Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 C 5 Maður ársins, þjóðlagakvöld og nýársleikrit Dagskrá Ríkisútvarpsins er fjölbreytt yfír áramót. Hlustendur velja mann ársins í beinni útsendingu á Rás 2, fjallað er um árið 1995 sem ár umburðarlyndis og nýtt ljóðár gengur í garð á Rás 1. RAMÓTAÞÁTTUR dægur- málaútvarpsins á Rás 2, Á síðustu stundu, verður að þessu sinni sendur út frá veitingahúsinu Astró í Reykjavík. í þættinum verður að venju farið yfir atburði ársins, kynntar niðurstöður í vali hlustenda á manni ársins og leið- togar stjórnmálaflokkanna líta yfir farinn veg og fram á veginn. Þá verður að venju rætt við Vig- dísi Finnbogadóttur forseta Is- lands og Ólafía Hrönn og Tómas R. Einarsson sjá um tónlistina. Umsjónarmenn þáttarins Á síð- ustu stundu eru Leifur Hauksson, Þorsteinn G. Gunnarsson, Þor- steinn J. Vilhjálmsson, Vilborg Davíðsdóttir og Sigurður G. Tóm- asson. Áramótaþátturinn hefst kl. 13. og stendur fram að fréttum kl. 16. Tónlistartrúður Á Rás 1 á gamlársdagsmorgun verður brugðið á leik í Háskólabíói með Sinfóníuhljómsveit íslands og íslenskum börnum á öllum aldri. Stjómandi og kynnir er norski tónlistartrúðurinn Melvin Tix og hefst skemmtunin kl. 11.00. í tilefni þess að ári umburðar- lyndis er um það bil að ljúka fjall- ar Ásgeir Eggertsson um það hvað gert var á þessu ári sem stuðlaði að umburðarlyndi og hamlaði gegn kynþáttafordómum í þætti sínum Litið um öxl á ári umburðarlyndis, sem er á dagskrá kl. 10.15. Þjóðlagakvöld er dagskrárliður sem á sér langa hefð á dagskrá gamlárskvölds. Þar syngur Ein- söngvarakórinn með Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Jóns Ásgeirssonar íslensk þjóðlög, meðal annarra Ljósið kemur langt og mjótt og Kammerkórinn syngur m.a. Nú er glatt í hveijum hól undir stjóm Rutar Magnússon. Áramótaheit verða til um- ijöllunar í þætti Antons Helga Jónssonar kl. 21.20 og strax á upphafsmínútum nýs árs stendur Hermann Ragnar Stefánsson danskennari fyrir svellandi fjöri við söng og dans á Rás 1. íslensk og erlend dans- og dægurlög verða leikin auk vinsælla harmóniku- laga. Ljóðár Rásar 1 Daglegur liður á dagskrá Rásar 1 árið 1996 verður lestur á íslensk- um ljóðum. Lesið verður eitt ljóð í lok morgunútvarps klukkan 8.50 nema nýársdag kl. 9.30 þar sem dagskráin hefst ekki fyrr en kl. 9. Ljóðin munu oftar en ekki tengj- HLUSTEIMDUR Rásar 2 velja mann ársins í beinni útsendingu á gamlársdag kl. 13.00-16.00 JÖIMAS Jónasson fær Skagfirsku söngsveitina í Reykjavík í lið með sér á IMýársgleði Útvarpsins á nýársdag kl. 13.25 en stjórnandi kórsins er Björgvin Þ. Valdimarsson. VERÐLAUIMALEIKRITIÐ Krossgötur eftir Kristínu Steinsdóttur verður nýársleikrit Útvarpsleikhússins og hefst það ítl. 15.00 á nýársdag. ast viðkomandi degi með einum eða öðmm hætti. Njörður P. Njarðvík velur og kynnir þau 366 ljóð sem flutt verða. Spanna þau bókmenntasögu íslensku þjóðar- innar frá öndverðu til okkar daga. Lesarar eru tólf ljóðskáld, sex konur og sex karlar. Verkefnið nýtur styrks frá Menningarsjóði útvarpsstöðva. Nýársgleði Hin árlega Nýársgleði Útvarps- ins í umsjá Jónasar Jónassonar hefst að loknu ávarpi forseta ís- lands um kl. 13.25. Jónas fær Skagfirsku söngsveitina í Reykja- vík til liðs við sig, auk sönghóps sem kalla sig Veirumar, nokkrir hagyrðingar láta í sér heyra og einsöngvaramir Guðmundur Sig- urðsson og Svanhildur Svein- bjömsdóttir syngja með Skag- fírsku söngsveitinni. Kl. 15. hefst nýársleikrit Út- varpsins sem er fyrir alla fjöl- skylduna. Það er leikritið Kross- götur, eftir Kristínu Steinsdóttur. Krossgötur er eitt þeirra leikrita úr leikritasamkeppni Útvarpsleik- hússins og Leikskáldafélags ís- lands sl. vor sem valin voru til flutnings í Útvarpinu. Leikritið hefst í september 1995 og lýkur á nýársnótt 1996. Höfundur byggir leikritið á þeirri þjóðtrú íslendinga að þeir sem sitja á krossgötum á nýársnótt og stand- ast öll gylliboð álfa sem þar koma og freista þeirra, eignist dýrgrip- ina sem í boði eru. