Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 8
3Mnyi0mimMafoiiti> VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 Hvernig eru viðhorf framleiðenda til vaxandi samkeppni við sérmerkjavörur? Ógnun eða tækifæri? Sól hf. greip tækifærið Sérmerkjavörum á matvörumarkaðnum á eftir að fjölga veru- lega á næstu árum og mun sú fjölgun haldast í hendur við aukna hlutdeild verslunarkeðja á markaðnum. Þetta er skoðun Páls Kr. Páls- sonar, framkvæmda- stjóra Sólar hf. Hann spáir því einnig að um aldamót, eða eftir fjögur ár, muni 4-6 verslunarkeðjur ráða yfir 80-90% af mat- vörumarkaðnum enda sé það í samræmi við það sem þegar hafi gerst í nálægum löndum. Sérmerktar vörur hafa rutt sér til rúms hérlendis á síðustu miss- erum, og margir framleiðendur þekktra vörumerkja fagna lítt þeirri þróun. Þeir framleiðendur eru þó til, sem hafa ekki einungis lagað sig að breyttum aðstæðum heldur beinlínis aukið markaðs- hlutdeild sína með því að færa sér þróunina í nyt. Matvælafyrirtækið Sól hf. ákvað að fara þessa leið með því að bæta við sig framleiðslu á sér- merktum vörum, t.d. fyrir Hagkaup og Bónus. Sól framleiðir ávaxfasafa, smjörlíki og viðbit undir eigin merkjum en einnig sem sérmerktar vörur undir merkjum Hag- kaups og Bónuss. Hluti af þróun Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar, segir að út- breiðsla sérmerktrar vöru sé í samræmi við þá þróun, sem eigi sér stað á matvörumarkaðnum. „Meira en helmingur af matvöruverslun er nú í höndum verslanakeðja og á það hlutfall líklega eftir að hækka. Um aldamót munu að öll- um líkindum 4-6 keðjur ráða yfir 80-90% af matvörumarkaðnum. Hagkaup, Bónus, Nóatún og 10-11 munu að mínu mati halda stöðu sinni og jafnvel bæta hana en Þín verslun, Fjarðarkaup og stærstu kaupfélögin eru stóru spurningarnar," segir Páll. Páll Kr. Pálsson ýmsum framleiðendum fer fjölgandi í hillum verslana. Hann segir ljóst að sérmerktar vörur séu að festa sig í sessi hér- lendis og að þeim eigi eftir að fjölga. Framleiðendur eigi því ekki að líta á þessa þróun sem ógnun og reyna að koma í veg fyrir hana heldur sé þeim fyrir bestu að færa sér hana í nyt. „Þegar Sól hf. ákvað fyrir tæpum tveimur árum að hefja framleiðslu á sér- merkjavöru fyrir Bónus og Hag- kaup var um tvennt að ræða; að sitja hjá og missa markaðshlut- deild eða taka þátt í þróuninni og halda hlutdeildinni og jafnvel auka hana. Samstarf okkar við Hagkaup og Bónus hefur gengið vel og við höfum þegar fengið fyrirspurnir frá fleiri aðilum um framleiðslu. Brugðist við samkeppni - En kemur ávaxtasafafram- leiðsla Sólar fyrir Hagkaup og Bónus ekki niður á vörumerktum vörum Sólar, eins og til dæmis Trópí, sem er mun dýrari en sér- merkta varan? Páll neitar því og segir að Sól hafi tekist að halda markaðsstöðu Trópí um leið og sótt hafi verið á ný mið með framleiðslu Brazza og Hagkaups- og Bónuss- ávaxta- safans. „Þegar við hófum fram- leiðsluna á þessum söfum átti stórtækur innflutningur á ávaxta- söfum sér stað hingað til lands. Sem dæmi nægir að nefna Pfann- er safann austurríska en hann hafði nokkra markaðshlutdeild. Við sáum að það var þörf fyrir ódýran ávaxtasafa. Við svöruðum samkeppninni með því að hefja framleiðslu á Brazza og síðar hófum við að sérmerkja safa fyrir Bónus og Hagkaup, en styrktum Trópí vörumerkið með ýmsum öðrum aðgerðum." Að eiga vörumerki nr. 1, 2 og 8 „Niðurstaðan varð sú að Trópí heldur sínum hlut og Brazzi, Hag- kaups- og Bónus- ávaxtasafarnir slógu í gegn og heildarhlutdeild Sólar jókst. Ódýri safínn tók nán- ast ekkert af Trópí heldur fyrst og fremst af innfluttum söfum, mjólk, og öðrum drykkjum. Hefð- um við ekki brugðist svona við hefði einhver annar séð um þessa framleiðslu