Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 B 3 Forte selur Whitbread veitinga- hús London. Reuter. WHITBREAD plc hefur boðið einn milljarð punda eða rúm- lega 100 milljarða króna í veit- ingahús Forte hótelkeðjunnar að sögn brezkra blaða. Granada-fyrirtækið reynir að komast yfir Forte fyrir 3,3 milijarða punda, en að sögn The Times hefur samkomulag náðst í aðalatriðum við Whith- bread. Independent segir ráða- menn Forte staðfesta fréttina og að tilkynnt verði innan tveggja vikna um sölu á um- ræddum veitingahúsum við þjóðvegi í Bretlandi og Frakk- landi og bílaþjónustustöðum sem fylgja. »The Times segir að að samkomulagið muni verulega draga úr 1,3 milljarða punda skuldum Forte og e.t.v. gera fyrirtækinu kleift að greiða hluthöfum sérstakan arð til að halda tryggð þeirra. 90.000 Þjóð- verjum sagt upp Bonn. Reuter. STÖRFUM í þýzkum bygg- ingariðnaði mun líklega fækka um 90.000 1996 að sögn sam- taka hans HDB. Líkur eru á að störfum.verði fækkað um 70,000 í Vestur- og 20,000 í Austur-Þýzka- landi, þar sem dregið hefur úr eftirspurn og völ er á ódýr- ara vinnuafl. Starfsmenn í greininni nú eru um ein og hálf milljón. Fjárfestingar í þýzkum byggingariðnaði námu alls 500 milljörðum marka 1995, en líklega mun draga úr þeim á næsta ári í fyrsta sinn síðan Þýzkaland var sameinað fyrir fimm árum. Sala í Þýzkalandi öllu mun líklega dragast saman um 1% eftir leiðréttingu vegna verð- bólgu. Byggingarumsvif í Austur-Þýzkalandi ættu að aukast um 6%, en í Vestur- Þýzkalandi munu*þau líklega dragast saman um 3%. Mercedes spáir betri hag 1995 Stuttgart.. MERCEDES BENZ AG býst við að skila auknum hagnaði 1995 þrátt fyrir geng- iserfiðleika að sögn fyrirtækis- ins. Hagnaður 1994 nam 1,85 milljörðum marka. Ráðstafan- ir innanlands bættu gengiserf- iðleikana upp að miklu leyti, segir talsmaður fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að selt verði fyrir 72 milljarða marka 1995 samanborið við 70,7 milljarða marka árið á undan. Mercedes afhenti 580.000 fólksbíla 1995 samanborið 592.356 í fyrra og rúmlega 320.000 vörubíla í stað 290.354. Á næsta ári eigi þess- ar tölur að geta aukizt í yfir 600.000 og 330.000. RÚSSLAND er markaður sem býður upp á fjölda tækifæra, enda í örri þró- un og að auki gríðarlega fjölmennur. Hins vegar hefur mörg- um þótt stjórnmálaástandið þar helst til ótryggt og markaðsaðstæð- ur full frumstæðar til þess aðjeggja þar út í miklar fjárfestingar. íslend- ingar hafa hins vegar verið að færa sér þau tækifæri sem þar er að finna í nyt í auknum mæli á undanfömum misserum og er þar skemmst að minnast nýlegra samninga sem ís- lenskar sjávarafurðir gerðu í Kamt- sjatka. María E. Ingvadóttir hefur starfað sem viðskiptafulltrúi á veg- um Útflutningsráðs í Moskvu frá því í apríl á þessu ári. Hún segir að þarna sé að finna fjölda tæki- færa en hins vegar þurfi að hafa í huga að reyna að minnka þá áhættu sem fylgi fjárfestingum í Rússlandi. Varasamt að setja á fót nýtt fyrirtæki María segir að það sé mjög erfitt að koma á fót nýju fyrirtæki í Rússlandi, enda sé umhverfið um margt fjandsamlegt nýjum, erlendum fyrirtækjum. Samskiptin við yfirvöld geti verið mjög erfið og oft sé flókið og tímafrekt að fá tilskilin leyfi. Þá þurfi einnig að huga að öryggismálum, en nýjum fyrirtækjum sé hætt við því að lenda í klónum á „fjölskyldusinnuðu fólki“, eins og hún orðar það, eða með öðrum orðum rússnesku mafíunni. „Eg held að það sé mun vænlegra fyrir íslensk fyrirtæki að leita eftir samstarfi við .rótgróin rússnesk fyrirtæki," segir María. „Þarna er að finna mjög mörg fyrirtæki sem hafa orðið til úr gömlum ríkifyrirtækjum og hafa enn sín sambönd og reynslu í því að eiga við kerfið, en það getur reynst ómetanlegur kostur fyrir erlenda fjárfesta." Hún segir það vera sína reynslu að þessi fyrirtæki séu mjög opin fyrir samstarfi við erlenda aðila, einnig íslendinga. „Stærri þjóðir hafa gjarnan það orðspor að vilja ráða og drottna. Við erum hins vegar fáir og smáir og ég held að við berum það ekki með okkur að vilja gleypa allt og alla. Við erum hvorki að hjálpa þeim né bjarga heldur einungis að vinna með þeim. Við erum því að bjóða upp á samstarf þar sem við nýtum okkar krafta og þeir sína, því það má ekki gleyma því að þeir búa yfir þekkingu og reynslu sem ber að virða og meta.