Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.12.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rússafiski skipað upp í V estmannaeyj um Morgunblaðið/Sigurgeir RUSSAFISKINUM skipað upp úr flutningaskipinu í Vestmannaeyjahöfn. „Meiri þíða í samskiptum“ Brunaslys- um vegna útikerta fjölgar SLYSAVARNAFÉLAG íslands hefur fengið upphringingar undan- farna daga frá fólki sem hefur brennst illa vegna útikerta og ann- arra sem hafa naumlega sloppið við slíkt. Að sögn Valgerðar Sigurðardótt- ur kynningarfulltrúa SVFÍ hefur notkun útikerta um jól og áramót aukist mikið undanfarin ár. Fyrir fáum árum hafí útikerti verið al- geng sjón á leiðum en nú orðið sjást þau mjög víða fyrir utan híbýli fólks, við útidyr, á svölum, pöllum, við kirkjudyr, verslanir og skemmti- staði. Flestir verða fyrir því að reka annan fótinn í logandi kertin og fá yfir sig sjóðandi heitt vax en af því getur hlotist slæmur bruni. Að sögn Valgerðar eru börn líka í mikilli hættu þegar útikertum er stillt upp á handrið og því er foreldr- um sérstaklega á það bent að vera á varðbergi. Slysavarnafélagið hefur beint því til fólks að sýna varkárni og stilla útikertum ekki upp við gangveg heldur á öruggum stað þar sem flestir geta notið þess augnayndis sem þau eru. -----» ♦ ♦---- SFR-félagar fá hækkun um áramót FÉLAGSMENN í Starfsmannafélagi ríkisstofnana, SFR, munu fá ums-' amda 2.700 króna launahækkun um áramótin eins og aðrir launþegar, þrátt fyrir að félagið hafi sagt upp kjarasamningum. Mál ríkisins gegn SFR sem höfðað var til ógildingar á ákvörðun félags- ins um uppsögn samninga er nú til meðferðar hjá Félagsdómi en dómur verður ekki upp kveðinn fyrr en eft- ir áramót. Skv. upplýsingum sem fengust á starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytis í gær hefur SFR verið sent bréf þar sem félaginu er tilkynnt að ríkið muni greiða starfs- mönnum sem eru í félaginu ums- amda hækkun um áramót eins og öðrum ríkisstarfsmönnum. FLUTNINGASKIP landaði um jólin 250 til 300 tonnum af rús- safiski úr Barentshafi hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyj- um. Tók það til baka síld á Rúss- landsmarkað. Sighvatur Bjarna- son framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. taldi í samtali við Morgunblaðið að meiri þíða væri í samskiptum Rússa og Islendinga en áður. „Það er ljóst að okkur er núna boðið upp á rússafisk, sem okkur var ekki boðið upp á í fyrra,“ sagði Sighvatur. „Verðið er að færast í eðlilegt horf þannig að GENGIÐ hefur verið frá samkomu- lagi um að Háskóli íslands kaupi Nýja Garð af Félagsstofnun stúd- enta. Kaupverðið er 95 milljónir króna, eða 86,5 milljónir að nafn- virði. „Það hefur lengi verið stefna Fé- lagsstofnunar að selja Nýja Garð,“ sagði Bernhard A. Petersen, fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúd- enta. „Við vissum að Háskólinn hefði hug á að kaupa. í vor kom upp húsnæðisekla hjá Háskólanum og vantaði aðstöðu fyrir prófessora og kennara. í september var gengið til viðræðna og náðist samkomulag 15. desember.“ Afhentur í þremur áföngum Nýi Garður, sem hefur verið stúd- entahúsnæði undanfarna áratugi, verður afhentur Háskólanum í þrem- ur áföngum. 