Morgunblaðið - 24.12.1995, Side 1

Morgunblaðið - 24.12.1995, Side 1
 100 ÁRA AFMÆLIBÍLAIÐNAÐAR íBANDARÍKJUNUM - AFTUR TIL FORTÍÐAR - SÖLUSTJÓRISCANIA Á ÍSLANDI - CASE DRÁTTARVÉLAR m. Mazda í Tókíó MAZDA sýndi nokkra nýja bíla í Tókíó, á einni stærstu bílasýningu sem haldin er ár hvert. Mazda sýndi m.a. nýjan tveggja dyra sportbíl, fjölnotabíl og smájeppa. Mazda RX-01 sýningarbíllinn rúmar fjóra en aftursætin eru þröng eins og jafnan er í litlum sportbílum. Bíllinn er með nýrri gerð Wankel-vélar með for- þjöppu sem skilar 220 hestöflum. Hann er byggður á sömu grind og MX-5 sport- bíllinn sem hefur selst vel í Bandaríkjun- um. Mazda BU-X notar tækni úr smábíln- um 121 en er 3,8 metra langur fimm sæta fjölnotabíll. Vélin er 1,5 lítra og skilar 100 hestöflum. Mazda SU-V er blanda af fjölnotabíl og smájeppa. Bíllinn er með miklu inn- anrými og er fjórhjóladrifinn. Ekki er talið ólíklegt að þessir bílar komist á framleiðslustig og verði komnir á markað áður en Tókíósýningin 1997 opnar. g HU GMYND ALEIKAR Toyota, sem eru haldnir á hveiju ári, eru sumpart til gamans en þar koma líka fram athyglisverðar tækni- nýjungar þótt engri slíkri hafí verið hrint í framkvæmd þau 20 ár sem leikarnir hafa verið haldn- ir. Toyota leggur fram fjármagn og hráefni til þátttakenda, sem eru starfsmenn verksmiðjanna í Japan, en þeir vinna hugmyndirn- ar í frítíma sínum. Alls komu fram 5.824 hug- myndir, þar af voru 133 sýndar á leikunum. Yoshifumi Kaji fékk sína hugmynd þegar hann var úti að ganga með hundinum sínum. Hún heitir Götuhlauparinn og er vespa sem gengur á fjórum fótum og nær tæpra fimm km hraða á klst. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.