“ Viðskiptalöggjöfin ófullkomin Ófullkomin viðskiptalöggjöf í Rússlandi skapar nokkra áhættu á þessum markaði, að sögn Maríu, og þá sér í lagi fyrir erlenda fjár- festa. Þar sé ýmislegt sem beri að varast og til dæmis hafi stundum veri gert grín að því að hluthafar geti átt von á því að það hafi verið lakkað yfir nafn þeirra í hlutafé- lagaskránni einn daginn þegar þeir komi til vinnu og erfitt geti reynst að leita réttar síns. Hins vegar sé unnið að úrbótum í þessum málum. „New York Bank er t.d. að vinna að því með rússneskum yfirvöldum að koma á fót einhvers konar verð- bréfaskráningu. Það er vonandi að lokið verði við það verkefni þrátt fyrir þær breytingar sem kunna verða eftir þingkosningarnar nú. Það hefur verið áhyggjuefni að áhuginn á því að ljúka verkefninu verði ekki sá sami ef einhverjar verulegar breytingar verða á stjórn landsins.“ María segir að það séu dæmi um að erlendir fjárfestar hafi fari illa út úr fjárfestingum sínum í Rúss- landi og svo virðist sem pappírar séu ekki alltaf í hávegum hafðir í viðskiptum. Hins vegar segir hún að rússneskir viðskiptamenn, marg- ir hverjir að minnsta kosti, geri sér grein fyrir því orði sem fari af þeim og séu allir að vilja gerðir til að reyna að breyta því. „Þetta eru alls ekki óáreiðanlegir menn og það er hægt að reysta því sem þeir segja. Hins vegar eru alls staðar svartir Ný tækifærí í austrí í Rússlandi er að fínna ógrynni nýrra tæki- færa nú þegar að veríð er að endurreisa efnahagslíf landsins frá grunni. Hins vegar þykir stjómmálaástandið þar heldur óstöðugt o g markaðurinn um margt framandi, enda eru Rússar a stíga sín fyrstu skref á frjáls- um markaði. Þorsteinn Víglundsson ræddi við Maríu E. Ingvadóttur viðskiptafulltrúa Útflutningsráðs í Moskvu um þá möguleika sem þar er að fínna fyrir íslensk fyrirtæki. Viðskipti við Rússland 1992-1995 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 sauðir inn á milli sem þarf að varast," segir María. Upplýsingaöflun erfið María segir að það sé nokkuð erfitt að afla sér upplýsinga um rússnesk fyrirtæki. Ekki sé um neinar opinberar stofnanir að ræða sem veita slíkar upplýsingar og því verði oft að styðjast við þann orðstír sem fari af fyrirtækinu. Hann geti þó oft dug- að, í það minnsta til að útiloka óæskilega aðila. Mun erfiðara sé hins vegar að fá ná- kvæmar upplýsingar um fjárhags- lega stöðu og annað af því tagi. Sem dæmi um þetta vandamál nefnir hún að þegar hún hafi leitað eftir upplýsingum um tiltekinn rúss- neskan viðskiptabanka hjá seðla- bankanum þar í landi hafi hún kom- ið að lokuðum dyrum. „Þeim fannst það í raun mjög undarlegt að ég væri að fara fram á að fá upplýs- ingar um þennan banka og að mér fyndist eðlilegt að fá slíkar upplýs- ingár þar sem ég væri að velta fyr- ir mér viðskiptum við þennan banka.“ Hún segir að bankakerfi þar ytra sé mjög ófullkomið og það hái nokk- uð viðskiptum. Rússnesk fyrirtæki vilji gjarnan eiga viðskipti við hér- lenda aðila en geti oft á tíðum ekki greitt fyrir vöruna fyrirfram og þær bankaábyrgðir sem verið sé að leggja fram séu alls kostar ófull- nægjandi fyrir banka hér á landi sem og ann- ars staðar á Vestur- löndum. „Þessi fyrirtæki geta heldur ekki farið þá leið að taka lán, því í Rúss- landi eru vextir af slík- um lánum um 100% á ári og fyrirtækin hafa hreinlega ekki efni á því að viðskiptabankinn greiði vöruna fyrir þau. Þetta er því vandamál í viðskiptum við erlenda aðila. Eg er líka undr- andi á því hversu hægt þetta kerfi hefur þróast. Þeir bankar sem eru gamlir og rótgrónir eru mjög fastir í gamla fýrirkomulaginu og hafa því ekki leitt þær breytingar sem þörf er á. Yngri bankastofnanirnar, sem margar hveijar hafa ekki áunn- ið sér nauðsynlegt traust, hafa ver- ið að reyna að bijótast út úr þessum gömlu hefðuin en breytingarnar taka mjög langan tíma, líklegast vegna skorts á faglegri þekkingu.