1. febrúar á næsta ári verða afhent 17 herbergi, 27 her- bergi 15. júní 1998 og 17 herbergi 15. júní árið 1999. Bemhard sagði að sala Nýja Garðs væri liður í uppbyggingu, sem nú ætti sér stað á vegum Félags- stofnunar. Annars vegar væri um að ræða framkvæmdir við Ásgarða og hins vegar hugmyndir um nýtt hús, sem rísa eigi fyrir sunnan hjóna- garða og hýsa jafn marga stúdenta og Nýi Garður, eða 60 manns. Nýja húsið yrði dýrara en Nýi Garður í byggingu og þar yrði betri aðstaða ég held að það sé meiri þíða í þessum samskiptum en áður var. Það virðist vera minni áhugi en áður hjá veiðiskipunum að koma en við getum alltaf orðið okkur úti um flutningaskip. Ég held að ástandið sé að verða all þokka- legt,“ sagði hann. Islenskar sjávarafurðir hafa selt fyrir Vinnslustöðina talsvert mikið af síld til Rússlands að sögn Sighvats. Því væri það nokkuð algengt að flutningaskip og tog- arar kæmu með þorsk og tækju síld til baka. en í hinu hálfrar aldar gamla húsi. Bernhard sagði að undanfarið hefði verið unnið að viðgerðum á Gamla Garði og yrði hann tekinn í notkun í janúar. Við það myndu 43 nýviðgerð herbergi losna og þangað gætu stúdentar úr herbergjunum 17, sem fyrst verða afhent, flutt, auk þess, sem unnt yrði að grynnka á biðlistum. í Stúdentablaðinu í desember er haft eftir Brynjólfí Sigurðssyni, pró- fessor og formanni bygginganefndar Háskólans, að kaupin verði greidd úr framkvæmdasjóði Háskólans, sem í rennur ágóði af Happdrætti Háskóla íslands. ------» ♦ ♦----- Glannaakstur í Hlíðunum MAÐUR, sem grunaður er um að hafa verið ölvaður, ók glannalega um Hlíðahverfi í Reykjavík í gær. Lögreglunni var tilkynnt að mað- ur hefði ekið utan í við Kringluna. Næst spurðist til hans við slökkvi- stöðina og ók hann gegnum grind- verk við blokk við Skógarhlíð. Bifreið mannsins fannst á bíla- stæði fyrir utan skrifstofu sýslu- mannsins í Reykjavík við Skógar- hlíð, en maðurinn var á braut þegar lögreglu bar að. Háskólinn kaup- ir Nýja Garð llpplýsingafræði Asta Bolladóttir ► Ásta Bolladóttir er fædd árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskólanum 1984. Hún starfaði um skeið sem rit- ari, annars vegar hjá Ráðgarði og hins vegar Heilbrigðiseftir- litinu, auk þess sem hún stund- aði þýskunám í eina önn í Braunschweig. Árið 1987 hóf hún nám í arkitektúr í sömu borg en ákvað síðar að skipta yfir í nám í upplýsingafræði. Útskrifast hún frá háskólanum í Hannover í janúar. Samhliða námi hefur hún starfað hjá Dan- foss í Danmörku og Friðarstofn- un Nóbels í Ósló auk þess sem hún var hálft ár i starfsþjálfun hjá tímaritinu DerSpiegel í Hamborg. Ör þróun á sviði gagnagrunna Upplýsingafræði er tiltölulega ný námsgrein enda ekki langt síðan að tækni sem gerir mönnum kleift að geyma gífurlegt magn upplýsinga í tölvutæku og aðgengilegu formi leit dagsins ljós. Ásta Bolla- dóttir lýkur í janúar námi frá háskólanum í Hanno- ver, sem er einn fjögurra þýskra háskóla er bjóða upp á riám í upplýsinga- fræði. Útskrifar hann ein- ungis 25 nemendur á ári í faginu. Hvað er upplýsinga- fræði? „Upplýsingafræði geng- ur að mestu leyti út á gagnagrunna. Fjallað er um hvað gagnagrunnar séu, hvernig þeir eru byggðir upp, hvemig upplýsingar í þeim eru settar fram og hvemig hægt sé að finna upplýsingarnar aftur. Tölvufræði tengist einnig upplýsingafræðinni og bókasafns- fræði fléttast inn í hana. Maður lærir að skrá bækur og gert er ráð fyrir að þeir sem útskrifast úr upp- lýsingafræði geti starfað á sér- fræðisöfnum og við upplýsingam- iðlun. Hjá Danfoss og Friðarstofn- un Nóbels starfaði ég einmitt á sérhæfðum bókasöfnum. f stóram dráttum má segja að til séu þrenns konar gagnagrann- ar. í fyrsta lagi bókfræðilegir gag- nagrunnar, sem segja má að séu byggðir upp líkt og spjaldskrá bókasafns. Notandinn fær upplýs- ingar