fyrir Bónus og Hag- kaup og þá hefðum við líklega tapað hlutdeild á markaðnum. I staðinn erum við í þeirri ánægju- legu aðstöðu að hreinir ávaxtasaf- ar frá okkur eru í fyrsta, öðru og þriðja sæti hvað markaðshlutdeild varðar," segir Páll. Fólk Breytingar hjá Islenskri for- ritaþróun •BERGUR Ólafsson, 30 ára, hef- ur verið ráðjnn sölustjóri markaðs- deildar hjá fslenskri forritaþróun hf. (ÍF) frá 1. nóv- ember 1995. Hann hefur unnið í þjónustudeild fyrirtækisins und- anfarin þijú ár. Bergur lagði stund á viðskipta- fræði við Norwegian School of Management í Ósló og Skedsmo 1988-1992 með áherslu á International Management. Meginverkefni Bergs verður sala og markaðsfærsla á upplýsinga- kerfum ópusallt fyrir Dos og Windows, Upplýsingaheimum, Stjórnandanum og Microsoft skrif- stofuhugbúnaði. Sambýliskona Bergs er Helga Pála Gissur- ardóttir. •EINAR Ingi Agústsson, 35 ára, hefur verið ráðinn í þróunardeild fslenskrar forritaþróunar hf. frá 1. nóvember 1995. Hefur Einar starf- að sem sölustjóri hjá fyrirtækinu síðastliðin íjögur ár. Einar er kerfis; fræðingur frá TVÍ en hefur auk þess lagt stund á nám við viðskiptadeild Háskóla íslands. Einar mun starfa við þróun á kerfum ópusallt fyrir Windows, svo sem Stjórnandanum og viðskiptakerfum ópusallt fyrir Windows. Einar er giftur Ástu Margréti Guðlaugsdóttur og eiga þau eitt barn. Torgið Auðlindahyggja og samdráttur ÍSLENDINGAR á ferð í útlöndum þurfa gjarnan að svala forvitni erlendra viðmæl- enda um lífshætti og kjör á þessari af- skekktu eyju. Þegar talið berst að velmegun þjóðarinnar, grípa liklega flestir til þess ráðs að þakka auðugum fiskimiðum og orku fall- vatnanna þessa þróun. En þeir sem gluggað hafa í hagtölur vita að samhengið milli auð- linda og hagvaxtar er óljóst, enda hafa hin- ir svonefndu undirstöðuatvinnuvegir dregist saman í hlutfalli við þjóðartekjur síðustu áratugi, fremur en hitt. Um áramót sækja á hugann spurningar um hvað framtíðin beri í skauti sér. íslend- ingar mega nú vænta þess að efnahags- lægðin sé að baki, þannig að þjóðartekjur og atvinna eigi eftir að vaxa umtalsvert á komandi ári. Það er svo annað mál hvort batinn verður varanlegur. Þjóðhagsstofnun spáir því að fjárfesting í atvinnuvegunum í heild aukist um þriðjung milli ára. Vonar- neistinn kviknaði fyrst og fremst þegar ákvörðun var tekin um stækkun álversins í Straumsvík. Eins og oft áður skiptir eitt verkefni í stóriðju því sköpum um efnahags- horfurnar hér á landi. í Með landkrabba á herðum sér Landsmönnum virðist töm sú speki að þjóðin eigi allt náttúruauðlindunum að þakka. Það virðist enda augljóst mál að auðlegð og auðlindir fari saman. Eftir þeirri kenningu er gróskumikill landbúnaður þjóð- arnauðsyn, þótt opinþera styrki þurfi til, af því að “hver bóndi skapar þrjú störf," eins og sagði í aðsendri grein hér í blaðinu fyrir jól. Einhvern veginn tekst líka hverjum sjó- manni að bera heilan herskara landkrabba á herðum sér, með því einu að róa til fiskjar. Um þessa auðlindahyggju og pýramída- kenningu mætti hafa mörg orð. En fróðlegt væri að vita hvernig fylgismenn hennar fara til dæmis að því að skýra velmegun dönsku þjóðarinnar, sem hefur hvorki að fiskimið- um, vatnsafli eða olíu að hverfa? Danir eru auðvitað ekki einir um það að hafa búið við öran hagvöxt og mikla auð- legð, án þess að eiga nokkrar náttúruauð- lindir svo heitið geti. Ef nánar er að gáð má sjá að þær þjóðir sem náð hafa bestum árangri í hagvexti og búið við mestan stöð- ugleika í sínum búskap eftir síðari heimstyrj- öld eiga hvorki orkulindir, hráefni eða mikið land. Vöxtur ekki auð- lindum að þakka Eins og gefur að skilja hafa hagfræðingar leitt hugann að þessu óvænta sambandi auðlinda