Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. DESEMBER 1995 C 3 192 3 Rafmagti í bíla Mörgum finnst Cadillac auka á leti sína pegar jýrir- tœkið kynnir byltingar- kenndan rafitartara til sögunnar. Sveifinni er lagt. ■ Stríðsárin Bílaiðnaðurinn nautgóðs af stríðsrekstri Bandaríkjamanna. Verksmiðjum var breytt til að framleiða alls kyns hertól, p.á.m. skriðdreka og hinn víðfrœga Jeep. • Ho)ft í austur Leiðir á pví að bíða í röð eftir dýru bensíni flykkjast Banda- ríkjamenn í röð eftir að kaupa sparneytna japanska bíla. Engin einkaleyfi • Bílaframleiðendur anda léttarpegar dóm- stólar komast að peirri niðurstöðu að einka- leyfi sem vélahönnuðurinn George Selden sótti um gildir aðeinsfyrir tvígengisvélar. # Hraðinn eykst Ray Aarroun vann fyrsta Indy 500 kappaksturinn á bíl sínum, Marmon Wasp Öldin er liðin %- Bandaríkjamenn fagna pví á nœsta ári með margvíslegum hœtti og í sam- fylgd helsta fréttablaðs bílaiðnaðarins, Automotive News, að 100 ár eru liðin frá upphafi bíla- iðnaðar í landinu. Olíukreppan mikla Bílaiðnaðurinn var illa undir olíukreppuna búinn pví bílarnir eru stórir ogpungir og komast að meðaltali aðeins 13 mílur á hverju galloni, um 5 km á hverjum lítra. Verkalýðsfélögin fieðast Bandaríkjaping lögleiðir starfsemi verkatýðsfélaga. Chrysler og QM viðurkenna UAW, samtök verkamanna í bílaverksmiðjum árið 1937 ogFord.árið 1941. VW heldur innreið sína Eftirspurn eftir erlendum bílum verður til. VW Bjallan" nemur land: • Fjölnotabíllinn Fjölskyldurnar kaupa nýjan fjölnotabíl Chrysler og sala á pallbílum ogjeppum stóreykst. • Aflið eykst Fallegur, viðráðanlegur i verði og skemmtilegur. Ford Mustang hleypir af 'stað nýrri bylgju sem Bandaríkjamenn kalla smábíla. > Sjötti áratugurinn Elvis ogfleiri rokkarar glymja í útvarpinu og Bandaríkjamenn œða um götur á tryllitakjum með bakuggum, kýraugum og voldugum krómgiillum. • Bílaöldin gengur í garð Bílaiðnaður hefit í Bandaríkjunum pegar Duryea bmðurnir smíða 13 hestafla rennireið. • Ford handa öllum Bandaríkjamenn lara að aka. Ford kynnir T-bílinn sem nœr miklum vinsœldum. Ein öld meb bílum i Bandaríkjunum Auglýsingar Margir telja auglýsingu bílaframleiðandans Jordan frá 1923 pá bestu sem gerð hefur verið og vera upphaf nýrra tíma í pessari grein. Loftlínuhönnun verður til Chrysler Airflow var straumlínulagaður og renni- legur. Þetta varfyrsta tilraunin til að beita vísinda- im aðferðum við hönnun bíla í Bandaríkjunum. 1996 1903 1896 911 SÍÐASTA vígi Hudson er í þessu húsi sem byggt var árið 1892. JACK Miller við afgreiðsluborðið í varahlutaverslun sinni. Aftur til fortíðar þess tíma þegar Bandaríkjamenn voru alvöru bílaframleiðendur. HorfiA aftur í tímann Þegar gest bar að garði í Hudson- bílasölu Millers voru tíu bílar inni í tveimur sýningarsölum. Að koma þarna inn var ekki ólíkt þvi að hverfa 40 ár aftur í tímann. Veggir voru þéttsetnir auglýsingaplakötum frá framleiðandanum, myndum af stjórn- armönnurn og loftmyndum af verk- smiðjum. Á árunum fyrir kreppu var Hudson þriðji stærsti bílaframleið- andi heims, smíðaði yfir 300 þúsund bíla árlega og hafði á að skipa 30,000 manna starfsliði. Af þessum fjölda seldi Miller Motors uin 120 bíla EINS og bílamenn þekkja er alltaf jafn gaman að kíkja í umboðin og skoða það nýjasta frá bílaframleið- endum austan hafs og vestan. Það er þó ekki á hveijum degi sem maður rekst á bílaumboð sem höndlar ein- vörðungu með bíla sem hætt var að framleiða fyrir 40 árum. Eins og margt annað sérkennilegt í þessum heimi þá fyrirfinnst eitt slíkt „bílaum- boð“ vestur í henni Ameríku. Hefur selt Hudsonbíla í 60 ár Miller Motor Sales í Ypsilantiborg um 50 km vestur af bílaborginni Detroit hefur í rúm 60 ár höndlað með Hudsonbíla, sem í eina tíð þóttu með betri bílum. Greinarhöf- undur átti þess kost \ núna í haust að heimsækja þessa \ merkilegu bílasölu og ræða við \ eigand- ann Jack Miller, sem tók ' rekstri fyrirtækisins af föður sínum Carl Miller. Þegar framleiðslu Hud- sonbíla var hætt árið 1957 snéru Miller feðgar sér alfarið að sölu not- aðra bíla og varahlutaþjónustu við fjölmarga Hudsoneigendur. Fljótlega eftir að verksmiðjan lagði upp laup- ana var stofnað hagsmunafélag Hud- son- eigenda, sem í dag er orðinn einn sterkasti bílaklúbbur heims með 3300 félagsmönnum. Með árunum