um titil, ártal, lengd og höf- und viðkomandi verks en veit ekk- ert um innihaldið. Hann fær alls konar upplýsingar með í leitinni og erfítt getur verið að vita hvað sé nýtilegt. Indexeraðir grannar byggjast hins vegar á leit með ly- kilorðum, sem era föst orð, sem hægt er að nota aftur og aftur. Búnir era til sérstakir kóðar fyrir númeraframsetningu hvers orðs. Þá er hægt að slá inn og fær mað- ur þá allar upplýsingar. Kerfi af þessu tagi hafa hins vegar þann galla að ef eitthvað gleymist þá kemur það ekki fram við leitina. Loks era svo gagnagrannamir þar sem texti er geymdur í heild sinni og má nefna sem dæmi gag- nagrunn Morgunblaðsins. Slíkir grannar eru þægilegir, þar sem notandinn fær viðkomandi texta upp á skjáinn og getur prentað hann út í heild sinni. Ókostur slíkra granna er að það getur verið dýrt að leita í þeim. Leitað er í öllum texta og getur leitin því tekið lang- an tíma.“ Hver telur þú að þróunin eigi eftir að verða varðandi gagna- grunna? ______________ „Fjölmiðlar eiga eftir Notandavið- að tengjast þessum At grannum í mun ríkara siTenx mæli. Þá mun viðmót gagnvart notandandum - verða sífellt mikilvægara. Áður voru vissulega til kerfí þar sem hægt var að nálgast upplýsingarn- ar en viðmótið var ekki sérlega aðlaðandi og aðgengilegt. Tenging- amar við gagnagrannanna eiga eftir að batna og hægt verður að Ieita á einu tungumáli í öllum gagnabönkunum. Það á sér líka stað mikil þróun varðandi gervi- greind og því ekki útilokað að í framtíðinni verði hægt að segja tölvunni á venjulegu máli hveiju maður sækist eftir og hún finni það fyrir mann. Þróunin verður sú að þekking á sérhæfðum leitarmálum verður ekki lengur nauðsynleg. Það á sér einnig stað mikil þróun á sviði margmiðlunar, sem mun mikilvægara gera notkun mun einfaldari fyrir notandann. Þá era sífellt að koma öflugri tölvur með aukinn vinnslu- hraða sem auðveldar leit í gagna- grunnum." Sérðu fyrir þér stóra alþjóðlega gagnagrunna í framtíðinni? „í sjálfu sér veit ég ekki hversu mikið verður um alþjóðlega gagna- granna. Ég held að það verði meira um það að menn tengist við stað- bundna gagnagrunna, sem t.d. era teknir inn á CD-ROM, líkt og raun- in er í dag. Það fylgir því mikill kostnaður að vera beintengdur við gagnagranna og leita í þeim. Notendur eiga þess hins vegar einnig kost að tengjast öllum ómögulegum og mögulegum gagnagrannum á alnetinu og að vissu leyti má segja að það sé al- þjóðlegt. Það er allt að verða mun alþjóðlegra og gífurlegt magn af upplýsingum sem fer í grunna. Sem dæmi um þróun er á sér stað má nefna að í Bæjaralandi í Þýskalandi er verið að byggja upp viðamikið net sem allir háskólar í _________ sambandslandinu tengj- ast. Það er byijunin á mjög stóru keríí er gæti hugsanlega breitt úr sér. Það er hins vegar fremur kostnaðarsamt að byggja upp grunna af þessu tagi og ávallt álitamál hversu mik- ið fé opinberir eða einkaaðilar era reiðubúnir að leggja í uppbyggingu gagnagrunna. Slík uppbygging skilar ekki peningum til baka strax heldur ber fremur að líta á þá sem ljárfestingu t.d. fyrir menntakerfíð. Slíkir grunnar geta þó sparað mik- ið fé á ýmsum sviðum, til dæmis komið í veg fyrir tvíverknað varð- andi dýrar rannsóknir. Áður voru menn oft að framkvæma mjög dýr- ar tilraunir og rannsóknir hver í sínu horni og vissu ekki að í næsta skóla var verið að framkvæma sömu hluti. Nú geta menn borið saman bækur sínar í gegnum gagnagrunna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.