“ Otal mörg tækifæri íslénsk fyrirtæki hafa ekki leitað mikið eftir upplýsingum um við- skipta- og fjárfestingarmöguleika í Rússlandi enn sem komið er, að sögn Maríu. Hins vegar segir hún mun algengara að rússneskir aðilar leiti til hennar eftir hugsanlegum samstarfsaðilum hér á landi. „í dag eru ekki nein íslensk fyrirtæki stað- María E. Ingvadóttir sett í Moskvu, en það eru auðvitað mörg íslensk fyrirtæki að vinna á þessum markaði,“ segir María. „Þar ber fyrst að nefna ullarvöruna sem hefur vaxið mjög á þessum mark- aði að undanförnu, þó að hún hafí nú ekki enn náð sínum fyrra sessi.“ Hún segir að ein saumastofa sé nú staðsett í syðri hluta Rússlands. Þar séu unnar vörur úr íslenskri voð sem síðan séu seldar í þeim landshluta. Þá hafi Folda hf. á Akureyri hafið útflutning á ullar- vörum til Rússlands og lofi fyrstu viðbrögð góðu. María segist telja að ullarvaran eigi mjög góða mögu- leika á Rússlandsmarkaði, enda sé hún enn vel þekkt í landinu. „Það er hefð fyrir þessari vöru og fólk man ennþá eftir gömlu treflunum sem lá við að allir fengju úthlutað á sínum tíma og enn má jafnvel sjá fólk í gömlu Heklu-peysunum á götum Moskvu." María segir einnig að talsverðir möguleikar séu í matvælainnflutn- ingi. Rússnesk matvælaframleiðsla sé engan veginn samkeppnisfær við erlenda matvöru og því sé þar að finna mjög góð tækifæri. „Nokkrar erlendar matvöruverslanir hafa komið sér vel fyrir í Moskvu og þar er seld erlend matvara á mjög góðu verði fyrir framleiðendur.“ María segir hins vegar að niðurgreiðslur Evrópusambandsins, hins nýja Sov- éts í vestri, skekki samkeppnisstöð- una nokkuð. ESB niðurgreiði nán- ast alla matvöru sem flutt er út til Rússlands og séu dæmi um að nið- urgreiðslurnar nemi allt að 50%. Það geti reynst íslenskum útflytj- endum þungur baggi. „Hins vegar eru margar aðrar þjóðir að flytja inn matvöru í sam- keppni við niðurgreiddar afurðir ESB,“ segir María. „Við sjáum t.d. að Nýsjálendingar eru að flytja inn sitt lambakjöt til sölu í þessum er- lendu verslunum í Moskvu. Til dæmis í Stockman frá Finnlandi, sem náð hefur góðri stöðu í Moskvu, selja þeir kílóið af lambakjöti á 1.300-2.000 krónur.“ Ýmis önnur tækifæri er að finna í Rússlandi fyrir íslendinga, að sögn Maríu. Þar megi nefna verktaka- starfsemi, en fjöldi fyrirspurna hafi borist um möguleika á samstarfi við íslenska aðila á því sviði. Þá segir María að hún hafi undanfarið verið í sambandi við aðila í Rúss- landi sem hafi mikinn áhuga á sam- starfi við íslenska aila um rekstur bakaría og veitingahúsa. Hún seg- ist hafa verið í viðræðum við aðila hér á landi sem hafi verið spenntir fyrir þessum möguleika en þeir hafi hins vegar hætt við. Nú sé hún því að leita að hópi manna sem hafi reynslu á þessu sviði og sé til- búinn til að takast á við þetta verk- efni. Ánægjulegur árangur María segir að það að komast inn á nýja markaði erlendis sé auðvitað langtímaverkefni. Hins vegar sé mjög ánægjulegt að sjá hversu mik- inn árangur slíkt starf geti borið á skömmum tíma. „Útflutningsráð sendi viðskiptafulltrúa til þriggja mánaða dvalar á Kamtsjatka fyrir einum 3 til 4 árum og við sjáum árangurinn af því í dag. Eitt hefur sprottið af öðru og þar er nú skemmtilegt samstarf íslenskra og þarlendra fyrirtækja," segir María. „Þarna er t.d. búið að byggja litla hitaveitu og seiðaeldisstöð. Um daginn var verið að vígja hótel sem var endurbyggt af íslenskum verk- tökum og er nú mjög glæsileg bygg- ing. Þarna er einnig búið að byggja mjög glæsilega sundlaug með öllu tilheyrandi, sem myndi sóma sér mjög vel hvar sem er í heiminum. Svo sjáum við þá starfsemi sem íslenskar sjávarafurðir eru með á Kamtsjatka í dag.“ Hún segir að vinna af þessu tagi taki nokkur ár en hins vegar sé árangurinn mjög ánægjulegur þeg- ar upp er staðið. „Það veltur hins vegar allt á því hvernig þeir ís- lensku aðilar sem þarna starfa standa sig. Því er mikilvægt að til samstarfs við rússnesk fyrirtæki veljist duglegt og traust fólk. Annað dugar ekki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.