og hagvaxtar, sem virðist gjarnan neikvætt ef nokkuð er. í nýjasta tölublaði The Economist er getiö ritgerðar eftir Jef- frey Sachs og Andrey Warner, hagfræðinga við Harvard háskóla, sem athugað hafa sambandið milli hagvaxtar og náttúruauð- linda tæplega 100 ríkja, á árunum 1970- 1989. Þeir komast að þeirri niðurstöðu að tölfræðilega megi merkja neikvætt samband milli þessara tveggja þátta. Staðreyndirnar sýna því að fleira hangir á spýtunni en að mala gull úr fiski eða fall- vatni. Eftir því sem rannsóknum í hagfræði fleygir fram hníga fleiri rök að því að grunn að stööugleika og hagvexti sé fremur að finna í stjórnarfari og menningu, sem stuðl- ar að hagfelldri fjárfestingu og nýsköpum. Skýringarnar á því af hverju þjóðir sem eiga auðæfi í jörðu eða sjó verða ekki alltaf ríkar, eru auðfundnar. Hér verður aðeins tæpt á þeirri nærtækustu. Tökum sem dæmi útfærslu landhelginnar í 200 mílur. Skyndileg aflahrota færði landsmönnum auknar útflutningstekjur, en jafnframt veikti gengishækkun krónunnar stöðu iðnaðar og þjónustu í samkeppni við innflutta vöru og í útflutningi. Fjármagn leitaði úr þessum greinum í sjávarútveg og dró því mátt úr framleiðendum á öðrum sviðum. Öll eggin í sömu körfuna íslendingar horfast einnig í augu við annan vanda sem er af sömu rótum sprott- inn, einhæfni í atvinnulífi. Sjávarútvegurinn leikur svo veigamikið hlutverk, að sveiflur í verði og afla skila sér með fullum krafti inn í þjóðarbúskapinn. Ekki bætir úr skák að verð á fiski og áli sveiflast meir en á unnum iðnaðarvörum og þjónustu. Áhersla á nátt- úruauðlindirnar hefur þannig leitt þjóðina út á erfiða braut. Eggin eru öll í sömu körf- unni og því þurfa landsmenn að sætta sig við krappari dýfur og meiri óvissu en þær þjóðir sem búa við fjölbreyttari atvinnu og dreifa áhættunni. Vandinn er að þróunin er sjálfbær, ef svo má að orði komast. Stjórnmálamenn styðja sjávarútveginn, af því að þar hafa tækifærin verið best. Við það eykst mikilvægi greinar- innar, hvort heldur í krónum talið eða með tilliti til áhrifa hennar í samfélaginu og á stjórnmálasviðinu. Allt ríkidæmið í fossum og fiskum í nýlegri skýrslu Alþjóðabankans þar sem þjóðarauður er metinn að teknu tilliti til náttúruauðlinda, skipar ísland sér á fremsta bekk - í sjöunda sæti. Þjóðarauður eftir þessum reikningi var tæp hálf milljón Banda- ríkjadala á mann hér á landi, árið 1990, eða 32 milljónir króna á gengi í dag. Ástralir eru efstir á blaði, með um 70% meiri auð a haus, en á sama reki og Islendingar eru Japanar, Svíar og íbúar í Qatar, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Danmörku. íslendingar skera sig úr í þessum hópi að því leyti að 60% af þjóðarauðnum má rekja til auðlinda lands og sjávar. Aðeins Ástralir og Kanadamenn eru í sama flokki, en sem dæmi má nefna að aðeins 30-40% af þjóðarauð olíufurstanna í Qatar, Samein- uðu furstadæmanna og Kúveit, verður rak- inn til náttúruauðlinda þeirra. Skammgóður vermir eða varanlegur bati? Bókvitið verður ekki í askana látið. Ef marka má rannsóknir hagfræðinga undan- farin ár mætti allt eins segja að fiskur, sauðfé og vatnsafl verði ekki á borð borin. Við íslendingar eigum því margt ólært af ríkjumn í austri og vestri, sem hafa náð þeim árangri að tryggja stöðugleika og vel- megun án þess að eiga miklar náttúruauð- lindir. Því miður er auðvelt að einblína á aflabrögð og stórar framkvæmdir, en erfið- ara að skilgreina og marka stefnu með til- liti til fjölbreytni í atvinnulífi og nýsköpunar. Ef vel á að vera þurfa landsmenn hinsvegar að læra að róa á fleiri mið, án þess að veikja þá burðarása sem við hljótum að treysta á enn um sinn. BS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.