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Tónleikar Garbareks Kl. 17.30 verður útvarpað frá tónleikum norska saxófónleikar- ans Jans Garbareks og sönghóps- ins The Hilliard Ensemble, sem haldnir vora í Hallgrímskirkju á RúRek-hátíðinni í haust í tilefni af 5 ára afmæli hátíðarinnar. Þar fluttu þeir félagamir blöndu mið- alda-, endurreisnar- og djasstón- listar af mikilli snilld. Þá má benda á endurfluttan þátt frá 1970 kl. 22.20 Hvað er tíminn þar sem Jökull Jakobsson ræðir m.a. við Þorstein Sæmundsson stjömu- fræðing, Þorstein Gylfason heim- speking, Sigurbjörn Einarsson biskup og Helga Guðmundsson úrsmið um tímann í þættinum Tikk-takk. Örkin hans Nóa og saga veraldarinnar Iorgunsjónvarp bamanna verð- ur á gamlársdag og nýársdag með fjölbreyttu efni fyrir unga fólk- ið. Á eftir Morgun- sjónvarpinu á gamlársdag verður sýnd teiknimynd um Örkina hans Nóa og eftir há- degið verður Jóla- stundin okkar end- ursýnd. Þá verður líka sýnd þýsk brúðumynd sem heitir Veðurorgelið og þar á eftir ára- mótaþáttur Pílu þar sem böm spreyta sig á spurningum og þrautum. Þegar klukkan er gengin fjórðung í sex á nýársdag verður sýnd einkar athyglisverð dönsk teiknimynd þar sem veraldar- sagan er skoðuð í nýju ljósi og þar á eftir íslensk bamamynd sem heitir Seppi og var áður á dagskrá um jólin 1992. Þar segir af litlum flækingshvolpi sem býr með ígiðgi i|s ÞATTURJNN Mannky éÉÉí"' r klukkan ua i myndum verÓur mömmu sinni undir gömlum bát við Reykjavíkurhöfn. Mamma hans er vön að fara að leita að æti handa þeim á hveijum degi, en svo gerist það dag einn, að hún skilar sér ekki til baka. Seppi litli verður hræddur og fer að leita að henni. Hann lendir í ótal ævintýram og eignast nýja vini, en skyldi hann finna mömmu sína? Klukkan hálfsjö er svo komið að æv- intýram bamanna á Fiðrildaey og að þeim þættj loknum verður sýnd heim- ildarmynd um snæugluna, hinn tignarlega fugl norðurskautsins, en fræðandi og skemmtilegar heimildarmyndir eiga ekki síður er- indi við böm en fullorðna. ; Lína langsokkur heimsækir afa STÓRA stundin rennur upp hjá Afa gamla laugar- dagsmorguninn 30. desember þeg- ar rauðhærð og freknótt stelpa með apa á öxlinni bankar allt í einu á gluggann hjá hon- um. Þar era auð- vitað komin Lína langsokkur og herra Níels. Afi leikur á als oddi við svo góða gesta- komu og ætlar meðal annars að reyna að fá Línu til að taka lagið með apanum sín- um. Teiknimyndin um Benjamín og leyndardóm must- eriskattarins verð- ur sýnd að morgni gamlársdags. Þar er á ferðinni ný og skemmtileg saga um fílinn Benjamín og Ottó, vin hans. Þeir félagar frétta að góður kunningi hafí horfið spor- laust þegar hann var við fornleifa- uppgröft í Afríku. Við svo búið má auðvitað . ekki standa og því ákveða Benjamín og Ottó að fara ásamt hrafninum Gulla út í miðja eyðimörkina þar sem bíða þeirra óvænt ævintýr. Einu sinni var skógur er talsett teiknimynd í fullri lengd sem gerð var af sömu mönnum og færðu áhorfend- um Vífíl í villta vestrinu um síð- ustu jól. Myndin verður sýnd á ný- ársdag en hún fjall- ar um þijú dýr úr skóginum sem verða að yfirgefa heimkynni sín og reyna að bjarga vinkonu sinni í spennandi kapphlaupi við tímann. LÍIMA og IMíels heim- sækja Afa á Stöð 2 á laugardagsmorgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.