laura Linn- ey úr Kongó fer með aðalkvenhlutverkið en leikstjóri er Gregory Hoblit. ■Philiph K. Dick er einhver skemmtilegasti vísindaskáldskaparhöf- undur síðustu áratuga. Hann skrifaði „Blade Runner“, sem í hans útgáfu hét Dreymir vélmenni rafknúnar rollur? Sagan hans „Screamers“ hefur nú verið kvikmynduð með róbókopleikaranum Peter Weller í aðal- hlutverki en hún segir af tilraun vélmenna til að ná yfirráðum yfir jörðinni. Leikstjóri er Christian Duguay. MHasarmyndaleikarinn Kurt Russell sést næst um borð í farþegaflug- vél í baráttu við hryðju- verkamenn í myndinni „Executive Decision“. Framleiðandi er Joel Silver svo ekki verður púðrið sparað. MFramhald myndarinn- ar „Terms of Endear- ment“ mun fljótlega verða tilbúið. Það heitir „The Evening Star“ og mun breska leikkon- an Miranda Richard- son fara með eitt aðal- hlutverkið. Tökur hefj- ast í þessum mánuði. MTökur eru hafnar í Chicago á nýjum spenn- utrylli sem heitir „The Relic“ eða Forngripur- inn og v segir af II líf- fræð- ingi sem reynir að komast að því hvað veldur ótímabærum dauðsföllum kollega hans á náttúru- gripa- safninu. Pene- lope Ann Miller fer með eitt aðal- hlutverk- anna. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.