hefur áhugi fyrir Hudsonbílum auk- ist jafnt og þétt, enda þóttu þeir vandaðir vagnar með frá- bæra aksturseiginleika og minnisvarðar glæsdegir ÞAÐ er eins og að hverfa 40 ár aftur í tímann að litast yfir sýningarsalinn hjá Miller Motor Sales. VANDAÐUR glæsivagn með frábæra aksturseiginleika; átia gata Hudson Commodore árgerð 1947. árlega. í dag seljast einungis örfá eintök, enda má segja að þetta sé orðið ellisport hjá Jack. Eftirspurn er reyndar þó nokkur, en þó kaupa færri en vilja. Fornbílahobbýið er dýrt og ekki allar eiginkonur tilbúnar að leyfa kaup á leikfangabílum fyrir 10-15000 dali, en það virðist vera meðalverð þessara bíla. Elsti bíllinn var frá árinu 1946, en sá yngsti frá 1954. Þekktir keppnisbílar Greinarhöfundur gleymdi því fljót- lega að hann væri staddur á bílasölu, enda staðurinn líkastur bílasafni. Mátti engu muna að hann léti ginn- ast til að kaupa stórgiæsilegan Hud- son Step-down árgerð 1948, bíl sem einungis var búið að aka 50 þúsund km frá upphafi og leit út eins og nýr. Ekkert varð þö af kaupum, enda ekki fyrir venjulega launamenn að flytja fornbíla til íslands meðan tolla- kerfið er eins óforskammað og raun ber vitni. Meðal annarra bíla á söl- unni voru tveir átta strokka Commod- ore bilar frá árinu 1947 og stórglæsi- legir blæjubílar frá árunum ’46 og ’53. Einnig bar þar að líta bíla með risasexunni frá Hudson, vél sem var 308 kúbiktommur og skilaði feikna- afli, enda unnu Hudsonbílar marga NASCAR kappaksturssigra á árun- um eftir 1950. Hjá Miller Motor Sales virðist það sannast sagna að hægt sé að ferðast um í tímanum. Og að fenginni þeirri reynslu er ólíkt skemmtilegra að skoða bilasölu „fyrir 40 árum“ en í nútímanum, þar sem ekki er hægt að leggja að jöfnu útlit og gæði þess- ara bíla, sem ólíkt afkomendum sín- um höfðu sál í stálinu. ■ Örn Sigurðsson Líknarbelgir í hliðum frá Ford í árgerð 1998 FORDBÍLAR af árgerð 1998 sem fara á markað í Evrópu verða sam- kvæmt áætlun Ford Motor Co. í Bandaríkjunum margir útbúnir með líknarbelgjum i hliðum sem veija eiga bæði höfuð og brjóst- kassa. Þessi nýjung verður svo að öllum líkindum sett í bíla fyrir Bandaríkjamarkað ári seinna. Ford mun í takmörkuðu magni bjóða upp á hliðarlíknarbelgi sem ein- göngu verja bijóstkassann í bílum af 1997 árgerð, en í framtíðinni verða allir Fordbilar og litlir vöru- flutningabilar sem fara á markað í Bandarikjunum og Evrópu útbún- ir með líknarbelgjum sem veija eiga bæði höfuð og bijóstkassa, en Ford Motor Co. hefur ekki til- greint hvenær það verður. Hliðarlíknarbelgirnir frá Ford munu bjóða upp á bæði höfuð- og bijóstvörn með svokölluðum sam- hæfðum líknarbelgjum, en til þessa hafa eingöngu verið notaðir á markaðnum líknarbelgir sem ein- göngu veija bijóstkassann og hafa þeir aðeins verið fáanlegir i Volvo, Mercedes-Benz og BMW. í 1997 árgerðinni mun BMW í N-Ameríku bjóða upp á bijóst- og höfuðlíknar- belgi í 5 og 7 gerðunum, en tals- verður munur er á þeirri gerð sem í BMW er hliðarlíknarbelgnum komið fyrir í hurðinni en í Ford verður hann í sætisbakinu. Ford mun bjóða upp á þar sem líkn- arbelgirnir frá BMW verða í tvennu lagi en um einn belg verður að ræða frá Ford. Sú tækni sem BMW notar bygg- ir á belg sem komið verður fyrir í hurðinni og á að hlífa bijóstkassan- um lendi bíllinn í árekstri og öðrum ílöngum sem komið verður fyrir í ofanverðum dyrastafnum, en í Fordbílunum verður einn ferhyrnd- ur belgur sem komið er fyrir í sætisbakinu. Volvo er eina fyrirtækið sem til þessa hefur framleitt bíla með líkn- arbelgjum í sætum, en í BMW og ' Mercedes-Benz eru hliðarbelgirnir í hurðunum. ■ Rafdrif nar jólagjafir RAFDRIFNIR bílar fyrir börn er vinsæl jólagjöf í Danmörku þessi jól þrátt fyrir að leikfangið kosti fleiri tugi þúsunda króna. Innflytj- andi þessara bíla í Danmörku seg- ir að mörg dæmi séu um það að rafdrifnir leikfangabílar fylgi sem kaupauki við kaup á nýjum bifreið- um. Á myndinni eru tvær gerðir af rafdrifnum barnabílum. Til hægri er Formúlu 1 kapp- akstursbíllinn sem nær 12 km hraða á klst. Hann er framleiddur í Tævan og kostar um 23 þúsund krónur. Vinstra megin á myndinni er Diablo jeppinn sem ætlaður er stærri börnum. Hann er framleidd- ur á Ítalíu og kostar um 50 þúsund | krónur. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.