Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hljómplötusala talin hafa aukist fyrirj'ólin SALA. á hljómplötum nú fyrir jólin virðist hafa dreifst á mun fleiri titla en undanfarin ár en enginn einn listamaður skarar verulega fram úr. Að sögn Steinars Bergs ísleifs- sonar, framkvæmdastjóra Spors, varð um 20% söluaukning á hljóm- plötumarkaðnum fyrstu þijá fjórð- unga ársins og kvaðst hann eiga von á því að sú aukning hafi haldið áfram í desember. „Það varð um 25% aukning í desember frá því í fyrra hjá okk- ur,“ sagði Steinar í samtali við Morgunblaðið. „Aukningin gengur jafnt yfir íslenskt og erlent efni. Við héldum í horfínu hvað nýtt ís- lenskt efni snertir en náðum mjög góðum árangri með safnplötur. Þá gekk saia á endurútgefnu efni sér- staklega vel eins og t.d. á plötum Ragnars Bjarnasonar og Gunnars Þórðarsonar. Síðan seldist ýmiskon- ar sígilt efni mjög vel t.d. með plat- an Vilhjálmi Vilhjálmssyni og alls- konar jólaplötur. Þannig seldist platan „Senn koma jólin“ sem við gáfum út í fyrra í um 2 þúsund eintökum nú í ár. Við seldum um 75-80 þúsund íslenskar plötur á fjórða ársfjórð- ungnum og yfír 100 þúsund íslensk- ar plötur á árinu í heild.“ Plata Páls Óskars seldist í 7.300 eintökum Ásmundur Jónsson, hjá tónlistar- deild Japis, segir að sala hljóm- platna hafi aukist verulega hjá fyr- irtækinu, bæði fyrir jólin og á árinu í heild. „Ég hef það sterklega á til- finningunni að íslenska efnið hafí haldið sinni stöðu fyrir jólin þrátt fyrir meiri samkeppni frá erlendum plötum.“ Japis gaf út hljómplötu Kristjáns Kristjánssonar nú fyrir jólin sem seldist í um 4 þúsund eintökum, en aðrar útgáfur seldust minna. Þá annaðist fyrirtækið dreifingu á plötu Páls Óskars Hjálmtýssonar fyrir jólin og seldist sú plata í 7.300 eintökum en næst á eftir kom Emilíana Torrini með 6 þúsund ein- taka sölu. Ekki náðist í forráðamenn Skíf- unnar í gær. Miklar breytingar í hluthafahópi Hraðfrystihúss Eskifjarðar Síldarvinnslan hf. með 13% hlutafjárins TVEIR af stærstu hluthöfum Hrað- 'frystihúss Eskifjarðar hf., Lífeyris- sjóður Austurlands og Olís, hafa selt bréf sín í félaginu til Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað. Lífeyrissjóðurinn var fjórði stærsti hluthafí félagsins, skv. hlut- hafaskrá um mitt þetta ár, með 9,4% hlut, en seldi u.þ.b. þriðjung bréfanna á almennum markaði nú í haust. Fyrir skemmstu var siðan gengið frá sölu á afgangnum til Síldarvinnslunnar. Þá mun Síldar- vinnslan ennfremur hafa keypt hlutabréf Olís sem átti um 6,6% í félaginu. Er hlutur Síldarvinnslunar því um 13%. Skeljungur hf. var um mitt þetta ár næst stærsti hluthafi félagsins með 15% hlutafjár á eftir Aðalsteini Jónssyni sem átti þá liðlega fjórð- ung hlutafjárins. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins seldi Skeljungur lítinn hluta af sínum bréfum til Aðalsteins fyrir skemmstu. 174% raunávöxtun Á þessu ári hafa átt sér stað við- skipti með bréfín á Opna tilboðs- markaðnum fyrir ails um 75 milljónir króna. Fyrstu viðskiptin voru skráð í byrjun mars á genginu 1,70 en í gær urðu viðskipti á genginu 2,30. I millitíðinni var hlutafé félagsins tvöfaldað með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa og er því ávöxtun hlut- hafanna orðin 174% á árinu. HAGKVÆMNl TÍMASPARNAPUR ÖRYGGI ISLENSKT OG VANDAÐ ...STEMMIR STÆRÐIN LIKA! Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi stærðum. Þau stærstu taka 20% meira en áður, en verðið er það sama. Og litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina! Með því að hringja í sölumenn. okkar getur þú pantað þær möppur sem henta fyrirtæki þínu. Hringdu í síma 562 8501 eða 562 8502 og þú færð möppurnar sendar um hæl. ROÐ OG REGLA Múlalundur Vinnustofa SÍBS Sími: 562 8500 Símbréf: 552 881 9 í GÓDU EGLU BOKHALDI... Þróun Þingvísitölu hlutabréfa og Dow Jones h lutabréf avísitölu 1995 Hækkun hluta- bréfavísitölu 35% ÞINGVÍSITALA hlutabréfa á Verðbréfaþingi hefur hækkað um 35% frá áramótum og hefur hækk- unin verið mjög svipuð og á Dow Jones hlutabréfavísitölunni á sama tíma, eins og sjá má í meðfylgj- andi töflu. Dow Jones vísitalan hefur hækkað um rúmlega 33% frá því í ársbyijun. Davíð Björnsson, forstöðumað- ur hjá Landsbréfum, segir að hlutabréfavísitalan hér á landi hafi hækkað mjög mikið á þessu ári og því síðasta og skeri þessi tvö ár sig verulega úr hvað þetta varðar. „Þessi hækkun hefur verið viðvarandi allt frá því í mars á síðasta ári þegar að afkomutölur fyrirtækjanna fyrir árið 1993 fóru að birtast og ljóst varð að afkoma þeirra hafði batnað verulega miðað við árið áður,“ segir Davíð. Kaupmenn misjafnlega ánægðir með jólaverslunina í ár Bóksala hefur aukist um 20% á milli ára TALSVERÐ söluaukning varð á bókum fyrir þessi jól, en á sama tíma virðist salan vera að færast á færri hendur. Það verðstríð sem verið hefur á jólabókamarkaðnum fyrir þessi jól og jólin í fyrra virð- ist því hafa örvað söluna en um leið leitt til þess að smærri bóksal- ar hafi orðið undir í samkeppninni. Ólafur Ragnarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að það sé tilfinning manna að það hafi orðið um eða yfir 20% aukning í bóksölu um þessi jól. „Skiptingin er hins vegar misjöfn, líkt og í öðrum greinum og þannig hefur söluaukningin orðið ívið meiri hjá stærri bókaverslunum, á meðan að ýmsar smærri verslanir hafa ekki náð jafn mikilli aukningu í sölu.“ Ólafur segir hins vegar ekki liggja fyrir hvernig afkoman verði hjá bókaútgefendum og bóksölum. Gefínn hafi verið talsverður af- sláttur frá þvi verði sem gengið var út frá í byijun að héldist að mestu óbreytt, þannig að álagning beggja aðila hafi minnkað talsvert fyrir vikið. „Meginatriðið er hins vegar að bækur hafa verið aðal- jólagjöfin í ár,“ segir Ólafur. Samkvæmt því sem næst verður komist eru nú um 110 bókaversl- anir í landinu. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins mun u.þ.b. 20% af þessum verslunum vera með um 80% af heildarsölunni fyrir þessi jól. Því virðist sem smærri verslanir hafi farið nokkuð halloka í þeirri hörðu samkeppni sem verið hefur á þessum markaði undanfarin tvö ár. Kaupmenn yfirleitt ánægðir Misjafnt hljóð var í kaupmönn- um um jólaverslunina almennt í ár. Margir kaupmenn virðast nokkuð ánægðir með jólavertíðina, og eru á því að um nokkra aukn- ingu hafi verið að ræða frá fyrra ári. Engar tölur liggja þó fyrir enn um söluna þessi jólin. Einar I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að enn fleira fólk hafi komið þang- að fyrir þessi jól en áður. Þannig hafi um 35-38.000 manns komið í Kringluna á Þorláksmessu og segir Einar að sér heyrist á kaup- mönnum þar að salan hafi einnig aukist. „Við lengdum verslunar- tíma okkar talsvert fyrir þessi jól og það virðist hafa skilað sér í auknum fólksfjölda og aukinni verslun,“ segir Einar. Edda Sverrisdóttir, talsmaður Laugavegssamtakanna er einnig ánægð með jólasöluna í ár og seg- ist hún aldrei hafa séð jafn mikinn fólksfjölda í miðbænum um þetta leiti árs eins og nú. „Það er mjög gott hljóð í kaupmönnum hér í miðbænum núna og mér sýnist á öllu að salan hafí aukist talsvert hjá flestum.“ „Vonbrigði með Þorláksmessu" Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- takanna, segir hins vegar að Þor- láksmessa og aðfangadagur hafi valdið nokkrum vonbrigðum meðal þeirra kaupmanna sem hann hafi heyrt í. Fyrirfram hafi verið búist við nokkurri sprengingu í verslun þessa daga en sú virðist ekki hafa orðið raunin. Hann segir að fljótt á litið virðist því sem umsvifin í jólaversluninni hafi verið nokkuð svipuð og á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.