Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 1
r BLAÐ ALLRA LANDSMANN A ¦ W^&mffi$toib 1995 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER BLAÐ D KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Sverrir Sigur og tapí Kef lavík ÍSLAND og Eistland léku tvo landsleiki í íþróttahúsinu í Keflavík í gærkvöldi. Karla- landsliðið fagnaði sætum sigri í fyrsta leik sínum undir sljórn Jóns Kr. Gíslasonar, 97:92, en kvennalandsliðið tapaði aftur á móti stórt, 64:91. Hér á myndinni fyrir ofan má sjá Keflvíkinginn Önnu Maríu Sveinsdóttur sækja að körfu Eistlands. Mihkel Reinsalu, þjálfari eist- neska liðsins, sagði að Anna María hafi verið best í ís- lenska liðinu. Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari kvenna- liðsins, sagði að það sem réði úrslitum, var að stúlkurnar frá Eistlandi eru bæði stærri og líkamlega sterkari en ís- lensku stúlkurnar. Leikirnir / D4 SUND Bjrgir Guðjónsson í læknanef nd Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins BIRGIR Guðjónsson, læknir, hefur verið skipaður í Læknanef nd Alþjóða frjúisíþróttasambandsius, IAAF, og er hann fyrsti Islendi ngur inn, sem hefur verið kosinn í nefnd hjá IAAF, en í umræddri nefnd eru 13 manns. Starf hennar felst m.a. i þvi að ákveða lyfjabannlista og setja reglur um fram- kvæmd lyfjaprófa, skipuieggja læknisþjðnustu & stórmótum og halda námskeið i íþróttalæknis- fræði í þróunarlöndunum. Birgir nam lyfiæknisfræði og meltingarsjúk- dómafræði við Yale háskólann í Co nncct icu t i Bandaríkjunum og var aðstoðarpréfessor þar f nokkur ár. Hann hefur tengst f iml eika- og frjáls- íþróttahreyfingunni frá unga aldri sem iðkandi, leiðbeinandi og dómari. Birgir er alþjóða domari í frjálsiþróttum og starfaði sem slíkur í Heims- meistarakeppninni i Gautaborg sl. sumar. Hann er formaður Laga- og tækninef ndar FRÍ, Laga- ¦ nefndar ÍSÍ og Læknaráðs Ólympíunefndar Is- lands auk þess sem hann er i Lyfjanefnd ÍSÍ. Kjartan, Pálmi og Theódór æfa með Breiðabliki KJARTAN Einarsson frá Keflavík hefur æft með 1. deildar liði Breiðabliks að undanf örnti og sómu sðgu er að segja af Skagamönnunum Pálma Har- aldssyni og Theodóri Hervarssyni. Breiðabliks- menn gera sér vonir um að pUtarnir gangi í félag- ið og er gert ráð fyrir að það skýrist á uæstu dbgum. Hreiðar Bjamason hefur skipt i Breiðablik úr I'rótti, Þorsteinn Sveinsson og Sævar Pétursson úr Val en hann lék á Nýja-Sjá landi sl. sumar. Þá hefur markvbrðurinn Hajrudin Cardaldija gert samning til þriggja ára og Arnar Grétarsson á eftir t vö ár af samningi sínum við félagið en Bast- islav Lazorik gekk tíl liðs við Leiftur og Kristófer Sigurgeirsson er með KR. Patrekur skoraði sex gegn Frökkum PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður úr KA, var næst markahæstur og gerði s ex mork, þar af fjögur af línu, fyrir Evrópuúrvalið gegn heims- meisturum Frakka, sem sigruðu 35:30. Leikur f ór fram i Lúxemborg 22. desember og var i tilcf ni 50 ára afmælis handknattleikssambands Luxem- borgar. Eydís og Magnús styrkt vegna undirbúnings fyrir ÓL Olympíunefnd íslands, Sund- samband íslands, sunddeild Keflavíkur og nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um að styrkja systk- inin Eydísi og Magnús Konráðs- börn, sundmenn úr Keflavík, fram yfir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Heildarfjárstuðningur- inn er 1,5 milljónir króna og gerir systkinunum kleift að undirbúa sig sem best fyrir ÓL, en þau eiga alla möguleika á að ná Ólympíulág- marki. Fyrirtækin sem standa að þess- um samningi eru auk Ólypíunefnd- arinnar, Sundsambandsins og sunddeildar Keflavíkur; Reykja- nesbær, Sparisjóðurinn í Keflavík, Morgunblaðið/Valur Jónatansson SYSTKININ Eydís og Magnús Konráðsbörn. Keflavíkurverktakar, Hitaveita Suðurnesja, Aðalstöðin, Apótek Keflavíkur, Hilmar Sölvason, Kaupfélag Suðurnesja og Flugaf- greiðslan hf. Framlög fyrirtækja og bæjarfélags eru 1.150.000 kr., 200 þúsund er áætlað að komi úr Afreksmannasjóði og 200 þúsund frá Óí og SSÍ. Samningurinn, sem tekur til tímabilsins 1. desember 1995 til 31. ágúst 1996, var undir- ritaður í Reykjanesbæ í gær. Til Þýskalands Eydís og Magnús eru í hópi fremstu sundmanna landsins. Þau halda til Þýskalands í byrjun jan- úar og verða þar við æfíngar í tvær vikur. GEORGE WEAH KJORINN KNATTSPYRNUMAÐUR EVROPU 1995 / D3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.