Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 1
VIPSKIPTI Ný tækifæri í austri /3 ÁRAMÓTIN áriö 1995 í hagtölum /4 ;------------------^* ERLENT W^ ----------------------- Jk « ____!.....w r A B C 0 E F G Eriiöir timar í leikföngum /7 1,,;, ,, l<li*'l*lgl JltagtiiiIMbiMfe vrosnpri/AiviNNUijr PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 BLAÐ B Bílar AHs höfðu verið fluttir inn 6.417 nýir fólksbílar frá áramótum fram til 22. desember, samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaskoðun íslands. Bílgreinasambandið áætlar að alls muni s eljas t um 80 bílar í þessari síðustu viku ársins þannig að heildarsalan í ár verði um 6.500 bílar. Þó þetta sé um 20% aukning frá 1994 þykir útkoman fremur slök. Sæplast Ákveðið hefur verið að stækka verksmiðju Sæplast hf. á Dalvik og er stefnt að því að taka viðbót- arhúsnæðið í notkun þegar á haustmánuðum 1996. Þetta er gert til að mæta aukinni eftir- spurn eftir framleiðsluvörum Sæplasts á erlendum mörkuðum. Skagstrendingur Gengi hlutabréfa í Skagstrend- ingi hækkaði talsvert á Verð- bréfaþingi í gær. Gengi bréfanna fór úr 5,70 í 5,95, og nemur hækkunin 4,3%. Heildarupphæð viðskipta með bréf í fyrirtækinu í gær nam röskum 2,2 milljónum króna að söluvirði. Hlutabréf í Skagstrendingi hafa hækkað um rúmlega 8% á undanförnum dög- SOLUGENGIDOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 67,50--------------___________— 67,00 -—----------------------------------- 66,50----------------------------------—- 66,00--------_-___—-——— 65,00----------~—¦-----——— 65,29 64,50- 64,00" 63,50- 63,00" 62,501 29. nóv. 6. des. 13. 20. 27. Ferðamenn ^___^ sem komu til Islands Flokkun eftir þjóðerni Janúar-nóv. 1995 Islenðingar Útlendingar Samtals: 1994 1995 Breyting % breyt. 134.442 172.517 153.022 182.265 +18.580 +9.748 +13,8% +5,7% 306.959 335.287 +28.328 +9,2% Frá Norðurlönðum 57.172 57.040 Frá öðrum Evrópuríkjum 82.732 88.538 Frá öðrum ríkjum 31.203 36.687 -132 -0,2% +5.806 +7,0% +5.484 +17,6% FFtA: Islandi 134.442 153.022 +18,580 +13,8% Bandaríkjunum 24.105 26.794 +2.689 +11,2% Qðrum Ameríkur. 1.748 1.677 -71 -4,1% Danmörku 19.923 21.472 +1.549 +7,8% SvíþjQð 19.312 18.309 -1.003 -5,2% Noregi 14.302 13.126 -1.176 -8,2% Finnlandi 3.635 4.133 +498 +13,7% Bretlandi 17.297 16.880 -417 -2,4% irlandi 542 1.084 +542 +100,0% Þýskalandi 33.136 35.453 +2.317 +7,0% Frakktandi 8.233 9.006 +773 +9,4% Belgíu 1.654 1.786 +132 +8,0% Hollandi 6.725 6,222 -503-7,5% Lúxemborg 442 700 +258 +58,4% Austurríki 3,410 3.710 +300 +8,8% Sviss 4.670 6.280 +1.610 +34,5% Ítatíu 3.189 3.664 +475 +14,9% Spáni 1.523 1.540 +17 +1,1% Portúgal 252 345 +93 +36,9% Grikklandi 175 165 -10 -5,7% SovéskJRússn, vegabr. 551 581 +30 +5,4% Póllandi 423 608 +185 +43,7% ... ~^_*p._W ¦ ¦..... . . # —». ¦ W;. l —-» _* *. —' ¦ .T__ . ffcjfcJW / V Júgóslaviu 152 111 -41 -27,0% Tékkóslðvakíu 520 626 +106 +20,4% Búlgaríu 38 41 +3 +7,9% Ungverjalandi *mm 327 263 -64-19,6% Rúmeníu 24 54 +30 +125,0% Taiwan 1.410 1.655 +245 +17,4%, AfríkuogAsíu 1.686 2.106 +420 +24,9% Ástraliu og Nýja-Sjáf. 589 557 -32 -5,4% Ri'k/sfangs/ausír 42 48 +6 +14,3% Frá öðrum rikjum _______603 966 +363+60,2% SAMTALS: 302.959 335.287 +28.328 +9,2% 12-13% aukning á sætaframboði frá Þýskalandi til Islands næsta sumar Flugleiðir með beintflug til Berlínar Darmstadt, Morgunblaðið. ÚTLIT er fyrir að 12-13% aukning verði á sætaframboði á milli Þýska- lands og íslands næstkomandi sum- ar, að sögn Jóns Karls Ólafssonar, svæðisstjóra austursvæðis Flugleiða. Ferðamönnum frá Þýskalandi fjölg- aði um 7% á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Flugleiðir auka sætafram- boð sitt um u.