Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C ticgnrifAtfaib STOFNAÐ 1913 297. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hungur í N-Kóreu Róm. Reuter. TVÆR alþjóðastofnanir vöruðu í gær við því að hungursneyð væri yfirvofandi í Norður-Kóreu. í mestri hættu væru 2,1 milljón barna og um hálf milljón kvenna er væru annað- hvort ófrískar eða með barn á brjósti. Þetta kemur fram ! sameiginlegri yfirlýsingu frá Matvælastofnun SÞ og Matvælaaðstoð SÞ. Fulltrúar stofnananna segja að mikil flóð hafi dregið mjög úr upp- skeru og spá því að 1,2 milljónir lesta af korni muni skorta til að standa undir þörfum ríkisins. Ef ekki komi til umfangsmikil matvæla- aðstoð sé hætta á miklum matar- skorti og hungursneyð. Flóðin fyrr á árinu eru þau mestu sem orðið hafa í Norður-Kóreu og fóru stjórnvöld í fyrsta skipti fram á alþjóðlega aðstoð. Flugslysið í Kólumbíu Líklega mann- legmistök Bogota. Reuter. FLUGSTJÓRI bandarísku far- þegaþotunnar, sem hrapaði til jarðar í Kólumbíu í síðustu viku, losaði ekki um hraðahemla þegar hann reyndi að auka aflið og ná vélinni upp. Kemur þetta fram í bráðabirgðaskýrslu frá kólumb- ískum flugmálayfirvöldum. í skýrslunni segir, að svokall- aðir hraðahemlar, sem notaðir eru við lendingu, hafi verið á þegar farþegaþotan, Boeing 757 frá American Airlines með 159 far- þega og átta manna áhöfn, lenti utan í fjallshlíð 20. desember sl. Lifðu aðeins fjórir af. * Gleymdu gátlistanum Rodrigo Cabrera, sem unnið hefur við rannsókn á slysinu, sagði í gær, að heyrst hefði í þremur viðvörunarbjöllum m'u sekúndum áður en vélin fórst en þær gáfu til kynna, að hún væri komin allt of lágt. Fram kemur einnig, að í hálfa klukkustund áður en slysið varð hafi flugstjórinn og aðstoðarflug- stjórinn verið að ræða um met- orðastigann innan fluglíðahópsins í stað þess að fara yfir gátlistann eða öryggisatriði fyrir lendingu. Reuter Fangelsisdómi yfir Wei Jingsheng mótmælt DOMSTÓLL í Peking staðf esti í gær 14 ára fangelsisdóm sem kveðinn var upp yfir kínverska andófsmanninum Wei Jings- heng fyrr í mánuðinum. Dómn- um var mótmælt við skrif stofu kínversku fréttastofunnar Xin- hua í Hong Kong, sem litið er á sem nokkurs konar sendiráð Kína í bresku nýlendunni. Mót- mælendurnir vöruðu við því að andstæðingar kínversku stjórn- arinnar í Hong Kong mættu búast við að verða beittir sama órétti og Wei eftir að nýlendan verður hluti af Kína árið 1997. Þeir héldu á mótmælaborðum með áletruninni: „í dag er það Wei Jingsheng, á morgun þú og ég." ¦ Lögsækja dómarana/22 Lebed í forseta- framboð Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, fyrrum hershöfðingi, hyggst gefa kost á sér í forsetakosningunum í Rússlandi í júm' á næsta ári. Talsmaður Lebeds kvaðst í símtali geta staðfest að þessi ákvörðun lægi fyrir og Lebed yrði frambjóðandi KRO, flokks þjóðernissinna, sem ekki náði manni á þing í nýaf- stöðnum þingkosningum eystra. Þótt KRO hlyti ekki náð fyrir augum kjósenda þá náði Lebed sjálfur kjöri í einmenn- ingskjördæmi og skoðana- kannanir sýna að hann nýtur umtalsverðra vinsælda. Telur hann, að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, og þjóðernisöfga- maðurinn Vladímír Zhír- ínovskí verði helstu