þ.b. 10%, en auk þess mun flugfélagið LTU bæta við tveim- ur ferðum á viku, fljúga þrisvar í stað eins flugs síðasta sumar. Flugleiðir auka ferðir til Frankfurt úr fjórum í fimm á viku, auk þess sem félagið mun fljúga til Berlínar í fyrsta sinn. LTU mun fljúga eina ferð í viku frá Hamborg, Munchen og Diisseldorf. Félögin hafa síðan gert með sér svonefndan „code- share" samning um flugið frá Berlín og Miinchen. Samningurinn felur í sér, að viðkomandi flugferðir beri flugnúmer beggja félaganna, þannig að þau geti hvort um sig boðið við- skiptavinum sínum flug frá báðum stöðum. Þannig munu Flugleiðir bjóða beint flug frá Munchen með LTU á eigin flugnúmeri. Jón Karl segir, að þessi samningur feli ekki í sér aðra samvinnu félaganna, allra síst hvað verðlagningu varðar. Fjöldi ferðamanna frá Þýskalandi hefur aukist um 4-5% á ári undanfar- in ár, en aukningin varð 7% á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs (sjá með- fylgjandi töfiu). „Þýskaland er stærsti markaður Flugleiða fyrir utan ísland, og ég reikna með að mikilvægi þessa svæðis muni aukast enn frekar," sagði Jón Karl í sam- tali við Morgunblaðið. „Þýskir ferða- menn sjá fyrir um 30% af heildartekj- um Islendinga af ferðamönnum, sem samsvarar um 4,5% af landsfram- leiðslu. Til samanburðar eru tekjur af sólu fiskafurða til Þýskalands um 6% af landsframleiðslu." Jón Karl segir, að Flugleiðir óttist ekki aukna samkeppni á Þýskalands- markaði. „Við höfum búið við sam- keppni undanfarin ár, og reynslan hefur sýnt að við höfum ekki staðið höllum fæti gagnvart henni. Tekjur okkar af Þýskalandsmarkaði munu líklega aukast um tæp 9% á þessu ári í þýskum mörkum talið, og tekjur á austursvæðinu öllu um u.þ.b. 8%. Samkeppnin sýnir að fleiri aðilar en við vilja fjárfesta ííslenskri ferða- þjónustu, og kynningin á henni dreif- ist á fleiri herðar." Jón Karl segir helsta gallann á markaði fyrir íslandsferðir í Miðevr- ópu hversu árstíðabundinn hann er. „Við höfum undanfarin ár gert átak í að kynna ferðir til landsins utan háannatímans, og erum að sjá af- raksturinn af því núna. Þannig sjáum við dæmi um allt að 15-20% aukn- ingu á komu ferðamanna frá Miðevr- ópu til íslands á mánuðum utan há- annatíma á þessu ári. Að þessu þarf að vinna áfram, og ein af forsendun- um fyrir árangri er að framboð á afþreyingu fyrir ferðafólk jafnist enn frekar yfir árið en verið hefur." SÖLUHÆSTI HLUTABRÉFASJÓÐURINN Á ÍSLANDI Núna hafa yfir 900 aðilar um allt land keypt meira en 220 milljónir í Hlutabréfasjóðnum hf.... ... og aðeins 2 dagar til stefnu. FORYSTA í FJÁRMÁLUM! HLUTABREFA SJOÐURINN VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingji íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900, myndsendir: 560-8910. Hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf eru seld hjá VÍB á Kirkjusandi, í íslandsbanka um allt land, i afgreiðslu Hlutabréfasjóðsins hf á Skóla- vörðustíg 12 og öðrum fyrirtcekjum á verðbréfa- markaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.