keppi- nautar sínir í forsetakosning- unum. Lykilhlutverk Dagblaðið Izvestíja hafði í gær eftir Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta sovétleiðtoganum, að Lebed gæti gegnt lykilhlut- verki við myndun stjórnar miðjuflokka og lýðræðisafla. Sjálfur vill Gorbatsjov ekki útiloka að hann fari fram. ¦ Sterki maðurinn/20 Reuter Vetrarhörkur á Hjaltlandi ÆTLA mætti, að myndin væri tekin á norðurslóðum en svo er ekki, heldur á Hjaltlandi „þar sem snjó festir yfirleitt aldrei" eins og Haraldur Ágústsson, sonur Ágústs Haraldssonar, laxeld- isbónda í Leirvík, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær. Sagði Haraldur, að jafnfallinn snjór væri í hné en strax og vind hreyfði ryki hann í mikla skafla. Þó er orðið fsert í Leirvík, hðfuðstað Hjaltlands, og nágrenni en vegir illfærir annars staðar. Haraldur sagði, að Hjaltlendingar hefðu aldrei upplifað svona hörkur og því hefði viðbúnaðurinn enginn verið. Hér er verið að flytja á sjúkrahús mann, sem var hætt kominn vegna ofkælingar. Ánægja í NATO með upphaf friðargæslunnar í Bosníu Framkvæmdin eftir áætlun fyrstu vikuna Sar^jevo. Reuter. RÁÐAMENN Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, fögnuðu því í gær hve framkvæmd og eftirlit með frið- arsamningunum um Bosníu hefði gengið vel fyrstu vikuna frá þvi bandalagið tók við af gæsluliði Sameinuðu þjóðanna. Hlýddu her- menn Bosníu-Serba annars vegar og múslima og Króata hins vegar fyrirmælum um að hörfa frá víglín- unni við Sarajevo og gefur það von- ir um, að staðið verði við friðarskil- málana að öðru leyti. Staðfest var í gær, að fjand- mannafylkingarnar í Bosníu hefðu farið í einu og öllu eftir ákvæðum friðarsamningsins um að draga heri sína frá víglínunni við Sarajevo en samt er talið, að leiðtogar Serba séu ekki búnir að gefast upp við að reyna að fá ýmsum ákvæðum hans breytt. Samkvæmt samkomulaginu á að vera búið að skilja að herina alls staðar í Bosníu þegar mánuður er liðinn frá undirritun og að líðnum 15 dögum til viðbótar eiga þeir að vera farnir frá svæðum, sem þeim Reuter FRANSKUR NATO-Iiði við friðargæslu í Sarajevo. ber að láta af hendi. Þegar enn hafa liðið 45 dagar, eða á 91. degi frá undirritun, mega ýmist Serbar eða múslimar og Króatar fara inn á svæðin, sem þeim hafa verið af- hent. „Kaldur friður" Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði í gær, að hann væri sáttur við þann „kalda frið", sem nú ríkti í land- inu. „Við erum þakklát fyrir friðinn og ég tel ekki hættu á, að á okkur verði ráðist aftur. Ég tel, að þessu stríði sé lokið," sagði Izetbegovic. NATO-þyrlur fluttu stórar fall- byssur til stöðva Breta í Sanski Most í gær og var flogið með þær í stóran sveig um svæðið til að eft- ir þeim væri tekið. „Við vorum að auglýsa, að við værum vel vopnum ,búnir og leggja um leið áherslu á, að þeim verður beitt ef nauðsyn krefur. Ég vona þó, að til þess þurfi ekki að koma," sagði David Shaw, talsmaður NATO. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, nam í gær úr gildi refsiað- gerðir gegn Serbíu og Svartfjalla- landi en sagði jafnframt, að hægt væri að setja þær á aftur ef brotið væri gegn friðarsamkomulaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.